Morgunblaðið - 13.11.1960, Síða 6
6
MOKGUISBLAÐIÐ
Sunnudagur 13. nóv. 1960
Larsdssamband verzSunar-
*
manna og A.8.I.
VEGNA viðtals í í>jóðviljanum
sl. föstudag við tvo forystumenn
£ Alþýðusambandi íslands um
inntökubeiðni Landssambands
ísl. verzlunarmanna í ASÍ vill
stjórn LÍV taka þetta fram:
Stjóm LÍV vísar til þeirra
raka, sem hún færði fram fyrir
inntökubeiðni sinni og birtist í
blöðum fyrir skemmstu. Þau
veigamiklu rök standa öll óhögg
uð og ekki gerð tilraun til að
hrekja þau í fyrrgreindu viðtali.
Orðræður forystumannanna
um að samtök verzlunarfólks
séu ekki þann veg skipuð að
sambærilegt sé við önnur félög
eða samtök innan ASÍ eru ó-
sannindi og er stjórn LÍV reiðu-
búin að ræða það mál á hvaða
vettvangi sem er. Þetta eru mjög
óviðfelldnar dylgjur af hálfu
þessara forystumanna.
Forystumennimir segja að
meðan þannig sé ástatt fyrir
LlV þá „getur það að sjálfsögðu'
ekki orðið aðili að Alþýðusam-
bandinu.“ Nú hefir inntöku-
beiðni okkar legið fyrir mið-
stjórn ASÍ í marga mánuði. —
Hvers vegna hefir henni ekki
verið vísað frá, fyrst að á skipu
lagi LÍV eru slíkir annmarkar,
að það geti „að sjálfsögðu ekki
orðið aðili að Alþýðusamband-
inu“? Það hefði verið eðlilegra,
ef slíkir annmarkar eru á, að
benda LÍV strax á þá, þannig
að þeim hefði mátt kippa í lag.
Það liggur í augum uppi, að
LlV er engan veginn öðru vísi
saman sett en hin einstöku félög
þess, félög, sem eru og hafa ver-
iS sum hver í ASÍ um árabil
með góðu samþykki allra aðila.
Og enn má taka fram, að í
LlV er nákvæmlega’ sams konar
fólk eins og í verzlunarmanna-
samtökum á öðrum Norðurlönd-
um, sem öll eru í alþýðusam-
böndum viðkomandi landa.
Það má af máli forystumann-
anna skilja ,að þeir telji höfuð-
atriði, að fyrirhugaðri skipulags-
breytingu ASÍ verði að ráða til
lykta áður en LÍV fær inn-
göngu, þar sem LÍV geti haft
úrslitaáhrif á gang þess máls.
Ef þetta á að heita röksemd
gegn inngöngu LÍV þá lýsir hún
a. m. k. ekki lýðræðislegum
hugsunarhætti. Að LÍV eigi að
vera útilokað frá ASl af þeim
sökum, að það geti haft áhrif
og jafnvel úrslitaáhrif á gang
mála innan ASÍ er röksemda-
færsla sem engu tali tekur.
Hitt er svo annað mál að til
að forða árekstri í sambandi við
afgreiðslu skipulagsmála ASÍ, þá
mun stjórn LÍV beita sér fyrir
því að gefin verði sú yfirlýsing
af hálfu allra væntanlegra full-
trúa LÍV á 27. þingi ASÍ, að
þeir muni á engan hátt eiga
hlut að afgreiðslu skipulagsmál-
anna á þinginu.
Þá geta forystumennirnir þess
í viðtali sínu, að verzlunarfólk
þurfi vissulega á stuðningi að
halda í kjarabaráttunni, en þann
stuðning sé hægt að veita sam-
tökum verzlunarfólks, þótt þau
standi utan við ASÍ. A að skilja
þetta sem svo, að þessir for-
ystumenn telji það engu máli
skipta fyrir verkalýðsfélög hvort
þau eru aðilar að ASÍ eða ekki?
Undir slíkt vill stjóm LÍV ekki
skrifa og er nær að halda, að
slík „röksemdafærsla" sé fram
sett meir af vilja en meiningu.
Stjóm LÍV harmar, að um
þetta mál skuli spinnast deilur.
Hún hefði a.m.k. sjálf kosið að
standa utan við þær, en fær
ekki orða bundizt þegar svo
augljóslega er hallað réttu máli
-sem gert var í Þjóðviljanum af
tveimur forystumönnum ASÍ.
Stjórn Landssambands
ísl. verzlunarmanna.
