Morgunblaðið - 24.07.1960, Blaðsíða 6
6
MORGVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 24. júlí. 1960
/Ulcu^As(HS,:
Hamingja
BLAÐAMAÐUR nokkur spurði mig í gær: „Hvenær
eruð þér hamingjusamur?“ Ég velti þessu fyrir mér:
„Hvenær er ég hamingjusamur?“ Reyndar hafði ég
svarið á hraðbergi: „Ég er hamingjusamur, hvenær
!s^m ég lifi ekki fyrir sjálfan mig, heldur fyrir þá, sem
ég elska, eða fyrir starf mitt. Já, til að öðlast hamingju
fylgi ég þessum einkunnarorðum: Lifðu ekki ein-
göngu fyrir sjálfan þig. Hugsaðu eins lítið um sjálfan
þig og þú getur“.
Við þekkjum öll menn og konur, sem hugsa ekkki
um neitt nema sig sjálfa. Þeim er alltaf illt fyrir hjart-
anu, meltingin er of treg og þau eru dauðþreytt að
kvöldi. Hættuleg sjúkdómseinkenni! Þau greina sjúk-
dóminn sjálf, og hann er hræðilegur. Ef þau hefðu
engan tíma til að velta vöngum yfir, hvar þau fyndu
til, myndu þau vera stálhraust.
Eða þau gera sér áhyggjur af því, hvað aðrir hugsa
um þau. Eru þau í raun og veru elskuð eða virt? Eru
vinir þeirra góðir vinir? Er starf þeirra metið að verð-
leikum? Ég þekki fólk, sem er ekki i rónni af því að
einhver starfsbróðir aflar sér meiri tekna en það; é g
þekki rithöfunda, sem fylgjast öfundsjúkir með því,
hversu vel bækur starfsbræðra þeirra seljast; ég þekki
konur, sem ekki geta stillt sig um að vega og meta
skartgripi annarra kvenna.
Allt þetta fólk hefir enga raunverulega ástæðu til
að vera áhyggjufullt vegna afkomu sinnar. Það skort-
ir ekkert. Því vegnar svo vel, að það ætti að geta verið
ánægt. En það ber sífellt hlutskipti sitt saman við að-
stæður annarra, þó að þar sé ef til vill ekkert sam-
bærilegt að finna. Það skiptir ekki máli, hvað fólk
hugsar um okkur, heldur hvað við e'um og hvað við
gerum.
ÍHvernig eigum við að öðlast hamingju? í stað
þess að láta yður dreyma dagdrauma um það, sem
þér getið ekki gert og getið ekki fengið, skuluð þér
njóta þess, sem þér eigið kost á. Sönn gleði er fólgin
l í því að vinna, að elska og gleyma sjiáfum sér. Þetta
er hamingja þess karls og þeirrar konu, sem reyna að
gera lífið ánægjulegt og létt fyrir þá, sem þau elska.
Þetta er hamingja brautryðjandans, sem nemur nýtt
land og hefir engan tíma til að rannsaka tilfinningar
sínar. Þetta er hamingja stjórnmálamannsins, sem-
vinnur 15 klukkustundir á sólarhring í þágu lands síns, i
og listamannsins, sem gleymir umheiminum, er hann
vinnur að listaverkum sínum.
Einhver kynni að segja: „Heyr á endemi! Eigið þér
við, að menn ættu aldrei að gefa sér tima til að íhuga
hegðun sína í fullri alvöru? Álítið bér, að menn eigi
að líta fram hjá sannleikanum um sjálfa sig?“ Nei,
en ég held, að menn ættu aðeins að gefa sig að slíkri
sjálfsathugun öðru hverju. Sé hún nauðsynleg, þarf
hún að vera nákvæm og í fullu samræmi við sannleik-
ann. Þegar athuguninni er lokið, dragið þá ályktanir
af henni og hefjizt því næst aftur handa í starfi og
lífi. Leyfið engum, ekki einu sinni eiginkonu yðar eða
vini að ýfa sífellt upp sár yðar.
Veljið yður ráðgjafa úr hópi þeirra, sem gera lífið
unaðslegt, ekki úr hópi þeirra, sem gera það ógeðfellt.
Þannig leitast ég við að öðlast hamingju.
• f guðsgrænni
náttúrunni
B. B. skrifar sólbjartan
sumardag á Akureyri:
Nú er margt um manninn &
tjaldsvæði því sem Akureyr-
arbær býður ferðafólki til af-
nota. í morgun taldi ég 30
tjöld stór og smá á hinni
fögru grasflöt. Heilar fjöl-
skyldur taka sér þarna ból-
setu um stundarsakir. Ný-
þvegið barnatau sá í - á
einni tjaldsnúrunni i-
ussuð heyrðist t og
hvar; og ekki höfó on-
urnar gleymt bláu kaffi-
könnunni heima. Börn í sund
bolum léku sér í grasinu, en
yngra fólkið lá í sólbaði við
tjaldskörina. Þama ríkti frið-
sæld og gott samkomulag.
Fólk naut sólarinnar og hins
frjálsa og glaða lífs úti í guðs
grænni náttúrunni.
Ber að þakka Akureyrarbse
af alhug fjrrir þann skilning,
gem bærinn sýnir ferðafólkL
Á æfingu hjá Karlakór Reykjavíkur. — Þennan kafla á aff syngja glaðlega — rétt eins og þiff
hefffuff fengiff stóran happdrættisvinning, segir söngstjórinn, sem hefir stjórnað 2500 æfingum
hjá kórnum. (Ljósm. P. Thomsen).
