Morgunblaðið - 06.09.1960, Side 1
20 siðui:
Barizt um vðidin
Kasavubu rekur Lúmúmba
Lumúmba lýsir Kasavubu valdalausan
Leopoldvílle, 5. september. — (NTB — ReuterJ.
JOSEPH KASAVUBU, forseti Kongó, skýrði frá því í út-
varpsávarpi í dag að hann hefði vikið Lumumba forsætis-
ráðherra úr embætti og farið fram á það að Sameinuðu
þjóðirnar tækju við eftirliti í landinu. Þá hefur hann skip-
að Joseph Ileo forsætisráðherra, en Ileo var áður forseti
öldunagdeildar þingsins. Sagði Kasavubu að Lumumha hafi
verið að steypa Kongó út í borgarastyrjöld og kvaðst nú
sjálfur taka að sér yfirstjórn hersins.
Þegar eftir að Lumumba
heyrði útvarpsávarp Kasa-
vubu, fór hann til útvarps-
stöðvarinnar. Þrátt fyrir það
þótt flokkur úr her S. þ.
reyndi að stöðva hann, greip
Lumumba hljóðnemann og
skoraði á her landsins að
standa með sér. Sagði hann
að Kasavubu hefði ekki
lengur nein völd í landinu og
kvaðst ávarpa herinn sem
varnarmálaráðherra og yfir-
maður hersins. Kallaði Lum-
Skotar
kvarta
EDINBORG, Skotlandi, 5. sept.
(Reuter) — Edinborgarblaðið
The Scotsman kvartar í dag mjög
undan þeirri þörf, sem orðin er
á því að viðræður Breta og fs-
lendinga hefjist um fiskveiðilög-
söguna.
Segir blaðið að brezka utan-
ríkisráðuneytið viðurkenni að
ómögulegt sé að fá íslenzku rík-
isstjórnina til að samþykkja hve
nær viðræður skuli hefjast. Það
geti hins vegar varla verið ís-
lenzku ríkisstjórninni ofraun að
hefja undirbúning að viðræð-
um, segir blaðið, og áframhald-
andi bið hlýtur að gefa þeim
grun byr undir báða vængi að
íslenzka ríkisstjórnin sé að
reyna að draga málið á langinn
fram yfir vertíð.
umba síðan ríkisstjórnina
saman á fund til að fá hana
til að lýsa því yfir að Kasa-
vubu væri þar með vikið úr
embætti.
Má búast við alvarlegum
átökum þjóðarleiðtoganna
tveggja. Kasavubu forseti
hefur mest fylgi í Leopold-
ville, en Lumumba hins veg-
ar í Stanleyville.
RÚSSNESKAR FLUGVÉLAR
Tíu rússneskar flugvélar komu
í dag Við í Luluaborg á leið frá
Stanleyville til Bakwanga, höf-
uðborgar Námuríkisins í Kasai-
héraði. I flugvélunum voru 200
hermenn Lumumba. Flugvélarn-
ar voru með rússneskum merkj-
um, en fyrir nokkru var sagt
frá 15 rússneskum flugvélum
sem merktar höfðu verið „Repu-
blique du Congo“. Áhafnir vél-
anna voru rússneskar, en klædd-
ust ekki einkennisbúriingum. —
Talið er nú að Kongostjórn hafi
1.000 manna herlið í nágrenni
Bakwanga.
MIKIÐ MANNFALL
Hersveitir stjórnarinnar sóttu
fram í dag í suður og austur frá
Bakwanga og hrekja her Kal-
onjis á undan sér. Telja fulltrú-
ar S. þ. að um 400 manns hafi
fallið úr liði Kalonjis um helg-
ina. Hersveitir Kongóstjórnar
eru vel vopnum búnar og veit-
ist auðvelt að berjast gegn sveit-
um vopnuðum borgum og örvum.
