Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 5
Sunnudagur 30. okt. 1060 MORCV1SBLAÐ1Ð DAGSlWl Er réttlætanlegt, að banna dýrahald í kaupstöðum? Þorsteinn Jósefsson, blaðamað'- nr: Skepnuhald í 'kaupstöðuni á, að nauðsynjalausu, ekki að eiga sér stað. Flestum dýrumi er útivist eðli-] leg, sjálfsögð og: nauðsynleg. Þaðj er þvingun gegn eðli þeirra að Joka þau inni. Dýraverndunar] félög ættu að, stuðla að því að skepnuhald fi kaupstöðum verði bannað. Um þrifnaðarhlið þessa máls er óþarft að ræða. Guðni Gíslason, stud. jur.: — í sjálfu sér hef ég engra persónu- legra hagsmuna að gæta Iþessu máli. Ég á hvorki hunda, ketti, rottur svín, kýr, hesta, páfagauka né kalkúna og hef heldur enga sérstaka óbeit á fénaði þessum. Mín skoðun er sú, að dýrahald £ kaupstöðum sé ónauðsynlegt með öllu. Þar sem hér er um tilfinningamái mikið áð ræða meðal fjölda fólks tel ég algert bann við dýra- haldi ómannúðlegt. Til að setja svip á bæinn ættu eigendur hinna litlu Ijótu hunda að líta þá í stíi við yfirhafnir sínar, lakka á þeim klærnar, klippa þá á fá- bjánalegan hátt og klæða í af- káralegar flíkur, svo að við hinir getum hlegið í laumi. Þá ættu báðir að geta verið ánægðir, tiundadýrkendur og venjulegt fóik. Frú Ragna Ragnars; — Ég lýsi mig fylgjandi dýrahaldi, þ.e.a.s. á hundum, en ég væri nú ekkert hrifin af að mæta beljum á miðri götu. Flækings- hunda verður þó að skjóta. Þó mér finnist dúf- ur ótalega leið- inlegar og mikill óþrifnaður af; ^ þeim tel ég ekkirAj.i rett að banna þær og yfirleitt engin dýr. Þá er það mín skoðun, að ekki sé rétt að einskorða hrossaánægj - una við sveitafólkið og að banna hestageymslu í kaupstöðum er fráleit. Þá mætti geyma t. d. i bilskúrum eða í skúr í garðinum. Ég hugsa að engum finnist eins gaman að lifa og hundum, sem vel er hugsað um. Mamma á t. d. hund, sem hún dekrar mikið við, og hann er alveg yndislegur. Og ég er svo heppin að búa á Sel- tjarnarnesi og þar má hafa öll dýr. Þegar srákurinn minn er orð inn aðeins stærri, ætla ég að fá mér hund, sem hann getur leikið sér við. Jón E. Ragnarsson, stud. jur.: — Yitaskuld ekki. Það á við um Blíkt bann, eins og um öll ónauð- eynleg gerræðisfull bönn af hálfu hins opinbera, þau eru ólýðræð- isleg og einræðis kennd. Slík bönn vilja einnig oft verða harla til- gangslaus þegar fram líða stund- ir, sbr. bann við hundahaldi, en það er á allra vitorði að fjöldi manna hefur hunda í fórum sínum á laun Auk ofanritaðs, þá er ég handhafi göfugs kattar og mun verja réttar stöðu hans og annarra meinlausra rándýra af alefli. Gotfred Bernhöft, stórkaup- maður, svarar þannig: Ég segi nei. Ekkert er þroska- vænlegra og berta fyrir börn og j a f n v e 1 full orðna en að hafa einhver lifandi d ý r umhverfis sig á heimilinu. Hér er nú hunda bann í Reykja- vík, og svo illa hefur verið skrif að um þennan ágæta vin mannsins, hundinn, að annað eins hefur ek-ki sézt á prenti um mörg ár. Ég álít, að hvert heim- ili eigi að halda eitthvert dýr, t.d. fugla í búri, fiska í keri eða hund, því að hinni uppvaxandi kynslóð er mjög hollt að um- gangast dýr. Ég þekki engan bæ í heimi nema hér á íslandi, þar sem t.d. hundahald er bannað. Mín skoðun er sú, að slíkt bann