Morgunblaðið - 09.11.1960, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 09.11.1960, Qupperneq 9
Miðvikudagur 9. nóv. 1960 MORCUNBLAÐIÐ 9 Hann var verkamaður hjá Reykjavíkurhöfn I 35 ár Guðmundur Sæmundsson 90 ára í dag ÞAÐ er án efa óvenjulegt að hitta níræðan mann, sem á manndómsárum sínum var 20 vertíðir á skútu, án þess kæmi brennivín inn fyrir hans varir né tóbaks- lön á handarbak. En því er þannig varið með Guðmund Sæmundsson, einn hinna elztu vérkamanna hér í bæn- um. Guðmundur verður niu- tíu ára í dag. Guðmundur hefur alltaf talið sig Reykvíking, en hingað kom hann er hann var á fjórtánda árinu, og hér hefur hann átt heima síðan, gengið til starfa á landi og sjó. Hann er fyrir nokkrum árum hættur störfum hjá Reykjavíkurhöfn, en þar vann hann samfleytt í 35 ár. — Það eina sem ég lærði sem ungur, var að vinna. Heita má að minn starfsdagur hafi byrjað er ég var sex ára að aldri, þegar faðir minn dó og heimilið leystist upp. Margra hluta vegna tel ég það hafa orðið mér til hins mesta láns, er til Reykjavíkur kom, að ég réðist í vinnu til Árna pósts, en hann hafði póst- ferðirnar vestur í Dali. Þar lágu t. d. leiðir okkar saman, Guð- rúnar, konunnar minnar sálugu, og þar var allur viðurgemingur og aðbúð svo góð, að ég tók fljótt miklum framförum. Og það er óhætt að segja að þó lífsbarátta daglaunaverkamanns- ins í Reykjavík væri oft mjög hörð fyrr á árum, þá hafi mér alltaf liðið vel í Reykjavík. Guðmundur getur nefnt hvern kútterinn á fætur öðrum með nafni viðkomandi skipstjóra, sem hann var á. Ég var á „Soffiu Withley“ í mannskaða- veðrinu mikla er kútter Ingvar fórst á Kjalnestöngum og fleiri kútterar héðan úr bænum týnd- ust með allri áhöfn. Við á „Soffiu Withley" vorum suður í Garðsjó og héldum sjó allan tímann og sluppum við óskadd- aðir úr þeim ósköpum. Og Guðmundur minntist einn- ig veru sinnar hjá Milljónafé- laginu í Viðey. Einu sinni stóð- um við í fiskþvotti í 18 stiga gaddi. Vatnið fraus í körunum er við vorum að vaska fiskinn. Og hann minnist starfa í norsku hvalveiðistöðinni í Ön- undarfirði. — Hvernig stóð á því að þú hresstir þig ekki á brennivíni, ef svo bar undir? — Það skal ég segja þér, sagði Guðmundur. Ég ákvað það er ég byrjaði á skútu að halda brennivíninu í hæfilegri fjar- lægð. Það var ömurleg sjón að sjá, þegar verið var að flytja skútukarlana í böndum frá gömlu bryggjunum og hér út á leguna. Því annars hefðu þeir stokkið í sjóinn eða hvolft und- ir okkur. En þó ég hafi alla tíð verið í bindindi, þá hef ég aldrei í stúku verið. Af allri þeirri erfiðisvinnu, sem Guðmundur stundaði hér í Reykjavík, telur hann saltburð- inn hafa verið þá verstu vinnu, sem lögð hafði verið á nokkurs manns herðar. Þetta var hreinn þrældómur, önnur lýsihg sann- ari er ekki til. Kolaburðurinn úr prömmunum upp í frönsku togarana, sem stundum stóð lát- laust í 40 klst., var hreinasti barnaleikur á móts við helv. saltið? — Varstu þá ekki á móti kola krananum? — Það voru ýmsir karlanna á móti honum, þegar hann kom til skjalanna, en ég var ekki í þeirra hópi. Hann tók líka nokkra vinnu frá mönnum, það var óumflýjanlegt. Margar hús- mæður léttu undir með körlun- um sínum og voru í kolaburði. Voru á meðal þeirra hörkudug- legar konur, sem ekki gáfu karl mönnunum neitt eftir. Nokkuð vann Guðmundur við byggingarvinnu, t. d. við Lands- bankabygginguna. — Hvernig stóð á því að þú gerðist starfsmaður hafnarinnar? — Það var dag nokkurn, að Guðmundur Sæmundsson ég stóð uppi atvinnulaus. Börn- in