Morgunblaðið - 13.11.1960, Page 10

Morgunblaðið - 13.11.1960, Page 10
10 MORCUNRLAÐIÐ Sunnudaeur 13. nóv. 1960 iárgreiðslur fyrr og nú EFTIR 1714 er hárgreiðslan mjög fyrirferðarlítil og hárið klesst umhverfis höfuðið og hulið með smá knipplingshúf um. Þegar krinól.íntízkan reis sem haest var hárgreiðslan mjög kollhúfuleg. En er krinó línið varð minna (á 6. og 7. tug aldarinnar) kemur háa hárgreiðslan aftur fram í dags ljósið, hárið er sett upp, „túberað“ yfir ennið og aft- ur fyrir eyrun og hangir í löngum lokkum, sem falla fram yfir axlirnar. Hárupp- setningin vex gríðarlega og komu fram í henni allskonar tilbrigði, t.d. var hárið skreytt með sveitabæjum, kúm, fé og hjarðmönnum, baendum við plóg og sáningu, o. s. frv. Og það er sagt, að glaesilegasta skip franska fLotans hafi verið það, sem Marie Antoniette bar í hárinu. Svo há var uppsetn- ingin, að haka var miðpunkt urinn milli kollsins og skónna. Árið 1776 varð að hækka inn ganginn í St. Pauls dómkirkj unni í London, svo að hirð- meyjarnar gætu sótt guðsþjón ustu þangað. Á dansleikjum urðu konurnar að gæta þess að festa ekki hárið í ljósa- krónunum — fleiri en ein hárgreiðsla leystist upp af þessum sökum og fyllti dans salinn ló. Uppistaða hárgreiðslunnar var grind úr stáli og þæfa, og það tók margar klukkustund ir að leggja hárið. Jafnvel hin Það tók margar klukkustundir aS leggja há’-’ð á hefðar- konum rokoko-tímabilsins, enda mikið verk og erfitt, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. ar tignustu dömur fengu að- eins lagningu einu sinni í víku eða hálfsmánaðarlega, milli- stéttarkonur einu sinni í mán uði eða sjaldnar. Milli þess var hárið ekki greitt. Þá voru full not fyrir klórur úr silfri, gulli eða fílabeini, sem náðu inn að hárssverðinum. Um 1775 var hætt að flétta hárgreiðsluna með hári við- komandi konu, grindin með gervihárinu var sett á höfuðið eins og húfa og eðlilega hárið fékk leyfi til að hanga laust á hrygginn. ★ Þannig lýsir R. Broby-Jo- hansen hárgreiðslu 18. aldar (Rokoko-tímans) í bók sinni „Krop og klær“. Til þessarar frásagnar mættu þær hugsa, sem standa kófsveittar fyrir framan spegilinn nú og berj- ast við að halda hárinu nógu loftmiklu og háu, eins og tízka hefur verið undanfarið ár. Það gengur að vísu nógu erfiðlega hjá sumum, sérstaklega þeg ar hárið er orðið feitt og ó- hreint. Þá er næsta ómögu- legt að halda því í þeim skorð um sem tizkan krefst, þrátt fyrir hárlakk, „túberingu“ o. fl. En hvað er það á móti þeim ósköpum sem kynsystur þeirra á 18. öld máttu leggja á sig til að uppfyl.la kröfum tízkunnar? Ýmsar hafa þó far ið að þeirra ráðum og fengið sér hárkollu. Það er rétt, hárgreiðslan hækkaði ískyggilega mikið á seinasta ári. Svo mikið að menn voru farnir að velta því fyrir sér, hvort sagan frá rokokotímabilinu myndi end- urtaka sig. Þeim létti því stór um, þegar hárskerum kom saman um haustið 1960 að hárgreiðslan ætti að lækka. — Nú eru það skærin, sem eru nauðsynlegustu áhöldin, sögðu hárskerarnir. Stutt hár er klæðilegra en sítt, þó ekki drengjakollur. Sú hárgreiðsla, sem mestra vinsælda nýtur um þessar mundir, er svonefnd kommu- greiðsla, þ. e. a. s. harið ligg ur ekki eins og þungur hjálm Ur yfir höfðinu heidur er hárið greitt slétt, því lyft létti lega að ofan en fellur þétt að hnakkanum. Hárið reis mjög hátt fyrri hluta ársins 1960 og lá eins og þungur hjálmur yfir höfðinu. Kommuhárgreiðslan nýtur mestra vinsælda