Morgunblaðið - 06.09.1960, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.09.1960, Qupperneq 2
2 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur S. sept. 1960 Lögheimil ráöstöfun á gjald- eyristekjum póststjórnarinnar Yfirlýsing frá Gunnlaugi Briem póst- og simamálastjóra Blaðinu barst í gær eftir- farandi yfirlýsing frá Póst- og simamálastjórninni: PÓST- og símamálastjóri var á ferð á Norðurlandi í gær (sunnu dag), er honum bárust fregnir um æsifréttir þær um gjaldeyris viðskipti póstsins sem birzt hefðu í Alþýðublaðinu og Tím- anum. í 3. gr. laga nr. 88/1953 stend- ur: „Landsbanki íslands og Út- vegsbanki íslands hf. hafa einka rétt til að verzla með erlendan gjaldeyri. Þó er póststjóminni heimil slík verzlun innan þeirra takmarka, sem ríkisstjórnin set- ur“. Framkvæmd þessa síðasta at- riðis hefur verið með nákvæm- lega sama hætti og tvo undan- farna áratugi eða lengur. Inn- eignir stofnunarinnar í erlend- um gjaldeyri hafa verið gefnar upp í póstreikningum og til- kynntar Landsbankanum, hve- nær sem óskað er. Endurskoðun ríkisins hefur og farið yfir reikn inga stofnunarinnar. Þegar sótt hefur verið um innflutningsleyfi eingöngu, hefur innflutnings- skrifstofunni verið tjáð, að greiðsla yrði innt af hendi af er- lendri inneign stofnunarinnar. Hefur aldrei komið fram nein athugasemd um að farið væri út fyrir þann ramma, er heimill væri í þessu efni. Þótt megnið af þessum gjaldeyrisviðskiptum feli í sér greiðslur fyrir flutn- ing á pósti, þá hefur nokkuð far ið í efniskaup, þ.á.m. frímerki, og í einstaka tilfellum hefur starfsmönnum stofnunarinnar verið greiddur gjaldeyrir af inneign stofnunarinnar eingöngu í hennar þarfir í ferð- um á erlendar ráðstefnur eða til 'þess að mæta óvenjulegum kostn aði svo og kaupa á smááhöldum fyrir stofnunina. er þeir kynnu að rekast á í ferðinni. Slíkan gjaldeyri hefur að sjálfsögðu ekki mátt nota nema í þarfir stofnunarinnar, og hefur verið gengið ríkt. eftir, að þegar reikn ingar í sambandi við þær voru gerðir upp, færi það fram í er- lendum gjaldeyri eða með ná- kvæmlega sama gengi og þeir voru upphaflega bókaðir á, þannig að enginn gengishagnað- ur kæmi til greina fyrir hlutað- eigandi starfsmenn. Það hefur hvað eftir annað komið fyrir, að starfsmenn á er- lendum ráðstefnum hafi staðið uppi peningalausir vegna tafa á gjaldyrisgreiðslu dagpeninga þeirra, og hefur stofnunin þá orðið að hlaupa undir bagga af innieign sinni. Á síðustu tveim árum hefur verið óvenju mikið um slíkar ráðstefnur, og þannig varð póst- og símamálastjóri á síðasta ári að fara 8 slíkar ferð- ir og stóðu sumar ráðstefnurnar lengi, og annar starfsmaður varð að sitja um 5 mánuði á mikil- vægri ráðstefnu. í þessum til- fellum kom fyrir dráttur á gjald eyrisyfirfærslum á venjulegan hátt, sem var bjargað með greiðslu af inneign stofnunarinn- ar. Allir reikningar stofnunarinn- ar liggja að sjálfsögðu eins og að undanförnu opnir fyrir ríkis- endurskoðendum og hverjum, sem falið er að athuga þá. Þess má geta, að í undirbún- ingi er málshöfðun vegna hinna ærumeiðandi aðdróttana í áður- nefndum blöðum Reykjavík, 5. september 1960. Sign. Gunnlaugur Briem. Póst- og símamálastjóri. Fyrsta flugvélin lenti á Isafjarðarflugvelli Flugvallargerðinni miðar mjög vel dfram A NÝJA flugvellinum á Isafirði er nú tilbúin 400 m. löng braut og verið að bera ofan í 350 m. í viðbót. Vinna við völlinn geng- ur ákaflega