Morgunblaðið - 28.07.1960, Page 5

Morgunblaðið - 28.07.1960, Page 5
Fimmtudagur 28. júlí 1960 MORCUNt T. 4 ÐIÐ 5 Þessa dagana eru staddir hér tveir gestir sunnan frá Ástralíu. Þaff eru þeir heims hornaflækingarnir (fremur óvirðuleg þýðing á enska al- þjóðaorðinu „globetrotters) Itoy Wright og Xom Mosley. Árið 1954 luku þeir báðir verk fræðingaprófi í heimalandi sínu, en þar sem þeim fannst þeir verða að kynnast heim- inum eitthvað, áður en þeir réðu sig í fasta vinnu og yrðu virðulegir borgarar, ákváðu þeir að flakka um veröldina næstu árin. Síðan eru liðin sex ár, og enn eru þeir á ferða lagi. Þeir ferðast hægt yfir, taka hvaða vinnu sem að hönd um ber til þess að eiga fyrir daglegu brauði og gera sér allt far um að kynnast persónu lega fólki í þeim löndum, sem þeir fara yfir, deila kjörum þess og læra tungu þess. „Meðan við eru ungir“, segja þeir, „viljum við nota tæki- færið til þess að skoða heim- inn og reyna að skilja fólk- ið, sem byggir hann". — Hefur það teki*t? — Já, við vitum nú, að allir menn eru svipaðir, gest- risnir og góðhjartaðir. Allar deilur þeirra á milli stafa cin göngu af misskilningi og fá- fræði þeirra hver um annan. — Aldrei lent í neinu klandri? — Helzt í löndum Araba. Þeir eru tortryggnir í garð út lendinga, og við vorum oft grunaðir um njósnir. Eina viku urðum við meira að segja að dúsa í fangelsi.' __*__ f nóvember 1954 lögðu þeir af stað til Nýja Sjálands. Það an fóru þeir til Fiji-eyja, Ceylon og Indlands. Þaðan hafa þeir gengið svo að segja alla leið til Norcgs, yfir Kas- mír, Pakistan, Afganistan, Persíu, Mesópótamíu, Jórdan- íu, Sýrland, Tyrkland, Grikk land, Júgóslavíu, Austurríki, ítaliu, Þýzkaland, Frakkland, Danmörku og Svíþjóð. f Ind- landi lifðu þeir með frum- stæðum ættbálkum og likaði það vel, þótt þeim ægði fá- tæktin. Þar lentu þeir í hálf- gerðum vandræðum meðal kynþátts, þar sem konur lifa í fjölveri. Þeir voru að teikna kvenfólkið, þegar eiginmenn irnir hnöppuðust i kringum þá, fjórir til fimm um hverja konu. Afbrýðissemin leyndi sér ekki, en samt voru þeir látnir afskiptalausir. Þeir Tom og Roy taka hvaða vinnu, sem til fellur. Viða hafa þeir kennt ensku, en oft hafa þeir unnið við uppþvotta á veitingahúsum, við land- búnað, fægt glugga í stór- borgum o.s.frv. Bæði í Dan- mörku og Svíþjóð hafa þeir aflað sér tekna með því að koma fram i útvarpi. Báðir fást þeir við listteiknun og tistmálun og hafa mikinn hug á að fá að starfa við eitthvað þessháttar hér á landi. Þeir hyggjast dveljast í Reykjavík í nokkra daga, fara siðan í ferðalag um land ið, en setjast síðan að i höf uðborginni um tíma, ef þeir fá vinnu. ★ „Afsakið frú, fílar verða oft mjög þyrstir í hitum“. Einu sinni heimsóttu þrjár stúlkur heimili í London, þar sem kvenfangar voru hafðir í haldi. Þeim var vísað inn í herbergi þar sem tveir kvenmenn voru að sauma. „Guð minn góður“ hvísl- aði ein af stúlkunum að leiðsögu manninum", en þrjóskulegar skepnur. Hverjar eru þær?