voru þá orðin sjö talsins. Þá var fyrirsjáanlegt að ólýsanlegir erfiðleikar voru framundan, nema fljótlega rættist úr — og það gerði það, því ég komst í vinnu hjá Reykjavíkurhöfn og þar vann ég samfellt í 35 ár. Geymir Guðmundur margar minningar frá hafnarvinnuárun um, frá því er Ægisgarður var Góður afli NESKAUPSTAÐ, 8. nóvember. Veðráttan hefur verið hagstæð til sjósóknar héðan og afli góður. Nokkrir bátar hófu róðra um miðjan september og í október lok var Þráinn þeirra aflahæstur með 200 tonn, Hafrún hafði 193 tonn og Glófaxi 170 tonn. Ekkert var róið fyrstu viku nóvember vegna veðurs. Nokkr ir bátar, bæði stórir og smáir, eru seldir úr kauptúninu um þess ar mundir. En þrir bátar eru í smíðum erlendis fyrir Neskaup- stað — og nokkrir eru leigðir hingað til vetrarvertíðarinnar. Snjóað hefur í fjöll og er Odds skarð illfært. Reykjafoss lestaði síldarmjöl hér fyrir helgi og norskt skip tók síldarlýsi. •— Fréttaritari Framköllun Kopering I Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu. Fótófix Vesturveri. gerður, þegar uppfyllingin gleypti gömlu steinbryggjuna, og úr grjótnámi hafnarinnar. Guðmundi féll aldrei verk úr hendi. Margir eru þeir sem átt hafa við hann viðskipti. Hann fór í frístundum sínum allt fram á allra síðustu ár, um hin nýju íbúðarhverfi og safnaði þar saman bognum nöglum undir veggjum nýju húsanna. Hann fiskaði þá upp í fötu með hjálp segulstáls. í frístundum á kvöldin, á sunnudögum og jafn- vel í matar- og kaffitímum, tók hann að rétta naglana. Hann seldi síðan kvartelið fyrir óveru legan pening. — Naglar frá mér munu vera um allt land, sagði Guð- mundur og í þessu húsi, Rauða- læk 4, sem tengdasonur minn og dóttir byggðu, eru ekki aðr- ir naglar en frá mér, sagði Guðmundur er við sátum þar yfir kaffi í gær. Þannig hefur Guðmundur ver ið trúr því sem hann lærði þeg- ar í barnæsku: sífellt starfandi, enda tókst honum og konu hans að koma upp stórum barnahópi. í dag ætlar Guðmundur ekki að skála við vini sina er þeir heimsækja hann, að Rauðalæk 4. En að slá í hundavist er annar handleggur, mælisbarnið og hló. sagði af- — ★ — Guðmundur er fæddur að Grjóti í Þverárhlíð, en Guðrún, kona hans, var Jónsdóttir frá Litlu-Tungu í Miðfirði. Þeim varð 8 barna auðið og eru 7 á lífi. í yfir 50 ár bjuggu þau að Hverfisgötu 87. Sv. Þ. Fyrir herra Dísilvélar á Vatnajökli ÞAÐ bar við nýlega að ég var beðinn að snara á norsku grein- um sem stóðu í Morgunblaðinu og Tímanum um leiðangur Jökla rannsóknafélagsins á Vatnajökli nú í haust. Var í greinum þess- um rætt töluvert um þá ný- breytni að nota Massey-Fergu- son traktor á beltum til slíkra jökulferða. Er það að vonum eft- ir því sem frásögn greinir um árangur þessarar ferðar. í annari greininni í Tímanum — 18. október — þær voru tvær — er sérstaklega rætt um hve vel dísilvél traktorsins hafi reynzt í harðræðum þessum, raunar var frostið ekki nema um 15 gráður, og má það víst telj- ast lítið á Vatnajökii, og með veður virðast leiðangursmenn hafa verið heldur heppnir. En sem sagt traktorinn með dísilvél reyndist vel, mótorinn öruggur og sparneytinn. — En svo segir: „Þetta hefur víst aldrei verið prófað, því þarna á suðurskaut- inu, þá voru þeir með þessi belti, en við vitum ekki til að þeir hafi verið með dísilvélar". Hér skýtur nokkuð skökku við. Vitanlega hafa dísilvélar verið reyndar fyrr á jöklum, og í vetrarferðum á snjó. En það sem gefur sérstakt tilefni til þess að leiðrétta missögnina er sú staðreynd, að dísiltraktorar hafa verið