Morgunblaðið - 04.10.1960, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 04.10.1960, Qupperneq 13
Þriðjudagur 4. okt. 1960 MORGZnShT. 4 Ð1 Ð 13 Eí 101 stig 1. sept. en vor 104 Vísitalan lækkar um 3 stig vegna skatta- lækkananna MBL. barst fyrir helgina eft- irfarandi greinargerð frá Hagstofu íslands: Kauplagsnefnd hefur á fundi sínum 30. sept. 1960 ákveðiS að breyta útreiikningi vísitölu fram- færslukostnaðar þannig, að bein ir skattar verði taldir með í út- igj öldum „vísitöliufjölskyldunn- a“ frá og með grunntíma vísi- tölunnar 1. marz 1959. Þessi á- kvörðun er afleiðing grundvall- arbreytingar þeirrar á skattakerf inu, sem ákveðin var á síðasta þingi, og aðallega var fólgin í því, að lagður var á nýr sölu- skattur til þess að vega upp tekjumissi ríkissjóðs og sveitar- félaga vegna lækkunar á tekju- skatts- og útsvarsstigum, sem á- kveðin var .samtímis. Hinn nýi söluskattur olli þegar verðheekk- un á svo að segja öllum vörum og hvers bonar þjónustu, og kom það fram í vísitölu framfærslu- bostnaðar, en hins vegar hafði lækkun tekjuskatts- og útsvars- stiga ekki áhrif á vísitöluna, eins og hún hefur verið reiknuð. Um- rædd ákvörðun kauplagsnefndar byggist á því, að eins og nú er komið gefi vísitala framfærslu- ibostnaðar ebbi rétta mynd af framfærslukostnaði „vísitölu- fjölskyldunnar“, nema útgjalda- lækkun hennar vegna laökkun- ar tekjuskatts og útsvars komi fram í vísitölunni jafnt og út- gjaldaaukningin, sem leiðir af álagningu hins nýja söluskatts. Jafnframt því að gera þessa breytingiu á vísitölu framfærslu kostnaðar, hefur kauplagsnefnd ákveðið að skipta útgjöldum hennar í 3 aðalflokka og að birta mánaðarlega vísitöliu fyrir hvern þeirra, svo og fyrir suma undir- flokka. Telur nefndin, að með þessu fáist þetri og gleggri mynd um verðlagsbreytingar almennt og um áihrif verðbreytinga og skattabreytinga á framfærslu- kostnað „vísitölufj ölskyldunnar". í flokki A eru vörur og þjón- usta, þ.e. nauðsynjar, sem mán- aðarlegar verðupplýsingar liggja fyrir um. í flobki B er húsaleigu upphæð „visitölufjölskyldunnar" en vegna örðugleika á öflun upp lýsinga um breytingar húsaieigu hefur kauplagsnefnd farið þá ieið að láta húsnæðisliðinn fylgja breytingum á rekstrarkostnaði í- búðarhúsnæðis, reiknuðum sam- kv. reglum, sem nefndin setti í upphafi. í flokki C koma fram breytingar, sem verða, annars vegar á beinum sköttum og öðr- um gjöldum til hins opinbera, og hins vegar á þeim fjárhæðum, sem „vísitölufjölskyldan" mót- tebur frá hinu opinbera (fjöl- skyldubætur o. fl.). Hér á eftir verða birtar vísitökir 1. ágúst og 1. september 1960 samikvæmt hin um nýja grunni, og með þeirri flobkaskiptingu, sem ákveðin hefur verið. Af þessari breytingu á útreikn A. Vörur og þjónusta. Ráðlagt að halda heim. Washington, 29. sept. (NTB-Reuter). BANDARÍKJASTJÓRN hefur ráðlagt þeim þegnum sínum, sem enn eru búsettir á Kúbu, að senda eiginkonur sínar og börn heim til Bandaríkjanna nú þegar. Auk starfsmanna, munu um 4.500 Bandaríkjamenn búa á Kúbu. ingi vísitölu framfærsluibostnað- ar leiðir, að reikna þarf nýjar vísitölur