Morgunblaðið - 12.10.1960, Page 22

Morgunblaðið - 12.10.1960, Page 22
22 MORCVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 12. okt. 1960 Oflug starfsemi Handknatfleiks- sambandsins ÁRSSKÝRSLA stjórnar Hand- knattleikssambands íslands fyrir starfsárið 1959—1960 er mjög vönduð og greinargóð. Skýrslan er fjölrituð og innbundin. Tölu- settar síður um starfsemi sam- bandsins eru alls 22, en þar fyrir aftan eru settir fram rekstrar- og efnahagsreikningur sambands ins fjárhagsáætlun 1960—1961, ar, aðeins tilkynnt þátttaka 2—4 manna, var því hætt við þetta mál. b) Erlendir þjálfarar: Stjórn H. S. í hefur eins og síðasta skýrsla greindi frá, haft áhuga á því að fá hingað góðan erlendan þjálfara til að halda námskeið, en undirtektir hafa andi eftir tækni og möguleikum þátttakanda. Einnig tók flokkur pilta úr Knattspyrnuféiaginu Víking þátt í námskeiðinu. d) Leikreglur: Eins og skýrt var frá i síðustu ársskýrslu, þá keypti H. S. í. upplag handknattleiksreglanna, sem gefnar voru út árið 1959. Fól stjórn H. S. f. héraðsstjórn- um sölu reglanna. Hefur salan gengið fremur vel svo sem reikningar sambandsin.s sýna. Þó hafa sambandsaðilar utan Reykjavíkur ekki synt þessu máli nægan skilning. FJÁRMÁL a) Fjá.rmagn sambandsins er eins og reikningar bera með sér heldur betri en í fyrra. Eftir sem áður eru þó fjármál H. 'S. í. nokkuð erfið viðfangs. Telja verður þó, að skattgjald það á selda miða á fslandsmótum sem samþykkt var á síðasta ársþingi sé til bóta. Rekstrarkostnaður sambandsins er hærri en í fyrra og valda fyrst og fremst kaup áhalda (búninga). Tekjurnar eru heldur lægri í heild en ár- ið áður, enda var nú aðeins lagt í eina utanferð á móti tveimur í fyrra. b) Fjárhagur utanferðar: Eins og áður nefur verið vikið að fór landslið kvenna á No:ð- urlandamót kvenna. Til að standa undir kostnaði við íerð- ina var lagt út í fjáraflanir. Söfn uðu stúlkurnar auglýsingum í leikskná íslandsmeistaramótsins (innanhúss). Þá var efnt til happdrættis með tveimur vinn- ingum og loks veitti H. K. R. R. tvö kvöld til hraðkeppni til á- góða fyrir utanferðina. Alls söfn uðu stúlkurnar á þennan hátt kr. 90.750,10 eða um 73% af heildarkostnaði ferðarinnar. f. S. í. og í. B. R. veittu stúlkunum styrk vegna fararinnar að upp- hæð samtals kr. 27.800,00. f R A MTÍÐ AR VERKEFNI Það má segja að nóg hafi ver- ið í ráðizt, er við höfum til- kynnt fcátttöku í H. M. nú í vet- ur og hafið undirbúning að för ti! Balkanlanda 1962. Gera má ráð fyrir því að Norðurlanda • meistaramót kvenna í útihand- knattleik verði hér 1964. Þessi verkefni krefjast mikils starfs hér heima fyrir. Vinna þarf að byggingu íþróttahalla með löglegum velli, fjölga þjáif- urum og dómurum víðs vegar um landið og efla samstöðu ein- staklinga og félaga um sem bezt- an framgang handknattleiks meðal okkar til bess að við verð- um landi og þjóð til sóma hér heima og heiman I LOKAORÐ Handknattleikssambandið hef- ur nú starfað rúm þrjú ár og ráðizt í fjórar utanferðir hand- knattleiksmanna og