Morgunblaðið - 04.10.1960, Page 6

Morgunblaðið - 04.10.1960, Page 6
6 MORCViyRT.AÐlH Þriðjudagur 4. okt. 1960 — Bílslysin Frh. af bls. 1. hafði orðið við gatnamót Laugar nesvegar og Miðtúns. Slys eru þar tíð. Roskinn maður lá meðvitundar laus í götunni. Hann hafði orðið fyrir bíl, sem kom á móti honum. Maðurinn heitir Ásgeir Guð- mundsson Laugavegi 30, bæjar- vinnumaður, nokkuð við aldur. Bílstjórinn á bílnum, sem hann varð fyrir, sendiferðabílnum R-5359, sagði að hann hefði verið að mæta bíl. Ekki taldi hann sig hafa blindazt af ljósum bílsins. — En allt í einu sá hann hvar Ás- geir kom gangandi. Það skipti engum togum, hann varð fyrir bílnum, kastaðist upp og aftur með honum og féll í götuna. — Flugvöllur Framh. af bls. 3 vel flugvallarbyggingin hefði gengið og hvað framundan væri. örn Ó. Johnson talaði um flugsamgöngurnar við ísafjörð, hve ört þær hefðu vaxið. Flugleiðin til ísafjarð- ar væri nú ein af fjórum helztu innanlandsleiðum Flug- félagsins og nú bæri að leggja áherzlu á að ljúka verkinu svo að brautin næði fullri lengd, 1,400 metrum. Að lok- um talaði Bergur G. Gíslason um nauðsyn þess að byggja upp samræmt kerfi flugvalla og vega og nauðsyn væri á heildarskipulagi í þá átt. Flugdögum fækkar e. t. v. — en .... 1 gær fór svo DC-3 flugvél Flugfélagsins í fyrsta áætlun- arflugið vestur. „Það er gleðilegt, bæði fyrir okkur hjá Flugfélaginu og ísfirðinga, að þessum áfanga er nú náð. í vetraráætlun Flugfélagsins er gert ráð fyrir, að DC-3 fari allar ferðir“, sagði Hilmar Sigurðsson, framkvstj. innan- landsflug Flugfélagsins", og við búumst við að þetta verði hagkvæmara, bæði fyrir ís- firðinga og félagið. „Kata“ er búin að þjóna lengi og vel, en bennar þjónusta er samt ekki ambærileg við þjónustu land- ,'élanna“. bætti hann við. Flugfélagið hefur nú gefið út reglur fyrir flugmenn sína í flugi til ísafjarðar og svo sem greint var frá í Mbl. á sunnudaginn verður ekki leyft flugtak inn fjörðinn að sinni, a. m. k. ekki fyrr en iwautin hefur náð fullri lengd. „Viðbúið er, að flugdögun- um til ísafjarðar fækki eitt- hvað,“ sagði Jóhannes Snorra- son, yfirflugstj. F. L, „vegna þess að völlurinn nýtist ekki í sunnanátt. Við leyfum samt flugtak í norður í allt að 5 hnúta meðvindi." „En oft á tíðum verður hægt að nota flugbrautina þegar Kataiína gæti ekki lent,“ sagði Magnús Guðmundsson, flug- stjóri hjá Loftleiðum, en hann var með í þessari fyrstu ferð Gljáfaxa vestur. „T. d. að vetr inum, þegar Pollurinn er ísi lagður og ekki hægt að lenda fyrir utan eyrina vegna und- iröldu,“ bætti Magnús við. h.j.h. Ásgeir mun hafa slasazt mikið Hann hefur skollið með höfuðið utan í bílinn með þeim afleið- ingum að hann höfuðkúpubrotn- aði. Hann var fluttur í Landa- kotsspítala. Árekstur við Leirvogsá Klukkan rúmlega 8 á sunnu- dagskvöldið kom maður hlaup- andi heim að Stardal og fékk að síma þaðan til Reykjavíkur eftir hjálp. Ungt fólk í bíl sem var á leið til Reykjavíkur austan frá Þingvöllum hafði slasazt er bíll- inn rakst á brúna við Leirvogs- vatn (Svanastaði). Sjúkrabílar voru sendir af stað, svo og lögreglubilar. Það var ung stúlka, sem tók próf fyrir um það bil hálfum mánuði, sem bílnum ók, Hanna Gunnarsdóttir, Smáragötu 7. í framsætinu hjá henni höfðu setið tvær stöllur hennar. Allar meidd ust