Morgunblaðið - 17.09.1960, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.09.1960, Qupperneq 10
10 MORCVlSfíLAÐIÐ Laugardagur 17. sept. 1960 tltg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar- Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók.: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. HLUTLEYSI - VARNARLEYSI /"kLLUM hugsandi íslend- ingum er það ljóst, að ástandið í alþjóðamálum hef- ur sjaldan verið eins uggvæn- legt eins og það er nú. Eftir að Parísarfundur æðstu manna stórveldanna fór út um þúfur, vegna þjösnaskap- ar forsætisráðherra Sovétríkj anna á sl. vori, hefur kalda stríðið sífellt verið að færast í aukana. Sovétríkin hafa haft í hótunum við hinar vestrænu þjóðir, og jafnvel haft á orði að nota eldflaugar til þess að hafa áhrif á sambúð einstakra ríkja í Vesturheimi. Atlantshafsbandalagið Allt eru þetta staðreyndir, sem friðelskandi fólk um víða veröld elur ugg í brjósti gagnvart. Þrá 'þjóðanna eftir friði er vissulega ekki minni en áður. En þrátt fyrir það þýðir ekki að loka augunum fyrir staðreyndum. Ofbeldis- öflin, og þá fyrst og fremst hinn alþjóðlegi kommúnismi, hefur greinilega færzt í auk- ana. Um það bera hótanir Krúsjeffs og Sovétríkjanna í garð vestrænna þjóða ótví- rætt vitni. Varnarsamtök vestrænna þjóða, Atlantshafsbandalagið, var stofnað vegna þess að þessar þjóðir óttuðust um ör- yggi sitt vegna yfirgangs- og útþenslustefnu Rússa. Þegar lýðræðisþjóðirnar afvopnuð- ALGERT ¥¥ÉR í blaðinu hefur undan- farið verið vakin athygli á því, að Framsóknarmenn virðast nú hafa slegizt í för með kommúnistum í afstöð- unni til utanríkis- og örygg- ismála. Framsóknarmenn víðs vegar um land hafa tekið sæti í nefndum kommúnista og gengizt fyrir fundahöldum, sem eru liður í baráttunni gegn vömum íslands og sam- stöðu þess með vestrænum lýðræðisþ j óðum. Tíminn gerir í gær tilraun til þess að skýra afstöðu Framsóknarflokksins til ut- anríkismála. Er greinilegt að blaðið er orðið hrætt við þann kommúnistastimpil, sem kominn er á flokkinn. Kemst T: mn í þessu sambandi m. a. að orði á þessa leið: „Flokkurinn vill, að íslend- ingar hafi samstöðu með ná- grönnum sínum um öryggis- ust að heimsstyrjöldinni lok- inni, hertu Rússar á vígbún- aði sínum og létu Rauða her- inn svipta hvert landið á fæt- ur öðru í Vestur- og Suður- Evrópu sjálfstæði sínu. At- lantshafsbandalagið og varn- arviðbúnaður hinna vest- rænu þjóða, stöðvaði þessa útþenslustefnu Rússa. Fylgja fordæmi nazista Þess vegna er það, að kommúnistar hafa einbeitt hatursáróðri sínum gegn þessu friðarbandalagi. Þess vegna hamast þeir einnig nú í baráttunni fyrir hinu svo- kallaða hlutleysi. En með hlutleysi keppa kommúnistar fyrst og fremst að varnarleysi þeirra þjóða, sem þeir hafa í hyggju að ræna frelsi og sjálf- stæði. Aðfarir þeirra eru ná- kvæmlega hinar sömu og naz- istanna á sínum tíma. Þeir hömuðust gegn því að ná- grannar Þýzkalands treystu varnir sínar og reyndu að mynda samtök sér til skjóls og varnar. Á sama hátt hat- ast kommúnistar nú við hvers konar samtök, sem hafa þann tilgang að efla varnir nágrannaþjóða þeirra. Sovét- ríkin vilja að nágrannar þeirra í Vestur-Evrópu séu veikir og varnarlausir. Þess vegna draga þeir nú fána hlutleysisins við hún. HRÁÆTI málin, m. a. með samstarfi í Atlantshafsbandalaginu. — Þannig telur hann að öryggi landsins verði bezt tryggt, og sýnd samstaða með vestræn- um þjóðum.