Morgunblaðið - 04.10.1960, Qupperneq 10
10
M O Tt C rr N n r á nm
Þriðjudaííur 4. okt. 1960
SÍÐASTA umferðin í tvímenn-
ingskeppni I. flokks hjá Bridge-
félagi Reykjavíkur var spiluð á
fimmtudagskvöldið og urðu úr-
tlit þessi: 1. ívar — Björn 574
2. Torfi — Bernharð 570
3. Eggert — Þórir 568
4. Ingólfur — Jón 564
5. Sigurður — Jón 537
6. Rósmundur — Stefán 516
7. Steinunn — Guðríður 514
8. Ólafur — Brandur 510
9. Kristján — Jónas 504
10. . Guðm. Kr. — Ólafur 500
11. Björgvin — Eiríkur 496
12. Rafn — Hilmar 490
13. Sigurður — Guðmundur 486
14. Birgir — Pétur 485
15. Ingvi — Njáll 484
16. Hreinn — Cyrus 472
17. Gunnar — Haukur 472
Þessir 17 tvímenningar öðlast
þátttökuréttindi í tvímennings-
keppni meistaraflokks, sem er
næsta keppnin á vegum félagsins
og hefst hún í Skátaheimilinu kl.
8 á þriðjudaginn.
Fyrir frammistöðu sína í I.
flokkskeppninni hljóta ívar og
Björn 2,16 meistarastig og Torfi
og Bernharð 1,08 meistarastig.
— ★ —
Stjórn Bridgefélags Reykjavík
ur er þannig skipuð: Þorgeir Sig-
urðsson form., Jón Björnsson
varaform., Símon Símonarson
gjaldkeri, Jakob Bjarnason fjár-
málaritari og Guðm. Kr. Sigurðs-
son ritari.
EINMENNINGSKEPPNI Tafl og
bridgeklúbbsins er nýlokið.
1. Tryggvi Þorfinnsson 1480
2. Guðlaugur Nielsen 1478
3. Böðvar Guðmundsson 1441
4. Kristján Guðmundsson 1425
5. Reimar Sigurðsson 1422
6. Gunnar Vagnsson 1414
7. Benóný Magnússon 1413
8. Björn Benediktsson 1410
9. Björn Kristjánsson 1380
10. Ingi Jónsson 1371
11. Viljálmur Aaðalsteinss. 1366
12. Gísli Hafliðason 1357
13. Aðalsteinn Snæbjörnsson 1356
14. Bjarnleifur Bjarnleifss. 1350
15. Ingi Eyvinds 1342
16. Guðmundur Daníelsson 1339
Æ
Fylgisfap sósíalista frá
stríðslokum
í KRINGUM 1945 voru sósíalistar í mikilli sókn hvarvetna í Ev-
lópu, en nú hin síðari árin hafa þeir tapað hinu fyrra fylgi sínu alis
staðar nema á ítalíu. Noregur er nú eina landið í Evrópu, þar sem
sósíalistaflokkur hefur meirihluta í löggjafarsamkundunni. Stjórn
Erlanders í Sviþjóð hefur þurft að reiða sig á stuðning eða hlut-
Ieysi kommúnista og í Danmörku hafa tveir borgaraflokkar verið
með í samsteypustjórninni.
Siðan brezki íhaldsflokkurinn vann sigurinn í kosningunum
1951 hefur fylgi verkamannaflokksins farið jafnt og þétt minnkandi.
Tímabili hinna rauðu stjórna í Frakklandi lauk um kringum
1950. í Vestur-Þýzkalandi hefur uppbyggingunni verið stjórnað af
Kristilegum demókrötum allt frá 1949 og svo er einnig í Ítalíu,
ennfremur eru borgaraflokkarnir við völd í Hollandi og Belgíu.
Atkvæðamagn hinna sósíalísku
flokka hefur dregizt mjög saman
og gildir það jafnt um jafnaðar-
menn og kommúnista. Til þess
að reyna að spyrna á móti brodd-
unum hafa jafnaðarmannaflokk-
arnir horfið mjög frá hinni sósíal
ísku stefnuskrá sinni og yfirhöf-
Hafið þér efni á að láta inn-
bú yðar brenna, án þess að
fá fullar bætur?
Allar brunatryggingar eru
nú alltof lágar. Hækkið þvi
brunatrygginguna strax og
látið bæklinginn, “Hvers
virði er innbú mitt í dag“,
auðvelda yður að ákyeða,
hve há hún þarf að vera. Þér
fáið hann ókeypis hjá okkur.
MARGUR VEIT OG
VARAST EKKI
SAM VINNUTRYGGINGAR
uð snúizt mjög til hægri. Nægir
í þessu sambandi að minna á
breytingarnar á stefnuskrá jafn-
aðarmanna í V-Þýzkalandi og
deilurnar, sem urðu innan verka
mannaflokksins brezka eftir hinn
mikla ósigur í síðustu kosning-
um. Hér fer á eftir tafla, sem
sýnir fylgistap sósíalísta í þing-
kosningum viðkomandi landa.
Bretl.
1945
1959
Verkamfl.
