Morgunblaðið - 13.11.1960, Qupperneq 15
Sunnudagur 13. nóv. 1960
M nttcriN BL ÁÐIÐ
15
Hvernig sem fer fyrir Lum-
umba í Kongo, þá er hann bú-
inn að fá nafn
sem lifir. Eitt af
stóru fyrirtækj-
unum í París,
sem framleiðir
efni í tízkukjóla
er búið að setja
í markaðinn nýj
an dökkbrúnan
lit á kvöld-
kjólaefni — og
hefur skýrt hann Lumumba. —
★
Svissneskur úrsmiður er bú-
inn að fá skemmtilegt viðfangs-
efni. — Nasser
hefur kallað
hann til Egypta
lands, til að
gera þar við
klukku. Þetta er
Eræg klukka, eft
irlíking stjörnu-
klukkunnar í
dómkirkjunni í
Strassbourg. Ár-
ið 1945 gaf Lúðvík Filipus Mhe-
hemet Aly klukkuna og sá síð-
arnefndi lét koma henni fyrir
í höll sinni. Klukkan gekk eins
og — ja, eins og klukka — í
fjöldamörg ár. En daginn sem
Farouk fór frá völdum, stanz-
aði hún og enginn egypzkur
úrsmiður hefur getað komið
henni aftur af stað. Egyptar
eru ekki síður hjátrúarfullir en
aðrir og nú ganga þær sögur
að klukkan fari ekki aftur í
gang fyrr en Farouk sezt aftur
að völdum. Þetta hvískur fer
í taugarnar á Nasser, og hann
er búinn að heita sjálfum sér
—■ að hann skuli bara sýna
þeim.-------
Þetta er fólk, sem alltaf er í
fréttunum og alltaf undir smá-
sjá blaðaljósmyndaranna. Þau
eru: Anna litla prinsessa, Elísa-
bet Englandsdrottning, Elísabet
drottningarmóðir og Charles
litli prins. Það er ekki gaman
að þurfa að sitja tímunum sam-
an við einhverja hátíðlega at-
höfn og eiga á hættu að misk-
unnarlausar ljósmyndir festi allt
sem aflaga fer á filmu.
★
Konur eru orðnar leiðar á
bandaríska listanum yfir 10
bezt klæddu konur heimsins,
árlega er
út frá
York. Nú
forseti Fé
[ags bandarískra
tízkufrömuða
sent frá sér
lista yfir verst
klæddu konur
heims, svona til
tilbreytingar. Á
listanum eru þessar: Anna
Magnani, Brigitte Bardot, Yv-
onne de Carlo, Lucille Ball,
Anita Ekberg, Shelley Winters,
Carolyn Jones, Kim Novak og
Anne Baxter. Ein af þessum
konum tekur þessu áreiðanlega
ekki þegjandi og það er „ís-
í fréttunum
fjallið glóandi", hún Anite Ek-
berg.
★
Um leið og hinn nýi forseti
Bandaríkjanna flytur inn í
Hvíta húsið, þá missir james
Hagerty, blaðafulltrúi Eisen-
howers, atvinnu sína. Á und-
anförnum árum hefur han» ekki
komið svo lítið við sögu í heims
málunum og ófáar yfirlýsingar
verið eftir honum hafðar. En
Hagerty þarf ekki að óttast at-
vinnuleysi. Löngu fyrir kosn-
ingarnar lágu þegar á skrifborð-
inu hans tvö tilboð um afbragðs
stöður hjá stærstu fyrirtækjum
Bandaríkjanna — frá Kóka kóla
og frá ABC-sjónvarpinu.
★
Elisabet Taylor, einhver hæst
launaða kvikmyndaleikkona
heimsins og er þá mikið sagt,
er komin til London, ásamt
manni sínum, Eddie Ficher, til
að leika í kvikmyndinni Kleo-
patra. Þetta á að verða gífur-
lega íburðarmikil mynd, tekin
með Todd-AO aðferðinni, en
hana fann upp fyrri maður
hennar, Mikael Todd sálugi. —
Þegar fyrstu reynslumyndirnar
voru teknar og Elisabet sá þær,
kom bobb í bátinn. Hún reif
þær í tætlur, því á tjaldinu
líktist hún mest lítilli feitri
buddu. Og nú mega allir leik-
ararnir bíða og egypzku pappa-
hallimar standa auðar, þangað
til Elisabet er búin að hafa af
sér þó nokkur kíló. Hún fór í
strangan megrunarkúr í ein-
hverju fínasta hótelinu í Lon-
don. Og enn bættist á erfiðleika
hennar þegar ein lítil tönn fór
svo illa með hana að hún varð
að fara í sjúkrahús.
í GÆR OPIMAÐI VERZLLNIIM
T í B
Tíbrá býður stærsta og glæsilegasta úrval af snyrtivörum.
Tíbrá býður beztu fáanlegar snyrtivörur.
Tíbrá býður ekta skinnhanzka og slæður í tízkulitum.
Tíbrá býður nýjustu tízkupeysur.
Tíbrá
LeggSð
Verð og gæði
við nllrn hæfi
Að Laugavagi 19
Tíbrá býður nýjustu tízku í undirfatnaði.
Tíbrá býður ameriska nylonsokka i tízkulitum.
Tíbrá býður beztu fáanlegar lífstykkjavörur.
Tíbrá býður aðeins vandaðar vörur.
yður velkomin
býður
leið um Laugaveg og lítið við í Tíbrá
Verzlunin TIBRA
Laugavegi 19.