fyrir hvern mánuð frá upphafi, en grunntími vísitölunn ar er 1. marz 1959. — Hann helzt óbreyttur, en upphafleg út gjaldaupphæð „vísitölufjölskyld- unnar“ hækkar sem svarar reikn uðum tekjuskatti og útsvari 1959. Þegar hafa verið reiknaðar nýjar vísitölur fyrir hvern mán uð frá marz 1959. I októberblaði Hagtíðinda verða hinar nýju út- gjaldaupphæðir einstakra flokka og liða ásamt tilheyrandi visitöl- um birtar í því formi, sem ákveð ið hefur verið að nota framveg- is. Hér fara á eftir vísitölur 1. ág- úst og 1. september 1960 samkv. hinum nýja útreikningi vísitölu framfærslukostnaðar. Verðlag 1. marz 1959 jafngildir vísitölu 100. 1. ágúst 1960 1. sept. 1960 Matvörur 106 107 Hiti, rafmagn og fl. .., 115 115 Fatnaður og álnavara .. 116 117 Ýmis vara og þjónusta , 122 122 Samtals A 113 113 . Húsnæði 100 111 Samtals A og B 110 111 C. Greitt opinberum aðilum (I) og móttekið frá opinberum aðilum (II): I. Tekjuskattur, útsvar, kirkjugarðsgjald, sóknargjald, tryggingasjóðsgjald, sjúkra- samlagsgjald, námsbókargjald ......... 105 II. Frádráttur: Fjölskyldubætur (og niður- greiðsla miðasmjörs og miðasmjörlíkis 1/3 1959—1/4 1960) ................... 333 Samtals 52 Vísitala framfærslukostnaðar................ 104 79 333 21 101 KETILL Jensson heldur söng skemmtun i Gamla bíói i kvöld kl. 7.15 með undirleik Skúla Halldórssonar. Ketill syngur létt lög eftir ýmsa er- lenda höfunda. Þá syngur hann óperuaríur og nokknr lög eftir innlenda höfunda. — myndinni eru þeir Ketill og Skúli. Vísitala framfærslukostnaðar Vísitala framfærslukostnaðar lækkar þannig úr 104 stigum 1. ágúst í 101 stig 1. september 1960. Lækkun tekjuskatts og útsvars veldur 3,6 stiga vísitölulækkun, en á móti kemur 0,6 stiga hækk- un vegna verðhækkunar á ýms- um vörum. Skattskrár og útsvarsskrár Reykjavíkur 1960 voru lagðar fram í ágúst sl., og er því lækk- un á tekjuskatti og útsvari „vísi- tölufjölskyldunnar" tekin í vísi- töluna 1. september 1960. Að ó- breyttum árlegum álagningar- tíma tekjuskatts og útsvars verða breytingar á þessum gjöld- um framvegis teknar í vísitöluna 1. september ár hvert. Þess skal getið, að tekjuskattsuppþæðin í vísitölunni, 1.444 kr., lækkar nið- ur í ekki neitt vegna lækkunar tekjuskattsstigans, en útsvar „vísitöluf j ölskyldunnar “ lækkar úr 5.639 kr. í 4.715 kr. Það skal að lokum tekið fram, að vísitala framfærslukostnaðar 1. september 1960, reiknuð á sama hátt og gert hefur verið undanfarið, er 105 stig, og er um að ræða 1 stigs hækkun hennar frá 1. ágúst 1960. Útreikningur þessarar vísitölu fellur nú niður. Að öðru leyti er vísað til grein- argerðar um þessi mál, sem birt verður í októberblaði Hagtíð- inda. Hagstofa íslands. STÆRSTA skipi veraldar, flugvélamóðurskipinu Enter- prise, var hleypt af stokkun- um sl. laugardag, og er með- fylgjandi mynd tekin við það tækifæri. Enterprise er knúið 8 kjarna kljúfum og getur siglt tuttugu œsssse®* sinnum umhverfis jörðina án þess að taka eldsneyti. Fjórar skrúfur eru á skipinu, hver um sig álíka há og tveggja hæða hús. Enterprise er 335 metra Langt (Hamrafell, lengsta skip fslendinga