Morgunblaðið - 24.07.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.07.1960, Blaðsíða 20
23 MORGVNBLAÐ1B Sunnudagur 24. júli. 1960 PATRICIA WENTWORTH Qamlar syndir | --------------------11 að verða búinn, svo að það var vist ekkert undanfæri. Þá hefði hún ekki nóg í annan jakka, nema hún þá breytti til og hefði eitthvað af hvítum röndum í honum. Það var ekki eins og eft irtekt hennar hefði neitt slaknað meðan hún var að þessu og nú svaraði hún spurningunni, sem íyrir hana hafði verið lögð. — Hvað leggurðu upp úr henni sjálfur? Önnur litlausa augnabrúnin á Frank lyftist um leið og hann svaraði: — Annað tveggja er hún svo fæddur lygari, að hún geti romsað þessu upp úr sér um- hugsunarlaust, eða þá segir hún satt. — Þar er ég á sama máli. — Þú heldur, að hún sé að segja satt? — Já, það held ég, Frank. — Og viltu segja mér hvers vegna? — Hún gerði enga tilraun til að hafa áhrif á mig. Það voru mörg atriði í sögu hennar, sem hefðu sýnt hana sjálfa í miklu fegurra ljósi, með því að víkja þeim ofurlitið til, en ég varð efeki vör neinnar slíkrar tilhneig- ingar hjá henni. í öðru lagi var hún taugabiluð og utan við sig og hrædd, en aðal áhyggjuefni hennar var alls ekki það, að hún yrði ef til vill kærð fyrir morð, heldur hitt, að maðurinn hennar fengi að vita, að hún hefði ekki verið sem allra bezt Oig trúust eiginkona. — Jú, þessu tók ég líka eftir sjáifur. Við gengum nú ekkert sérstaklega á hana viðvíkjandi því, hvað hún hefði brotið af sér, en það kom bara berlega í ljóe, að Alan Field hafði einhver þrælatök á henni. Og auðvitað er það nægileg ástæða fyrir hana til þess að myrða hann. Maud Silver kinkaði kolli. — Já, svo gæti sýnzt, en raunveru- ' Þótt Bangsi sé þreytí«r, grtpur hann veiðihugur þ~ » hann finnur lyktirm : -'ssu Markúsar. Svo þetta er biindj vviðihund- iega er ég ekki á þeirri skoðun. Hún sagði mér upp alla söguna, sem hún hefði þó alls ekki þurft að gera, og þessi áhyggja hennar, sem ég nefndi, var mjög áber- andi. Það var fyrst og fremst maðurinn hennar sem hún var að bera fyrir brjósti. Hún sýndist alls ekki verða þess vör, að með þessu var hún að gefa upplýsing ar, sem hlutu að magna gruninn gegn henni. Þó er rétt að taka fram, að hún fullkomnaði ekki þessa vitleysu, sem hún var í þann veginn að gera, því að til- finningar hennar gagnvart eigin- manninum stöðvuðu hana í tæka tíð. En þar fyrir hafði hún gefið Alan Field nægilega átyllu til að beita hana þrælatökum.. Frank blístraði. — Hann hefur að minnsta kosti haft nægilegt tak á henni og var að kúga út úr henni fé! Hún óttaðist, að hann segði manninum hennar frá öllu saman. Hún hafði ákveðið stefnu mót með honum klukkan tuttugu mínútúr yfir tólf í baðskúrnum þar sem hann var myrtur, og nokkru seinna kemur hún inn með kjólinn sinn allan ataðan blóði, svo að úr honum lekur á stigaþrepin. Þú sérð, væna mín, að böndin berast heldur óþyrmi- lega að henni. Maud Silver brosti. — Ég þarf vonandi ekki aS benda þér á, að það getur orðið erfitt að færa sannanir fyrir þessari fjárkúg- un. Hann hló. — Þú ert furðu nözk að hitta alltaf á veiku blettina. En látum okkur bara fallast á þína skoðun um Pippu, en ath/uga svo, hvað með mælir og hvað móti. Upplýsingarnar um