Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐ1Ð Sunnudagur 30. okt. 1960 Utg.: H.f. Arvakur Reykjavöt Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar-, Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók.: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 23180. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. BETRI REKSTUR INGAÐ til lands er kom- inn norskur sérfræðing- ur í sjávarútvegsmálum, pró- fessor G. M. Gerhardsen. Hann kemur til að kynna sér hag og rekstur íslenzka út- vegsins og gera tillögur, sem stuðlað gætu að hagkvæmni í rekstri og betra skipulagi. Einnig hefur verið frá því skýrt að Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna efni nú til víð- tækra námskeiða til þess að þjálfa starfsfólk í frystihús- um. Eru þar kenndar full- komnustu aðferðir við með- ferð aflans í vinnslustöðvum og gert ráð fyrir að það megi stuðla að betra vinnufyrir- komulagi, afkastaaukningu, en þó fyrst og fremst að meiri vörugæðum. Þessum tilraunum til að nýta betur þann afla, sem að landi berst og fullnýta það gífurlega fjármagn, sem lagt hefur verið í sjávarútveginn ber mjög að fagna. Að und- anförnu hafa verið uppi mikl ar umræður um vandamál sjávarútvegsins og hafa blöð- in stundum verið nokkuð harðskeytt í garð forráða- manna sjávarútvegsmálefna og talið að illa væri farið með aflann. Sú gagnrýni á vafalaust mikinn rétt á sér, en útvegs- maður, sem við ræddum við hafði svör á reiðum höndum. Hann sagði: Blöðin kenna okkur um, en við gætum eins áfellzt blöðin. Þau eru sífellt að tala um aflakónga, en minnast aldrei á þá, sem reyna að færa sem beztan afla að landi, nýta sem bezt veiðarfærin og sýna sparnað og hagáýni í skipstjórn. Sjónarmið þessa útvegs- manns á vafalaust einnig töluverðan rétt á sér, en hitt er þó líklegt, að hvorugur að ilinn, útvegsmenn eða blöðin, eigi sök á því, hve stundum hefur illa farið, heldur sé það bein afleiðing uppbóta- kerfisins, sem stuðlaði að því að menn ysu á land hálf- eða alónýtum fiski. Með afnámi uppbótakerfisins mun verða á þessu grundvallarbreyting, og nú dugar sá bezt, sem get ur flutt að landi góðan afla en ekki hinn, sem illa fer með. VINIR ALÞÝÐU! Sabre-þoturnar þýzku — 50 fetum ofar 4 DÓLF nokkur Petersen, sem lengi hefur verið ná- kunnugur öllum störfum kommúnista hérlendis, ritaði grein í Tímann í fyrradag og í gær birti Morgunblaðið þætti úr þeirri ritsmíð. Er þar lýst hinum óhugnanleg- ustu starfsaðferðum íslenzkra kommúnista, sem eru í nán- um skyldleika við ofbeldis- verk í kommúnistaríkjunum. Líkir greinarhöfundur for- ystumönnum íslenzkra komm únista við alræmda glæpa- hreyfingu, Ku Klux Klan. Öll er þessi lýsing á þann veg, að engum dylst að grein arhöfundur álítur, að íslenzk ir kommúnistar mundu sízt verða eftirbátar sálufélaga sinna austan járntjalds, ef þeir fengju færi á að hrifsa völdin hérlendis. Þá mundi ríkja ógnaröld og hvers kyns glæpaverk vera talin sjálf- sögð. En það er annað, sem sér- stök ástæða er til að minnast á, nú þegar kommúnistar æða fram á völlinn og þykj- ast bera hag íslenzks verka- lýðs fyrir brjósti og krefjast „kjarabóta“ fyrir hann. Af- stöðu þessara höfðingja til alþýðu manna, telur Adólf Petersen bezt lýst í orðum! eins þeirra, sem hljóðuðu svo: „Verkalýðurinn verður að láta sér skiljast að hann get- ur aldrei gert meira en stutt okkur menntamennina upp í valdastöður þjóðfelagsins.“ í þessum orðum felst allur sannleikurinn um verkalýðs- baráttu kommúnista. Hagur verkalýðsins skiptir þá ná- kvæmlega engu máli og meira að segja telja þeir æski legast, að kjör hans séu sem verst, svo að hægt sé um vik að espa til pólitískra verk- falla og helzt þeirra ofbeldis- verka, sem ritstjóri Þjóðvilj- ans kallar „alþingi götunn- ar.