Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 1
I 40 síður (I. og II.) og Lesbók 47 árgangnr 249. tbl. — Sunnudagur 30. október 1960 Prentsniiðia Morgunblaðsins Ovinir Tshombes sendir til Katanga þrátt fyrir mót- mæli hans EUsabethville, Katanga % Kongó, 29. ókt. YFIRVÖLD Sameinuðu þjóð anna tjáðu í dag Moise Tshombe, forsætisráðherra Katanga, að tveir stjórnmála foringjar af Baluba-ætt- flokknum yrðu sendir til norðurhluta héraðsins til að reyna að stilla þar til friðar — en umræddir menn eru svarnir andstæðingar Tshom bes, og hafði hann lagt blátt bann við, að þeir kæmu inn í Katanga. Pierre Chevalier, fulltrúi S>, afhenti TshomBe í dag bréf, þar sem honum var tjáð að tveir foringjar Balubakat-flokksins, sem er helzti stjórnmálaflokkur Baiubamanna, þeir Joson Sendwe og Remy Mwamba, yrðu sendir til Norður-Katanga til þess að reyna að koma í veg fyrir frek- ori óeirðir og hryðjuverk, en á- standið þar hefir verið mjög slæmt undanfarið. — Tshombe kallaði ráðuneyti sitt þegar til fundar til þess að ræða þennan „yfirgang“ SÞ. Dayal, fulltrúi Hammarskjölds 1 Kongó hafði stungið upp á því 25. þ.m., að menn þessir yrðu sendir á vettvang, en i svarbréfi, sem Tshomibe birti í dag, lagði hann blátt bann við komu þeirra — þessir menn hefðu einmitt æst til óeirða og ofbeldisverka í Katanga. Holberg hefði ehhi gert betur KAUPMANNAHÖFN, 29. okt. ('Ei.nkaskeyti til Mbl.) — Rit- höfundurinn Tom Kristensen skrifaði í dag ritdóm um skáld sögu Halldórs Kiljans Laxness „Paradísarheimt“, í blaðið Politiken. — Lofar Kristen- sen verkið mjög og segir m. a., að í sögun(ni séu kaflar, sem jafnvel Holberg hefði ekki getað skrifað betur — Laxness sé vissulega mikill húmoristi, og í bókinni séu mörg atriði, dásamlega vel gerð. Grivas lœtur fil s'm heyra — Boðar „friðsamlega byltingu" í Grikklandi ^ Jy '"fjiiiiw.ir ____ Hér er verið að fara upp á þridranga. Það er farið upp snar- bratt bergið með stuðningi af keðju sem liggur frá steðjanum alla leið upp á brún. — Sjá grein í blaði II. AÞENU, 29. okt. (Reuter) — George Grivas hershöfðingi, fyrr um leiðtogi andstöðunnar gegn Bretum á Kýpur, lýsti því form- lega yfir í dag, að hann mundi nú hefja virka þátttöku í grískum stjórjnmálum. — • — í ávarpi sínu sagði Grivas, að lýðræðislegt frelsi í Grikklandi væri í hættu, ef menn samein- uðust ekki um að útrýma spill- ingunni í stjórnmálalífinu og hefja það á æðra stig. Kvað hann hreyfingu sína mundu berjast fyr ir „friðsamlegri byltingu" á þessu sviði. Gerðum sínum væri ekki sjórnað af persónulegri fram- girni, og hann óskaði ekki að bæta enn einum stjórnmála- flokknum við í landinu, heldur stefndi hann að sameiningu sem flestra afla. — • — Grivas skoraði á alla stjórnar- andstöðuflokka að taka þátt í „hinu erfiða starfi“, sem hann væri nú að hefja fyrir alvöru — en tók þó fram, að hann kærði sig ekki um liðveizlu hinna vinstri- sinnuðustu, sem hann kvað „fá og framkvæma fyrirskipanir frá erlendum aðilum." .1 Stuðningur við stefnu Gaitskells Tutfugu verkalýðsforingjar gefa út „einkayfirlýsingu" LONDON, 29. okt. (Reuter): — Leiðtogar tuttugu brezkra verka- lýðsfélaga gáfu i dag út opinbera yfirlýsingu, þar sem stuðningi er lýst við þá stefnu, að vestræn ríki skuli hafa sem nánasta samvinnu um varnir sínar — og að Atlants- hafsbandalagið byggi varnar- mátt sinn sem mest á kjarna- vopnabúnaði. Verkalýðsleiðtog- arnir tóku raunar fram, að hér væru aðeins settar fram þeirra eigin skoðanir, og bæri alls ekki að líta á þetta sem yfirlýsingu viðkomandi félaga. • Stuðningur við Gaitskell Með yfirlýsingu sinni hafa verkalýðsleiðtogar þessir snúizt opinberlega á sveif með Gaitskeli — en hann hefir, sem kunnugt er, heitið því að berjast af alefli gegn samþykkt flokksþings Verka Handfekinn fyrir landráð Múnchen, V.