Morgunblaðið - 17.09.1960, Síða 6

Morgunblaðið - 17.09.1960, Síða 6
e MORCVISBL AÐIÐ Laugardagur 17. sept. 1960 Frú Guðrún Vigfúsdóttir, vefnaðarkennari, sá um uppsetningu sýningarinnar. Hér á myndinni sést hún innan um vefnað og teikningar eftir sig. Bœndadagur í Dölurn BÚÐARDAL, 8. sept.: — Hinn ár- legi bændadagur Dalamanna var hátíðlegur haldinn að Kirkju- hvoli í Saurbæ sunnudaginn 4. sept. s.l. — Hófst samkoman á því, að gengið var í kirkju. Sr. Ingiberg Hannesson söng messu, en hann var nú nývígður til Staðarhólsþinga og setztur að á Hvoli í Saurbæ. Kirkjan var þétt skipuð. Meðal kirkjugesta voru sr. Eggert Ólafsson, prófastur, Kvennabrekku, og Ásgeir Ingi- bergsson, prestur í Hvammi. Að lokinni guðsþjónustu var haldið til samkomuhússins. Bjarni Finnbogason, héraðsráðu- nautur, setti mótið og stjórnaði því. Ásgeir Bjarnason, alþingis- rnaður í Ásgarði, flutti ávarp. Því næst hélt Guðmundur Jóns- son, skólastjóri á Hvanneyri, ræðu. Þá var einsöngur: Baldur ÓJ.afsson, Akranesi, söng nokkur lög með undirleik Magnúsar Jónssonar frá KollafjarðarnesL Sólrún Yngvadóttir, Akranesi, söng gamanvísur. Leikið var und- ir á dragspil. — Er þessum skemmtiatriðum lauk var gert kaffihlé. Kvenfélagið í Saurbæj- arhreppi sá um veitingar af mik- illi rausn. — Etir kaffidrykkjuna hélt skemmtunin áfram. Þá flutti Ragnar Jóhannesson, oand. mag., ræðu. Leikararnir, Róbert Arn- finnsson og Rúrik Haraldsson, fóru með skemmtiþátt. Að lokutn fiutti Jóhannes Sturlaugsson, bóndi, Hvammsdalskoti, Saurbæ, frumsamið ljóð. Dans var stiginn til Jtl. 1 eftir miðnætti. Veður var ágætt og dreif fólk að úr öllum áttum. Tala gesta var áætluð eitthvað á 5. hundrað. Samkoman fór hið bezta fram. Bændadagur þessi er hátíðlegur haldinn að tilhlutan Búnaðarsam- bands Dalamanna. Fundur sambands vest- firzkra kvenna á ísafirði Lítur fundurinn svo á, að í húfi sé framtíð þjóðarinnar, vegna hinna slæmu áhrifa sem núverandi skemmtanalif hefur á æskuna“. 1 sambandi við fundinn var efnt til heimilisiðnaðarsýningar á vegum kvenfélaga víðsvegar á Vestfjörðum og hafði frú Guð- rún Vigfúsdóttir handavinnu- kennari forgöngu um það mál. Var það einróma mál manna, er sýninguna sáu, að hún hefði ver- ið vel úr garði gerð og fjölbreytt og á frú Guðrún mikið lof skilið fyrir frábæra uppsetningu henn- ar. —■ Bæjarfógetinn á Isafirði bauð fundarkonum að skoða byggða- safn Vestfjarða. Var það mjög fróðlegt, og höfðu konur mikla ánægju af. Einnig var fundar- konum boðið á hljómleika í ísa- fjarðarkirkju, er sóknarnefnd ísafjarðar stóð fyrir. Kunna fundarkonur Isfirðing- um miklar þakkir fyrir ánægju- legar stundir. í Sambandi vestfirzka kvenna eru nú 14 félög. Stjórnina skipa: Sigríður Guð- mundsdóttir, Isafirði, Elísabet Hjaltadóttir, Bolungarvík, og Unnur Gísladóttir, ísafirði. — G. K. Útskurður og fleira eftir ýmsa aðila. AÐALFUNDUR Sambands vest- firzkra kvenna var haldinn í hús- mæðraskólanum „Ósk“ á Isafirði dagana 3. og 4. sept. sl. A þessu ári er sámbandið 30 ára, og var þetta sérstakur hátíðafundur í boði kvenfélaganna á ísafirði. Gestir fundarins voru frú Guð- rún Arinbjarnardóttir, Flateyri, fyrrv. ritari sambandsins, frú Aðalbjörg Sigurðardóttir frá Kvenfélagasamband: Islands, og frú Guðlaug Narfadóttir frá Áfengisvarnaráði rikisins. Auk venjulegra aðalfundar- starfa voru þessi mál tekin til umræðu: 1) Orlof húsmæðra, sem fundurinn vill, að komist sem fyrst til framfcvæmda. 2) Ráðunautastörf. Fundur- inn skorar á Kvenfélagasamband íslands, að beita sér fyrir því, að fjölgað verði heimilisráðunaut- um, og vinna að því, að þeir verði rikisráðunautar, þar sem SVK sér sér ekki fært að standa straum af kostnaði við starf hér- aðsráðunauta. 