Morgunblaðið - 12.10.1960, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
.Miðvikudaeur 12. okt. 1960
Stefnt aö úrbótum
í fangelsismálum
Frv. um ríkisfangelsi, vinnuhæli og héraðs-
fangelsi flutt á Alþingi
1 GÆR var útbýtt á Alþingi
frumvarpi frá ríkisstjórninni
um ríkisfangelsi og vinnu-
hæli. Segir þar, að ríkið skuli
eiga og reka ríkisfangelsi í
Reykjavík eða nágrenni, er
rúmi 100 fanga, vinnuhælið
á Litla-Hrauni skuli stækkað
þannig að það taki 60 fanga,
— Utan 12
Framh af bls 1
fyrir endann á úrslitum við-
ræðna þeirra, sem staðið
hefðu undanfarið og ættu eftir
að fara fram. — „Við von-
umst eftir, að samkomulag geti
náðst innan nokkurra vikna,
»g við munum biðja allar grein
ar fiskiðnaðarins að hafa sam-
vinnu í málinu-', sagði Oliver.
★
Hann kvaðst hafa verið á
fundi í landbúnaðar- og sjáv-
arútvegsmáiaráðuneytinu í
gær, þar sem fulltrúar fiskiðu
aðarins hefðu hitt að máli
Christopher Soames, fiskimála
ráðherra og utanrlkisráðherr-
ann, Home lávarð. Þar voru
einnig viðstaddir fulltrúar úr
nefndinni, sem tók þátt í við-
ræðunum í Reykjavík. — Oli-
ver sagði, að utanríkisráðherr 1
ann hefði fullvissað sig um, að
islenzkir togarar mundu ekki
landa afla í Englandi á meðan
ríkisstjórnir beggja landanna
hefðu samband sín á milli um
málið.
★ FUNDUR 1 GÆR-
i KVÖLDI
Talsmaður togaraeigendafé-
iagsins sagði, að fulltrúar „út {
hafsdeildar“ félagsins (þeirra,
er láta skip sin stunda veiðar
á fjarlægnm miðum) hefðu
komið saman í Lundúnum í
morgun til þess að ræða nýj-
ustu fréttir af viðræðum
Breta og Islendinga um fisk-
veiðideiluna.
„Fulltrúar félagsins munu
eiga fund með fiskimálaráð-
herra í kvöld til þess að
leggja fyrir hann álit togara-
eigenda á framgangi viðræðn
anna. — Togaraeigendur
ákváðu að gefa skipstjórum
sínum fyrirmæli um að halda
áfram að virða „vopnahléð“,
sem átti að renna út á morg-
un. Eigendurnir ákváðu og,
að það skuli gilda ,þar til
samkomulag hefur náðst um
fiskveiðimörkin eða viðræð-
um er endanlega hætt“, sagði
talsmaðurinn.
— ★ —
Dennis Welch, formaður fé-
lags yfirmanna á togurum í
Grimsby, sagði í dag: „Við
fögnum vissulega þeirri
ákvörðun íslendinga að landa
ekki afla hér, meðan viðræð-
um er ólokið“.
Finsen
Frh. af bis 1
lega nema til Reykvíkinga og
Hafnfirðinga.
Vilhjálmur Finsen lét þó ekki
hugfallast. Hann vann að blaði
sínu með hinum mesta áhuga og
fjöri. Hann lagði aðaláherzlu á
fréttaflutning. Honum var ósýnt
um afskipti af flokkapólitík. Það
var ekki í hans verkahring. Að
fiytja sem fyllstar og nákvæm-
astar fréttir og ýmsan annan
fróðleik, var honuna hugleikn-
ast“ -v
en auk þess skuli stofnsetja
unglingafangelsi í sveit, sem
rúmi 25 fanga.
1 milljón á ári
Þá segir ennfremur, að veita
skuli eina milljón kr. á ári til
þessára framkvæmda, unz þess-
um fangelsum hafi verið komið
upp. Gert er ráð fyrir, að hegn-
ingarfoúsið á Skálafvörðustíg
verði lagt niður.
Héraðsfangelsi
Þá var einnig útbýtt frv. um
héraðsfangelsi. Skal stofmkostn-
aður þeirra og rekstrarkostnaður
þeirra greiðast að hálfu úr ríkis-
sjóði, en hinn hlutann greiða við
komandi sveitarfélög.
Áætlun gerð í sumar
Bæði þessi frumvörp eru byggð
á tillögum Valdimars Stefáns-
sonar, sem falið var á sl. vori
„að gera áætlun um að koma
fangelsismálum landsins í nútíma
SAUÐÁRKRÓKI, 11. okt. — í
byrjun þessa árs var það Ijóst,
að allt vatn frá Hitaveitu Sauð-
árkróks var selt, og því ekki
hægt að tengja ný hús, né þau,
er voru í smiðum, á þessu ári
án viðbótarvatns. Var því horfið
að því ráði að bora eftir heitu
vatni í eða við Áshildarholts-
vatn. Boraðar voru tvær holur,
sú fyrri 157 m djúp, og fengust
úr henni tveir sekúndulítrar af
68 stiga heitu vatni. Að því búnu
var hafin borun á öðrum stað,
og borað niður í 154 metra dýpi.
