Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 17
Sunnudagur 30. okt. 1960 MORCrnSfít AÐlb 17 I Egilsstað akauptúni þarf að rísa þilplötugerð Þar i grennd eru stærstu skögar landsins og gnótt rekaviðar é næstu grösum • Iðnaður i stórum stíl. — Hafa komið fram nokkrar hugmyndir um iðnað í stærri stíl, sem mundi tryggja frekari vaxt- Rætt við Þórð Benediktsson, skólastjóra VIÐ erum staddir áT norður- brún Fjarðarheiðar og horf- um yfir Fljótsdalshérað. Degi er tekið að haila, sólin setzt og einstaka stjarna er að koma í ljós á himninum. Hér aðið skartar í sínum fegurstu litum frá Hlíðarfjöllum og inn í Norðurdal, en þar fyrir innan rís Snæfell tignarlegt og svipmikið. Yfir Fljótsdals heiðina ber tind Herðubreið- ar, sem enn er snjólaus þó komið sé fram í október. — Lögurinn gefur myndinni dýpt og fyllingu þar sem hann liggur spegilsléttur frá ósum Jökulsár í Fljótsdal og út að Lagarfljótsbrú. Skammt frá brúnni er Egilsstaðakaup tún staðsett í hjarta Héraðs- ins. Þangað og þaðan liggja allir vegir þess. Það hvarflar að okkur hversu mikla vaxtarmöguleika þetta litla kauptún hafi og hvort ein- hverntíma muni rísa blóm- leg borg á hæðunum milli fljótsins og skógarins. Við snúum okkur að Þórði Bene- diktssyni, skólastjóra og sparisjóðsstjóra í Egilsstaða- kauptúni, sem þessa s'tundina er önnum kafinn við að skoða Herðubreið, og leggjum fyrir hann nokkrar spurningar um kauptúnið, framtíðarmögu- leika þess og afkomu fólks- ins, sem þar býr. — Þórður segir: • Vinna við þjrpustustörf. — Nú eru um 240 til 250 manns búsettir í sveitarfélaginu, og flest ir þessara manna vinna við þjón ustustörf. Er þar fyrst aS telja verzlun og iðnað. Kaupfélag Héraðsbúa rekur mikla verzlun í útibúi sínu í Egilsstaðakauptúni og þar er einnig staðsett önnur verzlun Verzlunarfélags Austur- lands. Þá eru þar búvéla- og bifvélaviðgerðir og miðstöð rafveitna á Austurlandi. Flugið hefur þar einnig sína miðstöð og vinna nokkrir menn við það eingöngu. Þá hafa menn, sem stunda vinnu með jarðýtur og skurðgröfur hvar sem er á Hér- aði, heimili sitt í kauptúninu, en þar eru þeir bezt miðsvæðis. Eru flestir þorpsbúar í fastri vinnu allan ársins hring, en fáeinir fara burt á vertíð yfir vetrarmánuð- ina. Atvinnuleysi hefur ekki ver ið í Egilsstaðakauptúni síðan ég kom þangað. • Framkvæmdir. Hverjar eru helztu fram- kvæmdir í kauptúninu um þess ar mundir? — Nýlega er hafin bygging myndarlegs félagsheimilis og unnið er að byggingu trésmíða- verkstæðis á vegum byggingar- félagsins Brúnás h.f. og járn- smíðaverkstæðis á vegum Sölva Aðal b j arn asonar, vélsmiðs. Þá voru reist tvö íbúðarhús í sumar á vegum Byggingarfélags verka- manna. armöguleika þorpsins? — Það hlýtur að vera megin- áhugamál þorpsbúa og Héraðs- manna allra, að hér rísi blómlegt þorp, segir Þórður. Landbúnað- urinn, sem rekinn er umhverfis að veita. En vöxtur og viðgangur kauptúnsins og Héraðsins í heild er geysimikilvægur fyrir allt jafn vægi í byggð landsins, sem svo mjög er rætt nú á seinni árum. • Þilplötuverksmiðja. Þú spyrð um iðnað í stærri stíl. Jú, það hefur komið fram hugmynd um að reisa þilplötu- verksmiðju í kauptúninu. Kom hugmynd þessi m.a. fram á Fjórð ungsþingi Austurlands, sem hald arskilyrðum stóriðnaðar, sem fyr iir hendi kunna að vera hár eystra, bæði er varðar náttúru- leg hráefni og orkuöflun. Lagði þingið sérstaklega til að athugað ir yrðu möguleikar á því að reist yrði á Austurlandi þilplötuverk- smiðja, sem ynni úr því hráefni, sem afla má í hinum víðlendu birkiskógum hér eystra, rekaviði og öðrum þeim viðarúrgangi, sem tiltækur kynni að vera. Skor aði þingið á