“ Þetta er ekki fögur lýs- ing og sjálfsagt mundi hún talin ósönn af kommúnistum, ef Morgunblaðið eitt héldi henni fram, en erfitt verður fyrir þá að sannfæra menn um, að Adólf Petersen þekki ekki þeirra hugsanagang og viti ekki hvað raunverulega vakir fyrir þeim. Þess vegna mættu íslenzk- ir verkamenn gjarnan hafa þessi orð í huga, áður en þeir láta kommúnista hafa sig út í verkföll, sem ekki gætu end- að með öðru en stórtjóni fyr- i ir verkamenn sjálfa. Hylltiir - en stóð stutt við Sekkur ekki f HÖFNINNI í Amsterdam var hér á dögunum sýnt lítið björgunarskip sem þykir hln merkilegasta nýjung. Er það að vonum, því að bátur þessi á ekki að geta sokkið — og voru gerðar tilraunir, er skyldu sanna, að stað- hæfing þessi sé ekki fleipur eitt. Brugðið var sterkum taugum á björgunarskipið og það lagt á hliðina — og jafn vel hvolft alveg. En, hvernig sem að var farið, rétti skipið sig við á örfáum sekúndum — en menn horfðu forviða á. — Björgunarskip þetta verður innan skamms tekið í notkun við eyjuna Tersc- helling, sem oft hefir orðið hart úti í ofviðrum og flóð. uin. MOSKVA, 25. okt. — (Reuter), Nikita Krúsjeff forsætisráðherra var ákaft hylltur er hann kom til fyrsta fundar þings Æðsta ráðsins sem settur var í dag. Krúsjeff stóð ekki lengi við á fundinum, aðeins 15 mínútur, meðan verið var að samiþykkja dagskrá þingsins. Kvaðst hann vera á förum í orlof til Svarta hafsins og myndi hann eyða því með Mikojan. Mílur og sekúndur Þeir mættu orrustuþotunum á 1,100 mílna hraða inu enn heim sanninn um það hvílík nauðsyn er að sameina hina almennu flugumferðar- stjórn og hersins. Hvað eftir annað hefur legið við stór- slysi. Og slys hafa orðið. — Skemmst er að minnast þess, er ítölsk orrustuþota flaug á brezka Viscount-vél með þeim afleiðingum, að 33 fórust. ★ ★ ★ 1 mörgum Evrópulöndum hefur herinn sérstaka flug- umferðarstjórn fyrir sig. Ná- in samvinna á auðvitað að vera við hina almennu flug- umferðarstjórn, en hún verð- ur aldrei jafnörugg og ef öll stjórn væri á einni hendi. Hervélarnar mega að vísu ekki fara inn á flugleiðir far þegavéla nema með sérstöku leyfi. En hraðinn í fluginu er orðinn slíkur, að margar mílur eru aðeins fáeinar sek- úndur. Þess vegna er hætt við því, að út af kunni að bregða. Umferðin er orðin það mikil í loftinu, að víða er beinlínis um þrengsli að ræða. Sá tími er liðinn, að flug- menn geti treyst eigin aug- um og hinna, sem líka eru á flugi. Viðbragðsflýtir manns- ins hefur ekki aukizt til jafns við hraða þotunnar. Ef tvær mætast í sömu hæð sjá flugmennirmr ekki hvor til annars fyrr en sekúndur að- skilja þá. Eru þeir þá nógu fljótir að átta sig? Fyrir því er engin trygging. — ★ — Þess vegna byggist allt á því, að flugumferðarstjórnin sé í öruggum höndum. Nú heyrast háværar kröfur um að herflugvélar verði settar undir sömu stjórn og far- þegavélar í allri Evrópu, vest an járntjalds. Og þess getur ekki orðið langt að bíða, að svo verði. Ekki aðeins vegna Bretadrottningar, heldur vegna þeirra milljóna, sem ferðast árlega með flugvél. um um Evrópu. LITLU munaði, að stór- slys yrði. Aðeins 50 fet skildu þoturnar, þegar þær mættust. Þýzkar orr- ustuþotur annars vegar, Comet-þota Bretadrottn- ingar hins vegar. Saman- lagður hraði var 1,100 mílur. Það má með sanni segja, að litiu hafi munað. ★ ★ ★ Miklu felmtri sló á brezku þjóðina, er þessi fregn barst. Comet-þotan var að koma frá Kaupmannahöfn með drottningu og Filip prins á- samt föruneyti. Þotan var í 30,000 feta hæð yfir landa- mærum V-Þýzkalands og Hol lands. Flugmennirnir sáu allt í einu hvar tvær smáþotur komu æðandi á móti þeim og „strukust" svo að segja við Cometuna. Þetta gerðist allt í einni svipan, en- aðstoðarflug- maðurinn brezki sá samt þýzka krossinn undir vængj- um þotanna. ★ ★ ★ Þessi atburður færir flug- ‘tnálayfirvöldum á meginland UTAN UR HEIMI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.