Morgunblaðið - 04.10.1960, Side 3
Þriðjudagur 4. okt. 1960
IMORCVNBL AÐIÐ
3
5
KötiT af hdlmi
Þ A Ð var margt manna á
Skipeyri við Skutulsfjörð
á sunnudaginn. ísfirðingar
höfðu safnazt bar saman til
að taka á móti Gljáfaxa
Flugfélags íslands og jafn-
framt að fagna nýjum á-
fanga í samgöngumálum
kaupstaðarins, opnun flug-
vallarins. — Þegar Gljá-
faxi settist á Skipeyri kl.
langt gengin þrjú leysti
hann jafnframt af hólmi
„Kötu“ gömlu, sem um ára-
bil hefur verið hinn trygg-
asti þjónn ísfirðinga og
helzta samgöngutæki við
höfuðstaðinn.
Hingað til hafa farþegaflutn
ingar í lofti milli ísafjarðar
og Rey'kjavíkur einungis farið
fram með flugbátum og að
undanförnu hefur Katalina
flutt árlega nær helmingi
fleiri til og frá ísafirði en
taldir eru íbúar staðarins. —■
Flugfélag íslands hefur nú
flutt alls um 56 þúsund far-
þega til og frá kaupstaðnum,
Loftleiðir höfðu um árabil
mikla flutninga vestur — svo
að óhætt er að áætla, að nær
70 þúsund manns hafi flogið
þangað vestur og þaðan. Er
það alls ekki svo lág tala þeg-
ar tillit er tekið til þess, að á
ísafirði búa innan við þrjú
þúsund manns.
Galdramenn nútímans
Með Gljáfaxa vestur var
Ingólfur Jónsson, flugimálaráð
herra, ásamt mörgum öðrum
forvígismönnum flugmálanna.
Og í flugvél Björns Pálssonar,
sem lenti á ísafirði nær sam-
tímis Gljáfaxa, var Agnar Ko-
foed Hansen, flugmálastjóri,
ásamt fleirum.
Er hreyflar flugvélanna
höfðu þagnað og gestir stigið
út kvaddi Birgir Finnsson, for
seti bæjarstjórnar ísafjarðar,
sér hljóðs. Vígsla þessa flug-
vallar er heilladrjúgur þáttur
í samgöngumálum ísfirðinga,
sagði Birgir. Rakti hann þró-
un flugsamgangna við kaup-
staðinn Oig sagði í lok ræðu
sinnar, að þar, sem nú væri
nyrðri endi hinnar nýju flug-
brautar hefði í fyrndinni far-
ið fram síðasta galdrabrenna
á íslandi — þar sem þeir
Kirkjubólsfeðgar hefðu verið
brenndir á Seljabrekku. Nú
væri þessi sögufrægi staður
horfinn, jarðvegurinn þar
hefði verið notaður til upp-
fyllingar í brautina. Sagðist
Birgir vona,- að þeir Kirkju-
bólsfeðgar mundu una því vel,
er aska þeirra hefði nú verið
færð galdramönnum nútímans
í nyt.
Starfar með glæsibrag
Ingólfur Jónsson, flugmála-
ráðherra, tók þá til máls og
sagði m.a., að það væri ekkert
undarlegt, þó íslendingar
hefðu tekið flugið í þjónustu
sína í jafnríkum mæli og raun
bæri vitni. Byggð landsins
væri dreifð og samgöngur því
erfiðar. Bkki væri ýkjalangt
siðan póstsamgöngur hefðu
hafizt á íslandi, landið og ein-
stök byggðarlög hefðu í raun-
inni verið einangruð. En á ár-
unum 1919—20 gerðu nokkrir
ungir og framsýnir menn til-
raun til að rjúfa þessa einangr
un, sagði ráðherrann. Þeir
stofnuðu Flugfélag fslands. —
Þetta félag varð ekki lang-
líft, því við margs konar örð-
ugleika var að etja. En okkar
menn gáfust ekki upp. Félagið
var endurreist 1928 og starfaði
þá í 3 ár, en vegna fjárskorts
og mikilla erfiðleika lagðist
starfsemin niður og það var
ekki fyrr en 1937—38, að hið
þriðja Flugfélag íslands var
stofnað. Og æ síðan hefur það
farið vaxandi, það hefur dafn-
að og eflzt og starfar nú með
glæsibrag, sagði flugmálaráð-
herra og bætti því við, að ís-
lendingar væru nú mesta
flugþjóð heims.