INNRÁS akveðin
I dag gaf Kongóher út yfir-
Molotov kominn
úr útlegðinni
Vínarborg, Austurríki,
5. sept. — (Reuter). —
VACHISLAV MOLOTOV,
fyrrverandi utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna, kom til
Vínar í dag til að taka þar við
störfum sem fulltrúi Sovét-
ríkjanna hjá Alþjóða kjarn-
orkumálanefndinni.
Kom Molotov starfsmönn-
um kjarnorkumálastofnunar-
innar að óvörum.
Molotov ók rakleitt til rúss-
neska sendiráðsins og er ekki
vitað hvar hann muni búa í Vín.
Rússneskir starfsmenn kjarn-
orkumálastofnunarinnar sögðu
fyrir nokkru að ekki yrði fyrir-
fram tilkynnt um komu Molo-
tovs til Vínar og væri sú ákvörð-
un tekin til að fyrirbyggja að
mannfjöldi safnaðist saman við
komu hans.
A» ÓVÖRUM
Á dagskrá ráðstefnu kjam-
orkumálanefndar, sem hófst í
dag, er að ræða smærri kjarna-
kljúfa, og var ekki álitið að
Molotov mundi sitja þá ráð-
stefnu, þar sem umræður væru
hávísindalegar og málið ekki
það umfangsmikið að ástæða
væri fyrir hann að mæta.
Molotov hefur verið sendiherra
Sovétríkjanna í Ytri Mongolíu
frá því árið 1957 eftir að honum
var vísað úr flokknum og ríkis-
stjórninni fyrir and-kommúnist-
iska starfsemi.
lýsingu þar sem segir að inn-
rásardagurinn í Katanga sé þeg-
ar ákveðinn. Ekki var þó gefið
upp hvenær það yrði. Segir þar
að bardagarnir í Bakwanga séu
aðeins byrjunin, aðalatriðið sé
að ná Katangafylki. Hafi her-
sveitir Kongósíjómar fimmtán
rússneskar flugvélar til herflutn-
inganna og um eitt hundrað
rússneskar bifreiðir. En í Kat-
anga séu um 40 flugvellir þar
sem vélarnar geti lent.
Sennilegt er talið að Tshombe
muni láta fjarlægja allt elds-
neyti frá flugvöllunum, eins og
hann hann hefur áður gert er
hann óttaðist innrás.
NA vopnum
Um 200 sjálfboðaliðar frá Kat-
anga hafa gengið í lið með her-
sveitum Kalonjis, og er talið að
Framh. á bls. 2.
Kasavubu (í miðju og Lumumba (til hægri).
Heildarverðmœti land-
húnaðarafurða 730 millj.
Frá adalfundi Stéttarsambands bænda
BIFRÖST, 5. sept. — í morg-
un var settur 16. aðalfundur
Stéttarsambands bænda hér
að Bifröst. Formaður samtak-
anna, Sverrir Gíslason bóndi
í Hvammi, setti fundinn og
nefndi til fundarstjóra Jón
Sigurðsson bónda á Reyni-
stað. Varafundarstjóri er
Þórir Steinþórsson í Reyk-
holti og fundarritarar Guð-
mundur Ingi Sigurðsson og
séra Gísli Brynjólfsson.
Eftir að kjörbréfanefnd hafði
verið tilnefnd flutti formaður
skýrslu stjórnarinnar og fram-
leiðsluráðs. Hóf hann mál sitt
með því að ræða verðlaggrund-
völl landbúnaðarvara og breyt-
ingar þær, sem urðu á fram-
leiðsluráðslögunum á sl. starfs-
ári. Þá lýsti formaður bví hvar
komið væri nú málum um samn-
ing á nýjum verðlagsgrundvelli.
Verðlagsgrundvellinum var ekki
sagt upp, en samkomulag varð
um að hagstofustjóri hækkaði
vaxtalið grundvallarins um 1210
kr., til þess að mæta hækk-
un bankavaxta. Formaður sagði
að samkomulag væri að mestu
innan sex manna nefndarinnar
um verðlagsgrundvöllinn, en þó
væri ekki að fullu gengið frá
hvað reikna má verð á ull og
gærum.