vel, og standa vonir til að hægt verði að Ijúka 1100 m. langri flugbraut í haust, en þá fyrst verður völlurinn fær innanlandsflugvélunum. Þessar upplýsingar fékk blaðið í gær hjá Hauki Claessen, en hann flaug í gær vestur með <S>------------- Greinargerð fró gjaldeyriseftirlitinu í TILEFNI af blé?8askrifum um gjaldeyrismál póst- og símamála stjórnarinnar, vill gjaldeyriseft irlitið taka fram eftirfarandi. Samkvæmt lagaákvæðum, sem í gildi hafa verið síðan árið 1941, hefur póststjórninni verið heim- il verzlun með erlendan gjald- eyri innan þeirra takmarka, sem ríkisstjórnin eða ráðherra setur. Síðast var þessi ákvæði að finna í 3. gr. laga nr. 88 24 desember 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála o.fl. Á grundvelli þessarar lagaheimildar og langr- aT hefðar hefur póst- og síma- málastjórnin tekið á móti gjald- eyrisgreiðslum fyrir póst- og símaþjónustuna og notað þær gjaldeyristekjur til að inna af hendi greiðslur fyrir samskonar þjónustu. Þegar gjaldeyristekjur hafa ekki hrokkið fyrir gjöldum, hefur póst- og símamálastjórnin fengið gjaldeyrisleyfi hjá hlutað eigandi yfirvöldum. Eins hefur póst- og símamálastjórnin skil- að gjaldeyri til bankanna þegar tekjur hafa verið umfram gjöld. Vörur, sem póst- og símamála- stjórnin hefur flutt inn til sinna þarfa, hafa yfirleitt verið greidd ar með gjaldeyri, er yfirfærður hefur verið samkvæmt gjaldeyr- is- og innflutningsleyfum. Þá hef ur póst- og símamálastjórninni stundum verið heimilað að nota eigin gjaldeyri til vörukaupa og hafa þá verið gefin út innflutn- ingsleyfi. Póst- og símamálastjórnin hef ur skýrt gjaldeyriseftirlitinu frá því, að hún hafi yfirleitt aflað sér gjaldeyrisleyfa til greiðslu ferðakostnaðar vegna stofnunar- innar, er hafi þó einstöku sinn- um, þegar mikið hefur legið á, notað eigin gjaldeyri í þessu skyni. Gjaldeyriseftirlitið mun óska eftir nánari greinargerð póst- og símamálastjórnarinnar um þetta atriði. Póst- og símamálastjórnin hef ur gert gjaldeyriseftirlitinu grein fyrir öllum þeim gjaldeyri, sem henni hafa verið veitt leyfi fyrir, á sama hátt og aðrir aðilar, er slík leyfi fá. Gjaldeyriseftirlitið hefur iðulega fengið upplýsingar um gjaldeyriseign stofnunarinn- ar, og fyrir henni er einnig gerð grein í ársreikningum hennar. Á hinn bóginn hefur gjaldeyriseftir litið ekki krafið póst- og síma- málastjórnina um fullkomnar yfirlitsskýrslur um gjaldeyris- tekjur sínar og gjöld, af þeirri ástæðu, að gjaldeyrisviðskipti stofnunarinnar sem og aðrar fjár reiður henrrar, eru undir ná- kvæmu eftirliti ríkisendurskoð- unarinnar. Með hinum nýju lögum um skipan innflutnings- og gjald- eyrismála (nr. 30, 25. maí 1960) og reglugerð, sem sett var sam- kvæmt þeim lögum (nr. 79, 27. maí 1960) var fyrri ákvæðum um gjaldeyrisverzlun póststjórn arinnar breytt þannig, að það er Seðlabankinn en ekki ríkis- stjórnin, sem á að setja þessari verzlun takmörk (sbr. 15. gr. áð- urnefndrar reglugerðar). Síðan þessi nýju ákvæði gengu í gildi hefur Seðlabankinn haft í undir búningi reglur um gjaldeyris- verzlun póststjórnarinnar. í því sambandi ritaði póst- og síma- málastjórnin bankanum bréf hinn 30. júlí s.l. og óskaði eftir nánari reglum um tiltekin atriði gjaldeyrisverzlunarinnar. Þessar reglur mimu verða gefnar út á næstunni. Birni Palssym a nyju sjukra flugvélinni hans. Er það fyrsta flugvélin, sem lendir á Isafjarð- ’arflugvelli. Hér eftir geta litlar