Fór Ingólfur l'ofsamlegum
orðum um starf Flugfélags ís-
lands og sagðí, að félagið hefði
rofið einangrun byggða lands-
ins, það veitti góða og örugga
þjónustu — og íslenzkir flug-
menn nytu trausts og virðing-
ar ekki aðeins hér heima,
heldur og erlendis. örtvax-
andi straumur útlendinga með
íslenzku flugvélunum væri
nærtækasta sönnunin.
Sagði ráðherrann, að nú
hefðu verið gerðir hér á landi
25 flugvellir, sem flugvélar
Flugfélagsins gætu athafnað
sig á. Auk þess væri mikill
fjöldi smáflugvalla og í því
sambandi fór ráðherrann við-
urkenningarorðum um hið far
sæla starf Björns Pálssonar.
Fleiri flugvelli
Áætlað hefði verið, að flug-
völlurinn á ísafirði kostaði 7
milljónir króna fullgerður,
1400 metra langur. Nú væri
brautin orðin 1100 metra löng
og kostnaður 4,8 milljónir.
En víða er eftir að byggja
flugvelli, sagði ráðherrann.
Hins vegar eru aðstæður erf-
iðar til bygginga langra flug-
brauta á mörgum stöðum þar
sem þörfin er brýn. Hitt er
líka, að f'lugvallabyggingarnar
eru dýrar. Gat hann þess, að
nú væri hafin smíði flugvéla,
sem ekki þyrftu jafnlangar
brautir og þær vélar, sem við
höfum nú í þjónustu okkar.
En framleiðsla þessara yéla er
enn lítil og verð þeirra því
hátt. Bæri að vona, að í fram-
tíðinni gætum við eignazt slík
ar vélar, því Flugfélagið á-
formaði að endurnýja flugvéla
kost sinn. Með slikum vélum
ynnist tvennt: Hægt yrði að
byggja flugvelli á fleiri stöð-
um en ella — og þær fram-
kvæmdir yrðu ekki jafnfjár-
frekar og núna.
....fylgi ávallt gæfa . . .“
Þakkaði flugmálaraðherra
að lokurn flugmálastjóra og
öðrum ötulum forystumönn-
um, sem leitt hefðu flugmálin
fram til sigurs — og sagðist
hann vona, að framþróunin
yrði söm. Óskaði hann ísfirð-
ingum til hamingju með flug-
völlinn og þá samgöngubót,
sem hann yrði þeim væntan-
lega. Þakkaði hann öllum
þeim, sem málinu hefðu
unnið, jafnt þeim, sem haft
hefðu umsjón með verkinu —
og þeim, sem það hefðu fram-
kvæmt. Vel hefði verið unnið,
því verkið hefði ekki tekið
nema tvö ár.
Þá lýsti ráðherrann flugvöll
inn á ísafirði opinn til um-
ferðar.
„Þessum stað fylgi ávallt
gæfa og óskandi er, að hér
verði aldrei slys né óhapp.
Hann, sem valdið hefur, haldi
sinni verndarhendi yfir þeirri
starfsemi, sem hér fer fram“,
mælti flugmálaráðherra að
lokum.
Ingólfur Jónsson, flugmála-
ráðherra, flytur ræðu og
opnar flugvöllinn.
Mikill fjöldi fsfirðinga fagn-
aði komu flugvélarinnar.
(Ljósm. Morgunbl. Árni
Matthíasson).
Yfir kaffibollanum
Flugfélagið bauð því næst
nokkrum framámönnum ís-
firðinga í stutta flugferð, en
síðan bauð bæjarstjórn ráð-
herra, flugmálastjóra og öðr-
um gestum til kaffidrykkju
að Uppsölum.
Birgir Finnsson bauð gesti
velkomna. Kjartan J. Jó-
hannsson, alþingism., fagnaði
þessum merka áfanga sam-
göngumálanna. Ólafur Páls-
son, verkfræðingur, gerði
grein fyrir gangi flugvallar-
byggingarinnar og sagði m. a.,
að um 170 þús. rúmmetrar af
jarðvegi hefði verið fluttir í
brautina. Flugmálastjórinn,
Agnar Kofoed-Hansen, ræddi
um það helzta, sem ógert væri
svo sem að malbika brautina,
reisa flugskýli o. fl. Sagði
hann, að enn væri ekki veitt
nóg fé til flugframkvæmda,
betur mætti ef duga skyldi.
