Morgunblaðið - 24.07.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.07.1960, Blaðsíða 12
12 MORCVNET. 4 T)IÐ Sunnudagur 24. júlí. 1960 tJtg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson Lesbók: Arni Öla,4bimi 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Simi 22480. Áskriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. HUGSJÓNIR OG HINDURVITNI MEGINSTEFNA Framsókn- arflokksins í verzlunar- málum íslendinga hefur á undanförnum áratugum jafnan venð sú, að bezta trygging' almennings fyrir hagkvæmri verzlun væri, að Samband ísi samvinnufélaga og kaupfélögin innan þess væru algerlega einráð á verzlunarsviðinu. Því hefur verið haldið fram, að til dæmis væri það hagkvæmast fyrir fólk í sveitahéruðum landsins, að í hverju héraði væri einungis ein kaupfélags- verzlun. Skjátlast hrapallega 1 þessum efnum sem mörg- um öðrum hefur Framsókn- armönnum skjátlazt hrapal- léga. Reynslan hefur sýnt, að heilbrigð samkeppni um við- skipti fólksins eru líklegust til þess að skapa hagkvæma verzlun. Einokunaraðstaða kaupfélags eða einstaklings- verzlunar er ekki líkleg til þess að bæta verzlunaraðstöð una. Þvert á móti skapar einokunin, hver sem þá að- stöðu heíur skapað sér, mikla hættu á spillingu og ýmis konar misferlum. Það heíur líka sannazt áþreifanlega síðustu mánuði, að samvinnuverzlunin er síð- ur en svo nokkur trygging ge'gn óheilbrigðum verzlun- arháttum og spillingu. — Frammi fyrir alþjóð liggja nú sönnunargögn um það að bæði olíufélög Sambands ísl. samvinnufélaga og SÍS sjálft hafa gerzt sek um stórfellda fjárglæfra og afbrot. Ekki nægilega hugstæð Hugsjón samvinnustefn- unnar hefur ekki reynzt nægi lega hugstæð leiðtogum hennar á íslandi til þess að koma í veg fyrir margvíslega misnotkun þeirra á hinni sterku sérstöðu, sem sam- vinnufélögin hafa um langt skeið notið í landinu. Ýmsir af aðsópsmestu forystumönn- um samvinnustefnunnar og þess stjórnmálaflokks sem reynt hefur að einoka hana í flokksþágu sína standa nú þess vegna uppi sem hrein hindurvitni. NORRÆNIR FUNDIR i ÞESSU sumri verða háðir ** hér á Islandi fleiri nor- rænir fundir en nokkru sinni fyrr. Norrænar hjúkrunar- konur, slysavarnarsamtök, byggingamenn, norræn sölu- tækni, norrænir endurskoð- endur og samtök ýmissa nor- rænna iðnaðarmanna, hafa þegar lokið hér fundum sín- um. Framundan eru fjöl- margir aðrir norrænir fundir. I gær hófst hér t. d. fundur norrænu menningarmála- nefndarinnar og í næstu viku setjast Norðurlandaráð og fulltrúaráð norrænu félag- anna hér á rökstóla. f* Gleðiefni Þessi mikJi f jöldi norrænna funda, sem haldinn er hér á Islandi á þessu ári, er gleði- legt tákn um það, að ísland er virkur þátttakandi í sam- starfi við þær þjóðir, sem næstar eru og skyldastar ís- lenzku þjóðinni. Þrátt fyrir það að Islendingar eiga fjöl- þætt viðskipti við stórþjóðir í austri og vestri, er það ein- dreginn vilji þeirra að halda sem nánustu sambandi við frændþjóðtr sínar á Norður- löndum. Þetta sætir vissulega engri furðu. íslendingar eru nor- ræn þjóð. Vagga þeirra stóð í Noregi. Þaðan eru íslend- ingar fyrst og fremst upp- runnir. Frá uppruna sínum hvorki geta þeir né vilja flýja. Nánust á sviði menningarmála Um norræna samvinnu hef- ur margt og misjafnt verið sagt. Vitanlega hefur ekki öll norræn samvinna reynzt raun hæf. Hún hefur oft reynzt meiri í orði en á borði. Hitt er óhætt að fullyrða að hún hafi orðið þjóðum Norður- landa til mikillar blessunar á fjölmörgum sviðum. Nánust hefur þessi samvi»na orðið á sviði menningar- og félags- mála. Þar hafa þjóðirnar all- ar átt sameiginlegra hags- muna að gæta. UTAN UR HEIMI Zsa Zsa Gabor - úigandi sem kampavín HIN FAGRA og skapmikla kvikmyndastjarna, Zsa Zsa Gabor, hefir sjaldan þurft að kvarta undan því, að ekki sé eftir henni tekið og um hana talað. Margt frumlegt og skemmtilegt hefir einmitt ver ið sagt um hana, og ágæt við- bót er það, sem skrifað er um hana í bókinni „Mínningar atvinnuþorparans“ — en höf- undur hennar er einn af fyrr- verandi eiginmönnum kvik- myndadísarinnar, leikarinn George Sanders, sem hefir hlotið viðurnefnið „leiksviðs- þorparinn með flauelshanzk- ana“. — Hver öld, skrifar hann, á sína Madame Pompadour, sína lafði Hamilton eða Kleopötru — og það kæmi mér ekki