Morgunblaðið - 17.09.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.09.1960, Blaðsíða 5
LaugardagrJr 17. sept 1960 y n v c ri \ i* r á nifí 5 Fyrir nokkru birtist hér smá grein um japanska forsætisráð herrann, Ikeda, og var þá um leið vikið nokkuð að þeim á- hrifum, sem Japanir hafa orð ið fyrir erlendis frá nú síðustu árin. Þessi áhrif enu að mestu leyti talin hafa orðið til góðs, svo sem á sviði tækni, vísinda og lista, en jafnframt fer ekki hjá, að eitthvað skolist með af miður heppilegum tízkufyr- irbrigðum, sem gerir þjóðrækn um mönnum gramt í geði. Eitt þessara fyrirbæra, sem fer eins og eidur í sinu um illan heim ,er skellinöðru- og vélhjólaæði unglinga. í sjálfu sér væri auðvitað ekkert við þessu að segja, ef ekki vildi oft fylgja í kjölfarið ýmislegt, er eldri kynslóðin a.m.k. kallar spillingu. Hér er mynd af jap- önskum „Ieðurjakkagæjum", sem eru að leggja af stað í út- reiðartúr á mótorhjólum sín- um með elskurnar sínar á bak- sætinu. Eldri kynslóðinni í Japan er meinilla við þess konar útreiðartúra, kallar þess konar ferðir „mótorhjólaólifn- að“ og gengur jafnvel svo tangt að kenna þeim að mestu leyti um þá staðreynd, að á úðasta ári voru framkvæmdar i aðra milljón fóstureyðingar i landinu, sem vitað var um. Flugfélag íslands h.f.: — Millilanda- flug: Gullfaxi fer til Oslóar, Kaupmh. og Hamborgar kl. 10:00 í dag. Vænt- anlegur aftur kl. 16:40 á morgun. — Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmh. kl. 08:00 í fyrramálið. — Innanlands- flug í dag: Til Akureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Húsavíkur, Isafjarðar, Sauð árkróks, Skógasands og Vestmanna- eyja (2 ferðir). — A morgun: Til Ak- ureyrar, Isafjarðar og Vestmannaeyja. Loftleiðir h.f.: — Snorri Sturluson er væntanlegur kl. 6:45 frá New York og fer til Osló og Helsingfors kl. 8:15. Væntanlegur þaðan kl. 23:00 og fer til New York kl. 00:30. — Edda er væntarv- leg kl. 19:00 frá Hamb., Kaupmh. og Gautaborg. Fer til New York kl. 20:30. Eimskipafélag íslands h.f.: — Detti- foss er á leið til Rvíkur. — Fjallfoss er á Siglufirði. — Goðafoss er í Rvík. — Gullfoss fer frá Kaupmh. á hád. í dag til Leith og Rvíkur. — Lagarfoss er á leið til Rvíkur. — Reykjafoss fór frá Dublin í gær til Arhus. — Selfoss er á leið til Gautaborgar. — Tröllafoss fór frá Helsingborg í gær til Rvíkur. — Tungufoss er á Vopnafirði. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er í Korsör. — Askja er á Akur- eyri. H.f. Jöklar: — Langjökull er í Riga. — Vatnajökull fór frá London í gær á leið til Reykjavíkur. Skipadeil SÍS: — Hvassafell lestar á Norðurlandshöfnum. — Arnarfell átti að fara frá Riga í gær til Gautaborgar. — Jökulfell fer í dag frá Grimsby til Calais. — Dísarfell er í Karlskrona. — Litlafell er í olíuflutningum í Faxa- flóa. — Helgafell losar á Vestfjarða- höfnum. — Hamrafell er í Hamborg. Skipaútgerð rlkisins: — Hekla fer frá Reykjavík kl. 22 í kvöld austur um land 1 hringferð. — Esja er í Rvík. — Herðubreið er á leið til Rvíkur. — Skjaldbreið er á Vestfjörðum á auður- leið. — Þyrill er í Rotterdam. — Herj- ólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 13 í dag til Þorlákshafnar og aftur frá Vestmannaeyjum kl. 22 í kvöld til Reykjavíkur. Það smáa er stórt £ harmanna heim, — höpp og slys bera dularlíki, —- og aldrei er sama sinnið hjá tveim, þótt sama glysi þeir báðir flíki. — Eu mundu, þótt veröld sé hjartahörð, þótt hrokinn sigri og rétturinn víki, bölið, sem aldrei fékk uppreisn á jörð, var auðlegð á vöxtum í guðanna ríki. Einar Benediktsson: TJr Einræðum Starkaðar. HIN ágœtu Ijóö Pálmars Hjálm- árs skálds verða að biða að sinni, því að þau uggvœnlegu tíöindi hafa borizt mér til eyrna, þar sem ég hef setið og hámað í mig buff og spœld egg (sem sagt á barnum), að sítdin sé algerlega búin að segja skilið við Island, ékki einungis Norðurland, heldur einnig Austurland. Einnig heyri ég því fleygt, að kolbíturinn sé kominn í staðinn. Þar sannast hið fornkveðna, að ida fer jafnan, ef kolbítarnir yfirgefa öskustó sína. Eg stökk upp frá hálfkláruðu buffi, þurrkaði mér um munninn á erminni og þaut út. Þar spurði ég livern mann, sem á vegi mínum varð, hvar síldarleitin hefði aðsetur. Eg hafði spurt átta, og þeir höfðu allir bent mér eitthvað upp í f jall, þegar ég loksins rakst á þann