pappírs hnífinn hennar frú Field, virðast í fljótu bragði sýna, að einhver í húsinu hafi framið glæpinn, en fótunum er bara kippt undan þeirri kenningu, ef við trúum frekari upplýsingum Pippu — og urinn þinn, ha ? Eftir útlitinu að dæma hefur hann átt erfiða heimferð ! Þú getur ekki farið að veiða núna Bangsi. Þú verður að hvila ég er hræddur um, að við verð- um að trúa þeim, þar sem þær hafa svo margt við að styðjast. Hún segir, að hnífurinn hafi ver ið í bókinni á miðvikudag. Þetta er staðfest af frú Hardwick, frú Castleton, frú Trevor og frú Field sjálfri. —• Já, og ég get þar bætt sjálfri mér við, hvað morgunstundina snertir. Um eftirmiðdaginn segir frú Hardwick, að bókin hafi ennþá verið þarna og frú Field stað- festir það. Þær skildu allt dót sitt eftir í skúrnum og læstu honum. Pippa segir, að hún hafi séð hnífinn þar eftir miðnætti, þegar hún datt um líkið af Field, og hún segir ennfremur, að bókin hafi legið þar á gólfinu, rétt við útrétta hönd líksins. Og það stendur heima, því að þar lá bókin þegar Colt kom á vett- vang, eftir að Anthony ofursti hafði hringt í hann. Við höfum því ekki annað að gera en taka gildar upplýsingarnar um hníf- inn og bókina. Og það sannar, að hnífurinn hefur verið þarna inni, og hver sem þangað kom inn, hefur getað notað hann. En nú skulum við athuga, hver það hef ur getað verið. Maud Silver hóstaði. — Þú gleymir væntanlega ekki hr. Cardozo? — Alls ekki. Til bráðabirgða getum við iitið á hann sem fyrsta grunaðan. Auðvitað hefur hann vel getað gert það. Hann hafði nógan tíma frá því hann fór úr Káta Fiskimanninum og til mið- nættis. Hann segir og Marie Bonnet staðfestir það, að þau hafi verið saman, en svo hef ég grun um, að hægt sé að fá Marie til að segja hvað sem er, með því að þægja henni vel fyrir það. Veika hliðin á fjarverusönnun hans er auðvitað sú, að það ofur selur hann algjörlega á hennar vald. Finnist henni annað hvort að þetta sé of mikil áhætta fyrir sig, eða hann ekki borgar henni nógu vel, þarf hún ekki annað en fara til lögreglunnar með alla söguna, og þá er úti um hann. Hann getur vel hafa komizt í þessar kringumstæður af tilviij- un, en ég efast um, að hann hafi undirbúið þær sjálfur. Maud Silver horfði á hann hugsandi. — Það er alls ekki óhugsandi, að hann hafi orðið var við, að Alan Field fór inn í baðskúrinn. Hann segir að Marie hafi farið heim til sín og henni dvalizt þar þangað til ungfrú Anning var búin að loka húsinu, en hafi þá læðzt út aftur. Mér þykir mjög trúlegt, að hr. Field hafi farið eins að. Ungfrú Anning segir, að hann hafi komið inn, en veit hins vegar ekkert, hvort hann fór nokkuð út aftur. En nú vit- um við, að hann fór úf. Marie getur hafa séð hann og hr. Car- þig og borða. Svona, komdu hingað ! . Reyndu ekki að stoppa hann Marfeús. Lofaðu honum að veiða dozo sömuleiðis, sem samkvæmt eigin framburði var þarna á hött unum að bíða eftir henni. Og þá var honum vandalaust að elta hann út í baðskúrinn, og alls ekki sagt, að hann hafi þá haft neitt ofbeldi í huga. — Jú, þetta er allt saman hugs anlegt. En hvernig eigum við að sanna það, ef stúlkan heldur fast við framburð sinn? — Það veit ég ekki. Heldur ekki ég. En nú skal ég koma með annan grunaðan handa