“ „Þetta er setustofan mín“, svar aði leiðsögumaðurinn stuttur í Árnað heilla Guðmundur Guðmundsson, Sel vogsgötu 22, Hafnarfirði er 60 ára í dag. Hann er nú fjarstadd- ur. Síðastliðinn laugardag voru gefin saman í hjónaband í Há- skólakapellunni af sr. Gunnari Árnasyni, ungfrú Guðrún I. Jóns dóttir, híbýlafræðingur, Freyjug. 34 og stud. med. Ásgeir Karlsson, Hafnarstr. 45, Akureyri. Heimili þeirra verður á Freyjugötu 34. Ennfremur ungfrú Jórunn Jóns- dóttir, teiknari, Freyjug. 34 og stud. med. Guðmundur Oddsson, Helgamargrastræti 15, Akureyri. Heimili þeirra verður einnig á Freyjugötu 34. spuna,“ og þetta er konan mín og dóttir“. Frú Hansen átti von á gest- um. Hún kom að Hansen bónda sínum, þar sem hann var að fjar- lægja regnhlífarnar úr ytri gang- inum. „Hvers vegna ertu að þessu Hansen“? spurði frúin, „ertu hræddur um að þeim verði stol- ið“? „Nei“ .svaraði Hansen, „ég er hræddur um að þær þekkist". ★ — Talar dóttir þín mörg tungu- mál? — Já, mikil ósköp, hún get.ur sagt já á sex tungumálum, ef út- lendingar skyldu biðja hennar. Allir fiskar eru með uggum. Það eru ekki allt góðir fiskar sem synda. Fyrst fúnar fiskur á höfði. Fiskur tekur beitu, en öngull fisk. Vesæll fiskur fer í vesals manns net. Enginn dregur l>ó ætli sér annars fisk úr sjó. Þar liggur fiskur undir steini. Gott á fiskurinn, hann má drekka þegar hann vill, sagði drykkjurút- urinn. Betri er lítill fiskur en tómur diskur. Lýist fiskur ef lengi er barinn. Jafnir fiskar spyrðast bezt. H.f. Eimskipafélag íslands. — Detti- foss r á leið til Gautaborgar. Fjallfoss er á Akureyri. Goðafoss kemur til Rvíkur í dag. Gullfoss kemur kl. 8,30 í dag. Lagarfoss er á leið til Rvíkur. Reykjafoss er á leið til Riga. Selfoss er á leið til Vestmannaeyja. Tröllafoss er í Rostock. Tungufoss er á Siglufirði. Hafskip: Laxá er á Siglufirði. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er i K- höfn. Esja fer kl. 17 í dag vestur um land. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Skjaldbreið fer frá Rvík á morgun til Breiðafjarðarhafna. Herj ólfur fer frá Vestmannaeyjum í dag til Hornafjarðar. H.f. Jöklar: — Langjökull er vænt- anlegur til Kotka í dag. Vatnajökull er i Grimsby. Skipadeild SÍS. — Hvassafell er í Kolding. Arnarfell er í Swansea. Jökul íell lestar á Norðurlandshöfnum. Dís- arfell fór í gær frá Kristiansand ti1 Akureyrar. Litlafell kemur í dag til | Rvíkur. Helgafell er á Akui-eyri. Hamrafell er á leið til Batum. Eimskipafélag Reykjavíkur hf.: — Katla er í Noregi. Askja er á le.