nú. ★ Margir telja, að hin thai- lenzka drottning Sirikit hafi haft áhrif á hárgreiðslutízk- una að þessu sinni. Hún hefur vakið óskipta athygli allra á hnattferðalagi sínu í sumar, konur um víða veröld dást að henni og apa eftir henni, bæðú föt og annað, og greiða þá að' sjálfsögðu hárið á eins lát- lausan hátt og drottning Thai lands. Athugasemd LÖGREGLUSTJÓRINN á Ke^.a- víkurflugvelli gerir í gær at- hugasemd við grein mína I Morgunblaðinu um árekstrana á Keflavíkurflugvelli. Telur hann þar að orðrómur sá er ég minntist á, um af- greiðslur mála hjá íslenzkum yfirvöldum, væri ekki á rökum reistur og upplýsir að 90% af þeim kærum sem embætti hans hafa borizt hafi verið afgreidd- ar þaðan frá embættinu, en upp lýsir því miður ekki hve mikl- um hluta þeirra hafi verið vísað til annara embættismanna. Lögreglustjórinn upplýsir einn ig að nú standi til að taka upp á ný sameiginlegt umferðar- eftirlit á flugvallarsvæðinu, og eru það góð tíðindi fyrir alla þá er haft hafa áhyggjur af þróun þessara mála undanfarið, væri þá ekki úr vegi að taka einnig upp strangara bifreiðaeftirlit, því margar bifreiðar hafa verið þar í notkun sem ekki hafa upp- fyllt lágmarkskrófur um öryggi. Lýsir hann og yfir því að allir séu jafnir fyrir lögunum hjá embætti hans og er það gleðilegt að vita, en betra væri að hann gæti þaggað algerlega niður þann þráláta orðróm um að svo sé ekki. Því orðrómur, þótt ó- sannur 'sé, er jafn skaðlegur ef honum er ekki eytt, eins og eí hann væri á rökum reistur. Þennan orðróm get ég ekki þaggað niður, þótt feginn vildi, til þess hef ég ekki jafn greiðan aðgang að embættisskjölum lög- reglustjórans á Keflavíkurflug- velli og Þjóðviljamenn og sendi- sveinar þeirra virðast hafa haft til þessa. Eg vil svo að lokum þakka lögreglustjóranum fyrir upplýs- ingar hans og þótt að okkur kunni ef til vill að greina á um leiðir til að bæta sambúðina við varnarliðið vona ég að hann sé mér sammála um að leggja verði áherzlu á að koma í veg fyrir árekstra og eyða hverjum þeim orðrómi er upp kemur um slælega afgreiðslu mála þar syðra. Ef að þessi skrif mín hafa orðið til að varpa einhverju ljósi á gang mála á Keflavíkur- flugvelli, og stuðla að því að raunhæfar aðgerðir verði þar gerðar í umferðarmálum, þá er tilgangi mínum náð. Hafnarfirði, 12. nóv. 1960 Þorgrímur Halldórsson. Athugosemd um iðnuðaihallir Réttur verzlunarmanna er skýlaus — segja Egg^rf Þorsteinsson og Oskar Hallgrímsson „LANDSSAMBAND ísl. verzlunarmanna á skýlausan rétt til inngöngn í Alþýðu- samband íslands“, sögðu þeir Eggert Þorsteinsson og Ósk- ar Hallgrímsson, miðstjórn- armenn ASÍ, er Mbl. hafði tal af þeim í gær. Kommúnistar á móti í september var inntökubeiðni LÍV visað til milliþinganefndar ASÍ í skipulagsmálum. Þann 10. þ.m. tók nefndin málið fyrir og klofnaði í afstöðunni til þess. Þeir Óskar Hallgrímsson, Jón Sigurðsson og Eggert Þorsteins- on vildu mæla með inntöku LV, en Eðvarð Sigurðsson, Snorri Jónsson og Tryggvi Helgason voru á móti. Báru þeir fyrir sig, að ekki væri hægt að taka svona stór samtök inn í ASÍ meðan skipulagsmálin væru óútkljáð. Samkvæmt lögunum Um þetta sögðu þeir Eggert og Óskar: „Þetta eru rakaleysur kommúnista, því fyrir eru í At- þýðusambandinu margs konar hliðstæð samtök, t. d. Sjómanna- sambandið. Þetta er því engin forsenda fyrir jafnábyrgðar- mikilli neitun og raun bert vitni, því um er að ræða þúsundir manna, sem hafa einna