48,2%
43,8%
Kommúnistar
0,4%
0,1%
Verkamannaflokkurinn hafði
árið 1945 398 sæti í neðri mál-
stofunni, en nú aðeins 254. Flokk
urinn hefur nú tapað fylgi í
fjórum þingkosningum í röð, en
það hefur aldrei fyrr gerzt í sögu
Bretlands.
Frakkl. Sósíalistar Kommúnistar
1945 23,7% 26,3%
1959 13,8% 20,7%
Fyrstu árin eftir stríð voru
ýmsar róttækar stjórnir við völd
í Frakklandi, kqmmúnistar tóku
þátt í ýmsum þeirra. Það ber að
athuga, að þingsætum flokkanna
hefur fækkað enn meira en þessi
tala sýnir.
V-Þýzkal. Jafnaðarm. Kommún.
1949 29,2% 3,3%
1957 31,7% ekkert
Kommúnistaflokkurinn hefur
nú verið bannaður. Flokkur Ad-
enauers, Kristilegir demókratar,
hefu'r nú hreinan meirihluta at-
kvæða. Jafnaðarmenn hafa nú
sagt skilið við hina sósíalísku
stefnuskrá sína.
ítalía Jafnaðarm. Þjóðfylkingin
1945 7,1% 30,7%
1958 4,6% Sós. K.
14,2% 22,6%
Hinn íhaldssinnaði Kristilegi
demókrataflokkur hefur haft
stjórn á hendi öll eftirstríðsárin.
Holl. Jmenn Kommún. Sæti alla
(Þings.)
1946 29 10 100
1959 48 3 150
Hluti sósíalísku flokkanna 1
þingmannatölunni hefur minnk-
að úr % hlutum í y3. I landinu
er nú borgaraleg stjórn.
Belgía Jmenn Kommún. Sæti allð
(Þings.)
1946 69 23 202
1958 84 2 212
Danmörk Jafnaðarm. Kommún.
1947 40,0% 6,8%
1957 39,4% 3,4%
Svíþjóð Jafnaðarm. Kommar
1944 46,9% 10,4%
1958 46,2% 3,4%
Þess ber að gæta, að þessar töl-
ur eru frá 1958. I kosningunum
nú fyrir skömmu juku báðir þess
ir flokkar fylgi sitt á nýjan leik.
Finnl. Jafnarm.
1945 25,1%
1958 23,1%
Kommúnistar
23,8%
23,2%
(Þýtt úr norska blaðinu
„Unge Höire“)
Námskeið
um utanríkismál
SAMBAND ungra Sjálfstæðismanna efnir til námskeiðs um utan-
ríkismál, sem haldið verður í Skíðaskálanum í Hveradölum laug-
ardaginn 8. og sunnudaginn 9. september. Pétur Benediktsson
bankastjóri verður aðalleiðbeinandinn á námskeiðinu og mun
flytja þar yfirlitserindi um þróun alþjóðamála eftir siðustu heima-
styrjöld. Einnig mun Gunnlaugur Pétursson borgarritari tala um
islenzku utanrikisþjónustuna. Þá verður lögð áherzla á umræður
milli þátttakenda.
Stjórnarmenn SUS og framkvæmdastjóri F.U.S. Heimdallar,
Jakob Möller, munu veita nánari upplýsingar um námskeiðið, en
þátttaka er heimil Sjálfstæðismönnum á aldrinum 16—35 ára. —
Þatttökutilkynningar þurfa að berast fyrir miðja næstu viku.
Aðalfundur Neista í
Barbastrandarsýsíu
AÐALFUNDUR Neista, félags
ungra Sjálfstæðismanna í Vest-
ur-Barðastrandarsýslu, var hald
inn á Patreksfirði sl. laugardag.
Sveinn Þórðarson, Innri-Múla,
sem var formaður félagsins síð-
asta starfsár, setti fundinn og
stjórnaði honum. Hann flutti og
skýrslu um starfsémi félagsins,
en helzta.verkefnið var þátttaka
í undirbúningi þingkosninganna
sl. haust. Þá stóð félagið að sam
komum á Patreksfirði og að
stjórnmálanámskeiði því, sem
sagt er frá annars staðar á síð-
unni. Reikningar félagsins voru
lesnir upp og samþykktir, og
stendur hagur þess með blóma.
Er gengið var til stjórnarkjörs
baðst Sveinn Þórðarson undan
endurkosningu. Félagsstjórnin er
nú þannig skipuð:
Formaður:Hannes Friðriksson,
Bíldudal. Aðrir í aðalstjórn:
Bjarni Hákonarson, Haga, Gylfi
Adólfsson, Patreksfirði, Ingveld
ur Hjartardóttir, Patreksfirði,
Örn Gislason, Bildudal. Vara.
stjórn: Jóhannes Árnason og Sig
fús Jóhannesson, Patreksfirði.
Endurskoðendur: Helga Guðjóna
dóttir og Hilmar Árnason, Pat-
reksfirði.
Að stjórnarkjöri loknu fóru
fram umræður úm stjórnmála-
horfurnar op flokksstarfið, m. a.
blaðaútgáfu Sj álfstæðismanna á
Vestfjörðum.