Morgunblaðið - 04.10.1960, Síða 23
Þriðjudagur 4. olct. 1960
MORCTJNBLAÐIÐ
23
Þing Sjómannasambands íslands:
Treystir stjórnarvöldunum
í viðræöunum við Breta
ANNAÐ þing Sjómannasambands íslands var haldið í Reykjavík
dagana 1. og 2. október sl. Sátu það 28 fulltrúar frá 7 félögum
og félagsdeildum, sem í sambandinu eru, en meðlimir þeirra eru
nú alls 2361 að tölu. Á þinginu voru rædd ýmis mál og þá helzt
kjaramál, öryggismál og landhelgismál.
Stjórn endurkjörin
Margar ályktanir voru gerðar
á þinginu um þau mál, sem þar
voru til umræðu, og verður efm
þeirra rakið hér á eftir.
Stjórn sambandsins var öll ein
róma endurkjörin, en í henni eiga
sæti eftirtaldir menn: Formaður,
Jón Sigurðsson, Reykjavík; vara-
formaður, Sigríkur Sigríksson,
Akranesi; ritari, Ólafur Björns-
son, Keflavík; gjaldkeri, Magnús
Guðmundsson, Garðahreppi og
meðstjórnandi Ragnar Magnús-
son, Grindavík. Endurskoðendur
voru kjörnir þeir Óli Barðdal og
Jón Júníusson.
Xil gagns og heiðurs
Ályktun þings sjómannasam-
bandsins um landhelgismálið
hljóðar á þessa leið:
„2. þing Sjómannasambands
Íslands haldiff 1. og 2. október
1960, bendir á, aff þegar land-
helgi íslands og fiskveiffilög-
saga var færff í 12 mílur voru
samtök sjómanna því fylgjandi
og samþykk.
Þingiff þakkar þeim þjóffum,
sem viðurkennt hafa landhelgi
okkar í verki þótt sumar
þeirra hafi mótmælt rétti okk-
ar til einhliða ákvörffunar um
útfærslu, en fordæmir jafn-
framt ofbeldisfullar affgerðir
Breta er þeir lengstum hafa
haft I frammi, síffan útfærslan
var gerff.
Þingiff vill treysta því aff í
jþeim viðræðum sem nú eru
hafnar um landhelgismálin,
haldí stjórnarvöld landsins,
ríkisstjórn og Alþingi þannig á
málum, aff til gagns og heiðurs
verffi fyrir land og þjóff og
ræffi málin á grundvelli fyrri
tillagna og samþykkta“.
Hlutaskiptin úrelt
1 ályktunum þingsins um kjara-
mál var m. a. lögð áherzla á,
„ að sjómenn fái kjör sín miðuð
við sama fiskverð og útgerðar-
menn fá. „Þar er núverandi hluta
skipti á vélbátaflotanum séu orð
in með öllu úrelt, taldi þingið að
sem fyrst yrði að finna nýjan
grundvöll fyrir kjarasamninga,
t. d. stighækkandi hundraðshluta
og kaup. Sjálfssagt taldi þingið,
að Sjómannasamband íslands
gerði heildarsamninga fyrir alia
meðlimi sína.
Þingið taldi einnig, að hið bráð
asta yrði að „fara fram heildar-
athugun á þeim mikla mun, sem
er á fiskverði hér og hjá nágrenna
þjóðum okkar“. Þá var lýst
„fyllsta stuðningi við allar vitur
legar ráðstafanir til aukinnar
vöruvöndunar“ en bent á, að
aukin fyrirhöfn krefðist að sjálf-
sögðu hærra verðs.
Sjómenn fái kaup sitt
„Athuga þarf gaumgæfilega",
segir í einni af ályktunum þings-
ins, „á hvern hátt bezt er hægt
að tryggja að sjómenn fái laun
sín greidd á réttum gjalddaga".
Taldi þingið nauðsynlegt, að
hlutatryggingasjóður verði efldur
svo um munar, svo hann geti
verið fær um, ef skip hefur ekki
aflað fyrir kostnaði, að greiða
það mikið bð hægt sé að gera upp
við mannskap að fullu“.
Öryggiff sé tryggt
Öryggismálin voru ýtarlega tek
in fyrir í ályktunum þingsins og
þar m. a. lögð áherzla á, að áhöfn
um skipa og báta sé kennd með-
ferð og notkun gúmbjörgunar-
báta, bátaæfingar séu látnar fara
fram reglulega, lífbelti eða litlir
gúmbátar séu hafðir um borð í
öllum opnum bátum og sérstakir
eftirlitsmenn ráðnir, til þess að
fylgjast með því að lög og reglu-
gerðir er öryggismál snerta séu
í hvívetna haldin. Þá verði fylgzt
vel með öllum nýjungum. Sjó-
menn voru eindregið hvattir til
að vera ætíð á verði í þessum
efnum.
Lífeyrissjóffur fyrir alla sjómenn
Skorað var á ríkisstjórnina „að
láta flytja á næsta Alþingi, frum
varp það til laga um lífeyrissjóð
sjómanna, er minnihluti lífeyris-
sjóðsnefndar skilaði að loknu
starfi nefndarinnar“. Var á það
bent, að „yfirgnæfandi meiri-
hluta farmanna óskaði þess, að
starfandi verði einn sameigin-
legur lögbundinn lífeyrissjóður
fyrir alla sjómenn".
Einnig var gerð sérstök álykt-
un, þar sem lýst var yfir þeirri
skoðun þingsins, „að sjóvinnu-
námskeiðin, sem haldin hafa ver-
ið, séu nauðsynleg og hafi orðið
til mikils gagns, til að auka
áhuga æskumanna til þess að
stunda atvinnu á sjónum". Fól
þingið „stjórn sambandsins að
beita sér fyrir því, að slíkum
námskeiðum verði komið á sem
víðast og kennsla verði sem fjöl-
breyttust".
