Morgunblaðið - 12.10.1960, Síða 11

Morgunblaðið - 12.10.1960, Síða 11
Miðvik'udagur 12. okt. 1960 MORGVNTtr 4Ð1B 11 Kristmann Guðmundsson skrifar um BÓKMENNTIR Bakkus konungur, eftir Jack London. — Knútur Arngrímsson þýddi. — Útgefandi: ísafoldar- prentsmiðja. f Uppreisnin á Elisnóru, eftir Jack London. — Ingólfur Jónsson þýddi. — Útg. :ísafoIdarprentsm. JACK London er einn þeirra rithöfunda, er ekki fyrnast. Sala bóka hans hefir fremur aukizt en hitt á síðari árum, einkum i Austurlöndum. Þótt hann verði ekki talinn meðal hinna mestu skáldjöfra, eru bsgkur hans holit. og skemmtilegt lestrarefni og al’ margar þeirra mjög vel gerð- ar. Það er því þakklætisvert að ísafoldarprentsmiðja hefir ráð izt í útgáfu rita hans á íslenzku. Eru nú alls komin fimm bindi af safninu. A þessu ári hafa birzt Bakkus konungur í þýðingu Knúts Arngrímssonar og Upp- reisnin á Elsinóru í þýðingu Ing ólfs Jónssonar. Báðar eru þýð- ingar þessar komnar nokkuð til ára sinna, og væri það ekki gaili í sjálfu sér, ef þær hefðu verið sæmilega af hendi leystar í upp SPILIÐ, sem hér fer á eftir er gott dæmi um það hvernig sagn hafinn notfærði sér upplýsingar um spilastyrkleika andstæðing- anna sem hann fékk með sögnum þeirra. Sagnir gengu þannig: •- V. — N. — A. — S. * pass pass dobl. 2* 3 * pass 3 grönd pass pass pass *: 8-7 V: Á-7 ♦ : D-10-5-2 *: D-G-8-6-3 ♦ : K-G-10 9-4-3 N 6-2 ¥: 9-5-3 V AV- G-10-6-4 ♦ . Á-7 s ♦: 8-6-4 +. Á-9 *: 10-5-4-2 *: Á-D-5 ¥: K-D-8-2 ♦ : K-G-9-4 *: K-7 Vestur lét út Spaða gosa. Aug ljóst er eftir sögnunum að Vestur hlýtur að eiga bæði Tígul Ás og Laufa Ás og getur hann því gert Spaðann góðan, ef hann kemst tvisvar inn. Spurningin er því hvort Suður getur fengið 9 slagi áður og þannig unnið spilið. Ef spitin eru athuguð nánar þá sést að skiptist Laufa liturinn jafnt milli A og V þá vinnst spil ið auðveldlega því þá fær suð- ur 4 slagi á Lauf þrjá á Hjarta og tvo á Spaða. Liggur því bein- ast við að láta út Laufa Kóng- inn, en það er einnig augljóst að falli Laufið ekki þá tapast spilið á þennan hátt. Er því nauð synlegt að taka þessa áhættu og byggja allt á þvi að Laufið skipt ist jafnt milli andstæðinganna? Nei, það er óþarfi og bezta leið in til að komast hjá því er að Játa út Laufa 7 eftir að fyrsti slagurinn hefur verið tekinn á Spaða Drottningu. Nú er sama hvað Vestur gerir. Suður vinnur alltaf spilið. Ef Vestur gefur þá getur Suður snúið sér að Tíglin um og fær hann þannig þrjá slagi á Tígul, þrjá á Hjarta, tvo á Spaða og einn á Lauf. Ef Vestur drepur þá fær Suður örugglega 4 slagi á Lauf þótt laufið sé ekki jafnt skipt á miili andstæðing- anna. hafi. En því miður eru þær báðar talsvert gallaðar, málsmeð ferðin stirðbusaleg og vand- virkni lítil. Nægir að tilfæra tvær setningar: „Og ég var9 fyr ir furðulegum áhrifum eigindar hans, áður en útréttar hendur okkar mættust", og „Stirðlegt bros klauf beinlínis andlit hans, það var svo erfitt, en hann gerði ekki tilraun til þess, að taka í hendina á mér“. Skilji hver sem vill. Sem betur íer, eru bækur þessar svo ágætar að efni og efnismeðferð, að þýðendunum tekst ekki að skemma þær til mikilla muna, en vissulega hefði þurft að betrumbæta þær undir prentun. í „Bakkusi konungi" segir höf. sögu viðureignar sinn ar við jöfur þennan. En eins og margir vita, drakk Jack London meira en góðu hófu gegndi. Það er þó rangt með farið, er þýð- andi segir. að dauðaorsök hiif. hafi verið nýrnasjúkdómur. sem stafaði of ofnautn áfengra drykkja. Jack London framdi sjálfsmorð. — f bókinni rekur hann öll skipti sín við Bakkus frá fyrsta staupinu og drykkju fyrstu unglingsáranna, þegar han tekur brjóstsykur og kara- mellur langt fram yfir öl og brenivín. en tekur þátt í drykkju skapnum einungis til að sýnast maður með mönnum. Han er ein mana drengur, sem þráir félags skap og finnur hann hvergi nema á knæpunum, sem