Morgunblaðið - 04.10.1960, Síða 2

Morgunblaðið - 04.10.1960, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðj'udagur 4. olct. 1960 * 4 Bergsteinn Andrés Óti Berg-holt Garðar Ármann BjlPBByWB Jens Gestur Fulítrúakjör í Bifreiða- stjórafélaginu Frama Listi lýöræðissinna er A-listi KOSNING fulltrúa á þing Alþýðusambands Islands fer fram í Bifreiðastjórafélaginu Frh. af bls. 1 f!l baka, væri nauðsynlegt að grípa til viðeigandi ráðstafana. ÞOLINMÆÐIN ÞROTIN Krúsjeff sagði það ekki rétt að maður, sem hefði smánað grund- vallarréttindin, gengdi embaetti aðalritarans, þess manns sem framkvæmdi samþykktir Örygg- isráðsins og Allsherjarþingsins. Hann sagði að hryggileg fram- koma Hammarskjölds í Kongó væri aðeins síðasti dropinn, sem yfirfyllti bikar þolinmæðinnar. Ekki taldi Krúsjeff það til bóta þótt annar maður kæmi í stað Hammarskjölds. Sérhver annar aðalritari væri útilokaður frá því að geta verið fulltrúi þriggja ólíkra ríkjahópa, þ. e. kommúnistaríkjanna, Vesturveld anna og hlutlausu ríkjanna. Itrekaði Krúsjeff þá tillögu sína að sett verði á stofn þriggja manna framkvæmdaráð til að fara með embætti Hammar- skjölds. INNILOKUN ÞÝÐINGARLAUS Þá minntist Krúsjeff á þá uppástungu, sem fram hefur komið, að loka bæri þá Krúsjeff og Eisenhower inni og ekki hleypa þeim út fyrr en sam- komulag hefði náðst á milli þeirra. Þetta væri mikill barna- skapur. Þeir gætu verið inni- lokaðir til eilífðar án þess að komast að samkomulagi. Varðandi eftirlit með afvopn- un, sem bæði Eisenhower og Macmillan hafa krafizt, sagði Krúsjeff að eftirlit fæli í sér við- urkenningu á því að vígbúnaður væri nauðsynlegur einnig í fram- tíðinni. En öllum hlyti að vera Ijóst, að þeir sem aðgang hefðu að vopnum mundu ávallt grípa til þeirra á hættutímum, hvort sem þeim líkaði það betur eða verr, og það án þess að biðja leyfis hjá Öryggisráðinu eða kalla Allsherjarþingið saman. FRIÐELSKANDI RÚSSAR Krúsjeff kvaðst hafa verið ásakaður um að æsa til upp- reisna. Eg æsi ekki til uppreisna, sagði hann, því hver þjóð fyrir sig ákveður hvort hún eigi að gera uppreisn gegn þjóðskipu- lagi, sem hún er andvíg. Við réttum Sllum þeim þjóðum hönd- ina, sem líða undir kúgun ný- lendustefnunnar. Ef þetta er að æsa til uppreisnar, vil ég stæra mig af því og segja: Hinar frið- elskandi þjóðir Sovétríkjanna rétta þeim þjóðum hjálparhönd, sem rísa upp gegn nýlenduríkj- unum til að vinna frelsi og sjálf- stæði. NÝ HEIMSVELDASTEFNA Næstur á mælendaskrá var Hussein konungur Jórdaníu. — Hann lýsti því strax yfir að stefna Sovétríkjanna væri að eyðileggja Sameinuðu þjóðimar. Sönnun þessa væri framkoma Sovétnefndarinnar á Allsherjar- Frama í dag og á morgun. — Kosið er í skrifstofu félags- ins, Freyjugötu 26 og hefst þin'ginu, árásirnar á Hammar- skjöld og tillaga þeirra um að flytja SÞ frá New York. Kon- ungurinn kvað þjóðimar hafa um það að velja hvort þær vildu gangast undir náð Sovétríkjanna, eða vera frjálsar. Jórdanía hefði þegar ákveðið hvorn kostinn hún tæki. Við vísum kommúnisman- um á bug, sagði Hussein. Hann kvað Arabaþjóðirnar ekki gleyma hinni löngu baráttu þeirra fyrir frelsi. En þeir létu heldur ekki sólarlag gömlu heimsveldastefnunnar blinda sig fyrir hættunni frá hinni nýju heimsveldastefnu