Fengust úr þeirri holu 8 sek-
úndulítrar af 71 gráðu heitu
vatni. Þess skal getið, að eitt
hvað minnkaði uppstreymið úr
eldri borholunum, þannig að
aukningin hefur orðið 6—7 sek-
úndulítrar. Alls eru holurnar
sex, sem vatn fæst úr, og árang-
ur hefur aðallega fengizt á 220—
BRUSSEL, 11. okt. (Reuter): —
Gaston Eyskens, forsætisráðherra
Belgíu, barst í dag bréf frá Moise
Tshombe, forsætisráðherra Kat-
angahéraðs í Kongó. Hefir
Thsombe í hótunum um að slíta
stjórnmálasambandi við Belgíu-
stjórn, ef hún haldi áfram að
stuðla að því, að Kongó verði
óskipt ríki með einni allsherjar-
stjórn.
— ★ —
Þetta var upplýst af stjórnar-
heimildum, og sagt að í bréf-
inu hefði því verið haldið fram,
að Belgíustjórn hefði unnið gegn
hagsmunum Katanga á þingi
Sameinuðu þjóðanna. — Heim-
ildirnar sögðu, að svar Eyskens
við bréfi Tshombes yrði sent síð-
degis í dag, en ekki birt fyrr en
það væri komið til viðtakanda.
horf, eftir því sem fært þykir
miðað við allar aðstæður hér á
landi“, eins og það var orðað.
Dönsku konungs-
hjónin í Was-
hington
WASHINGTON, 11. okt. (NTB-
Reuter): — Eisenhower forseti
tók í dag á móti Friðrik Danakon
ungi og Ingiríði drottningu, sem
komu til Washington í opinbera
heimsókn og hlutu hinar glæsi-
íegustu móttökur á fíugvellinum.
Þau komu frá Chieago.
Forsetinn og Danakonungur
skiptust á mjög vinsamlegum
kurteisiskveðjum á flugvellinum.
en 21 fallbyssuskoti var hleypt af
til heiðurs hinum konunglegu
gestum. — Konungshjónin munu
dveljast fjóra daga í Washington.
Þau eru síðustu þjóðhöfðingjarn-
ir, sem koma í opinbera heim-
sókn til Bandaríkjanna í embætt-
istíð Eisenhower.
260 metra dýpi. Svæðið, þar sem
borholurnar eru á, er 60x70
metrar að flatarmáli.
Borunin í sumar var fram-
kvæmd undir stjórn hitaveitu-
stjóra, Jóns Nikódemussonar, og
að sjálfsögðu borað með jarðbor
hitaveitunnar, sem hitaveitu-
stjóri smíðaði fyrir tveimur ár-
LAUST fyrir kl. 12 á miðnætti
sl. sunnudagskvöld varð það slys
norður í Skagafirði, að bíll með
— ★ —
Þegar Tshombe tilkynnti sl.
sunnudag, að hann hefði sení
Eyskens bréf, lét hann þau orð
falla, að Belgía hefði sýnt sorg-
lega „tilhneigingu til að blanda
sér í innanríkismál lands vors“.
Ketill Jensson
á Ísaíirði
ÍSAFIRÐI, 11. okt. — Ketill Jens
son hélt söngskemmtun hér í
Alþýðuhúsinu í kvöld. Aðsókn
var ágæt og undirtektir áheyr-
enda frábærar. Varð Ketill að
syngja mörg aukalög, og bárust
honum og undirleikaranum,
Skúla Halldórssyni, fjöldi blómá.
— G. K.
í GÆR fór háþrýstisvæðið yfir
íslandi minnkandi, en lægðirnar
fyrir austan og vestan sýndust þó
hvorug ætla að ná hingað. Allan
daginn í gær sást í suðvestri blik
an frá hitaskilunum yfir Græn-
landshafi, en hún hækkaði lítið
sem ekki, og var því spáð góð-
viðri áfram. Um allt land var
hægviðri og léttskýjað og 4—8
stiga hiti í lágsveitum, en búizt
var við næturfrosti.
London, 11. okt. — (ReuterJ
H IN svonefnda Monckton-
nefnd, sem á sínum tíma var
falið að rannsaka ástandið í
Mið-Afríkusambandinu
(Njassaland og Norður- og
Suður-Ródesía), birti í dag
skýrslu sína, sem tekið hefur
sjö mánuði að ganga frá. —
Er þar lögð áherzla á, að gera
þurfi ýmsar breytingar á
sambandinu, ef það eigi að fá
staðizt — og ætti brezka
stjórnin að lýsa sig viljuga til
að fallast á, að hin einstöku
ríki sambandsins geti sagt
skilið við það, þegar þau
verða sjálfstæð, eða innan
6 manns fór út af vegi og valt
ofan í á. Tvær stúlkur slösuðust
allverulega, og hitt fólkið meidd-
ist allt meira og minna.