sé mjög óheppilegt, því að trygg- ari og betri vinur en góður hund ur ér ekki til. Því álít ég, að hundahald ætti að leyfa hér að vissu marki. Loftleiðir h.f.: — Snorri Sturluson er væntanlegur frá New York kl. 5:45, fer til Glasgow og Amsterdam kl. 7:15. — Hekla er væntanleg frá New York kl. 7,30, fer til GaUtaborgar, Kaupmh. og Hamborgar kl. 9:30. Flugfélag íslands hf.: — Hrímfaxi er væntanlegur til Rvíkur kl. 15:40 í dag frá Hamborg, Khöfn og Oslo. Fer til Glasgow og Khafnar kl. 8,30 í fyrra málið. Innanlandsflug: I dag til Akureyrar, Vestmannaeyja. A morgun til Akur- eyrar, Egilsstaða, Hornafjarðar, Isa- fjarðar, Siglufjarðar og Vestmanna- eyja. H.f. Eimskipafélag íslands: — Detti- foss er á leið til New York. — Fjall- foss er á leið til Grimsby. — Goðafoss er í Leningrad. — Gullfoss kemur til Rvíkur í dag. — Lagarfoss er á leið til Rvíkur. — Reykjafoss lestar á norð ur- og austurlandshöfnum. — Selfoss er á leið til Bremen. — Tröllafoss er á leið til Antwerpen. — Tungufoss er á leið til Gdynia. Hafskip h.f.: — Laxá er á leið til Italíu og Grikklands. H.f. Jöklar: — Vatnajökull lestar á Vestfjarðahöfnum. — Langjökull er í Reykjavík. Skipadeild SÍS: — Hvassafell er á leið til Finnlands. — Arnarfel fer frá Archangelsk á morgun til Gdansk. — Jökulfell lestar á Breiðafjarðarhöfn- um. — Dísarfell kom í dag til Riga. — Litlafell er á Vestfjarðarhöfnum. — Helgafell kemur á morgun til Lenin- grad. — Hamrafell er á leið til Islands. Rithöfundurinn Ernest Hem- ingway auglýsti eitt sinn eftir einkaritara, og ein af umsækjend unum sagði, þegar hún kom til viðtals: — Herra Hemingway: Ég get hraðritað 200 orð á mín- útu. — Guð komi til! hrópaði Hem ingway. Hvaðan í ósköpunum ætti ég að fá 200 orð á mínútu? ★ í næsta húsi við hjónin bjó ung og lagleg, ljóshærð stúlka. Eitt sinn, er hún kom í heimsókn til hjónanna, sagði móðirin við son sinn, 8 ára: — Heyrðu, Nonni minn! Kysstu ungu stúlkuna á vangann. — Ég held niú síður, sagði Nonni — Hún er svo óþekk; hún gæti átt það til að lemja mig eins og pabba, þegar hann reyndi að kyssa mana. ★ Gömul kona kom til frægs doktors í tónlistarfræði. — Ó, heyrið þér, herra doktor! 70 ára verður á morgun Val- gerður Lýðsdóttir frá Skriðnes- enni, Stekkjarholti 2, Akranesi. Sigurður Valdimarsson, liúsa- smiður, Hellusundi 6, Hafnar- firði verður 80 ára á morgun, mánudag. Gefin hafa verið saman í hjónalband af séra Þorsteini Björnssyni, ungfrú Rósa Sigur- steinsdóttir og Jón Helgi Frið- steinsson Heimili hjónanna er á Hraunteigi 12. í dag verða gefin saman i hjónaband af séra Jakobi Jóns- syni, Ingibjörg Skrphéðinsdóttir og Ingi S. Guðmundsson, Grund- argerði 17. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Hugrún Björk Þor- kelsdóttir írá Hróðnýjarstöðum. og Jökull Sigurðsson, íþrótta- kennari, Langholtsveg 21. Læknar fjarveiandi (Staðgenglar í svigum) Erlingur Þorsteinsson til áramóta — (GuÖmundur Eyjólfsson, Túng. 5). Friðrik Einarsson til 5. nóv. Haraldur Guðjónsson óákv. tíma Karl Jónasson). Katrín Thoroddsen fram yfir miðjan okt. (Skúli Thoroddsen). Ólafur Jóhannsson óákv. tíma (Kjart- an R. GuCmundsson). Sigurður S. Magnússon óákv. tíma — (Tryggvi Þorsteinsson). — Það