reyndir áður einmitt á Vatnajökli, þótt ekki væru það Massey-Fergusontraktorar. Þetta mætti blaðamönnum og raunar öllum almenningi vera minnis- stætt, þótt nú séu liðin níu ár frá því að slík „tilraun" var gerð. — En tilraunin var ekkert smávægileg og tókst svo vel að hún er óafmáanlega skráð í sögu íslenzkra jöklaleiðangra. Ég á við leiðangur Loftleiða er þeir á útmánuðum 1951 sóttu amerísku björgunarflugvélina upp í Bárðarbungu, svo sem frægt er orðið. Án þess vélakosts sem þá var notaður til ferðar og flutninga og við að grafa flug- vélina úr fönn, draga hana niður af jöklinum og við að gera flug- braut við Fljótsodda — hefði þetta allt verið vonlaust og óframkvæmanlegt. Litlir traktor ar hefðu ekki heldur valdið verk efninu. Þess vegna voru notaðir vænir dísiltraktorar, einn belta- traktor Caterpillar D-4 og einn International TD-9 (jarðýtur). í þessum leðiangri var sannarlega reynt svo ekki var um að villast, að byggja má örugglega á dísii vélum við ferðir á Vatnajökh og það þótt til harðræða dragi. Ef ég man rétt var leiðangurinn úti í 30 daga, þeir fengu um 30 gráðu frost þegar mest var og stórhríðargusur svo að um munaði. — Þar fékkst sannar- lega reynsla sem ekki lætur að sér hæða. Hin ágæta reynsla 1951 breyt- ir auðvitað engu um það, að leið- angur Jöklarannsóknafélagsins nú í haust hefir leitt í Ijós að ,,venjulegir“, léttir og liðlegir dísiltraktorar á beltum eru hið vænlegasta farartæki í jökul- ferðum. Slíkt er mikilvægt, það er aðalatriðið, hitt er ekki nýtt og kom ekki á óvart að dísilvél- ar þola harðviðrin á jöklinum og reynast öruggar ef skynsam- lega er með þær farið og vel um þær hirt. En línur þessar skrifa ég til leiðréttingar sökum þess að enginn ástæða er til að slá striki yfir traktorferðina og af- rekin — það má hiklaust nefna það svo — á Vatnajökli í apríl — maí 1951. 1. nóvember 1960 Árni G. Eylands. Vil taka að láni 50 Jbús. kr. til 6 mán. Örugg trygging fyr ir hendi. Listhafendur sendið nöfn sín til Mbl. á föstud. 11. nóv. merkt. ,,Lán - nr. — 1157“ SVFR Skemmtikvöld fyrir félagsmenn og gesti verður í Þjóðleikhús- kjallaranum föstudaginn 11. nóv. kl. 8,30 e.h. Til skemnitunar: Kvikmynd, Dans og fl. Aðgöngurniðar fást hjá Veiðimanninum, Hans Peter- sen og Verzl. Sport. STANGAVEIÐIFÉLAG KEYKJAVlKUR Skemmtinefnd. SHAMPO í bæjarins mesta úrvali. HÁRKREM HÁROLÍA FLÖSUHREINSA NDI hárvatn RAKKREM í túbum RAKKREM í sprautu- könnum RAKKREM í krukkum RAKKREM í stöngum RAKVÉLAR RAKKÚSTAR RAKBLÖÐ Eftir rakstur Rakspeglar Álúnstifti • Tannburstar með ekta burst Nylon tannburstar Tannkrem IjSFmFniic Bankastræti 7 A T H U G I Ð að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en í öðrum blöðum. — Bifreiðasalan Sími 11025. Volkswagen ’56 í mjög góðu standi. Dodge ’53 pick up í ágætu standi og í góðu verði. Opel Record ’58 sérlega glæsi- legur. Opel Kapitan ’59 lítið ekinn Skipti á ódýrari bifreið. Packard ’40 í ótrúlf^d góðu á- standi — Má greiðast með skuldabréfi. Bifreiðasala — Simi 11025 BlimilNN við Vitatorg. — Sími 12-500 Volkswagen ’58, svartur, mjög góður bílL Chevrolet ’50 Rússajeppi ’59 Ford sendiferðabíll ’55. Höfum ávalt mikið úrval af öllum gerðum bifreiða. BÍUSUINN við Vitatorg. — Simi 12500. Vörubilar CHEVROLET ’59 BENZ ’57 5 tonna VOLVO ’55 5 tonna DODGE ’55 CHEVROLET ’55 FORD ’55 og ’57 Einnig allar gerðir af eldri vörubilum. m eÍL/VSALAN Ingólfsstræti 11 Simi 15-0-14 og 2-31-36 Aðalstræti 16 — Sími 19181

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.