á óvart, þótt söguntarar framtíðarinnar teldu Zsa Zsa „eintak“ 20. aldar- innar af þessari einstæðu kven- gerð. ★ „ÁREKSTRAR“ — Við Zsa Zsa hittumst í raun- inni aldrei til þess að kynnast með „venjuiegum" hætti. Við rákumst beinlínis hvort á annað í samkvæmi nokkru í New York. Þessum „árekstri" fylgdi svo glas af víni í hinni stóru íbúð hennar, þar sem veggirnir eru klæddir rauðum satín-veggtjöld- um. — Seinna „rákumst við á“ George Sanders: — Auðvelt að lenda í deilum við Zsa Z. á Bermúda, síðan í Hollywood — og loks í Las Vegas, þar sem við trónuðum frammi fyrir einhverj- um pokapresti, sem ákvað að binda en<ji á alla þessa árekstra — með giftingarhring. ★ HÁRÞURRKAN Zsa Zsa er síólgaudi eins og kampavírt — og ég varð, sem ektamaki hennar, að reyna að lifa og hegða mér með tilliti til hinna miklu og óútreiknánlegu skapsmuni hennar. En mér veitt- ist jafnerfitt að vera henni sam- mála og samtaka eins og það reyndist auðvelt að lenda í deil- um og útistöðum við hana. — Og í hvert skipti, sem við urðum ósammála um eitthvað, flúði Zsa Zsa „inn í“ hárþurrkunarhjálm- inn sinn — og ég minnist flestra átaka okkar í hjónabandinu, sem árangurslausra árása minna á þennan þurrkhjálm, sem suðaði sifellt og urraði geðvonzkulega. — Að vísu var jöfnuður með okkur á nokkrum sviðum. Til dæmis höfðum við nokkuð svip- að skopskyn — og vafalaust hef- ir það oft hjálpað okkur gegn- um gráan hversdagsleikann þessi fimm ár, sem við vorum T \ ) S | Leikarinn George i 1 Sanders, einn aí 1 ( i \ fyrrverandi eigin- \ \ mönnum Zsa Zsa, \ i s | netir skrifað um \ hjónaband þeirra íl lendurminningabók \ i sinni, „Minningar \ \ atvinnuþorparans" \ gift. Einnig höfðum við svipuð sjónarmið að því er samkvæmis- lífið varðaði. A HREKKLAUS — Eftir að við Zsa Zsa skild- um, urðum við í sannleika sagt miklu betri vinir en við nokkr- um sinni vo'ura, meðan við átt- um að heita hjón. — Hún er góð- ur félagi, og manni líður vel í návist hennar — stöku sinnum, og hæfilega lengi í einu .... BRUSSEL, 21. júlí: — Leiðtog- ar Kongó-ríkisins hafa notað upp reisnina í hernum til að reyna að egna þeldökka gegn hvítum mönn um, sagði Baudouin Belgiukon- ungur í útvarpsræðu í kvöld. Gott orð hefur farið af stjórn Belga í Kongó, við trúum vart að það spillist meff öllu. Konungur sagði, að mörg hermdarverkanna, sem unnin hefðu verið gegn hvítum mönn- um þar síðustu dagana, hefðu verið unnin af ráðvilltum og stjórnlausum lýð, óttaslegnu fólki. Belgíumenn og allur heim- urinn vissi hvað gerzt hefði, þús- undir flóttamanna hefðu sagt frá hörmulegum atburðum. Aðeins lítill hluti hinna innfæddu hefur staðið fyrir uppreisninni, sagði Baudouin, mikill meirihluti vill samvinnu við Belgiumenn. Þetta fólk biður okkur um hjálp tll að byggja upp og treysta hið nýja sjálfstæða ríki — og það Zsa Zsa. — lætur ávallt stjórnast af skapinu ........ Ef til vill, heldur fyrrverandi eiginmaðuiinn áfram í íhugunar- tón, er Zsa Zsa ein þeirra kvenna, sem nú eru freklegast misskildar í heimi hér — af því að skap- gerð hennar er í rauninni svo ákaflega hrekklaus — og hún lætur ávallt stjórnast af- skapi sínu. Hún kann ekki að látast. Til dæmis reynir hún ekki að draga dul á það, hve mikla á- nægju hún hefir af hvers kyns ástabralli og öllu, sem kallað er „spennandi'1. — • — Hún er miklum verðleikum búin, segir George Sanders loks, — .og ef hún fellur ekki inn í þann „ramma“, sem gerður hef- ir verið um það, sem kalla má venjulegt, heilbrigt og gott hjóna band — ja, þá er ómögulegt að álasa henni fyrir það. er skylda okkar að svara öllum þeim, sem í einlægni biðja um samvinnu við okkur. Ríissar lióta Genf 21. júlí — Tsarapkin, fulltrúi Rússa á þríveldaráð- stefnunni um bann við kjam- orkutilraunum, sagði í dag, að Rússar mundu sennilega hefja kjarnorkutilraunir á ný, ef Bandaríkjamenn gerðu neðan- j arðarsprengingar sínar, sem fyr irhugaðar eru, án nærveru rúss- neskra vísindamanna. — Áður hafði Rússum verið boðið að vera viðstaddir en þeir hafnað boðinu nema þvi aðeins að vís- indamenn þeirra fengju að skoða sprengjurnar áður en þær væru sprengdar, kynnast gerð þeirra og gera þær athuganir, sem þá lysti. Uppreisn minnihluta — segir Baudouin konungur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.