“ Eitt í dag — annað á morgun Þetta segir aðalmálgagn Framsóknarflokksins þrátt fyrir það, að það hefur und- anfarnar vikur og mánuði skipað sér þétt upp að hlið kommúnista í baráttu þeirra gegn vörnum íslands og þátt- töku íslendinga í varnarsam- starfi vestrænna þjóða. Þegar á þetta er litið, verður ekki annað séð en að stefna Fram- sóknarmanna í utanríkis- og öryggismálum sé algert hrá- æti. Málgögn flokksins segja eitt um þessi mál í dag og annað á morgun. UTAN UR HEIMI Lawton hendist út úr bifreiðinni. Dauðaslys v/ð kappakstur Lawton. Stirling Moss gerði sér þegar grein fyrir hvað um var að vera og gaf þeim sem á eftir honum voru merki um að nema staðar. Er talið að með þessu hafi Moss komið í veg fyrir enn alvarlegti slys. Keppnin var þegar stöðvuð og Lawton fluttur í sjúkrahús, en ekki tókst að bjarga bfi hans. Tízkukóngur I í herþjónustu PARÍS, 13. sept. (Reuter) — Hinn ungi og írægi tízku teiknari Yves St. Laurent, aðaltízkuhöfundur Dior- tízkuhússins í París, mun nú hverfa af sjiónarsvið- inu í bráð. Hefir hann ver- ið kallaður til herþjónustu — og fengið 27 mánaða leyfi frá störfum sínum við Dior-fyrirtækið. Talsmaður fyrirtækisins neitaði því í þessu sam- bandi, að St. Laurent væri að hverfa frá því fyrir fullt og allt, en kvittur hafði komið upp þess efnis. Dóttir Ritu - og erfðaskrá Alys London, 13. sept. (Reuter). ERFÐASKRÁ Aly Khans prins, er fórst í bifreiðaslysi í maá sl., var birt hér í dag. — Sam/kvæmt henni ánafnar hann Yasmin, 11 ára dóttur sinni og Ritu Hayw., kvikmyndaleikkonu, eitt af stór- hýsum sínium í Frakklandi með öllu tilheyrandi, ágóða aÆ sölu veðhlaupahesta sinna í Venezúela — og tvo þriðju hluta fasteigna sinna að öðru leyti, sem annars skal skipt milli löglegra erfingja, Ekiki er ljóst, hve miklu fast- eignir hins látna prins nerna, en talið er, að verðmæti þeirra sé ekki undir 50 milljónum dollara. vinkona hans, Bettina, sem var með honum er slysið varð, hlaut 280 þús. dollara í arf og skraut- hýsi í París. UM SÍÐUSTU helgi fór fram á Roskilde Ring akbrautinni í Danmörku kappakstur, þar sem margir þekktir ökumenn erlendir leiddu saman hesta sína. Sigurvegari í aðalkeppn- inni varð Bretinn Jack Brab- ham, en Stirling Moss, einn þekktasti ökumaður sem uppi er í dag, varð að láta sér nægja fjórða sæti. Brabham ók brezkri bifreíð af gerðinni Cooper. Númer tvö og þrjú í keppninni voru Bretar í Lotus bifreiðum, en Stirling Moss ók þýzkri Porsche bifreið. I undanrásum á laugardaginn vildi það slys til að yngsti kepp andinn, Ný Sjálendingurinn George Lawton ók utan í vegar- kantinn, missti stjórn á biíreið sinni, sem fór þrjár veltur og lézt Lawton af meiðslum sínum stuttu síðar. Vanur kappakstri. Lawton var aðems 21 árs, en vanur kappakstri. Hefur nann keppnum bæði í Ástraliu og Nýja hafði hann tekíð þátt í öku- undanfarin tvö ár keppt með brezkum ökumönnum, en áður Sjálandi. Á þessu ári hafði hann þegar unnið nokkrar keppnir, sem hann tók þatt í fyrir Coop- er verksmiðjnrnar. Þcgar slysið varð, ók Lawton með um 150 kílómetra hraða rétt á jndan George Lawton (heldur á hjálmi) að leggja af stað ,í ökuferðina sem kostaði hann lífið. Stirling Moss. Lawton var að koma úr beygju er bæði hjólin hægra megin lentu í grasinu ut- an við akbrautina. Missti þá Lawton stjórn á bifreiðinni eins og fyrr segir. Lenti bifreiðin þversum á veginum, steyptist framyfir sig og peyítist Lawton út úr henni. Jack Brabham (bifreið nr. 1) að koma fyrstur í mark.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.