níunda, sem skýrði mér frá því sanna í málinu: — Síldarleitinn er farinn til andskotanns, sagði sá frómi maður, Hann Stjáni saggdi mér í morgunn, að þeir hebbdu flutt austur í gœr. Eg þákkaði greinargóðar upplýsingar, og til þess að gera eitthvað % málinu, spankúleraði ég mig niður á bryggju. Þar lá fátt skipa utan færeyskra. Og þar sem Færeyingar eru þekktir að því aö vera ágœtir sjómenn, ■—- hafa enda oft og tíðum bjargað bátaflota landsmanna frá þeirri hneysu að koðna niður í höfnum inni um hábjargrœöistímann —, gaf ég mig á tál við einn þeirra. Hann sat í mestu mákindum upp á dekki og var að tína spírur af kartöflum (mér sýndist þœr vera frá því fyrir stríð). ■— Góðan daginn, sagði ég. Sá fœreyski tók ávarpi mínu hiö besta, leit upp og hœtti <zð tæta spírurnar af kartöflunum. — Hvernig er fiskiríiðf spurði ég. — Pína dojur, sagði hann spekingslega, pína dojur. — Ykkur líkar náttúrlega vel hér norðanlands? spurði ég. — lddsji súm verstúr, gamli, sagði hann, og mér sýndist Jiann laundrjúgur yfir kunnáttu sinni í túngu hérlands- manna. •— Þið skemmtið ykkur náttúrlega, þegar þið eruð í landi? — O, tað onskji mikki, onskji rnikki. — Þú ert þarna með ansi myndarlegar kartöflur. Er það ekki gömul uppskera? Mér sýnist það. — Já, já. Tað har er gamal, jájá. Og hann hóf að nýju að tína spb'urnar og fór sér að engu óðsieaa. Eg kvaddi og þákkaði Jyrir uppbyggilegt viðtál. Spírubrjóturinn á dekkinu píröi á mig öðru auganu og muldr- aði eitthvað. Síðan hélt ég upp bryggjuna, en ekki var ég ko'.ninn langt upp í beeinn, þegar ég mundi, að gaman hefði verið að fá einhverja frœðslu um fœreysk atómljóð. Þjóð- söngurinn um Rasmus í Görum er jú mjög öpp tú deit. Storesar og dúkar af öllum stærðum stífaðir og strekktir í Eski hlíð 18 A 2. hæð tv. —- Sími 10859. Prjónavél Til sölu góð prjónavél. — Uppl. í síma 36422. Keflavík Mjög góður sendiferðabíll Chevrolet ’57 til sýnis og sölu við Aðalsendibílastöð ina í dag kl. 1—5. Til sölu vegna brottflutnings Rafha eldavél, eldri gerð. Stórt útvarpstæki, sem nýtt. Sófi og sófaborð. Uppl í síma 12228. Vist Dönsk stúlka óskar eftir góðri v.ist. Uppl. í síma 17957. Ung reglusöm hjón með 1 barn óska eftir 2ja— 3ja herb. íbúð strax eða 1. okt. Fyrirframgreiðsla kemur til greina. Uppl. í síma 18896. Fallegur hornsófi og tveir djúpir stólar til sölu. seljast ódýrt. Uppl. á Grettisgötu 43. Tvær mæðgur óska eftir að taka á leigu 2ja herb. íbúð 1. okt. Fyrir framgreiðsla. Uppl,- í sima 15181. 2ja herh. íbúð óskast. Tvö í heimili. — Uppl. í súna 13616. Kona óskast til afgreiðslustarfa. Uppl. á staðnum ísborg við Miklatorg. Kona óskast Beitu-síld 200 tunnur af góðri beitu- síld til sölu, sími 1201 — Karvel ögmundsson Ytri Njarðvík Trillubátur byggður úr stáli í Noregi til sölu. 1 bátnum er 30 ha. gangörugg vél. Sími 1201. Karvel Ögmundsson Ytri Njarðvík Segulbandstæki til næturvaktastarfa á Vöggustofuna, Hlíðarenda, nú þegar. Uppl. á staðnum. Radionetti til sölu. UppL í síma 32691. í 2ja herb. íbúð óskast til leigu. Uppl. í síma 16871. Unglingur óskast til aðstoðar á sveita heimili til áramóta, eða í allan vetur. Uppl. í síma 10368 eftir kl. 18,00. Vinna Duglegur, ungur maður, óskar eftir kvöldvinnu, — margt kemur til greina. Tilb. merkt: „Aukavinna - 1570“ sendist á afgr. Mbl. fyrir miðvikudagskvöld. Kópavogur, nágrenni Óska eftir 2ja—4ra herb. íbúð til leigu í Kópavogi eða nágrenni Rvíkur. Uppi. í síma 17909. athugið; að borið saman við útbreiðsiu er langtum ódýrara að auglýsa i Morgunblaðinu en í öðrum blöðum. — íbúð Góð 2ja—4ra herb. íbúð öskast á hitaveitusvæði á góðum stað 1. okt eða fyrr. Aðein tveir fullorðnir í heimili. Allar uppl. gefnar í síma 13859. Frá Mýrarhúsaskóla, Seltjarnarnesi Böm á aldrinum 10—12 ára þurfa að mæta til inn- ritunar í skólann í dag 17. sept. kl. 3 e.h. Á komandi vetri verður starfræktur unglinga- skóli í tveim deildum. Væntanlegir nemendur ungl- ingaskólans þurfa að hafa samband við skólastjóra í dag eða á morgun kl. 5—7 e.h. Foreldrar athugið: Geti börnin ekki komið sjálf, þurfa foreldrar þeirra eða aðrir aðstandendur að gera grein fyrir þeim í skólanum á ofangreindum tímum. SKÓLASTJÓRI. 3ja til 4ra herb. ibuð óskast lil leigu með eða án húsgagna. Upplýsiiigar í síma 1-9993.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.