flugvélar lent þarna, og einnig flugvél Björns og sjúkraflugvél Tryggva Helgasonar. Verkinu hefur miðað ákaflega vel áfram í sumar, að því er Haukur Claessen tjáði blaðinu. í fyrra um þetta leyti hafði rignt mikið og menn óðu leðjuna upp í hné þarna, en nú hefur allt verið skraufþurrt. Þar að auki hafa litlar bilanir orðið á vél- um og sérlega góður mannskap- ur unnið að flugvallargerðinni. — Með sama áframhaldi ætti 1100 m. braut að verða tilbúin í haust, en maður þorir ekkert að fullyrða, sagði Haukur að lokum. — Kongó Frh. af bls. 1 þeir séu vel vopnum búnir. Óstaðfestar fréttir herma að her Lumumba hafi á sunnudags- kvöld ráðizt inn í Katanga, en dregið sig til baka eftir að hafa tekið nokkra 'fanga. 1 fréttum frá stöðvum S. þ. í Kongó segir að skæruliðar úr her Kalonjis hafi náð á sitt vald talsverðum birgðum vopna frá her Lumumba. I átókunum náðu þeir nokkrum föngum. FRÉTTAMAÐUR DREPINN Á sunnudaginn var bandarísk- ur fréttamaður, Henry N. Taylor, drepinn í bardögum nálægt Bakwanga. Varð hann fyrir vél- byssuskotum á vígvöllunum þar sem hersveitir Kongó börðust við hermenn Baluba-ættflokks- ins. Bandarísk flugvél var í dag send til Luluaborgar til að sækja lík fréttamannsins. Annar bandarískur fréttamað- ur er nú í stofufangelsi hjá her Kongóstjórnar í Bakwanga. — Brezku fréttamennimir þrír, sem Kongóherinn handtók í síðustu viku ,eru enn í haldi, og eru nú fulltrúar S. þ. að reyna að fá J þá lausa. * Suðvestur af Reykjanesi er lægð (um 990 mb), sem hreyfist hægt NA-eftir og veldur rigningu á veðurskip- unum India og Alfa. Er því búizt við nokkurri rigningu um sunnan og vestanvert land ið, en aðeins um stundar- sakir. Hlustunarskilyrði eru slæm og vantar því alveg veð urskeyti frá Ameríku. Á kortasvæðinu er hlýjast í Kaupmannahöfn 17 stig, í London 16 stig, í Osló og Brattahlíð 14 stig, en 12 stig í Reykjavík. Veðurhorfur SV-mið: Austan rok og rigning í nótt en allhvass SA- í nótt og skúrir á morgun. SV-land. Faxaflói og Faxa- flóamið: Allhvass eða hvass og rigning í nótt, SA-stinn- ingskaldi og skúrir á morgun. Breiðafjörður, Vestfirðir, Breiðafj.mið og Vestfjarða- mið: SA og austan stinn- ingskaldi, rigning öðru hverju þegar líður á nóttina. Norðurland til Austfjarða, Norðurmið og NA-mið: SA stinningskaldi, víðast hvar úrkomulaust. SA-land, Ausfjarðamið *og SA-mið: SA stinningskaldi, sums staðar allhvass í nótt, rigning öðm hverju. — Stéttarsamband Frh. af bls. 1 Næst ræddi formaður kjötfram leiðsluna. Innvegið kindakjöt til sláturhúsa var 1021,2 tonn og er 101,8 tonnum meira en haustið 1958. Kjöt af heimaslátruðu er áætlað 1350 tonn og er þá heildar kindakjötframleiðslan 22.371,2 tonn. Gera má ráð fyrir að heima slátrun hafi verið minni vegna niðurgreiðslunnar á kjötinu. Út var flutt kjöt 2605 tonn samtals og er það þúsund tonnum minna heldur.en 1958. Auk þess eru svið og innmatur talin samsvara 1500 tonnum af kjöti. Þá er áætlað að nautgripakjöt sé um 1500 tonn og hrossakjöt álíka mikið. Silungur og lax eru talinn samsvírra 1350 tonnum af kjöti. Afurðamáttur hraðeykst Næst ræddi formaður garðrækt ina. 57 þús. tunnur af jnnlendum kartöflum komu til sölumeðferð- ar Grænmetisverzlunar landbún aðarins. Við þetta bætist 1105 tunnur vegna stofnræktar og selt innlent útsæði. Þá hefur verzlun- in flutt inn 38.192 tunnur af kar- töflum. Verzlunin seldi 1360 tunn ur af rófum. Alls var því sala innlendra garðávaxta