kvenna. All- ar ferðirnar hafa verið lærdóms ríkar, en ein hefur borið af og verið sigursæl og það varutanför stúlknanna á N. M. í Svíþjóð í sumar. Stjórn H. S. í. vill sér- staklega þakka stúlkunum fyrir frammistöðu þeirra og undir- búning allan, og erum við þess fullvissir að það var með þeim ágætum að í framtíðinni mun verða vísað til þeirra sem ein stakt fordæmi um heilbrigðan íþróttaanda og samstöðu. ísland er að verðugu stolt af þessum handknattleiksflokk sín- um og er það styrk stoð í upp- byggingu H. S. í Við viljum að lokum færa öll- um aðilum innan og utan íþrótta hreyfingarinnar okkar beztu þakkir fyrir aðstoð veitta á liðnu ári og óskum þess að hand knattleiksíþróttin megi njóta sem flestra góðra starfskrafta í framtíðinni. reikningsyfirlit yfir ferð á Norð urlandamót kvenna 1960 og happdrætti H. S. í. 1960. Að lok- um er skýrsla yfir landsleiki ís- lands í kvenna og karla hand- knattleik og skrá yfir nöfn þeirra, sem leikið hafa i lands- liðunum og hve marga leiki hver einstaklingur hefir leikið Um einstök atriði skýrslunnar verður ekki rætt hér, enda mik- ils af efni hennar þegar getið hér í blaðinu áður í sambandi við handknattleiksmót og leiki, utanfarir og aðra starfsemi sam- bandsins, en um fræðslustarf- semi, fjármál og framtíðarverk- efni segir svo í skýrslunni. FRÆÐSLUSTARFSEMI *) Námskeið á Laugarvatni: í febrúarmánuði undirbjó stjórn H. S. í. þ]álfara og dóm- aranámskeiðið á Laugarvatni _ á vegum íþróttakennaraskóla ís- lands, eins og verið hafði áður í nokkur ár í knattspyrnu og frjálsum íþróttum. Skrifuðum við öllum íþróttafélögum hér í 'bænum og i nágrenninu, en bar sem undirtektir voru heldur litl- ekki verið svo að það hafi gefið ástæðu til að vinna meira að því máli a sinni. c. Þjálfaranámskeið í Velje: Danska Handknattleikssam- bandið bauð okkur í febrúar að senda mætti tvo menn endur- gjaldslaust á þjálfaranámskeið í Vejle um mánaðamótin júú og ágúst sl. Tilkynnt var þegar öil- um félögum um að senda um- sóknir, og bárust 4 umsóknir. Voru þær frá Pétri Bjarnasyni og Sigurði Sigurðssyni, Viktng, Karli Benediktssyni Fram og Jóni Magnússyni. Aftureldingu. Þeir tveir voru valdir Karl Benediktsson og Jón Magnús- son. Fóru þeir utan báðir, og komu heim mjög ánægðir með árangurinn. Vænta má að hand- knattleikurinn megi njóta góðs af utanför þeirra. Þetta nám skeið, eftir því sem þeir utan- farar tjáðu okkur, er eitt af þremur í röð sem æskilegt þyk- ir að haldið verði, þannig að þetta sé byrjenda námskeið, síð- an verði haldið áfram stig auk- Kaupsýslumenn! Látið ekki sambandid við viðskipfavini yðar rotna Mikilvægasti þátturinn í afkomu verzl- unarinnar er að vera í góðum tengslum við fólkið. — Hagsýnn kaupsýslumaður auglýsir þvl að staðaldri í útbreiddasta blaði landsins. tiffgílttlllftfrife Simí 2-24-80 Ásbjörn Sigurjónsson, formaður Handknattleikssambands Is- lands, hefur sýnt sérstakan dugnað og árvekni í starfi sínu fyrir sambandið. Ásbjörn er enn í fremstu röð handknattleiks- manna hér á