Eysteinn Jónsson, fyrrum flug
málaráðherra, ræddi um hve
Framh. á bls. 6.
STAKSTEINAR
Mannætar
Þó að atburðirnir í Kongó síð-
ustu vikurnar hafi verið mikið
alvörumá.1, þá gátu menn þó ekki
stillt sig um að segja gamansög-
ur. sem áttu að vera táknræn-
ar fyrir það, hve skammt íbúar
Kongó væru frá stigi mannæt-
unnar. Þannig var frá því sagt,
að þegar Lúbumba var á flug-
ferð og hafði verið fenginn mat-
seðillinn, þá hafi honum ekki
likað réttirnir og beðið um að
fá farþegalistann. Og einn dag-
inn gaus upp sá kvittur, að nótt-
ina á undan hefði Kasavúbú,
forseti, étið Lumumba, forsæt-
isráðherra. Við hér hjá Morgun-
blaðinu trúðum nú ekki þessum
| sögum, en okkur finnst óneitan-
lega skörin vera farin að færast
upp í bekkinn, þegar farið er að
boða að áþekkir atburðir muni
gerast hér uppi á íslandi.
Stór máltíð
Tíminn á sunnudaginn boðar
þannig slíka átveizlu hér heirna
á íslandi og skilst manni, að
brezku nefndarmennirnir, 7 að
tölu, sé ekki ætlaður hér hung-
urdauði, því að þeir munu eiga
að sporðrenna meirihluta ís-
lenszku þjóðarinnar. Orðrétt
segir blaðið um þetta:
„Þótt „gamla ljónið“ lúti lágt,
og sé ekki Iengur fært um að
hremma, færir gömul vanmátt-
arkennd annarra því bráðina.
Það er gamla sagan um þann,
sem gömul áþján helduv enn í
heljargreipum þótt böndin sén
losuð, áminning um það að ekki
er nóg að slíta fjötur eða bægja
ljóni frá, ef fólkið skortir mann-
dóm til að njóta sigursins og
standa á eigin fótum en biður
áfram um þann „frama að láta
éta sig“.
Þetta minnir á að sjálfstæðis-
barátta er ætið tvíþætt,' barátta
við erlend valdaljón og styrk-
ing þess sjálfstæðisvilia og
sjálfstrausts, sem ekki telur það
frama að láta éta sig og er hið
síðarnefnda miklu þýðingar-
mest.
Þegar íslenzkir valdamenn
ganga nú til samninga um sjálf-
stæðismál íslendinga við „gamla
ljónið“, eftir að því hafði ver»ð
bægt frá með „hrumar klær og
auðan góm“, fer ekki á milli
mála að þeim hefur elnað sú
áþjánarsýki, sem telur það
frama að láta éta sig. Sú þjóð,
sem beitir slikum mönnum til
forustu, hefur satt að segja tæp-
leg öðlazt sjálfstæði".
Blaðið heldur siðan áfram og
dregur þá skynsamlegu ályktun,
að þegar átveizlunni ljúki, „þá
hefur ein glæsilegasta sigursaga
þjóðarinnar anúizt í ömurlega
niðurlægingu“.
„Lubbamenni“
Hér í blaðinu hefur áður ver-
ið skýrt frá því, hvernig komm-
únistar hafla í ofsóknarherferð
sinni á hendur andstæðingum
sinum í verkalýðsfélögunum
beitt uppnefningum og persónu-
legum svívirðingum. í gær finn-
ur ritstjórinn, Magnús Kjartans
son, enn upp nýtt nafn, sem
honum finnst hæfa að nefna
verkamenn. En ekki er ólíklegt
að mörgum verkamanninum
muni finnast nafnið „lubba-
menni“ betur komið á þeim, sem
sletti skyrinu. Orðrétt segir rit-
stjórinn:
„Allir verkalýðssinnar hljóta,
hvað sem skoðanaágreiningi lið-
ur, að vera sammála um það aS
lubbamenni af þessu tagi megi
aldrei komast til áhrifa í nokkru
verkalýðsfélagi".