Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.10.1960, Blaðsíða 16
16 MOnCVNBLAÐIb Sunnudagur 30. ofct. 1960 I. O. G. T. Víkýigur Fundur annað kvöld mánudag W. 8,30 í G.T.-húsinu. Félagsmál. Erindi: Freymóður Jóhannsson, um áfengismálin. önnur mál. Æ. T. St. Dröfn nr. 55 Fundur annað kvöld á venju- legum stað og tima. Spilakvöld. Æ. T. Almennar samkomur. Boðun Fagnaðarerindisins Sunnudagur. — Hörgshlíð 12, Rvík, kl. 8 e.h. — Austurgötu 6, Hafnarfirði kl. 10 f.h. Einar Magnússon fæddur 11. nóv. 1896 dáinn 22. okt. 1960. HINN fyrsta vetrardag andaðist í Landakotsspítala Einar Magnús- son frá Steinsstöðum, en við þann bær var hann jafnan kenndur á uppvaxtarárum okkar. Við vor- um báðir uppaldir á sömu slóð- um og örlögin höguðu því svo að leiðir okkar lágu öðru hvoru saman bæði utan lands og inn og því vil ég minnast hans að leiðarlokum og þakka ljúfar endurminningar. Afvinna 3 stúlkur geta fengið atvinnu nú þegar. Uppl. í verksmiðjunni, Þverholti 17. Vinnufatagerð íslands h.f. Alvinna Viljum ráða góðan trésmið og lipran, áreið- anlegan afgreiðslumann. Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar. Timburverzlunin Volundur hf. Klapparstíg 1 — Sími 1-8430 Afvinna lagtæka iðnaðarmenn vantar nú þegar Stálhusgdgn Vigorelli Zig-Zag saumavél Lítið notuð og nýyfirfarin ítölsk Vigorelli zig-zag saumavél til sölu. Verð kr. 5.000.—■ SMIÐJUBÚÐIN Háteigs veg/Einholt. Hásgagnasmiðir Húsasmiðir Tiésmíðoverkstæði til leigu. Húsnæðið er 300—500 ferm. á jarðhæð.— Mikill vélakostur og áhalda getur fylgt eftir sam- komulagi. — Samvinna um rekstur verkstæðisins getur koinið til greina. Tilboð merkt: „Trésmiðja 1771“, sendist afgr. Mbl. fyrir fimmtudag. Einar Magnússon var fæddur og uppaldinn hér í Reykjavík, son ur hjónanna Magnúsar Einarsson- ar pakkhús'manns við Edinborg- arverzlun og Guðrúnar Guðna- dóttur er lengst af bjuggu að Litlu Steinsstöðum við Smiðju- stíg. Var hann einn af þrem syst- kinnum, en auk þess ólu þau hjón in upp tvö fósturbörn. Magnús sá börnum sínum fyrir góðri menntun og gekk Einar í Verzlunarskólann. Hann var góð- um gáfum gæddur og varð mála- maður góður. Verzlunarskólanám inu hætti hann þó eftir tvö ár og mun því meðal annars hafa valdið það, að um þær mundir dó faðir hans. Það var árið 1914. Það ár hófst heimsstyrjöldin fyrri og henni fylgdi dýrtíð og erfið- leikar, en Einar varð nú fyrir- vinna móður sinnar. Næstu sjö til átta árin vann hann að ýms- um störfum og ferðaðist á þeim árum víða um land, en bjór ann- ars hjá móður sinni. Um 1922 sigldi hann til Kaup. mannahafnar og dvaldi þar næstu ellefu árin. Réðist hann til dansks byggingarmeistara og var hjá honum allan þennan tíma. Þar iærði hann framleiðslu á hverskonar steinsteypuvörum og er heim kom stofnaði hann „Stein steypuna" við Skúlagötu, er hann rak í nokkur ár. I>á tók heilsa hans að bila og seldi hann þá J. Þorláksson & Norðmann fyrir- tækið og hafa þeir rekið það síðan. Einar fékk þó aftur bata á heilsu og vann um skeið í „Stéinsteyþ- unni“ hjá hinum nýju eigendum og síðar hjá „Pípugerðinni" við Rauðarárstíg. Síðustu árin vánn hann að byggingarvinnu og lengst af hjá sömu húsbændum. Um miðjan september s.l kenndi hann fyrir alvöru sjúk- dóms þess er rúmum mánuði síð- ar réð honum að fullu. Þetta er í fáum dráttum æfi- saga Einars Magnússonar. Hún er táknræn fyrir þá kynslóð sem nú er að hverfa. Hún sýnir okkur úngan og áhugasaman mann, sem með takmörkuð efni og menntun brýzt áfram af eigin rammleik er utan til þess að nema það er þjóð hans megi að gagni verða, en hverfur að því búnu heim og læt- ur fæðingarbæ sinn og þjóð njóta þeirrar reynslu og þékking- ar, sem hann hefir aflað sér. Oft hefir hann átti við erfiðleika að stríða, en hnarrreistur stendur hann af sér öll veður meðan kraft ar endast. Þótt skólaganga Einars yrði ekki löng notaðist honum vel af henni. Hann hélt áfram sjálfs- menntun með iestri góðra bóka, því hann var mjög bókelskur. Hann hafði og ágætt minni. Hann var sjálfstæður í skoðunum og at höfnum og fór sínar eigin götur. Hann blandaði lítt geði við óvið- komandi menn, en hann var vinur vina sinna og sérstaklega v.ar hann barngóður. Geta börn og barnabörn systkina hans borið um það. Aldrei giftist Einar þó né eignaðist börn sjálfur. Hús- bændum sínum var hann dyggur og samvizkusamur og duglegur verkmaður. Það var því ekki nema