Hefir haldið 86 sam-
söngva erlendis
Karlakór Reykjavíkur undirbýr
6. utanför sína
EINS OG frá hefir verið sagt
í blaðinu, skýrðu forystumenn
Karlakórs Reykjavíkur frétta
mönnum sl fimmtudag nokk-
uð frá fyrirhugaðri söngför
kórsins til Vesturheims.
— Þetta er önnur för kórs-
ins til Vesturheims, (hin
fyrri var farin 1946), og er
hún farin á vegum fyrirtæk-
isins „Columbia Artists Man-
agement Inc.“ í New York,
sem er eitt hið stærsta sinn-
ar tegundar í Bandaríkjunum.
— ★ —
Samningurinn við fyrirtæki
þetta var gerður fyrir milligöngu
Gunnars Pálssonar, hins kunna
söngvara, sem eitt sinn var fé-
lagi í Karlakór Reykjavikur og
einsöngvari með honum, en
Gunnar er fcúsettur vestanhafs.
— Fjörutíu manns mun taka þátt
í söngförinni, að meðtöldum
söngstjóra, einsöngvurum, undir-
leikara og feiarstjóra. Áður hefir
verið skýrt frá, hverjir þeir eru,
en tveir einsöngvaranna, Guð-
mundur Guðjónsson og Kristinn
Hallsson, syngja einnig með sem
kórmenn.
★ Hvarvetna lofsamlegir
dómar
Formaður kórsins, Haraldur
Sigurðsson, skýrði nokkuð frá
ýmsu úr undirbúningsstarfinu að
þessari utaníör, sem verið hefir
mikið, og vakti nokkuð atriði úr
sögu kórsins í því sambandi,
einkum að því er varðar fyrri
utanfarir. — Karlakór Reykja-
víkur hefir fimm sinnum áður
farið söngferðir til útlanda. Árið
1935 fór hann til Norðurlanda,
1937 til Mið-Evrópu, árið 1946 var
hin mikla söngför til Bandaríkj-
anna, en þá söng kórinn á 56
tónleikum í nær jafnmörgum
borgum, og áheyrendur voru
yfir hundrað þúsund. Næst fór
kórinn söngför til Miðjarðar-
hafslanda árið 1953, og loks var
honum boðið á tónlistarhátíðina
í Bergen 1956, og þá jafnframt
á 50 ára afmælishátíð karlakórs-
ins „Bel Canto“ í Kaupmanna-
höfn. — Það má segja, að dómar
um söng kórsins í þessum ferð-
um hafi verið mjög á einn veg
— lofsamlegir í bezta niáta. Hefir
hann því hlotið talsverða frægð
erlendis, enda sagði formaður-
inn, að árlega bærust tilmæli um,
að kórinn héldi tónleika hér og
þar, en þessu væri yfirleitt ekki
unnt að sinna. Finnland og
Sovétríkin væru meðal þeirra
landa, sem kórinn langaði mjög
til að heimsækja — en það yrði
að bíða betri tíma.
Karlakór Reykjavíkur hefir
haldið 86 söngskemmtanir er-
lendis til þessa (fyrir nokkur
hundruð—þúsund áheyrendur)
— í ferðinni í haust mun kórinn
syngja 40 sinnum á 39 stöðum;
tveir samsöngvar verða í Winni-
peg. — Að förinni lokinni verð-
ur þá kórinn búinn að halda 126
söngskemmtanir „handan við
pollinn." Auk þess hefir hann
sungið á um 50 plötusíður fyrir
grammófón —■ og á næstunni
mun væntanleg ný hæggeng
plata með scng kórsins. Þá hefir
Framh. á bls. 23.
• Hættusvæðið við Sog
í dag skrifar Jói Velvak-
anda nokkrar línur vegna
bréfs „ferðalangs", sem birt-
ist hér í fyrradag. Jói segir:
— „Ferðalangur" skrifar Vel
vakanda nýlega og talar um
„hættusvæðið við Sog". Að
sjálfsögðu er það rétt, að
nokkra varúð þarf að sýna
við Efrafall, enda er orku-
verið enn í smíðum. En ekki
☆
kemur til nokkurra mála. að
meina fólki að skoða virkjun-
arstaðinn. Það er bæði fróð-
legt og svo er gott út-
sýni þarna og víða fallegt í
kring. í framtíðinni mun
þetta sjálfsagt verða enn fjöl-
sóttari áningarstaður en nú
er.
Annar's var bréf Ferðalangs
athyglisvert að einu leyti.
„Strákarnir hans vildu endi-
lega aka upp á Dráttarhlíð"
(en hann hélt að það mætti
ekki), og síðan hlupu strák-
arnir niður hlíðina hinum
megin og þar var enginn
vörður og engar grindur. —
Með öðrum orðum, af því að
„ferðalangur" ræður ekkert
við sína eigin stráka, verður
hið opinbera að gæta þeirra.
Hvernig væri að bæta upp-
eldið? — Jói.
• Misskilur strákseðlið
Velvakandi hefur því einu
við bréf Jóa að bæta, að hann
virðist ekki skilja strákseðlið
FERDINAIMD
til hlitar. Það munu vera of
vel uppaldir drengir, sem
ekki faka til fótanna óháð
vilja feðra sinna, þegar þeir
koma út úr bíl austur við
Efra-Sog eftir langan ökutúr.
Hraustir og frískir strákar eru
venjulega miklir fyrir sér og
illviðráðanlegir á vissurn
aldri.