stúlkurnar meira og minna. Hanna rifbrotnaði er hún skall á stýri bílsins við áreksturinn. Norsk stúlka, Mary Hadnak. Njörvasundi 40, sem sat við hurð ina fékk heilahristing er hún skall með höfuðið í hliðarrúðu, sem brotnaði Á milli þeirra sat Kristín Þorvaldsdóttir Rauðalæk 57. Hún meiddist einnig á höfði. í aftursæti bílsins sátu þrír ungir piltar og meiddust tveir þeirra á fótum, er framsæti bílsins skall á þá, en það fór allt úr skorðum við höggið. Piltarnir skýrðu rannsóknar- lögreglumönnum svo frá, að Hanna hefði ekki ekið hratt er slysið varð . Athugun á slysstað sýndi að ekkert hættumerki er í námunda við brúna, sem er aðeins 3 m. á breidd, en bíllinn sem er amerískur Ford R-3044 um 2 m. á breidd. Talið er að bíllinn hafi runnið út í lausamöl, skömmu áður en hann kom að brúnni. Hafi Hanna þá hemlað, en við það rann bíll- inn til, og náði hún ekki að sveigja hann inn á brúna. Bíllinn stóð þversum á brúnni og lokaði veginum alveg. Fyrsti maður á slysstað var Ingimar Ingimarsson sérleyfishafi á Ljósafossleiðinni. Hann og fleiri úr bíl hans hjlápuðu unga fólkinu sem slasazt hafði. Ingi- mar sagðist ekki hafa séð er áreksturinn varð og ekki heldur Þannig Ieit bíllinn út við brúna á Leirvogsá. hafa séð neitt til ferða bílsins áður. Hvað segir rannsóknarlögreglan Mbl. spurðj í gær tvo rann- sóknarlögreglumenn, Kristmund Sigurðsson og Óskar Ólason, um álit þeirra á þessum slysum öll- um. Þeir kváðu rétt að benda á að veðurlag undanfarið hafi verið mjög gott, svo ekki sé því um að kenna. Varðandi slysin við Leirvogsár brú og Hólmsá, þá væri um að ræða ungt fólk, sem lítt væri vant akstri. Pilturinn, sem ók bílnum, er rakst á Hólmsárbrú tók próf í júlímánuði, en unga stúlkan tók próf fyrir nokkrum vikum. Óhætt er að fullyrða, að bæði eru þau óvön akstri úti á malarbornum vegum, og bæði óvön akstri í myrkri. Hætt er við að óvanir geri sér ekki grein fyrir því, hve lítt maður finnur til hraða á hinum nýrri bílum. Spurning er líka hvort óvanir miði ekki akstur sinn við hámarkshraða á vegum | úti, en séu vegna lítillar reynzlu í akstri ekki dómbærir á ytri aðstæður, t. d. ástand veganna. Hinir nýbökuðu bilstjórar hljóta sinn lærdóm á malbikuðum göt- um og góðum vegum í björtu. í gær Tveir litlir drengir lentu í slys- um hér í Reykjavík í gærdag. Ekki urðu meiðsl alvarleg á þeim. Þeir urðu fyrir bíl, annar vestur í bæ, en hinn inni í Bústaðahverfi. Annar var tæp- lega 3 ára en hinn fimm ára. Á Hafnarfjarðarvegi í gær HAFNARFIRÐI. — Rétt fyrir klukkan tólf um hádegið í gær, varð allharður bifreiðaárekstur á Hafnarfjarðar-veginum, skammt frá Hraunsholti. Ekki varð þó slys á mönnum í þetta skiptið, en bifreiðaslys hafa verið mjög tíð upp á síðkastið, eins og fólk hefir heyrt af fréttum. Þessi árekstur varð með þeim hætti, að fólksbifreiðin G-979, — (Ljósm. Sv. Þormóðsson). sem er ný Chevrolet, var á leið til Reykjavíkur og ók stór olíu- bíll á undan. Ætlaði fólksbíllinn fram úr honum, en þá birtist skyndilega vörubíll, sem kom á móti. Og þá var það, sem óhappið vildi til. Bílstjórinn á olíubíln- um dró skyndilega úr ferðinni, og hafði fólksbíllinn þá ekki ráð- rúm til að forða sér aftur fyrir. Hann skall á vörubílinn R-1576, sem er fimm tonna, og var með fullfermi af sandi. Við árekstur- inn lenti vörubíllinn