Mjólkurframleiðsla aukist
Næst ræddi Sverrir Gíslason
um framleiðsluvörur landbúnað-
arins. Hann kvað innvegið mjólk-
urmagn til mjólkurbúa hafa vax-
ið um aðeins 0,68% á árinu 1959
(heildarmagnið er 69.632.720 lítr-
ar). Neyzlumjólkursalan jókst
hins vegar um 8,74% á árinu
(heildarsala 32.852.796 lítrar).
Tölur benda til þess að nú virðist
þurfa að greiða fyrir aukinni
mjólkurframleiðslu með því að
stuðla að byggingu mjólkurbúa,
þar sem engin eru fyrir. Væri
þau þó fyrsteog fremst vinnslu-
mjólkurbú. Benti formaður á að
á sl. ári hefði þurft að flytja inn
100 tonn af smjöri.
Framh. á bls 2.
Ðe Gaulle harðorður
Viðgerð lokið
PORTSMOUTH, Englandi, 5.
sept. (Reuter) — Brezki tundur
spillirinn Dainty fór í dag frá
Portsmouth til eftirlitsstarfa við
ísland eftir tíu daga töf í höfn
vegna skemmdarverka.
Fjórir vélamenn skipsins eru í
haldi grunaðir um að hafa unnið
skemmdarverkin hinn 26. ágúst
sl. Verða þeir sennilega dregnir
fyrir herétt eftir nokkrar vikur
þegar tundurspillirinn kemur
aftur úr leiðangri sínum, og mun
skipstjórinn verða sækjandi í
málinu.
París, 5. sept. (Reuter).
DE GAULLE forseti boðaði í dag
750 blaðamenn, erlenda fulltrúa
og opinbera embættismenn á sinn
fund og ræddi við þá um stjórn-
málaástandið í Evrópu, Atlants-
hafsbandalagið, Afríku, Samein-
uðu þjóðirnar og framtið Alsír.
Deildi hann harðlega á Samein-
uðu þjóðirnar og mótmælti fyrir
fram hverri þeirri samþykkt er
þar væri gerð varðandi stefnu
Frakka í Alsírmálinu.
„HINAR SVONEFNDU S.Þ.“
Var De Gaulle mjög harðorður
varðandi aðgerðir S.þ. til að koma
á friði í Kongó, og sagði að
Bandaríkin, Bretland og Frakk-
land hefðu strax átt að samrýma
stefnur sínar gagnvart Kongó. Ef
þessi þrjú stórveldi hefðu tryggt
sjálfstæði Kongó, hefði ekki kom
ið til afskipta ,,tiltekins“ aðila.
Með því hefði álit Vesturveld-
anna verið betur tryggt en með
vafasömum og kostnaðarsömum
aðgerðum „hinna svonefndu Sam
einuðu þjóða“, sagði De Gaulle.
Hann kvaðst hafa árangurs-
laust reynt að koma á samein-
ingu á stefnum þessara þriggja
stórvelda, sérstaklega varðandi
Afríku. Enniþá væri það ekki of
seint, og ættu Vesturveldin a8
vinna sameiginlega að því að
hvetja hinar nýsjálfstæðu þjóðir
til að taka upp skynsamlegar
stefnur.
ALSÍR INNANRÍKISMÁL
Þá minntist De Gaulle á Alsír,
og hvað sjálfstæði þess nálgast.
öll rök mæltu með því að Alsír
yrði samt áfram í tengzlum við
Frakkland. Hann bætti við:
,,Hvað sem verður, skeður ekki
í New York (hjá S.þ.). Frakkland
mun halda fast við stefnu sína
varðandi Alsír, þ. e. sjálfsákvörð-
unarrétt íbúanna“. Sagði De
Gaulle að S.þ. hefðu enga heim-
ild til afskipta í Alsírmálinu, sem
væri algjörlega franskt innanrík-
ismál. Meirihluti atkvæða hjá
S.þ. væri ekkert yfirvald og
„þessir New York ráðgjáfar'
þurfa ekki að borga brúsann.
SYNDIÐ 200 METKANA