þér. Hvað segirðu um James Hardwick? — Guð minn góður .... nú verð ég fyrst hissa! — Jæja, ég geng nú ekki oft fram af þér, svo að það er bezt að gera það almennilega, úr því að ég er að því á annað borð. Líttu nú bara á: Frú Hardwick var alin upp með Field, og þau voru rétt að segja orðin hjón. Svo stingur hann af á sjálfan brúðkaupsdáginn og fer til Suð- ur-Ameríku, án þess að kveðja kóng eða frú. Þegar Cardozo sagði mér nafnið á manninum, sem hann var að leita uppi, kann aðist ég strax við það. Svo drakk ég einn eða tvo með mestu kjafta kindinni í öllum mínum kunn- ingjahóp og var stórum fróðari eftir. Hann beinlínis kunni Alan Field utan bókar, og hafði meira að segja rekizt á hann kvöldið áður en hann rýmdi landið. — Sagði, að þá hefði hann vaðið í peningum og gefið drykk á báða bóga. Eftir því sem á kvöldið leið, varð hann æ lausmálli og beinlínis trúði kunningja mín- um fyrir, að sér yrði þægt vel fyrir að stinga af. Georg, þess- um kunningja mínum, skildist einhvér hafa áhuga á þvi, að losa Carmonu Leigh við hann, og svo þegar hún giftist James skömmu seinna, var hann ekki lengi að leggja saman tvo og tvo og álykta, hver sá áhugamaður hefði verið. Það skilurðu, að ef þetta stendur heima — og Georg hefur sérstaka gáfu til að þefa slíkt sem þetta uppi — þá skil- urðu, segi ég, að Hardwick hef- ur varla orðið sérlega hrifinn af að fá útlagann aftur inn í land- ið. Hann kemur heim á miðviku daginn og hittir Field á sinu éig in heimili. Ýmislegt bendir til, að kveðjur þeirra hafi verið væg ast sagt hlédrægar, og að Field hafi fljótlega haft sig á burt. Brytinn segir, að frú Hardwick hafi verið talsvert rjóð og varla sagt orð undir borðum. Frú Tre- vor, sem er heimsk kjaftatík, sagðist halda, að Carmona væri með höfuðverk — svo leiðinlegt, þegar James væri að koma heim, en það hefði verið svo heitt um daginn — lítið betra en í Ind- landi og frú Castleton hafi ver- ið eins. En allir aðrir halda því fast fram, að blessunin hún Car- mona hafi verið alveg eins og hún átti að sér. Nú, að sjálfsögðu vitum við ekkert um, hvað kann að hafa farið á milli Hardwick hjónanna, en þú skilur, að þetta var hálfgert vandræða ástand og kann að hafa lent í illdeilum. Ég hef ákveðinn grun um, að endurfundir þeirra hjón- anna hafi ekki verið alls kostar vel heppnaðir. Þar út yfir getum við vitanlega ekki fullyrt neitt, en það getur verið freistandi að hugsa sér sitt af hverju. Hugs- um okkur, að Field hafi komið Carmonu út úr jafnvægi, annað hvort með því að fara að verða ef það er það sem hann langar til að gera ! Takið upp fevikmyndavéiarnar piltar. Hitt veTkefnið getur beð- ið. Þetta er stórkootlegt. ástleitinn við hana, eða reyna að pína út úr henni peninga, eða líka hann hafi ljóstrað upp leynd armálum, sem gátu haft ill áhrif á samkomulag þeirra hjónanna. Svo að það síðastnefnda sé tekið, hvernig heldurðu, að Carmona hafi brugðizt við, ef hann hefði frætt hana á því, að hún hefði verið verzlunarvara, og að Field hafi í rauninni verið ke-^otur til að yfirgefa hana? 3|Utvarpiö Sunnudagur 24. júlí 8.30 Fjörleg músík fyrsta hálftíma vikunnar. 9.00 Fréttir. — 9.10 Vikan framundan. 