eðlilegt að hann ynni að jafnaði á sama stað. Hann var óskiptur á sama stað. Hann var óskiptur við vinnua, alveg eins og hann var óskiptur við bæk- urnar að dagsverki loknu. Hin síðari árin eignaðist Einar nýtt áhugamál til viðbótar, en það var ljósmyndagerð. í fristund um sínum tók hann myndir hér í fæðingarbæ sínum, einkum af gömlum byggingum og hverfum, sem voru að breyta um svip. Hann, sem um margra ára skeið, hafði unnið í byggingariðnaðin- um og við uppbyggingu bæjarins sá fram á að hið gamla hlaut að hverfa, en við það voru bundnar margar minningar og því vildi hann varðveita myndir af þvL Nú er hann sjálfur horfinn, en minningin lifir um góðan dreng. Helgi Sigurðsson. Cuðmundur Andrésson nírœður Á MORGUN, mánudag 31. októ- ber er Guðmuridur Andrésson fyrrv. bóndi á Ferjubakka 90 ára. — Fæddur á Bjarnastöðum í Hvítársíðu, þar bjuggu þá for- eldrar hans, Andrés Guðmunds- son af Sámstaðaætt og Kolfinna Jakobsdóttir, þau fluttust að Hvassafelii x Norðurárdal 1878, og bjuggu þar lengi síðan. Ári seinna, eða aðeins á 9. ári fór Guðmundur að vinna sér brauð, með því að gerast smali eins og það var þá nefnt, þ. e. að sitja yfir kvíaám að sumrinu hjá Finni og Sveini, feðgum á Háafelli í Dölum vestur. Það varð Guðmundi að láni að lenda á myndarheimili og hjá tryggða fólki, þá hann fór fyrst úr for- eldrahúsum, enda var hann nær óslitið hjá sama ættfólkinu tii þess er hann myndaði sjálftsætt heimili árið 1897 og giftist sama ár Ragnhildi Jónsdóttur frá Vatni í Haukadal, sérlega glæsi- legri, dugnaðar og sæmdarkonu. Fluttist þá að Hvassafelli aftur í sambýli við foreldra sína, var þar eitt ár; fór því næst að Lax- árholti þar var nann þrjú ár og svo að Ferjubakka í Borgar- hreppi og bjó þar í 35 ár, alla tíð sem leiguliði Hætti búskap 1936 og fluttist til Borgarness, byggði þar. hús yfir sig og sína. Dvaldist þar til 1954 að hann fiuttist til Reykjavíkur til dótt- ur sinnar Lilju og tengdaso-’ar E'ríks Kristjánssonar og hefur verið hjá þeim síðan í góðu yf_ irlæti. Guðmundur og Ragnhildur eignuðust 13 börn, tvö dóu ung og piltur um tvitugt. Tíu eru á lífi, sex synir og fjórar dætur, öll vel menntuð og dugleg. Konu sína missti Guðmundur 1943. — Þannig er fáum orðum æviferill hins niræða öldungs. j Mörg hljóta atvikin að vera minnileg á svo iöngum lífsferli, erfiðis og áhyggjustundir ótelj-' andi. Byrja sjálfstæða stöðu íé- jaus, eignast og ala upp án fjár- styrks frá öðrum stóran oarna- hóp og koma öllum vel til veg- ar, enda voru hjónin samhend og hagsýn, áttu miklar birgðir TÉKKNESK VÉIASÍNINE að Seljavegi 2 OPIN DAGLEGA kl. 14—19 AÐGANGUR ÓKEYPIS ki’óilum yiur velkomin á VELASVMIMGUMA HEÐINN lífsorku, bjartsýni og trúar. Guðmundur var óvenju fjór- mikill, snarmenni og ör i lund, viljugur, kappsfullur og hvetj- andi, fljótur til verks að hverju sem hann gekk og trúr í starfi. Glaðsinna jafnan og enn hopp- ar hann og hlær í kunningjahópi og gerir öðrum glatt í sinni. Á þeim árum, er ánauð lá sem þyngst á þeim hjónum, leitaði Guðmundur ýmissa fanga siruim til framfærslu. Fór árum saman í póstferðir að vetrinum frá Borg arnesi til Staðar í Hrútaf'rðí, ýmist sem fylgdarmaður eða hafði alla umsjón. Ók fóður- vörum á sleðum út um sveicir, þegar snjór og harðindi ger.gu yfir í héraðínu. Var í slátur- fjárkaupum að haustinu í íjöl- mörg ár í Borgarfirði og Döium, þá sauðfé var keypt á fæti eítir þunga. Vann að vegagerð haust og vor o. fl. o. fl. Leitaði yfirleitt hverrar vinnu, sem bauðst, át aldrei letinnar brauð. Hann lét þó ekki heimili sitt og umhirðu þess sitja á hakanum átti ætið nóg fóður fyrir búfé sitt. Um- hirða og útlit alls utan húss og innan bar þess vott, enda mun og kona hans hafa átt þar snar- an þátt að svo oft sem Guð- mundur varð að vinna utan heimilis. Með þessu mót kornst hann vel af með sig og sina. Guðmundur er tryggur og traustur maður 1 lund, orðheld- inn og ábyggilegur og engini viefiskati í skoðunum. Hefur fylgst vel með landsmálum, og enn ber við að hann bregður sér á áheyrendapalla á Alþingi til að hlusta á hvað þar fer fram. Mér verða lengi í minni ýmis brosleg atvik i samstarfi við Guðmund, því ailtaf hefur ver- ið líf og fjör í kringum hann. Óska ég honum að svo verði sem lengst. Beztu þakkir, Guðmundur, fyr ir langa, trausta og skemmtilega vináttu. Jón Sumarliðason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.