Morgunblaðið - 28.07.1960, Page 8

Morgunblaðið - 28.07.1960, Page 8
8 MORCVNBl AÐlh Fimmtudagur 28. júlí 1960 t Argentína „MARGT skeður á sæ“, segir máltækið, og það eru vissulega orð að sönnu, þegar bandaríska skemmti ferðaskipið „Argentina“ er annars vegar. Þar um borð er fátt, sem ekki gerist — eða getur að minnsta kosti gerzt. — Af því fengu fréttamenn að finna smjör þefinn í fyrradag, þegar þeir skoðuðU þetta 25 milljón dala skip á ytri höfninni, meðan farþeg- arnir spókuðu sig á götum Reykjavíkur og í nágrenni höfuðstaðarins. k Meðal þeirra, sem frétta- menn hittu á skipsfjöl, var hinn sjötugi Rear-Admiral, — gægzt um gáttir í glæsi- legum far- kosti ar þess úti undir berum himni, spænska og portú- galska hvarvetna Við hlið enskunnar á leiðbeininga- spjöldum o. s. frv. En í ár og máske hin næstu fara systur- skipin auk Suður-Ameríku- siglinga sinna í tvær ferðir til Eystrasaltsins og tvær til Afríku með skemmtiferða- fólk. „Brazil“ var í ár fyrr á ferðinni um norðurslóðir og Vélarúmið er heimur út af fyrir sig, sem fæstir farþegar eða gestir sjá nokkru sinni. Þessi mynd sýnir hinn aðeins 38 ára gamla yfirvélstjóra við eitt »f mörgum stórum mælaborðum niðri í skipinu, sem knúið er áfram með 35,000 hestöflum Robert C. Lee, sem eftir fleiri áratuga starf í þágu Moore- McCormacklínunnar hefur nu um 1 árs skeið verið stjórnar- formaðúr þessa þriðja stærsta skipafélags í Bandaríkjunum. Gaf hann ýmsar mjög athygl- isverðar upplýsingar um fé- lagið, sem nú á 43 skip; tvö farþegaskip, eitt olíuskip og hin vöruflutningaskip, en mörg þeirra síðastnefndu hafa oftsinnis sézt í Reykjavíkur- höfn á undanförnum árum. • •k „Argentina" er 23,000 lestir og getur tekið 557 farþega, en í lengri skemmtiferðum, eins og þeirrv 32 daga ferð, sem skipið nú er í til Reykjavík- ur, Hammerfest, Bergen, Osló, Stockhólms, Helsinki, Leningrad, Travemiinde, Kaupmannahafnar, Southam- ton og aftur til New York, vilja margir hafa rúmt um sig og er skipið því fullskipað með þeim 340 farþegum, sem um borð eru. Þeir greiða um 1800 dali hver.í ferðakostn- að — eða um 70 þúsund ísl. krónur — og geta í staðinn fengið að njóta flestra lysti- semda daglegs lífs, meðan þeir berast yfir úthöfin með 22% sjómílu hraða. Þetta glæsilega skip, sem nú er í 18. ferð sinni, byrjaði að kljúfa öldurnar í desember 1958 og hefur síðan ásamt systurskipi sínu „Brazil" einkum verið í förum milli New York og Suður-Ameríku. Þess verður líka nokkuð vart, þegar gengið er um skipið, að það er sérstaklega ætlað til ferða um þær hlýju slóðir, t d. eru hinar tvær sundlaug- Úr prentsmiðju skipsins, þar sem 3—4 mcnn starfa. Yfirprent- arinh sést til vinstri, en hann hefur um árabil starfað hiá bandaríska stórblaðinu „New York Times“. kom því ekki við á því kalda Islandi. Lee aðmíráll sagði, að það ylti mikið á því, hvemig far- þegunum nú,líkaði hér, hvort staldrað yrði við hér á landi í framtíðarferðum skipanna. Aðspurður skýrði hann frá því að allmargir farþega og einnig ýmsir af hinhi 405 manna áhöfn skipsins hefðu komið til Islands áður. Sjálf- ur hefði hann oft komið við hér, einkum á stríðsárunum, þegar hann stjómaði vöru- flutningum með skipalestum milli Ameríku og Evrópu. Aðeins eitt farrými er á „Argentina" og sagði Lee að- míráll, að ástæðan til þess væri sú, að ferðin væri svo löng og þannig skipulögð, að ekki færi í hana annað fólk en það, sem vildi njóta sigl- ingarinnar. Ef þeir ætluðu sér aðeins að komast á miili þeirra staða, sem skipið kem- ur á, mundu þeir fara flug- leiðis, og við flugvélarnar Íiyggðust þeir ekki reyna að keppa. Megináherzla er lögð á það, að búa sem bezt að far- þegunum, meðan ferðin stend- ur yfir, og sjá til þess, að all- ir finni eitthvað við sitt hæfí meðal þeirra lystisemda, sem skipið hefur upp á að bjóða. 