kommúnism- ans. — NEHRU VILL NÝJA TILRAUN Nehru, forsætisráðherra Ind- lands, tók næstur til máls og skoraði á Allsherjarþingið að hlutast til um að komið verði aftur á „toppfundi“ Austurs og Vesturs. Benti Nehru á það að við stofnun SÞ hafi stór svæði Asíu og Afríku ekki haft að- gang að samtökunum vegna þess að þau bjuggu enn undir ný- lendustjórn. Síðan hefur nýlend- unum fækkað, en meðlimaþjóð- um SÞ fjölgað. Þó bæri þess að minnast að enn væru ekki öll lönd heims orðin meðlimir. Ný- lenduríkin ættu enn sterka að- stöðu sums staðar í heiminum og aðskilnaður kynþáttanna væri enn við lýði, sérstaklega í Afríku. Nehru sagði að nauðsynlegt væri að samkomulag náist um afvopnun á næstu þrem til fjór- um árum. Ef afvopnunin kæmi ekki til framkvæmda á þeim tíma, gæti það orðið of seint. Lýsti Nehru fullum stuðningi við Hammarskjöld. VÍSVITANDI TILRAUN * Fulltrúar Vesturveldanna eru sammála um að árás Krúsjeffs á Hammarskjöld sé vísvitandi til- raun til' að lama starfsemi SÞ. Þeir telja að Hammarskjöld hafi ekki um annað að velja en sitja af sér storminn. Ef Hammar- skjöld segði af sér, þýddi það að Krúsjeff hefði sigrað, þvi Aust- ur og Vestur gætu aldrei komið sér saman um annan mann í em- bættið. Vesturveldin eru hinsveg ar staðráðin I því að berjast gegn tillögu Krúsjeffs um þriggja manna framkvæmdaráð. KRÚSJEFF ÓSTILLTUR Eftir fundarhlé í dag tók Hammarskjöld til máls. Honum var ákaft fagnað er hann lýsti því yfir að hann mundi sitja á- fram í embætti sínu. Hammar- skjöld sagði að Krúsjeff teldi hann eiga að sýna hugrekki og draga sig í hlé. Það væri auðvelt að gera, hins vegar væri erfiðara að halda áfram starfinu. Þegar fjöldi fulltrúa fagnaði yfirlýsingu Hammarskjölds um að hann ætl- aði að halda áfram starfi sínu, lamdí Krúsjeff í borðið með báð- um hnefum. kosningin kl. 1 í dag og stend- ur til kl. 10 síðd. og á morgun verður kosið á sama tíma. Tveir listar eru í kjöri, A- listi, skipaður andstæðingum kommúnista og borinn fram af stjórn félagsins og trúnað- armanna ráði og B-listi kommúnista. A-listi er þannig skipaður. Aðalfulltrúar: Bergsteinn Guðjónsson, Bú- gtaðavegi 77, Hreyfill. Andrés Sverrisson, Álfhólsvegi 14A, BSR. Óli Bergholt Lúthersson, Bergstaðastr. 51, Landleiðir. Garðar Gíslason, Gnoðarv. 38, Bæjarleiðir. Ármann Magnússon, Marar- götu 5, Hreyfill. Jens Pálsson, Sogav. 94, BSR. Gestur Sigurjónsson, Lindar- götu 63, Hreyfill. Varafulltrúar: Þorgeir Magnússon, Bragag. 16, Bæjarleiðir. Ingimundur Ingimundarson, Vallartröð 1, Hreyfill. Kári Sigurjónsson, Sólvallag. 68, Steindór. Hörður Guðmundsson, Meðal- holti 12, Bæjarleiðir. Guðjón Hansson, Framnesvegi 54, Hreyfill. Erlendur Jónsson, Kársnes- braut 137, BSR. Jóhann V. Jónsson, Álfheimum 15, BSR. Bifreiðastjórar. Kjósið sem fyrst. — Vinnið ötullega að sigri A-Iistans. Sölur erlendis TOGARINN Gylfi frá Patreks- firði seldi afla sinn í Grimsby á laugardag. Aflinn var 1737 kit oig seldist fyrir 7551 sterlings- pund. Vél'báturinn Stefán Ben. frá Neskaupstað seldi í Aberdeen um helgina, 35 lestir fyrir 1850 pund. Þá seldi Akurey í Þýzikalandi í gærmorgun, 123 lestir fyrir 115 þúsund mörk. ( Yfir Grænlandi og íslandi | eru háþrýstisvæði, en hins \ vegar allmikil lægð skammt | vestur af frlandi