lökustu launin“. — „Við teljum því, að sam- bandsþinginu beri að samþykkja inntökubeiðni LÍV, sem á ský- lausan rétt til aðiidar. Samkvæmt logum sambandsins á það að vera opið öllum launþegum". Álit milliþinganefndarinnar i var svo lagt fyrir miðstjórn Al- þýðusambands Islands í gær. Þar 1 samþykktu kommúnistar í krafti síns meirihluta afstöðuna, sem þeir höfðu tekið í nefndinni. Miðstjórnarmenn kommúnista eru: Hannibal Valdimarsson, Eð- varð Sigurðsson, Snorri Jónsson, Benedikt Davíðsson og Einar Ög mundsson. Meðmæltir upptöku LÍV voru: Óskar Hallgrímsson, Jóhanna Egilsdóttir, Sigurrós Sveinsdóttir og Eggert Þorsteinsson. Börðust gegn sjómanna- sambandinu — ,,Nú reynir á sambandsþing- ið sjálft“, héldu þeir Eggert og Óskar áfram. „Það verður að vænta þess, að meirihluti sam- bandsþings láti sjónmarmið al- þýðusamtakanna og lagalegar skyldur sitja í fyrirrúmi fyrir pólitískum stunddrhagsmunum. Verzlunarmenn eiga tvímælalaus an rétt til inngöngu og minna má á það, að þessir sömu aðilar, börðust gegn upptöku Sjómanna- sambandsins á síðasta þingi ASÍ. „Enda þótt kommúnistar næðu þá meirihluta í ýmsum öðrum | málum á síðasta þingi, þá gátu þeir, ekki hindrað upptöku Sjó- 1 mannasambandsins". FORM. L.Í.Ú., Sverrir Júlíusson, ræðir um, að byggðar hafi verið „iðnaðarhallir, þótt talað sé um gjaldeyrissparandi iðnað, sem þó kallar alltaf á erlendan gjaldeyri sér til framdráttar", í erindi sínu til aðalfundar L.Í.Ú., sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Mun þó mörgum erfitt reynast að koma auga á allar þær „hallir", sem iðnaðurinn hefur byggt á undan förnum árum. Samkvæmt tölum Framkvæmdabankans var hlut- deild iðnaðarins í fjármunamynd uninni árin 1954—57, alls 277,6 m. kr. eða 5,5% á móti sjávar- útvegi og fiskiðnaði með 446,2 m. kr. eða 8,9% og landbúnaði 842,1 m. kr. eða 16,8%. Á sama tíma fer 35,8% fjármunamyndunarinni ar fram í íbúðarhúsum. Þótt hér sé um fjármunamyndun að ræða á aðeins fjögurra ára tímabili, liggur í augum uppi, að „hallir“ iðnaðarins og innbú hljóti að skorta eitthvað af þeirri reisn, sem prýðir íverustaði flestra ann arra atvinnuvega, ef miðað er við fjölda starfandi fólks. Á síð- asta áratug hefur iðnaðurinn oxð ið að berjast við skilningsleysi yfirvalda í fjárfestingar-, inn- flutnings- og lánamálum með þeim árangri, að mikill fjöldi jafnvel gamalla og gróinna iðn- fyrirtækja starfar í dag í ófull- komnu húsnæði með ófullkomn- um vélakosti og takmörkuðu starfsfé. Síðan er iðnaðinum bór- ið á brýn, að hann eigi enga fram tíð fyrir sér í samkeppni við er- lendan iðnað. Mundi ekki öðrum bregða við sömu aðstæður? Ég býst samt við, að engin i iðnrekandi óski sjávarútvegi og fiskiðnaði þeirrar aðstöðu og þess skilningsskorts, sem þeir sjálfir hafa átt við að stríða und anfarin ár. Hvað viðvíkur gjaldeyrisþörf iðnaðarins, liggur í augum uppi, að hráefnasnautt land þarf að flytja inn þau hráefni, sem iðn- aðurinn notar við framleiðslu sína og er ástæðulaust að fyrir- verða sig fyrir það, enda gera öll önnur lönd þetta i ríkum mæli, ekki sízt t.d. Danmörk og Hol- land, sem bæði eru mikil iðnað- arlönd. Aðalatriðið er, að at- vinnuvegir fái tækifæri til að starfa á jafnréttisgrundvelli og að gott samstarf ríki á milli þeirra. Því betra sem samstarfið er, því örari verður efnahagsþró- unin og sterkara þjóðarbúið. Reykjavík, 11. nóv. 1960 Helgi Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.