þingmenn Austur- Séð yfir Egilsstaðakauptún. (Ljósm. Vilberg Guðnason). kauptúnið á mikið undir því, að þar rísi upp fjölmenn kaupenda- stétt. Og landbúnaðurinn nýtur þess þegar sem komið er, og þeirrar þjónustu sem þar er hægt ið var nú í október. Fól fjórð- ungsþingið stjórn sinni að fara þess á leit við rannsóknarráð rík isins að það léti nú þegar fara fram athugun á þeim grundvall lands og Skógrækt ríkisins að styðja að því að þessi athugun færi fram hið fyrsta og vinna ötullega að því að fyrirhuguð verksmiðja yrði reist á Fljóts- dalshéraði, enda virðist sjálfsagt að hún verði staðsett í skógauð- ugasta héraði landsins. • Niðurstööur álitsgerðar hagstæðar. — Hafa verið gerðar nokkrar áætlanir um hvað slík verk- smiðja mundi kosta eða hversu hagkvæmur rekstur hennar kynni að verða? — Það hefur verið samin álits gerð. um rekstur slíkrar verk- smiðju hér á landi og eru niður- stöður álitsgerðarinnar mjög hag kvæmar og talið að þilplötur sem framleiddar yrðu úr íslenzku efni myndu verða 5% ódýrari en innfluttar þilplötur jafngóðar. Mælir allt með því að slík verk smiðja yrði reist í Egilsstaðakaúp túni, ef hún á annað borð yrði sett á fót hér á landi. Stærstu skógar landsins eru £ grenndinni og mikill rekaviður á næstu grös um. Við Héraðsflóa er ætíð mik ill reki og ekki langt að sækja rekavið á Langanes. Þá er auð- velt að veita verksmiðjunni raf- magn frá Grímsárvirkjuninni. Ef virksmiðjan yrði a.f þeirri stærð, sem álitsgerðin var sam in um, mundu um 10 manns vinna þar að staðaldri en auk þess mundi skapast mikil atvinna við mötun efnis að og frá verk- smiðjunni. Við munum því leggja mikið kapp á að þessari verk- smiðju verði komið upp hið fyrsta í Egilstaðakauptúni. — o — Myrkrið er skollið á þegar við ökum inn í Egilsstaðakaup- tún en göturnar eru vel upplýst- ar. Aðalgatan er breið og bein eins og allar götur kauptúnsins því það var skipulagt áður en það var byggt. Húsin eru öll fal- leg steinhús enda ekki gömul, því fyrir tveimur áratugum var mýri og mór þar sem þorpið nú stendur. j.h.a. Gubbjörg Óladóttir Minningarorð Fædd 26. febrúar 1896. Dáin 24. október 1960. Á MÁNUDAGINN kemur, 31. okt., verður gerð útför í Húsa- vík við Skjálfanda. Þá mun mannfjöldi úr Víkinni, nær- sveitum hennar og öðrum lands- hlutum heiðra minningu frú Guðbjargar Óladóttur og fylgja kistu hennar til grafar. Frú Guðbjörg lézt skyndilega á heimili dóttur sinnar og tengda sonar, hér í Reykjavík sl. mánu- dag, sextíu og fjögurra ára að aldri. Hún fæddist að Kílakoti í Kelduhverfi í Norður-Þingeyjar sýslu. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Þórarinsdóttir, frá Grásíðu í Kelduhverfi og Óli Jón Kristjánsson bóndi og trésmiður úr sömu sveit ættaður, vel met- in og gáfuð hjón af bezta bergi brotin, bæði komin af ætt þeirri er kennd er við Gottskálk í Fjöll- um, en sú ætt hefur gefið þjóð vorri marga merka menn og skáld, svo sem Kristján Jónsson Fjallaskáld og séra Jón Sveins- son, hinn heimskunna rithöfund. Foreldrar Guðbjargar eru bæði dáin fyrir allmörgum árum, fað- irinn 1929, en móðirin árið 1937. Systkini hennar voru fimm og fjögur þeirra á lífi, en þau eru: Árni Óla, ritstjóri og rithöfund- ur í Reykjavík, Kristjana, skrif- ari í Vestmannaeeyjum. Kristján bókari, í Húsavík og Sig urður, fulltrúi í Vestmannaeyj- um. Þórarinn, skrifari og tré- smiður í Véstmannaeyjum, dá- inn fyrir fáum árum. Öll syst- kynin mjög vel gefin og tvö þeirra þjóðkunn fyrir ritstörf og ljóðagerð, enda ættin alkunn fyrir gáfur og listhneigð. Sá, er þessar línur ritar, átti því láni að fagna að eiga Guð- björgu að fóstursystur frá því að hún var