var eins og ég sagði — það voru alltof margir boðnir í brúðkaupsveizluna .... sagði hún. — Ég ætla að biðja yður um að gera eitthvað fyrir heyrnina mína. — Þér hafið farið mannavillt, svaraði doktorinn; ég er doktor í tónlistarfræði en ekki læfcnis- fræði. — Ég veit það vel; — ég hef alls ekki farið mannavillt. Það er nefnilega svo mikil fölsk hljómlist inni í höfðinu á mér!! BLÖÐ OG TÍMARIT Samtíðin, nóvemberheftið er komið út, mjög fjölbreytt og fróðlegt. Það birtir grein um kjarnorkuna og mann kynið eftir Thomas E. Murray, verk fræðing. Fjölbreytta kvennaþætti eftir Freyju. Draumaráðningar. Dægurlaga texta. Samtal við Kristin Finnboga- son, bifreiðasala. Þá er smásaga: Stór menni verða að hafa lífvörð. Fram- haldssagan: Hver var hún? Grein um kvikmyndaleikarann Charlton Heston Ur ríki náttúrunnar, eftir Ingólf Davíðsson, Skákþáttur eftir Guðmund Arnlaugsson. Bridgeþáttur eftir Arna M. Jónsson. Afmælisspádómar fyrir nóvembermánuð. Vísnaþátturinn: Skáldin kváðu. Ur einu 1 annað o. m. fl. Nýtt hefti af FA-blaðinu (Félag á- hugaljósmyndara) er komið út. I blað inu eru greinar um Alþjóðaljósmynda sýningar o. fl. Lýsinga á hröðum film um, Mattskífan í dimmu, félagsmál o. fl. Eg man þig ennþá, er blómin blá svo bleikföl og döpur titra, þá flýgur mín sorg yfir fjöllin há, ég finn mína hjartans þrá. Þótt þú deyir og höfuð þitt hneigir, horfi ég á þig með deyjandi brá. Stjarnan mín varstu, blómin mér barstu blikandi fögur um heldimman sjá Guðmundur Guömundsion: Umboðssalan selur ódýrt! Ullarsokkar . á 1 til 10 ára óskast í umboðssölu. Lítil álagning. ömásala, Laugavegi 81. Aðalfundur Útvegsmannafélags Reykjavíkur verður haldinn í Tjarnarcafé uppi sunnudaginn 6. nóv. M. 2 e.h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstöf. 3TJÓRNIN. Aðalfundur •1 Sjálfstæðiskvennafélagsins Eddu, Kópavogi, verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavik (minni salnum) 31. okt. kl. 9 síðd. Venjuleg aðalfunðarstörf Stjórnin Útbreiðslufundur heldur Náttúrulækningafélag Reykjavikur þriðju- daginn 1. nóv. n.k. kl. 8,30 í Guðspekifélagshúsinu, Ingólfsstræti 22 Reykjavík. D a g s k r á : 1. Erindi: Bjöm L. Jónsson, læknir^ Hvernig verða sjúkdómar umflúnir. 2. Erindi: Árni Ásbjarnarson, framkvæmdastjóri 3. Fluttir þýddir þættir um matarræði ungbarna og fóðartilraunir á dýrum. 4. Einsöngur: Ketill Jensson, óperusöngvari, með undirleik Skúla Halldórssonar, tónskálds. Aðgangur ókeypis. — Allir velkomnir meðan hús- rúm leyíir. — Veittir verða drykkir úr nýjum ávöxtum. STJÓRNIN Unghjónaklúbburinn Félagsskírceini verða afhent félagsmönnum og nýj- um félögum í Silfurtunglinu 2., 3. og 4. nóv. milli kl. 17—20. STJÓRNIN 'i Díeselvélar í bifreiðir Dieselmótorar ásamt gírkössum bæði í vörubíla og fólksbifreiðir, útvegum við með stuttum fyrirvara frá Vestur-Þýzkalandi. — Leyfishafar getum við útvegað allar tegundir fólksbíla, ásamt sendibilum bæði benzín og diesel. — Þeir, sem hafa áhuga, sendi bréflegar beiðni í Box 618 Reykjavík. íbúð tll sölu Glæsileg 4ra herb. íbúð, ásamt 45 ferm. svölum á 9. hæð i Ljósheimum 6. Lyfta. Fullgerð. Upplýs- ingar á staðnum kl. 2—6 í dag og næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.