Fjórðu nemendatón-
leikar V. M. Dementz
HINIR árlegu nemendatónleikar
Dementz eru að verða fastur og
ekki ómerkur þáttur í tónlistar-
lífi höfuðstaðarins. Þeir síðustu
og fjórðu í röðinni voru haldnir
í Austurbæjarbíói 2. þ. m. og
með töluverðum glæsibrag.
Fyrst sungu fjórir einsöngvar-
ar, en sá fimmti, sem talinn
var á söngskrá, gat ekki mætt
vegna lasleika. Þessir nemend-
ur voru: Þórunn Olafsdóttir
(sópran), Birgir Halldórsson
(tenór), Erlingur Vigfússon
(tenór), Hulda Viktorsdóttir
(sópran). Allt þetta fólk sýndi
dugnað og vaxandi kimnáttu.
Þá söng kvennakór og kom
þar fram sem einsöngvari hin
ágæta sópransöngkona Snæ-
björg Snæbjamar, sem söng aríu
úr La favorita eftir Donizetti.
Var söngur hennar mjög glæsi-
legur, svo og íramkoma öll.
Næst söng karlakór og með
honum einsöngvararnir Hjálm-
ar Kjartansson, Snæbjörg Snæ-
bjarnar og Jón Sigurbjörnsson.
Þeir Jón og Hjálmar eru löngu
þekktir sem góðir bassasöngvar-
* Um almennings-
vagna
Maður nokkur skrifar eft-
irfarandi undir dulnefninu
„Vitaljós":
Nú að undanfömu hafa
birzt í Þjóðviljanum heil-
miklar ritsmíðar um rekstur
SVR, sem út af fyrir sig væti
ekki í frásógur færandi, þar
sem þetta fyrirtæki er svo
snar þáttur í daglegu lífi borg
arbúa, ef þær byggðust ekki
allar á frámunalegu þekking-
arleysi, ásamt útblásnum
hroka greinarhöfundar, svo
vægt sé að orði komizt. Þar
sem greinarhöfundur vill í
þekkingarleysi sínu gerbylta
öllu skipulagi SVR, sem byggt
er upp samkvæmt margra ára
reynslu þeirra sem strætis-
vagnana reka, þá þykir mér
rétt að koma á áframfæri eft-
irfrandi klausu, sem tekin er
orðrétt upp úr greininni, sem
netnist „Atk. á bifreiðaum-
ferð í Rvík, eftir Lawrence
J. Hoffman, umferðarsérfræð
ing I.C.A.
ar. Rödd Hjálmars er mikil og
óvenjufögur. Hann hefur tekið
miklum framförum á síðustu ár-
um og röddin vaxið bæði að
gæðum og öryggi.
Loks sameinaðist kvennakór-
inn og karlakórinn í voldugan
samkór. Skapaði það skemmti-
legan lokaþátt þessara ágætu
nemendatónleika eftir ágætan
stíganda þeirra frá upphafi til
enda.
Hið ágæta starf Dementz við
söngkennslu og raddþjálfun naut
sín eigi síður í kórsöngnum en
í afrekum einsöngvaranna og er
íslenzku sönglífi mikill fengur
að slíkum manni. Dementz á þó
ekki einn allt lofið. Kórstjórn
Hriberschek var nákvæm, örugg
og full af túlkunargleði og und-
irleikur Ásgeirs Beinteinssonar
háttvís og smekklegur.
Listafólkið fékk hinar ágæt-
ustu viðtöökur og að verðleik-
um. Húsið mátti heita fullsetið
og sýnir það að bæjarbúar fylgj
ast af áhuga með starfi þessara
manna. Víkar.
* Létta umferðina
í miðbænum
„Það er heppilegt fyrir
Reykjavík að hafa eins vel
þróað fólksflutningakerfi og
SVR, sem flytur 60.0Ö0 far-
þega á dag. Það mundi þurfa
um 40.000 bifreiðir á dag, til
að anna þessum fólksflutning-
um í einkabifreiðum og
myndi það bæta á göturnar,
sem að miðbænum liggja 377
farartækjum á klukkustund,
13 stunda tímabil. Eins og er,
Þolinmæði
EINHVERJU sinni var Pitt, forsætisráðherra Eng-
lands, spurður:
„Hvaða dyggð er það, sem stjórnmálamaður ætti
fyrst og fremst að vera gæddur? Er það viljaþrek?
Er það skilningur?“
„Nei“, svaraði Pitt. „Það er þolinmæði“.