'k Þegar blaðamenn síðan skoðuðu skipið stafna á milli og allt frá brú niður undir kjöl, sannfærðust þeir fljótt um, að þetta hefur tekizt al- veg ótrúlega vel. Af því, sem fyrir augun bar, má t.d. nefna glæsilegar setustofur, nætur- klúbb, vínstúkur, barnaheim- ili, leikfimisal með megrunar- tækjum m. a., sem ýmsum getur komið vel, kvikmynda- sal, með 160 þægilegum sæt- um, þar sem fram fara tvær sýningar á hverjum degi — og guðsþjónusta að auki á sunnu dögum, matsalur, sem rúmar alla farþega í einu og þar sem 45 þjónar og þjónustustúlkur ganga um beina, sjúkradeild með lækni, 2 hjúkrunarkon- um og aðstoðarmanni, skurð- stofu og 12 sjúkrarúmum, skipt bróðurlega milli beggja kynja, allgott bókasafn í hlý- legri lesstofu, sundlaugamar tvær, önnur fyrir fullorðna og hin börn, báðar með upphit- uðu vatni, sólbaðsskýli, m. a, í voldugum reykháf skipsins, prentsmiðja, þar sem gengið er frá 4 síðna dagblaði skips-. ins, „The Good Neighbor", matseðlum o. fl., kennslustofu fyrir tungumálanám, dans- skóla, sem tveir kennarar starfa stöðugt við o. fl., o. fl. „Argentina“ liggjandi við akkeri á ytri höfnlnni i fyrradag, eftir að hafa Iagt að baki um 2515 sjómílur af um 11,450 í þessari skemmtisiglingu sinni frá New York til 8 landa i Evrópu og heim aftur. — Margir skemmtikraftar eru með skipinu, þ. á m. 5 manna hljómsveit. Það er því naum- ast ofsagt hjá Lee aðmírál, að farþegarnir eigi jafnan að geta haft eitthvað fyrir stafni sér til ánægju og dægrastytt- ingar. Og enn er það svo ótal- ið, að sérstakur útbúnaður er á skipinu, til þess að gera það sem stöðugast í sjó og óþæg- indi farþeganna af veltingi sem minnst; þannig er hugs- anlegur halli skipsins í sjó- gangi með þessum útbúnaði t. d. minnkaður um 15°. Loks ætti ekki að draga úr ánægju farþeganna sú vitneskja, að aðeins 2 skip í heiminum eru búin jafnfullkomnum stjórn- tækjum og „Argentina" — og ekkert fullkomnari. k Það er heldur fátitt, að blaðamenn eða aðrir, sem slík skip skoða, bregði sér niður vélarrúm þeirra, þó að þar sé vitaskuld margt að sjá líka. I þetta sinn gerðu fréttamenn Mbl. hér undantekningu á. Þar niðri í „Argentina“ starfa 16 vélstjórar en 52 menn alls. Skipið er knúið tveim 17,500 ha. aðalvélum og snúast skips skrúfurnar, sem eru 5—6 m í þvermál, 137 snúninga á hverri mínútu, þegar siglt er á fullri ferð. Á sólarhringi eyða vélarnar um 220 lestum af olíu. Ljósavélar skipsins eru 3 talsins, allar af General Electric gerð, eins og fleiri Ekkert skip hefur rumbetri bru eða fullkomnari stjorntæki en „Argentina“. Einhver hafði orð á þvi, að gólfið þarna uppi væri dálítið hált — en einn skipsmanna varð þá fljótur til svars og sagði að sér hefði aldrei orðið fótaskortur þar eu hins vegar oftar en einu sinni stungizt á höfuðið heima hjá sér. Robert C. Lee, aðmíráll, forseti Moore-McCormack iínunnar vélar þar neðan þilja. Þær framleiða hver um Sig 1250 kílówött. Allt vatn, sem not- að er í skipinu, er unnið úr sjó í 2 til þess gerðum vél- um, og eru afköst hvorrar um sig um 340 smálestir á sólar- hring. — Ótalmargt fleira bar fyrir augu þarna niðri og yar margt af því ekki síður stór- kostlegt en hávaðinn, sem óneitanlega var mikill, þó að skipið lægi við festar. k Það sem hér að framan hef- ur verið rakið var með- al þess marga, sem vakti athygli fréttamanna um borð í „Argentina" í fyrradag. — Ómögulegt er að telja það allt upp, enda ber margt hratt fyrir, því að um skipið er ferðast ýmizt í lyftum eða rennistigum; jafnvel í véla- rúminu líka. Að lokum skal það þó nefnt, að stjórnandi þessa nýtízkulega og glæsilega skemmtiferðaskips er Commo- d ' Thomas Simmons. — Ól. Eg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.