Á sunnudagskvöldið var bif-
reiðin D-146 á leið norður til
Sauðárkróks og ók henni Stein-
þór Þorsteinsson, kaupfélagsstj.
í Búðardal. Þegar komið var að
Grófargilsá, fór bíllinn út af við
brúna og steyptist niður í ána,
um 3ja metra fall. Bifreiðin lenti
á þakinu og mun mjög mikið
skemmd. Fólkið komst sjálft út
úr bílnum, en allt meira og
minna slasað. Tvær stúlkur
fengu heilahristing, og handleggs
brotnaði önnur en hin viðbeins-
brotnaði. Heimilisfólk á Grófar-
gili, sem hafði horft á slysið, kom
fólkinu til hjálpar. Fór það fyrst
heim á bæinn en síðan til Sauð-
árkróks, þar sem stúlkurnar
tvær lögðust í sjúkrahús.
Það skal tekið fram, að aðstæð
ur allar eru mjög slæmar við
brúna, blindbeygja við hana og
brúin þröng. Er talið erfitt fyrir
ókunnuga að aka þar um í
myrkri, þar sem engin hættu-
merki eru til aðvörunar.
Veðurspáin kl. 10 í gærkvöldi:
SV-land til Véstfjarða: Hæg
viðri og víða léttskýjað í nótt
en sunnan kaldi og skýjað á
morgun.
SV-mið til Vestfjarðamiða:
sunnan gola og skýjað í nótt
en stinningskaldi og dátítil
rigning á morgun.
Norðurland til SA-lands og
norðurmið til SA-miða: Hæg-
viðri, víðast léttskýjað.
5—7 ára. — Þá segir, að eitt
frumskilyrði þess, að blökku-
menn sætti sig við samband-
ið sé það, að breytt verði um
stefnu í kynþáttamálum Suð-
ur-Ródesíu, en þar situr
stjórn sambandsins.
★ Ekki uppleyst að sinni
Þótt nefndin telji, að Mið-
Afríkusambandið fái ekki staðizt
í núverandi formi, leggur hún
áherzlu á, að vart komi til mala
að leysa það upp nú, á þessum
miklu umbrotatímum í Afríku.
Það mundi jafngilda viðurkenn-
ingu þess, að engin von sé um,
að þróazt geti ríki hvítra og
svartra hlið við hlið í Afríku.
★ Andstaða Welenskys
Sir Roy Welensky, forsætisráð
herra sambandsins, hefur þegar
lýst eindreginni andstöðu sinni
við skýrslu Monckton-nefndarinn
ar. Lýsti hann því yfir, að nefndin
hefði farið út fyrir verksvið sitt
— og vísaði algerlega á bug
þeirri tillögu, að einstök ríki sam
bandsins skyldu geta sagt skilið
við það, með vissum skilyrðum.
— ★ —
Frá Sailsbury í Suður-Ródesíu
berast iþær fregnir, að enn sé þar
órói mikill og loft lævi blandið,
þótt ekki hafi komið til verulegra
átaka í dag. — Hafa hvítir ibúar
iðnaðarbæjarins Gwelo krafizt
leyfis til þess að halda inn í
hverfi innfæddra og taka þar íög
in í sínar hendur. Á sunnudag
urðu óeirðir miklar í Gwelo, og
vilja nú hvítir hefna harma sinna
á svörtum.
Dagskrá Alþingis
Dagskrá efri deildar
Kosning í fastanefndir sam-
kvæmt 16. gr. þingskapa:
1. Fjárhagsnefnd. 1. Samgöngu
málanefnd. 3 Landbúnaðarnefnd.
5. IðnajSarnefnd. 6. Heilbrigðis-
og félagsmálanefnd. 5. Mennta-
málanefnd. 8. Allsherjarnefnd—
Dagskrá neðri deildar
Kosning í fastanefndir sami
kvæmt 16. gr. þingskapa.
1. Fjárhagsnefnd. 2. Samgöngu-
málanefnd. 3. Landbúnaðarnefnd.
4. Sjávarútvegsnefnd. 5. Iðnaðar-
nefnd. 6. Heilbrigðis- og félags-
málanefnd. 7. Menntamálanefnd.
8. Allsherjarnefnd.
Borað eftir heitu
vatni á Sauöárkróki
Tshombe hótar sam-
bandsslitum við Belgíu
Bíll með sex
manns fer í á
Breytingar á Mið-
Afríkusambandinu?
Monckton-nefndin segir, að það fái
ekki staðizt í nuverandi mynd