Að sjálfsögðu nægir þolinmæðin ekki ein. Gáfur
þurfa líka að vera. En gáfumaður, sem skorti þolin-
mæði, kæmist ekki langt. Listamaður getur haft frá-
bært hugmyndaflug; hann getur haft ágætan fegurð-
arsmekk. En ef hann hefur enga þolinmæði til
brunns að bera, þá framleiðir hann aldrei mikið
l’staverk. Balzac og Tolstoi voru menn, sem skyndi-
lega. eins og í snöggu leiftri, gátu séð fyrir sér efni
skáldsögunnar. Samt var leiðin sem fara burfti, áð-
ur en skáldsagan var fullgerð, mjög löng. Það tákn-
aði, að skrifa þurfti tvöhundruð þúsund, stundum
fimmhundruð þúsund orð. Það táknaði að lýsa þurfti
tvö hundruð persónum. Það táknaði, að bókinni
myndi þurfa að breyta tíu sinnum. Hugvitsmaður-
inn verður að vera gæddur ótakmörkuðu vinnuþreki.
Mikil vísindaleg uppgötvun er stundum gerð á
nokkrum sekúndum, en það er alltaf vegna þess, að
vísindamaðurinn hafði beðið eftir þessu blessaða
augnabliki allt sitt líf. Reyndur málari eins og Pi-
casso, getur málað á fáum klukkustundum mynd,
sem myndi seljast á miög háu verði, en ef maður
segði við hann: „Það tók þig ekki langan tíma að
mála þessa mvnd“ Þá gæti hann sagt með fyllsta
rétti, eins og Whistler gerði einu sinni: „Það tók mig
fimmtán ár“.
Þolinmæðin er jafnvel enn nauðsynlegri, þeffar
verkið sem vinna þarf er samstarf. Leikritaskáldið
er háð leikstjóranum, leikurunum, skreytinga-
mönnum, leiktjaldamálurum. Það verður að taka
tillit til hæfileikans og einnig til stygglyndis og við-
kvænani hvers karls og hverrar konu. Kvikmynda-
stjórinn verður að samrýma þörfina á tækni, fjár-
munum og kunnáttu. Fljótt á litið virðist bað ófram-
kvæmanlegt verk, en vegna kíaftaverka bolinmæð-
innar tekst það og, ef allt gengur vel, getur árang-
urinn af hinni löngu baráttu orðið listaverk.
Jafnvel verstar eru þó aðstæður hins mikla at-
hafnamanns, í stjórnmálum eða viðskiptum. Hann
samdi áætlanir sínar mjög nákvæmlega, þaulhugs-
aði hvert atriði. En þrátt fyrir aðgætni sína og
ástundun, þá á hann allt sitt undir manni. sem skil-
ur ekki fyrirskipanirnar, æði mannfjöldans, ótta
hersins, jarðskjálfta eða óveðri. Maður sem hóf um-
fangsmikla kaupsýslu og hafði ástæðu til að telja
hana vel heppnaða, getur allt í einu fundið sjálfan
sig gjaldþrota, vegna þess að verðið lækkaði. Þá er
ekki um annað að ræða, en að byrja allt að nýju.
Samningamaðurinn, sem sér dúk friðarins, sem hann
hafði ofið með alúð og umhyggjusemi, rifinn sundur
af andstæðum ofsa, hvað getur hann gert annað en
tínt upp þræðina og byrjað að nýju? Þolinmæði er
ekki aðeins dyggð; án hennar koma allar aðrar
dyggðir að litlu haldi....
■
1
anna þessu 30 almenniags-
vagnar, sem fara um 35 ferð-
ir á klukkustund. Mikilsvert
er, að fyrirtæki eins og SVR
leyfist að hafa miðstöð í mið-
bænum. Þótt þeir sem ekki
ferðast með strætisvögnunum
mundu sennilega ekki fallast
á þetta, er velferð þeirra höíð
í huga.
A
FERDINAIMR
☆
Gatnakerfi ReykjavíSur get
ur ekki í fyrirsjáanlegri fxam
tíð tekið fólksflutninga í
einkabifreiðum. í Bandarikj-
unum hefur oft reynzt óger-
legt að flytja alla í einkabif-
reiðum á miðsvæði borga
vegna takmarkaðra afkasra
þarliggjandi gatna og bifveiða
stæði. Þess vegna er lagt til
að miðstöð SVR verði áfram
miðsvæðis við Lækjartorg og
Kalkofnsveg".
Mér finnst að þessi grein-
argerð, sem gerð er 1959, taú
sínu máli nægilega skýrt, og
bæti ég því ekki við það að
• Endist alla ævi yðar
Úr því við erum að ræða
umferðarmál, dettur mér í
hug ágætt aðvörunarmerki til
bifreiðarstjóra, sem sett var
upp á bæjarmörkum banda-
rísks smábæjar. Þar stóð: —
Ef þér akið nægilega hratt,
þá endist þessi bíll yður alla
ævii