er 159 metrar), og 83.350 tonn. Gífurleg Jbrengsli í Mermtaskólanum 6. bekkingar færðir saman i 4 bekki MENNTASKÓLINN í Reykjavík var settur á laugardag í hátíða- sai skólans. Kristinn Ármanns- son rektor bauð nemendur vel- komna. O—o—O í skólanum eru 1 vetur 100 nemendum fleira en í fyrra, eða alls um sjö hundruð. Þrengsli í skólanum eru gífurleg, en það bjargar í vetur að nemendum í 6. bekk fækkaði svo, að hægt var að færa saman í báðum deildum, svo 6. bekkirnir yrðu ekki nema 4 í stað 6. Annars hefði orðið að færa skólatíma einhvern hluta menntadeildarinnar yfir á seinni hlnta dagsins. 1 ár er 5. bekkur aftur á móti svo fjölmennur, að ekki verður hægt að flytja sam- an í deildirnar næsta vetur. í vetur verða 17 bekkjardeildir í skólanum á morgnana og er þá einn bekkur á flutningi milli stofa og einn í lánshúsnæði í KFUM-húsinu. Síðdegis eru 11 bekkjardeildir í skólanum, allt þriðju bekkir, og er þá kennt í hverri stofu, nema sérstofunum uppi á lofti. O—o—O Ekki verða miklar breytingar á kennaraliði skólans í vetur, en þessar eru helztar: Skúli Þórðar- son hefur nú verið settur kenn- ari í sögu, Magnús Finnbogason, íslenzkukennari, tekur aftur við kennslu, en hann var í fríi frá störfum í fyrravetur og Þórhall- ur Vilmundarson fær frí frá kennslu í vetur, þar eð hann kennir í Háskólanum fyrir próf. Einar Ól. Sveinsson. Verzlunarskólinn fœr viðbótarhúsnœði í vor Skólinn settur i gærdag 1 GÆR hófst 56. skólaár Verzlun arskóla íslands, en hann var sett ur í Tjarnarbíó, að viðstöddum kennurum, nemendum og nokkr- um gestum. Skólastjórinn dr. Jón Gíslason skýrði frá því í setn- ingarræðu sinni, að í vetur myndu nemendur skólans verða 340 og starfað í 14 bekkjardeild- um. Verða allir bekkir í Verzl- unardeild þrískiptir, en 5. og 6. bekkur verða ein deild hvor. Kennaralið skólans verður ó- breytt frá því sem verið hefur. — ★ — Kennsla í 5. bekk hófst um miðjan september. Auk þess hef- ur staðið yfir námskeið í hagnýt- um verzlunargreinum fyrir 4 bekk síðastliðinn hálfan mánuð. Þakkaði skólastjórinn sérstaklega öllum þeim aðilum, sem stuðlað hefðu að því, að námskeið þetta mætti vel takast, einkum þakk- aði hann innflutningsfyrirtækj- um, sem lánað höfðu vélar til af- nota á námskeiðinu og látið í té sérfróða menn til að leiðbeina um meðferð þessarar tækja. Að lok- um lét skólastjóri í Ijós þá von, að skólauppsögn í vor gæti farið fram í hinum nýja samkomusal skólans. Þeim er illa við prédikanir Grahams Berlín, 1. okt. (Reuter): DAGBLAÐIÐ Neue Zeit, sem er blað kristilega demokrataflokks- ins í Austur-Þýzkalandi réðist í gær harkalega gegn trúarsam- komum Bandaríkjamannsins Billy Grahams. Billy Graham hefur undanfarn ar vikur verið á ferðalagi milii þýzkra borga og allsstaðar hald ið trúarsamkomur. En samkomur hans í Berlín sem haldnar eru skammt frá mörkum austur- og vesturhluta borgarinnar, segir blaðið vera einn lið í ógnunum Vestur-Þjóðverja við A.-Þjóð- verja. Hefur íbúum A-Berlínar verið meinað með lögregluvaldi að fara og hlýða á samkomur Grahams.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.