út af veg* inum og þar á hvolf. Vegurinn á þessum stað er lítið upphækkað ur og sléttlendi báðum megin við hann. Bílstjórinn, sem var einn í bílnum, slapp að heita ma ómeiddur, en eitthvað kvartaði hann þó um eymsli í baki. — Bíllinn skemmdist talsvert. Chevrolet-bíllinn beyglaðist mjög að framan, en bílstjórinn, sem líka var einn í bílnum, slapp ómeiddur. Eigandi hans, sem er frá Brekku á Álftanesinu var nýbúinn að kaupa bíl þennan. — G.E. • Fréttir 7,30 á kvöldin Hlustandi skrifar: — Fyrir nokkru kom fram sú hug- mynd, að fréttatíma Ríkisút- varpsins yrði breytt þannig, fréttir yrðu lesnar kl. 7 á kvöldin í stað kl. 8 eins og nú er gert. Voru færð fram þau rök, að þá byrjaði fyrr hið raunverulega kvöldfrí manna og fundir og aðrar kvöldsam- komur gætu hafizt fyrr en ella. Þessi hugrnynd er athyglis- verð og það er hverju orði sannara, að kvöldfréttimar kl. 8 tefja oft fyrir mönnum, sem ætla til fundarhalda eða mannfagnaðar eftir kvöld- mat. Afleiðingin verður sú, að kvöldsamkomum þessum lýkur síðar en skyldi, menn koma sér of seint í rúmið og eru verr búnir undir vinnu næsta dag en þeir þyrftu að vera. Það er þannig margt sem mælir með því að fréttatíma útvarpsins yrði breytt og fréttir lesnar fyrr en nú. En ég vildi leggja til að þær yrðu lesnar kl. hálfátta í stað átta, en ekki kl. sjö. Þá gæti lest- ur tilkynninga hafizt kl. 7 og fréttalestri yrði lokið kl. 8 svo jafnvel þeir, sem eru á leið í leikhús gætu heyrt frétta- yfirlit áður en þeir fara að heiman. Eftir þó nokkra um- hugsun hef ég komizt að þeirri niðurstöðu, að tíminn kl. hálfátta yrði heppilegasti tíminn fyrir alla aðila til þess að hlusta á fréttir Ríkisút- varpsins. ♦ Hvað segja hlustendur? Velvakandi kemur hér með á framfæri þeirri uppástungu „Hlustanda“, að fréttir út- varpsins yrðu lesnar kl. hálf- átta á kvöldin. Þar sem þetta mál er nú til umræðu væri gaman að heyra álit fleiri manna, hvort þeir vilja taka undir þessa uppástungu, eða .☆j FERDIN AIMD ☆ . - im -1. » -r 7006 hvort menn vilja koma með nýjar. Sú skoðun mun vera nokkuð almenn, að það sé fullseint að lesa kvöldfréttir kl. átta. því þær tefji þá fyrir mönnum, sem erindum þurfa að sinna á kvöldin. • Ferðir á flugvöllinn Bréf frá Flugfélagi íslands: Vegna skrifa Velvakanda um ferðir og ' ferðaleysi á Reykjavíkurflugvöll í Morg- unblaðið 29. september sl. óskar Flugfélag íslands eftir- farandi tekið fram: Um áramótin 1959 og 1950 vakti Flugfélag íslands máls á því við Strætisvagna Reykjavíkur, að strætisvagna leið nr. 5 (Skerjafjörður) kæmi við á afgreiðsiu félags- ins á Reykjavíkurflugvelli og auðveldaði fólki þannig ferð- ir að og frá flugafgreiðsl- unni. Forstjóri Strætisvagna Reykjavikur, Eiríkur Ás- geirsson tók þessari máia- leitan með velvilja og hinn 15. marz sl. hófu Skerjafjarð- arvagnar viðkomu n.ia af- greiðslu Flugfélags íslands á Reykjavíkurflugvelli á leið að Lækjartorgi kl. 8.15, 13.15, 13.45, 14.15, 16.45, 17.15 og 17.45. Þótt ferðir með viðkomu á afgreiðslu Flugfélags íslands á Reykjavíkurflugvelli séu ekki þéttari enn sem komið er, er hér um mikla sam- göngubót að ræða og Flug- félag íslands er þakklátt for stjóra Strætisvagna Reykja- víkur fyrir skjóta og góða fvrirgreiðslu í bessu máli.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.