á vegum verzlunarinnar 59.465 tunnur. For stjóri verzlunarinnar telur að framleiðsla garðávaxta í kaup- stöðum fari ört minnkandi. Þá sagði Sverrir Gíslason að heild- arverðmæti landbúnaðarfram- leiðslunnar árið 1958 mundi nema um 730 millj. króna. Verðmæti ársins 1959 hefur ekki enn verið reiknað út, en mun vera all miklu meira. Þá ræddi formaður að síðustu um fjárfestinguna í landbúnað- inum og skuldir bænda og benti að lokum á þróunina, sem orðið hefði í landbúnaðarframkvæmd- um einkum með tilliti til aukinna kaupa á vélum og aukinnar notk- unar á tilbúnum áburði. Nú munu vera í notkun 4830 heimilisdrátt- arvélar. Þá má benda á að 1945 voru notuð 1206 tonn af tilbúnum áburði, 1955 4230 tonn, en 1959 er áætluð notkun köfnunarefnis- áburðar 7500 tonn. Hliðstæð aukn ing eða nokkru meiri er á notk- un fosfór og kaliáburðar. 14—15 millj. í Búnaðarhúsið Að lokinni skýrslu formanns flutti Helgi Pétursson fram- kvæmdastjóri skýrslú um kjöt- útflutninginn. Sæmundur Frið- riksson, framkvæmdastjóri sam- bandsins, las og skýrði reikninga. Stærsti liður þeirra er bygging búnaðarhússins, en í það hefur verið varið 14—15 millj. Er verið að steypa 7. hæð þess, en í því verður sem kunnugt er stórt og mikið gistihús, eða 90 herbergi með 150 rúmum. Nokkrir fjár- hagsörðugleikar hafa tafið fyrir byggingunni, en vonir standa til að framkvæmdir geti hafizt í ein hverjum hluta hennar næsta sum ar. Næsti liður á dagskránni voru umræður um skýrslu formanns og verðlagsgrundvöllurinn. Voru umræðurnar mjög miklar, fluttar 22 ræður og stóð fundurinn fram á kvöld. Var bent á nauðsyn lag- færinga á verðlagsgrundvellin- um. En þeir Sverrir Gíslason, Einar Ólafsson og Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri framleiðsluráðs svöruðu fyrir- spurnum og athugasemdum af hálfu stjórnar. Öldruð hjón slasast 1178. bílaáreksturinn í lögsagn- arumdæmi Reykjavíkur, á þessu ári varð um kl. 9,30 á laugardags kvöldið suður á Hafnarfjarðar- vegi. Var þetta mjög harður á- rekstur. Hjónin Ólafur Jóhanns- son og kona hans Sigríður Magn- úsdóttir, Sogamýrarbletti 15, er voru í öðrum bílanna slösuðust bæði allmikið en þau eru um sjötugt. Þau Ólafur og Sigríður voru að koma norður Hafnarfjarðar- veginn í bíl sínum, R-628, sem er 17 ára gamall 4ra manna Austin. Fleiri bílar voru þar í lest. Þeg- ar Ólafur er kominn að Foss- vogsvegi, sem liggur til austurs frá Hafnarfjarðarvegi, ætlaði hann að aka þar inn á. Um leið og hann beygði til hægri handar kom Buick-bíll 3—4 sinnum þyngri en litli bíllinn, á fleygi- ferð suður Hafnarfjarðarveginn og beint á litla bílinn. Var árekst urinn svo harður, að hjónin köst uðust bæði út úr bílnum, sem síðan lenti ofaní alldjúpum skurði, og var ónýtur orðinn. Ólafur var fluttur í slysavarð- stofuna. Hann hafði hlotið á- verka á höfði eftir þungt höfuð högg. Þar var hann enn í gærkvöldi, undir læknishendi. Kona hans, Sigríður Magnúsdóttir, var flutt í Landakotsspítala. Hún hafði einnig hlotið áverka á höfði, heilahristing og beinbrot. Það er af Buick-bílnum R-5033 að segja, að í honum voru tveir ungir menn, sem báðir suppu ó- meiddir. Eftir áreksturinn nam bíilinn staðar á ljósastaur og sat þar fastur. Það lá þegar fyrir um kvöldið, er lögreglan kom á slysstaðinn, að Buicknum hafði verið ekið mjög hratt. — Sjálfur telur ökumaðurinn að hann hafi verið á 80 km hraða!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.