-Þýzkalandi, 29. okt. (Reuter). UPPLÝST var í dag, að einn aí þingmönnum Jafnaðarmanna- flokksins hafi verið tekinn fastur, grunaður um landráð — og hati hann gert „víðtækar játningar". — Hér er um að ræða Alfred Frenzel, sem átt hefur sæti í varnarmálanefnd neðri deildar þingsins. Mun hann hafa verið handtekinn í þinghúsinu. I tilkynningu um málið segir að Frenzel sé talinn hafa gefið tveim starfsmönnum „leyniþjónustu kommúnistaríkis" upplýsingar um mjög mikilvæg ríkisleyndar- mál — en tekizt hafi að handtaka þessa tvo menn, einmitt þegar þeir voru að afhenda húsbænd- um sínum upplýsingar þessar. Fyrstu fréttir af handtöku Frenzels komu fram í ræðu, sem dómsmálaráðherrann, Fritz Scháffer, hélt í dag á þingi Kristilega demókrataflokksins í Bayern. Hann sagði, að Frenzei hefði „verið staðinn að verki“ — og gaf í skyn, að hann hefði stað- ið í sambandi við njósnara frá Tékkóslóvakíu. mannaflokksins fyrr í þessum mánuði, þess efnis, að Bretar skuli afsala sér kjarnavopnum, án tillits til þess, hvað aðrir geri í því efni. • Kjör flokksleiðtoga Hefir þessi ágreiningur valdið því, að staða Gaitskells í flokkn- um er nú öruggari en nokkru sinni fyrir — en eins og kunnugt er, bauð Harold Wiison, fyrrum Frh. á bls. 23 Fréttamanni bjargað undan mönnum Mobutus LEOPOLDVILLE, Kongó, 29. okt. (Reuter): — Liði Sameinuðu þjóðanna hér- var í dag falið að veita brezkum fréttaritara banda rískrar fréttastofu vernd, þegar kongósk herlögregla hugðist hand taka hann. — ★ — Maðuprinn, sem hér um ræðir. heitir Michael Goldsmith og er starfsmaður Assiociated Press- fréttastofunnar. Mobutu of- ursti, valdsmaður í Kongó, hefir skipað Goldsmith að hverfa úr landi og gefið honum að sök, að hann hafi sent villandi fréttir af atburðum í Kongó og ráðizt á stjórn sína. — ★ — í morgun héldu allmargir kongóskir heriögreglumenn til Frh. á bls. 23 „Stríðsglæpa menn“ í flug- vél Castros HAVANA, Kúbu, 29. okt. (Reuter) — Utvarp rikis- stjórnarinnar skýrði frá því í dag, að einn maður hefði beðið bana og nokkr ir særzt, þegar „stríðs- glæpamenn, launaðir af bandariskum heimsvalda- sinnum“, hefðu reynt að taka í sínar hendur stjórn flugvélar í eigu kúbanska rikisins. — ★ — Útvarpið sagði svo frá, að flugvélin hefði verið á leið frá Havana til Pines- eyjar, þegar „striðsglæpa- mennirnir“ hefðu skipað flugmanninum að breyta stefnu — til West Key- eyjar. Flugmaðurinn hefði neitað, en „stríðsglæpa- mennirnir“ þá haft uppi ógnanir. Hefði þá dregið til átaka í flugvélinni og skotvopnum verið beitt — með fyrrgreindum afleið- ingum. — ★ — Samkvæmt síðari fregn- um frá bandaríska útvarp- inu „Voice of America" — var flugmaðurinn neyddur til að fljúga til Florida — og lenti flugvélin þar heilu og höldnu. Nýr „geim-klúbbur" stofnaður? Bretor beita sér fyrir víðtæku samstarfi margra þjóða um geimrannsóknir París, 29. okt. — (Reuter) ÞAÐ var upplýst hér í dag, að brezk stjórnvöld hefðu gert tillögur um, að Bret- land, Frakkland og ýmis önnur Evrópulönd, svo og lönd í brezka samveldinu, hefji samstarf um að skjóta þungum gervitunglum út í geiminn, til margvíslegra rannsókna. I tilkynningu um þetta mál sagði m. a. að frönsk stjórnvöld hefðu sýnt því „mjög mikinn áhuga“. • Viðræður Áætlanir þessar voru ræddar hér undanfarna þrjá daga, sem brezki flugmálaráðherrann, Pet- er Thorneycroft, dvaldist hér, en talið er, að hann hafi einnig rætt málið við ráðamenn í Ástralíu og Kanada, sem hann hefir ný- lega heimsótt. Búizt er við, að eftir heimsókn hans til Parísar, komizt skriður á viðræður um málið við önnur Evrópuríki. — Hér er fyrst og fremst um það að ræða að framleiða nógu öfl- ugar eldflaugar til að skjóta á loft þungum gervitunglum. • „Samveldistungl“ I sl. mánuði var tilkynnt i elaide í Ástraliu um áætlun samstarf ríkja í brezka sam- . e.dinu með það fyrir augum að skjóta á loft gervihnetti með þriggja þrepa eldflaug. Fyrsta þrepið yrði af gerðinnj „Blue Streak“, hið næsta „Black Knight", en báðar eldflaugagerð- irnar hafa verið reyndar nokkuð, og þriðja þrepið yrði af nýrri gerð, sem ekki hefir enn verið smíðuð. — Bretar hyggjast og senda á loft 150 punda hylki með vísindatækjum á næsta ári, en til þess verður notuð bandarísk eldflaug, er skotið verður frá Kanaveral-höfða. ★ Síðan fyrrnefnd tilkynning var gefin út í Ástralíu, hefir Thorney croft ráðherra rætt við „koilega" sína þar í landi, í Kanada og nú síðast í Frakklandi um möguleika á stofnun „geim-klúbbs“, með þáttöku Vestur-Evrópulanda og rikja í brezka samveldinu, eins og fyrr segir. — Gert er ráð fyrir, að tilraunastöðin í Woomera í Ástralíu verði miðstöð þessa vís- indasamstarfs, ef það kemst á. 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.