Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 23
Sunnudagur 30. okt. 1960 MORCUNBLAÐIÐ 23 situr við fremsta borðið (í miðju). Gunnar stendur til hægri. — Sjópróf Framh. af bls. 24. vang, hafði verið hætt að ausa skipið fyrir 4 klukkustundum og skipsmenn búnir að finna af hverju lekinn stafaði. ^ Kristján Kristjánsson, stýri- maður á Skúla Magnússyni, Hraunbrekku 17 í Hafnarfirði, | Ikvað sjó hafa verið um það bil i Ihnédjúpan í kyndirúminu, er ' Ihann var kallaður til starfs þar við sjóaustur. Þegar hann og aðrir skipsmenn hættu næsta xnorgun, hafi verið ökladjúpur sjór þar. Stýrimaður kvaðst aldrei hafa talið hættuásand ríkj andi, og því ekki gefið fyrirskip un um að hafa björgunarbáta til taks, eða tekið við fyrirskipun- um þar að lútandi. I Hann var inntur eftir samtali sem hann hefði átt við skipverja á Maí, um að ástandið hefði ver- ið mjög alvarlegt um borð í Skúla Magnússyni. Kvaðst stýri- maður ekki minnast þess, að hafa lýst því með svo sterkum orðum Rigndi þá spurningum yfir stýrimann frá talsmönnum að- ila í málinu, um hvort það hefði verið óhugnanlegt, eða ískyggi- legt, óhuggulegt o.s.frv. — Nei, í mesta lagi slæmt, mun mér hafa virzt það komandi beint úr koju. Talsmaður Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar bað um að þetta orðalag yrði bókað sérstaklega. En talsmaður vátryggjenda spurði þá, hvort ástandið hefði ekki verið orðið betra er hætt var austri. Jú, það var allt ann- að og betra. — Já fá það bókað, bað talsmaður vátryggjenda. Og loks var enn bókað, að gefnu til- efhi, að togarinn hefði ekki far- ið í slipp í St. Johns. , Er það þá ekki fullsannað? spurði forstjóri Bæjarútg. Hafn- arfjarðar, er var eini áheyrand- inn fyrir utan blaðamann frá Mbl. Nokkru sinni greip forseti dómsins inn í, er honum þótti spurningar, sem lagðar voru fyr- ir stýrimanninn óþarfar. Þegar þetta er skrifað hafði vélstjórinn á Skúla Magnússyni komið fyrir dóminn Vélstjórinn, Snorri Sigurðsson, segir í skýrslu sinni, að hann hefði tekið eftir því síðdegis sunnud. 2. okt., að sjór var óvenjumikill í vélarúms öotni. Er hann hafði ætlað að dæla þessum sjó úr skipinu hafi komið í ljós að austurrásir voru stíflaðar. Það tókst ekki að losa um stífluna fyrr en síðar, en þá stífluðust sírur dælanna Jafnt og þétt hafði vatnið farið hækk- andi, en klukkan 17 var það kom ið upp undir sveifarás og þá var vélin stöðvuð. Það var ekki fyrr en klukkan 7,15 næsta morgun, sem tókst að finna orsök lekans. Mikið hafði marrað í katli skipsins, en það mun hafa átt rót sína að rekja til þess að asbestið molnaði utan af honum. Það var ekki búizt við að sjó- prófum myndi ljúka fyrr en und ir klukkan 8 í gærkvöldi. Þau fóru fram í réttarsal borgardóm- araembættisins að Laugavegi 13 og hófust klukkan 1,30 síðdegis. — Stuðningur Frh. af bls. 1. viðskiptamálaráðherra, sig fram gegn honum við kjör flokksleið- toga. — Úrslit þeirra kosninga verða væntanlega kunn n.k. mið- vikudag. Meðal annarra hefir Hichard Crossman formaður Verkamannaflokksins, lýst stuðn- ingi við Wilson. — Kongó Frh. af bls. 1. hótelsins, þar sem Goldsmith býr, og hugðust taka hann höndum Fréttamaðurinn hringdi þá til Bikhye hernaðarlegs ráðgjafa Hammarskjölds, og voru þá þeg- ar sendir á vettvang 20 lögreglu- menn úr liði SÞ. Fylgdu þeir Goldsmith til aðalstöðva liðsins, en herlögregla Mobutus hafðist ekki að. Frá Olympíumótinu. Freysteinn — Skák Framh. af bls. 3 þótt guli kynstofninn hafi lítt fengist við keppnisskák á síð- ustu öldum, a. m. k. með því sniði, sem við þekkjum hana, þá Enska knatt- spyrnan 15. UMFERÐ ensku deildarkeppninn- ar fór fram í gær og urðu