hann nefnir „klúbba alþýðunnar". Lýsingin á þesum fyrstu kynnum hans af áfenginu er meistaraieg. Lesand inn fylgist með og skdur hvem ig Bakltus konungur vinnur fylg ismenn með óteljandi brögðum og brellum m. a. á þann hátt að vera tengiliður milli manna, sem gætu ekki gkynnzt á annan hátt — og hver kannast ekki við þann hátt drykkjusiðanna enn þann dag í dag! Sálfræði drykkju skaparins, ef svo mætti að orði komast, er forkunnar vel rakin: hvernig Bakkus tortímir vinum sínum með því að sljóvga vilja þeirra og villa þeirh sýn á ýmsa lund, hvernig hann nær smám saman tökum, er hann sleppir aldrei aftur, og hvernig kynnin enda í harmleik, niðurlægingu og dauða. Til dæmis eru hug- leiðingar höf. um Bakkus í 35. Hœstirétt- ur í áreið DÓMENDUR Hæstaréttar fóru í gær i langferð út úr bænum. Gengu þeir á vett- ' vang út af landaþrætumál- um uppi í Borgarfirði, sem eru nú fyrir Hæstarétti. Þræta reis um það fyrir nokkru, hvort engjastykki eitt við Andakilsá tilheyrði Skeljabrekku, eða nokkrum öðrum jörðum í nágrenninu m. a. Hreppí og Grjóteyri, en frá þeim jörðum hefur engjastykkið verið slegið. Er deilt um það, hvort þar sé um eignarrétt að ræða eða aðeins slægjuítök. En ef þar teldist vera um eignar- rétt að ræða, gæti honum fylgt veiðiréttur í Andakíls- á. Fóru dómendur á vett- vang til þess að kyn- ast af eigin sjón staðháttum þarna. kapítula mjög snjallar — mættu þó vera styttri. Það er augljóst að höf. hefur þekkt allt þetta af eigin reynslu. og hann hefur gefið því mjög sannfærandi form. Rithöfundaferli Jack London er lauslega lýst í bókinni. Þar eru spennandi frásagnir úr lifi ostruræningjanna í Oakland, falleg lýsing ungrar ástar og m. fl. læsilegt. „Uppreisnin á Elsinóru" er skáldsaga, sem fjallar um ferð ungs heimsmanns sem farþega á seglskipi suður fyrir Horn- höfða. Á skipinu er einnig ung og fögur stúlka dóttir skipstjór ans, svo og skipstjórinn sjálfur og menn hans. Höfundinum tekst að gæða allt þetta fólk lífi og gera lesandanum það ógleyman legt. Maður skyldi halda að ekki bæri margt til á svona dalli, sem er margar vikur að lóna suður fyrir Ameríku með nokkrar hræður innanborðs, en höf. er ekki í vandræðum með að koma lífi í tuskurnar. Sagan er svo Póstur og sími hefur verið fluttur á þessu hausti í ný og glæsi leg húsakynni á Raufarhöfn. Jafnframt er nú verið að setjí upp nýjan fjölsíma milli Húsavíkur og Raufarhafnar — 8 tal- rásir — svo að á næstu síldarvertið er póstur og sími á Rauf- arhöfn undirbúinn undir að geta veitt góða þjónustu. (Ljósmynd: Silli) bráðspennandi, að lesandinn má naumast vera að því að ergja sig yfir klaufanætti þýðandans og getur ekki hætt við bókina, fyrr en lestrinum er lokið. Em- feldnisleg heilabrot höf. um ágæti hins engilsaxnéska kyn- þáttar ná heldur ekki að spilia ánægjunni til muna. Frásögnin er forlátagóð og persónulýsing. ar mjög glöggar. Þetta er bók handa drengjum á árunum 10 —90 ára og þó ekki loku fyrir það skotið, að kvenfólk geti einnig haft ánægju af henni .— Skal ekki efni hennar rakið hér frekar, en aðeins mælt mcð henni sem góðri skemmtisögu með talsvert bókmenntagildi. þvottalögur ic BONN, 10. okt (Reuter) — Dagana 1.—8. okt. flúðu 4.915 frá Austur Þýzkalandi til Vestur Þýzkalands. Eru það 596 fleiri en vikuna þar á undan. for washinír Woollies 4 Lingerie \ Sérstaklega fyrir viðkvæm efni Hér er hann kominn . . . Softly þvotta lögurinn, sem er sérstaklega heppi- legur fyrir viðkvæm efni. Með því að nota Softly hverfa óhreinindin án fyr- irhafnar eins og dögg fyrir sólu. Softly inniheldur glycerine og fer því vel með hendurnar. Softly er í handhæg- um plastumbúðum og þarf ekkert að fara til spillis. Softly er ilmandi þvottalögur. Biðjið um Softly í næstu verzlun. Heildsölubirgðir: GLOBUS H.F. ,X, ,,v ..* j plastnmbiiðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.