ð til Frakklands. Flugfélag íslands hf.: — Gullfaxi fer til Glasgow og Khafnar kl. 8 í dag. Væntanleg aftur til Rvíkur kl. 22:30 í kvöld. Hrímfaxi fer til Lundúna kl. 10 í dag. Kemur til Rvíkur kl. 20:40 í kvöld. Fer til Glasgow og Khafnar kl. 8 í fyrramálið. Innanlandsflug: I dag til Akureyrar, Egilsstaða, Isafjarðar, Kópaskers, Pat- reksfjarðar, Vestmannaeyja’ og Þórs- hafnar. A morgun til Akureyrar, Egils staða, Fagurhólsmýrar, Flateyrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, Isafjarðar, Kirkj ubæj r klausturs, Vestmannaey j a og Þingeyrar. Loftleiðir hf.: — Edda er væntan- leg kl. 9.15 frá New York. Fer til Oslo, Gautaborgar, Khafnar og Hamborgar kl. 10:30. Snorri Sturluson er væntanlegur kl. 23 frá Luxemburg og Amsterdam. Fer til New York kl. 00:30. ÁHEIT og GJAFIR Sólheimadrengurinn afh. Mbl. AS 50, NN 100. Hallgrímskirkja í Saurbæ afh. Mbl.: X 100 kr. Áheit og gjafir til Barnaspítalasjóðs Hringsins: Aheit frá Klöru kr. 100. Aheit frá RJ 100. Gjöf frá ónefndri konu til minningar um látinn vin 300. Kvenfélagið Hringurinn færir gefend- unum sínar beztu þakkir. Til Hallgrímskirkju í Saurbæ hefi ég nýlega móttekið kr. 3260.00, nefnilega úr safnbauk kirkjunnar kr. 2110,00, á- heit frá konu á Akranesi kr. 1000,00, gjöf frá G.F.R. kr. 100 og önnur frá N.N. kr. 50. — Matth. Þórðarson. Eldri kona óskar tftir 1—2 herb. með eldunarplássi eða lítilli í- búð, helzt í Vogahverfi, 1. okt. Fyrirframgreiðsla. Til boð á afgr. Mbl. merkt: „528“. íbúð Barnlaus hjón óska eftir 2ja herb. íbúð til leigu sem fyrst, helzt í Hafnarfirði. Tilb. á áfgr. Mbl. fyrir föstud.kvöld merkt „531“. Kæliskápur Eldri gerð af Rafha kæli- skáp til sölu ódýrt. Uppl. í sima 24966. Jarðýta til leigu VélsmiSjan BJARG Höfðatúni 8. Sími 17184. Tannlækningastofan verður lokuð 28. júlí til 4. ágúst. Jafnframt verður stofan lokuð á laugard. ágústmánuð. Birgir J. Jóhannsson tannlæknir. Laugavegi 126. 3ja herb. íbúð óskast til kaups með 50 þús. í útborgun og hagkvæmum eftirstöðvum. Tilb. sendist afgr. Mbl. fyrir 1. ágúst merkt „0533“ Plymouth ’42 nýuppgerður, til sölu, ó- dýrt. Uppl. í síma 17096 eftir kl. 6. íbúð óskast Ung hjón með 2 börn vant ar 2ja—4ra herb. íbúð strax. Reglusemi, góð um gengni. Uppl. í síma 32943. Dömur Fyrlr verzInnarm&nnaJielgin: Sportbuxur, Blússur, Sólbrjóstahaldar og Short, Sundhettur, Sundbolir, Kaðkápur o. m. fl. „Hjá Báru44 Austurstræti 14. Tilkynning Nr. 21/1960. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi há/narks- verð á brenndu og möluðu kaffi frá innlendum kaffibrennslum: I heildsölu, pr. kg...................... Kr. 40.55 I smásölu með söluskatti, pr. kg......... — 48.00 Iteykjavík, 26. júlí 1960. VERÐLAGSSTJÖBINN. Tilkynning Nr. 22/1960. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarks- verð á steinolíu og gildir verðið hvar sem er á landinu: Selt í tunnum ..... Kr. 2,00 pr. líter. Mælt í smáíiát..... — 2,40 — — Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 26. júlí 1960. V ERÐL AGSSTJ ÓRINN. Ferðaborð með 4 stólum. — Verð kr. 1098.— Garðar Gísleson hf. bifreiðaverzlun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.