Allir íslenzkir sjómenn affilar
Þess má loks geta, að mikiil
hugur var í þingfulltrúum að efla
sambandið svo sem frekast er
kostur, og var stjórninni falið
„að vinna ötullega að því, að fá
félög til þess að ganga í sam-
bandið“ með það fyrir augum að
„sameina innan vébanda sjó-
mannasambandsins alla þá ís-
lenzka sjómenn, sem í því geta
verið skv. lögum þess og regl
Stórþingið sett
ÓSLÓ, 3. október. (Reuter). —
Norska Stórþingið kom í dag sam
an í 105. sinn. Ólafur konungur
setti þingið og lýsti því yfir í
setningarræðu að Norðmenn
mundiu styðja sérhverja raun-
hæfa áætlun um alþjóða af-
vopnun. Hann sagði hins vegar
að ástandið í heiminum væri
— Kjör fulltrúa
Frh. af bls. 24
í Hafnarfirði var kjörinn: Jón
Gestsson.
Verkalýðsfélag Hafnahrepps
kaus Svein Jónsson og í Verka-
lýðsfélagi Vatnsleysustrandar-
hrepps var kjörin: Margrét Þór-
arinsdóttir.
í Sj ómannafélaginu á ísafirði
voru kjörnir: Sigurður Krist-
jánsson og Gísli Jónsson.
í Verkalýðs- og sjómannafé-
lagi Miðneshrepps voru kjörnir:
Kristinn Lárusson, Elías Ó. Guð
mundsson og Bjarni Sigurðsson.
I A.S.B. fór fram allsherjar-
atkvæðagreiðsla. Listi kommún-
ista hlaut 98 atkv., en lýðræð
issinnar 73. Kommúnistar hafa
farið með stjórn í því félagi
árum saman.
Fulltrúi Brynju á Þingeyri á
ASÍþing var kjörinn Steinþór
Benjamínsson.
Fulltrúi Verkamannafélagsins
Grettis í Austur-Barðastrandar-
sýslu var kjörinn Halldór Páls-
son.
þannig að nauðsynlegt væri fyr-
ir Noreg að grundvalla öryggi
sitt á Atlantshafsbandalaginu og
mundu Norðmenn halda áfram
að vinna að því að styrkja sam-
tökin. Konungurinn sagði, að
haldið yrði áfram að breyta her-
styrk landsins í samræmi við
kröfur nútímans og bráðlega yrði
lagt fram frumvarp um uppbygg
ingu norska flotans. í ávarpi sínu
sagði Ólafur konungur að fisk-
veiðilögsaga Noregs yrði færð út
í 12 sjómílur á næsta ári.
— Uppþot
Framh af bls 1
rithöfunda og leikara hefur und
irritað varðandi Alsír. En þar
er haldið fram rétti Frakka til að
neita að gegna herþjónustu í
Alsír.
í VERKFALLI
Leikarar við útvarps- og sjón-
varpsstöðvar ríkisins hafa gert
verkfall til að mótmæla því að
þeim leikurum, sem undirrituðu
skjalið skuli vera meinað að
koma fram í sjónvarpi og út-
varapi. Um 80 leikarar taka þátt
í verkfallinu.
Eitt slagorðanna á útifundin-
um við Sigurbogann var: „Skjót
ið Jean-Paul Sartre“, en Sartre
var einn þeirra er undirrituðu
skjalið um herþjónustu í Alsír.
Schannong’s minnisvarffar
0ster Farimagsgade 42,
Kþbenhavn 0.
fullkomitm áiaHúui
r
Það mó œtíð
treusta
Royal
Hjartanlega þakka ég öllum sem glöddu mig með
heimsóknum, gjöfum og heillaskeytum á 70 ára af-
mælisdegi mínum 30. sept. sl.
Pétur Sveinsson, Barmi Vogum Vatnsleysuströnd
Mínar beztu þakkir til allra þeirra nær og fjær, er
minntust mín með hlýjum handtökum, veglegum gjöfum
og skeytum á sextxu ára afmæli mínu 28. sept. sl.
Lýður Skúlason, Keldum
Lokað
vegna jarðarfarar
frá kl. 12—4.
Lokað ■ dag
frá kl. 2 vegna jarðarfarar
Almennar tryggingar hf.
Pósthússtræti 9 — Reykjavík
Lokað í dag
vegna jarðarfarar
frá kl. 14 til 17.
VERZLUNIN EDINBORG
HEILDVERZL. ÁSGEIR SIGURÐSSON h.f.
Konan mín
VALGERBUR JÓNSDÓTTIR NORÐDAHL
lézt að heimili okkar 30. september sl.
Haraldur S. Norðdahl.
ÁSDfS G. RAFNAR
lézt á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 30. september.
Vandamenn
Móðir okkar
KRISTfN BJARNADÖTTIR
frá Björgum á Skagaströnd
lézt á Sólvangi Hafnarfirði 30. sept. — Jarðarförin aug-
lýst síðar.
Börnin
Faðir minn
BJÖRN JÓNASSON
frá Hámundarstöðum í Vopnafirði
lézt 1. þ.m. á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. —
Jarðarförin auglýst síðar.
Þorbjörg Björnsdóttir
Jarðarför konu minnar
GLÐRÚNAR ÁRNADÓTTUR
fer fram frá Dómkxrkjunni miðvikudaginn 5. okt. kl. 2
Árni Einarsson
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
MARGRÉTAR PALSDÓTTUR
Jóhannes Halldórsson, börn
Svanhildur Jörundsdóttir