úrslit leikj anna þessi: 1. deild Arsenal — Manchester U. 2:1 Birmingham — Wolverhampton 1:2 Bumley — Blackpool 1:2 Fulham — West. Ham. 1:1 Manchester City — Blackburn 4:0 Newcastle — Tottenham 3:4 N. Forest — Everton 1:2 Preston — Chelsea 0:2 Sheffield W. — Bolton 2:0 W.B.A. — Aston Villa 0:2 2. deild Brighton — Stoke 0:1 Bristol Rovers — Huddersfield 1:2 Derby — Portsmouth 6:2 Ipswich — Swansea 0:3 Leeds — Charlton 1:0 Leyton Orient — Lincoln 1:2 Liverpool — Sunderland 1:1 Middlesbrough — Sheffield U. 3:1 Rotherham — Plymouth 0:0 Scunthorpe — Luton 1:0 Southampton — Norwich 2:2 1. deild (efstu og neðstu liðin) Tottenham 14 13 1 0 45:15 27 Sheffield W. 14 10 3 1 26:11 23 Everton 15 10 2 3 37:24 22 Burnley 15 10 0 5 41:23 20 Bolton 15 3 2 10 17:29 8 Blackpool 15 3 2 10 21:35 8 N. Forest 15 2 2 11 16:35 6 2. deild (efstu og: neðstu liðin) Sheffield U. 16 12 1 3 31:15 25 Ipswich 15 9 3 3 34:18 21 Southampton 15 7 5 3 39:30 19 Norwich 15 8 3 4 25:17 19 Lincoln 15 4 3 8 20:29 11 Luton 15 3 4 8 19:32 10 Brighton 15 3 3 9 24:35 9 50 þús. kr. STYKKISHÖLMI, 26. okt: — Söfnunin í Björgunarskútusjóð Breiðafjarðar hefir gengið vel það sem af er. 1 Stykkishólmi hafa safnzt það sem af er þessu ári yfir 50 þús. kr. Sigurður Magnússon hreppstjóri og kona hans Ingibjörg Daðadóttir gáfu í sjóðinn á 80 ára afmæli Sigurðar í vor 8000 kr. Nú fyrir skömmu barst svo söfnuninni stórgjöf frá Bátatrygg ingu Breiðafjarðar en hún ákvað að gefa til Björgunarskútunnar 50 þús kr. Afleit prentvilla í BLAÐINU í gær varð prent- villa á ákaflega óheppilegum stað. Átti að standa að verzlanir yrðu opnar til kl. 1 á laugardög- um og 7 á föstudögum í október og nóvembermánuði, en tölurnar brengluðust. Eru lesendur beðnir velvirðingar á þessu. vissum við þó, að rangt væri að meta Mongóla veika, hjá þeim hefur skáklistin átt skjótauknu fylgi að fagna á siðustu árum og útkoma þeirra gegn Tékkó- slóvakíu í fyrstu umferð gaf vís- bendingu um aukna framför. — Mongólar eru fæstir bókfróðir um byrjanir, en eru þeim mun skæðari í klækjum miðtaflsins. Þannig lék einn efnilegasti skák maður Mongóla, Mjagmarsuren, sern tefldi á fjórða borði gegn Ólafi Magnússyni, byrjunina and stætt kennisetningum skákfræð- innar, og hefði Ólafur átt að geta notfært sér það og unnið fyrir tvö peð, en hann fór aðra leið og brátt snerist skákin Mon gólanum í hag. A meðan hafði Freysteinn byggt upp yfirburða stöðu gegn Namshil á fyrsta borði. Helmingur gula hersins var króaður inni á drottningar væng, þegar hvíta liðið ruddist til sóknar að kóngi Mongólans. Riddara var fórnað og kóngs- virkið hrundi í fáum leikjum. Skömmu seinna gafst Ólafur upp staðan var jöfn, 1:1. Gunnar átti skemmtilega sóknarskák gegn Tschalchasuren á þriðja borði og leit jafnvel svo út um tíma sem gula virkið væri að hrynja, en Mongólanum tókst að koma skákinni í bið með peði undir. Á öðru borði átti Arin- bjöm í höggi við Momo, sem tefldi vel, og mátti ekki á milli sjá alla fyrstu setuna, hver hefði betur. Mongólinn hafði að vísu peð meira í biðstöðunni. en íslendingurinn átti hrók í her- búðum andstæðingsins. Er bið- skákirnar voru tefldar fann Mo- mo beztu leiðina, og Arinbiörn varð að sætta sig við jafntefli, en Gunnar vann sína skák ör- ugglega, svo að ísland hafði aft- ur sigrað. Af óvæntum úrslitum í ann- arri umferð má refna tap Fisch- ers gegn Munoz frá Ekvador. Dr. Euwe tapaði aftur, en að þessu — Minningarorð Framh. af bls. 17. sem trúa því að menn fæðist i þenna heim aftur og aftur, í þeim tilgangi að þroska andann og því sé heimur svo harður. að börn hans brjóti af sér hornin og slípi af sér vankanta á