3) Afengismál. Frú Guðlaug Narfadóttir flutti erindi um áfengismál og var í því sam- bandi gerð svofelld ályktun: „30. fundur SVK beinir þeirri áskorun til íþróttafélaga, ung- mennafélaga og kvenfélaga landsins, að vinna að því, að opinberar skemmtanir verði með meiri menningarbrag en nú tíðkast, og séu haldnar án áfeng- isnotkunar. Læknislaust í Árneshreppi GJÖGRI, 12. sept. — Okkar ágæti læknir, Guðmundur Þórð- arson, sem hér hefur verið frá því í desember sl. fór héðan á föstudaginn í fyrri viku, áleiðis til Reykjavíkur. Sakna hreppsbúar þessa ágæta læknis, og jafnframt kvíða menn læknisleysinu, sem nú er fram- undan. Treystum við því, að landlækni takist að útvega okk- ur lækni í stað Guðmundar, og það heldur fyrr en seinna. •_^au£akomxrjelkki^tiI Um daginn kom sveitamað- ur og fór að spjalla við Vel- vakanda, því að hann var ekkert að flýta sér, eins og allir núna á þessari öld hrað- ans þegar allir þurfa áfrani, áfram, enda þótt enginn viti hvers vegna. En sveitamaðurinn var ekki að flýta sér, þótt þetta væri í fyrstu viku september. ,,Og það var a. m. k. stundum aðal heyskapartíminn í gamlc. daga meðan engja- og útheyskap- ur var mest stundaður", sagði gesturinn. „En nú er þetta allt breytt eins og fleira. Nú er víða á bæjum aldrei sleg- inn ijár í orf og helzt aldrei tekin hrífa. Nú eru rakstrar- vélarnar orðnar svo afar full komnar. En dýrar eru þær. Það eru fáir, sem hafa ráÖ á að kaupa þær með núver- andi verðlagi. En svo er nátt- úrlega víða á bæjum, sem tals vert er slegið með orfi, sér- staklega þegar viðrar eins og var allan ágústmánuð og raun ar lengur. Það er ekki upplífgandi at- vinna að standa einn á teig. Ekki er nú svo vel að nein sé kaupakonan til að raka. Ég heyri aldrei kaupakonur nefndar nú orðið, nema þegar auglýstir eru þessir kaupa- konudansleikir. Ég efast um að það séu nokkrar kaupa- fcj ' FERDIMAIMD ☆ I framkvæmdanefnd þessa bændadags áttu sæti: Bjarni Finn bogason, héraðsráðunautur Bún- aðarsambands Dalamanna, Jó- hann Jónsson, bóndi, Staðarhóli, Gísli. Brynjúlfsson, oddviti, Hval- gröfum, Egill Benediktsson, bóndi, Sauðhúsum og Gunnar Aðalsteinsson, bóndi, Brautar- holti. „Fr jáls verzlun6" — 4. hefti FJÓRÐA hefti 20. árgangs af hinu smekklega tímariti „Frjáls Verzl- un“ er komið út og flytur þetta efni m. a.: — Forystugreinin fjallar um skattlagningu. — Birt- ur er fyrrihluti útvarpserindis dr. Magnúsar Z. Sigurðssonar: „Ný viðhorf í viðskiptamálum Vestur- Evrópu". — Þá er síðari grein Sverris Sch. Thorsteinssonar um þróun vegamála á íslandi: „Ofaní burðar- og steypuefnarannsókn- ir“. — Helgi S. Jónsson skrifar greinina „Við afgreiðslustörf fyr- ir 30 árum“. — Stefán Friðbjarn- arson skrifar grein um Siglufjörð. — Þá birtast Endurminningar „Islands-kaupmanns" eftir Dines Petersen. — Loks má nefna þætt- ina, „Úr gömlum ritum“ og „Af- hafnamenn og frjálst framtak“ (Sigurður Sveinsson kaupmað- ur). — Ýmislegt annað efni er I ritinu, sem er mjög myndskreytt að vanda. konur, sem sækja þá — þær eru nefnilega ekki til“. • Kveðið við orfið Þetta sagði sveitamaðurinn og sitthvað fleira, sem hér verður ekki skráð. Og hann lofaði Velvakanda að heyra vísu, sem einn nágranni hana hafði nýlega ort. Hún er heimspólitísk, svo það er jafn gott hún komi fyrir almenn- ingssjónir. — Jæja, hér kem- ur vísan: Fer um lönd með fals og' lygð ferlegur sem kálfur. Krúsjeff hefur kléna dyggð á kvöldin jafnan hálfur. „Já, er þetta nokkuð klénnl kveðskapur en margt af því sem kemur í kvæðabókum at- ómskáldanna", segir gastur- inn hróðugur um leið og hann kveður. Faðir skrifar: Krákkarnir mínir voru að lesa það í blöðunum. að þau gætu fengið einhvers konar leikfangabyssu alveg ókeyp- is! Það fylgdi bara ofurlítill böggull skammrifi. Þau áttu fyrst að borða upp úr 100 pokum af einhverju sælgæti, Mér var sagt að hver poki kostaði kr. 2,10. Svo byssan og pillurnar kosta 210 krónur. Þannig *eta börn eignast byssu „alveg ókeypis".

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.