og þokast ) hún hægt N eða NAeftir. — • Vindur er hvass ANA á haf- i inu fyrir sunnan og suðaust- i an landð, t. d. 8 vindstig á ^ veðurskipinu Indía, um 300 s sjómílur suður af Vestmanna í eyjum. Hér á landi er góð- • viðri, en næturfrost gera nú \ mjög vart við sig í innsveit- > um, 1—3 stig aðfaranótt mánu • dagsins. S Á Bretlandseyjum eru hlý- i indi 14—18 stig, en fremur • svalt á Norðurlöndum, víð- s ast 8—12 stig. í GÆR var dregið í 6. fl. Happ- drættis DAS um 50 vinninga og féllu vinningar þannig: 4ra herb. ibúð Kleppsv. 28 kom á nr. 8773. Umboð Sigr. Helgad. Eigandi Ágúst Ingimundarson, Lindargötu 32. 2ja herb. Ibúð Kleppsv. 30 til- •búin undir tréverk kom á nr. 47882. Umboð Vesturver. Eigandi Einar Einarsson, Skjólbraut 8. Taunur M.17 fólksbifreið kom Handíða- og mynd listaskólinn settur í dag HANDÍÐA- og myndlistaskólinn verður settur í dag kl. 4 síðd. í húsakynnum skólans að Skip- holti 1. Er gert ráð fyrir því, að allir nemendur dagdeildanna (þ. e. myndlistardeildar og teikni- kennara- og vefnaðarkennara- deilda) mæti þar, auk kennara skólans. Nemendur annarra deilda og námsflokka skólans munu fá sér- staka tilkynningu um það, hve- nær þeir eiga að koma til náms síns. Veðurspáin kl. 10 i gær- ! kvöldi: SV-mið: Vaxandi J austan átt, hvass til hafsins, s þykknar upp. V SV-land, Faxaflói og Faxa- | flóamið: NA gola, bjartviðri. > Breiðafjörður til Norður- j lands, Breiðafj.mið til Norður i landsmiða: Hægviðri. breyti- y legt skýjafar, sums staðar > þoka með köflum. V NA-land og NA-mið: NA ; gola og síðar kaldi, skýjað. > Austfirðir og Áustfj.mið: V Vaxandi NA átt og hvasst til ^ hafsins, dálítil rigning á morg V un. ! SA-land og SA-mið: Vax- ý andi NA átt, allhvasst til hafs > ins, skýjað austan til. ) á nr. 38123. Umboð Aðalumboð. Eigandi Ásmundur Guðm. Miklu- braut 78. Moskvitch fólksbifreið kom á nr. 47350. Umboð Margrét Krist- insd. Eigandi Sveinbjörg Jónat. Laugav. 45. Pfaff saumavél kom á nr. 26797. Umboð Aðalumboð. Eigandi Guð jón Jónasson, Kirkjuv. 18 Keflav. Eftirtalin númer hlutu kr. 10.000,00 vinning hvert: 29078 37244 39164 52720 54734 59990. Eftirtalin númer hlutu kr. 5.000,00 vinning hvert: 3321 4943 6916 7448 8437 12760 15931 15774 18049 19177 19490 30461 20510 21255 21442 25981 27757 32141 32390 32439 32659 34367 37794 38562 39855 43395 43911 47226 51650 54052 54562 55092 56342 56470 57379 58294 59009 61380 61668. (Birt án ábyrgðar). Orðuveiting FORSETI ÍSLANDS hefur, að tillögu orðunefndar, sæmt fríi Önnu Klemensdóttur, fyrrv. forsætisráðherrafrú, Laufási, Reykjavík, riddarakrossi hinnar íslenzku fálkaoðu. Kjör verka- manna EINS og kunnugt er hefur vinstri stefnan, upp- bótakerfið og nefndafarganið orðið þess vald- andi, að launakjör hafa ekki batnað hérlendis um langt skeið, meðan hagur annarra lýð- ræðisþjóða hefur jafnt og þétt farið batnandi. Á málefnum íslenzks verkalýðs hefur einnig verið haldið þannig, að beinlínis hefur verið komið í veg fyrir þær kjarabætur, sem hægt hefði verið að ná. Um málefni verkalýðs og Iaunþega almennt er fjallað í forystugrein blaðsins í dag og m. a. bent á leiðir til að ná bættum kjörum. — Hammarskjöld víkur ekki Dregiö í happdrœtti DAS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.