landi og þykir „skytta“ góð. Á myndinni sést Ásbjörn skora af löngu færi, en myndin var tekin 16. janúar sl. er Afturelding og ÍK kepptu á afnælismóti KR. Ný reglugerð um handknattleiksmót ÞRIÐJA ársþing HSÍ var haldið í húsakynnum ÍSÍ, Grundarstíg 2, Rvík, laugardaginn 8. okt. Formaður, Ásbjörn Sigurjóns- son, setti þingið með stuttri ræðu og bauð gesti þingsins, þá Benedikt G. Waage, forseta ÍSÍ, og Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóra ISÍ, og full- trúa, velkomna. Forseti þingsins var kjörinn Hermann Guðmundsson og til vara Hafsteinn Guðmundsson. Fulltrúar voru ftá íþrótta- bandal. Vestmannaeyja, Íþrótta- bandalagi Keflavíkur, íþrótta- bandalagi Hafnarfjarðar, HKRR, Handknattleiksráði Akraness, UMSK og íþróttabandalagi Ak- ureyrar. Benedikt G. Waage flutti ávarp og þakkaði fráfarandi stjórn ánægjulegt samstarf og mælti hann meðal annars á þessa leið: „Það virðist vera það eina, sem vantar til að handknatt- leiksíþróttin geti glæðzt sem bezt, að fá almennilegan íþróttaskóla. íþróttasal, þar sem keppnin sjálf gæti staðið undir dýrum heimsóknum og utanför- um. Ég sé líka í skýrslunni, að milliríkjaviðskipti hafa verið mörg og ánægjuleg, þá ekki sízt keppni stúlknanna í Norður- landameistaramótinu, þar sem að auglýsing i siærsva og útbreiddasta blaðinu — evkur söluna mest -- þær urðu aðrar í röðinni, og er mjög ánægjulegt að heyra það og lesa um það bæði í erlendum og innlendum blöðum. Ég sé líka að stjórnin hefur kjörið fjóra milliríkjadómara í hand- knattleik, og það þýðir ánægju- legar framfarir í því. Við eigum að leggja rækt við milliríkjasamskipti í þessari íþrótt sem annarri. Þá vildi ég geta þess, að for- maður handknattleikssambands- ins, Ásbjörn Sigurjónsson, bað mig um að styðja það, að hand- knattleikur yrði tekinn upp á Ólympíuleikunum, yrði Ólym- píuíþrótt. Við vitum allir, að handknattleikur er Qrðin al- heimsíþrótt og það eru fleiri en 25 þjóðir, sem iðka handknatt- leik, en það eru skilyrði Ólym- píulaganna, að fleiri en 25 þjóðir iðki einhverja íþrótt, til að hún sé talin Ólympíuíþrótt". í umræðum um skýrslu stjórn- ar og reikninga þökkuðu þing- fulltrúar fráfarandi stjórn um- fangsmikið starf. Þingið samþykkti nýjar reglu- gerðir um handknattleiksmót og handknattleiksdómara. Kosin var nefnd til athugun- ar á skiptingu ágóða af íslenzk- um mótum. Formaður hennar var kjörinn Hilmar Hálfdánar- son. í handknattleiksdómstól voru kjörnir þeir Haukur Bjarnason, Guðmundur Magnússon og Haf- steinn Guðmundsson. Til vara: Grímar Jónsson, Kjartan Mar- teinsson og Sigurður NorðdahL Formaður HSÍ, Asbjörn Sig- urjónsson, var endurkjörinn og meðstjórnendur allir, en þeir eru: Axel Sigurðsson, Guðmund ur H. Garðarsson, Valgeir Ár- sælsson og Axel Einarsson. Til vara: Bjarni Björnsson, Karl Benediktsson og Hilmar Hálfdánarson. Endurskoðendur voru kjörnir þeir Sveinn Ragnarsson og Val- ur Benediktsson, og til vara: Óskar Einarsson og Skúli Skarp béðinsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.