9.25 Morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a) Konsert í G-dúr fyrir píanó og hljómsveit op. 44. eftir Tsjai- kovskij. — Emil Gilels leikur með útvarpshljómsveitinni. í Búdapest. Andas Korody stj. b) Lofsöngur til Maríu meyjar (Laudi alla Vergine Maria) eft- ir Verdi. — Dómkirkjukórinn og borgarhljómsveitin 1 Aarhen flytja. Theodor Rehmann stj. c) Sinfónía concertante í Es-dúr K 364 eftir Mozart. — Mozart- hljómsveitin í Lundúnum leik- ur undir stjórn Harrjrs Bíechs. Einleikarar: Norbert Bvainin (fiðla) og Peter Schidlof (lág- fiðla). 11.00 Messa í Fossvogskirkju (Prest- ur: Séra Gunnar Arnason; org- anleikari: Kristinn Ingvarsson). 12.15 Hádegisútvarp. 14.00 Miðdegistónleikar. Frönsk ballettónlist: a) Coppelia eftir Delibes. Operu hljómsveitin í Covent Garden leikur. Robert Irving stjórnar. b) Giselle eftir Adam. — Operu- hljómsveitin í París leikur. — Richard Blareau stjórnar. 15.30 Sunnudagslögin. 16.30 Veðurfregnir. 18.30 Barnatími (Rannveig Löve). a) Jón veiðimaður — ævintýri (Hildur Þórisdóttir þýðir og les). v b) Frásagnir úr dýraríkinu (Guö- mundur Löve). c) FramhaldssÝgí.n: Sveinn fíOTist leynilögreglumaður II. lestur (Pálína Jónsdóttir les). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Lúðurtónar: Franz Negebauer leikur þekkt lög á trompet. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Raddir skálda: IJr verkum Ar- manns Kr. Einarssonar. Flytjend- ur: Stefán Júlíusson, Kristín Anna Þórarinsdóttir . og höfund- ur. 21.00 Islenzk tónlist: Sónatína fyrir fiðlu og píanó eftir Jón Nordal. — Björn Olafsson og höfundur flytja. 21.15 ..Klippt og skorið“ — nýr skemmtiþáttur í umsjón Gunnars Eyjólfssonar leikara. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 DanslÖg. Heiðar Astvaldsson dans kennari kennir danslögin þrjá fyrstu stundarfjórðungana. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 25. júlí 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.) 12.00 Hádegisútvarp. 12.55 Tónleikar: „Sumardans". 15 00—16.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Lög úr kvikmyndum. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Einsöngur: Thora Matthíasson syngur við undirleik Jórunnar Viðar. a) Chére nuit (Bachelet). b) Clouds (Charles). c) Thell me, oh, blue, blue sky (Giannini). d) Draumalandið (Sigfús Einars- son). e) Vögguljóð (Sigurður Þórðar- son). f) Norskt lag, Bergmálið (Thrane) g) Moon marketing (Powell Wea- ver). h) Midsummer (Amy North). 20.55 Um daginn og veginn (Andrés Kristjánsson ritstjóri). 21.10 Mandolin-tónleikar: Ceciliu-hljóð færaleikararnir leika. a) Adagio eftir Beethoven. b) Tvö sönglög eftir Mozart. c) Konsert fyrir mandolin í C-dúr eftir Vivaldi. 21.30 Um norrænu sundkeppnina — (Erlingur Pálsson yfirlögreglu- þjónn og Sigurður Nordal pró- fessor flytja erindi). 22.00 Fréttir, sildveiðiskýrsla og veður- fregnir. 22.10 Um fiskinn (Stefán Jónsson og Thorolf Smith sjá um þáttinn). 22.35 Kammertónleikar: Finnsk nútíma tónlist. a) Nonetto eftir Aarre Merikanto. — Finnskir hljóöfæraleikarar ílytja. b) Strengjakvartett e#t*r Einoju- hani Rautawaara. — HelsinM •trengjakvartettinn leikur. * 23,10 Dagskrárlok. ^ — Þú verður að minnsia kosti 20 árum yngri, kæri vinur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.