á ellefta aldursári, þar til hún var 18 ára og er minning hans frá þessum sam- veruárum ljúfari en orð fá greint. Foreldrum hans var hún sem kærleiksrík dóttir og stoð þeirra -og stytta á síðustu bú- skaparárum. Þegar á æskuárum blöstu við þau skapgerðarein- kenni, sem síðar meir gerðu hana að fyrirmyndar eiginkonu og móður og einni af vinsælustu borgurum í sínu byggðarlagi. Guðbjörg giftist Kristni Jónssyni, kaupmanni í Húsavik árið 1920. Kristinn var sonur séra Jóns Arasonar, sóknar- prests í Húsavík, Jochumssonar frá Skógum í Þorskafirði, bróð- ur þjóðskáldsins Matthíasar. Kristinn lézt á bezta aldri árið 1950. — Þeim hjónum varð sex barna auðið, sem öll eru á lífi, en þau eru: Kristjana, gift Einari Pálssyni, lögfræðingi, fulltrúa borgarstjór. ans í Reykjavík. Ari, sýslumaður Barðstrend- inga, kvæntur Þorbjörgu Þór- hallsdóttur, Sigtryggssonar, fyrr um kaupfélagsstjóra í Húsavík. Óli, kaupmaður í Húsavík, kvæntur Ingunni Jónasdóttur, Sigurðssonar skipstjóra í Skuld í Vestmannaeyjum. Jón, bóndi og listmálari I Lambey í Fljótshlíð, kvæntur Ragnhildi Sveinbjarnardóttur, Högnasonar fyrrv. alþm. og prófasts að Breiðabólstað. Páll Þór, viðskiptafræðingur í Reykjavík, kvæntur Aldísi Friðriksdóttur, Friðrikssonar, prófasts í Húsavík og Halldór, gullsmiður í Reykja- vík, kvæntur Hrafnhildi Sigurð- ardóttur, Þorgeirssonar, húsa- smíðameistara í Reykjavík. Þau hjón bjuggu allan sinn búskap i Húsavík Heimili þeirra var orðlagt fyrir höfðinglega risnu og höfðingsskap, enda var þar jafnan ærið gestkvæmt. — Reyndi þá löngum á þolrif hús- freyjunnar við margvíslega örð- ugleika og tíða vanheilsu, en henni var fjarri skapi að kvarta og fannst enginn hlutur sjátf- sagðari en að fórna öllum lífs og sálar kröftum til velfarnaðar ástvinum sínum og reyndar öll- um, sem til hennar leituðu um aðstoð, samúð og kærleika. I Allir vissu að frú Guðbjörg var góðum listgáfum gædd, en hversu víðteknum gafst aldrei tækifæri til að kanna. Svo al- teki'n var hún af mannsins göf- ugasta eiginleika, þjónustulund- inni, að ekki vannst tími til að leita slíkra atriða. Aðeins vegna þess að hún var kölluð til að- stoðar þegar mikið lá á og hún þóttist sjá að styrkja mætti gott málefni með þvi að koma fram á leiksviði, varð lýðum ljóst, að hún var mikil leikkona, þótt vel kunni að vera að margar sér- gáfur, henni gefnar, hafi aldrei komið til þroska, skiptir það ekki máli, hún gerði sínu hlutverki þau skil að betur verður vart gert af mennskum mönnum. Geðprýði, þolgæði og fórnar- lund þessarar fágætu konu var allt næsta fyrirmamrlegt. Mildi í fasi, hógværð í skoðunum og hlýja í leikandi léttri kimni, bar ljómandi birtu yfir allt heimili hennar og langt út fyrir veggi þess. Nú er það svo, að skop kann að meiða, jafnvel þótt snilldarvel sé með farið. Kær- leiksþel hennar bannaði henni þess vegna að beina þvi að ná- unganum, en með því að kímni- gáfan var trauðla hamin, varð hún sjálf, fyrst og fremst skot- spónn hennar og var þetta óþrot legur brunnur glaðværðar í ná- vist hennar. Mikil er sú dýrðarbirta, sem umlykur minningu þessa fulL trúa kærleikans, ósérplægninnar og- friðarins í vorum hrjúfa heimi og þessi ljómi mun ekki slokkna við brottförina, heldur mun hann framvegis bera birtu og yl að lífsbraut ástvina henn- ar, hver veit hve lengi. Eftir lát eiginmannsins dvaldi frú Guðbjörg meðal barna sinna og tengdabarna, allsstaðar au- fúsugestur, dáð og elskuð jafnt af tengdabörnum, barnabörnum, sem sínum eigin börnum og svo gaf Guð henni milda brottför úr þessum heimi. Til eru þeir, og eigi allfáir, Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.