ómjúk um veggjum og að ekki linni fyrr en áferðin er sæmileg. Sé þetta rétt, er ekkert líklegra en að Guðbjörg Óladóttir eigi ekki erindi til þessa heims framar. Sá er þetta ritar, sem veit sig hafa nokkur horn óbrotin til stórra lýta og allmarga vankanta óheflaða, harmar fyrir sitt leyti að þurfa lengi að bíða þess, að njóta kennslu sinnar fóstursyst- ur í háskóla kærleikans, í dýrð- inni hinum megin. Þórður Benediktsson. sinni var andstæðingurinn Naj- dorf. Noregur vann Möltu með 4:0. Malta var eina landið, sem hefur konu meðal keppenda sinna. Svíþjóð tapaði öllum skák unum fyrir Tékkum. St&hlberg sat hjá í þeirri keppni. 3. umferð. Það kom sér illa að Arinbjörn var óheill í auga og þurfti að leita læknis, Ólafur fékk einnig hvíld, varamennirnir komu því báðir inn gegn Svíum. Með tapi var reiknað fyrirfram, en við gerðum okkur vonir um einn vinning. Þetta fór þó á annan veg. Fljótt seig á ógæfuhliðina hjá Kára gegn M. Johansson og Guðmundi á móti Nilsson, uðu þeir báðir í fremur fáuot leikjum. Freysteinn fékk erfiða stöðu gegn Stahlberg og eyddi miklum umhugsunartíma. Gunn- ar átti í þófi við Lundin. Frey- steinn fórnaði peði til að bæta stöðu sína og nokkru síðar var Stahlberg nokkuð bráðlátur að reyna að ná sóknarfærum, tókst þá Freysteini að snúa skákinni sér í hag og vinna peðið aftur. Um tíma átti hann unnið tafi, en tíminn var á þrotum, og Stahl berg greip til þeirra úrræða að fóma skiptamun til að flækja taflið. Freysteinn fann ekki bezta leikina í tímaþröng og Stahlberg hafði jafnteflislíkur, þegar skáfc- in fór í bið. Stahlberg bauð jafn tefli í biðstöðunni, en Freysteinn kaus að leika biðleik. Skák Gunn ars fór í bið með peði yfir LuncL in, en annar riddari Svíans var fangi, svo staðan var hvergi nærri vonlaus hjá Gunnarl. Eftir að hafa skoðað biðstöðuna heima samdi Freysteinn jafntefli við Stahlberg. Lundin tókst að lok- um að snúa á Gunnar, er bar átta þeirra hafði staðið samtale í níu tíma. Hefur Gunnar senni lega verið of framtakssamur í upphafi biðskákarinnar. MeS þeirri leið, sem Gunnar valdi, tókst Lundin brátt að frelsa riddara sinn og var þá afgangur- inn tæknilegt atriði. ísland hafði tapað þriðja leiknum illa, fengið aðeins hálfan vinning gegn Sví- um. Bolivía tapaði enn öllum skák unum. Noregur vann enn yfir- burðasigur, að þessu sinni gegn Albönum og var enn efstur í sút- um riðli. Freysteinn. Schannong’s minnisvarðar 0ster Farimagsgade 42, Kpbenhavn 0. Systir okkar EYFRlBUR JÓNSDÓTTIR frá Minni-Völlum, andaðist á I-andakotsspítala föstudaginn 28. þ. m. Guðjón Jónsson, Sigurður Jónsson. Jóhanna Jónsdóttir^ Faðir okkar og tengdafaðir GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Skothúsveg 15, andaðist 29. þ.m. Svanhvít Guðmundsdóttir, Gunnar Daviðsson Guðrnundur I. Guðmundsson, Rósa Ingólfsdóttir Jarðarför konunnar minnar SIGRÚNAR BJÖRNSDÓTTUR frá Siglufirði, sem andaðist 24. þ.m., fer fram frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 1. nóv. kl. 10,30 f. h. — Jarðarförinni verð- ur útvarpað. Fyrir hönd barna, tengdasonar og barnabama. Þórhallur Bárðason Útför BJARGAR CORTES fer fram í Dómkirkjunni, þriðjudaginn 1. nóv. kl. 13,30 Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Barnaspítala- sjóð Hringsins. Börnht Þökkum innilega auðsýnda samúg við fráfall og jarðar- för móður okkar SIGRfÐAR STEFÁNSDÓTTUR frá Bakkakoti í Leiru. Stefán Sigurfinnsson, Guðrún Walton. Jón Eiríksson, Guðbjörg Eiríksdóttir. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við útför bróður okkar EINARS MAGNÚSSONAR Guðný Petersen, Ágúst Magnússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.