Morgunblaðið - 13.11.1960, Side 17
Sunnudagur 13. nóv. 1960
M oncins TRT. AÐIÐ
17
- Fösiudagskvöld
Framh. af bls. 3
— Já, ég kannast við hann.
— Og voruð_ þið að koma úr
Haf narf j arðarbíó?
— Já, segir strákurinn —
og roðnar.
— Ertu með hljóðdúnk á
hjólinu?
— Já.
— Settu hjólið í gang.
— Já.
— Hvað hefurðu gert við
hljóðdúnkinn?
— Hann er heima.
— Jæja, góði, komdu með
hjólið niður í eftirlit á mánu
daginn, og vertu þá búinn að
koma þessu í lag.
— Já
Síðan ók skellinöðrueigand-
inn aftur niður á Hafnarfjarð
arveg. Skömmu síðar ókum
við fram á félagana, þar sem
þeir gengu hlið við hlið eftir
veginum með skellinöðruna á
milli sín.
Jóhannes stöðvaði bílinn
andartak hjá þeim og spurði
hinn drenginn um nafn og
heimilisfang.
— Þetta verður langur gang
ur fyrir þig, sagði hann svo.
— Nei, nei, sagði strákur-
inn.
— Ætlarðu með strætó?
— Já.
— Hefurðu peninga.
— Já, já.
— Það er betra að fara
að þessum strákum, segir
Jóhannes, þetta eru kannski
efni í góða bílstjóra, það verð
Magnús Daníejsson talar
við fanga.
ur bara að kenna þeim að
hlýða umferðareglunum. Yfir
leitt er betra að fara vel að
öllum. Maður er alltaf að fást
við sálir. Það er hægt að sjá
hvort bíll er ljóslaus, en mað'
ur veit ekki fyrir hvernig sál
imar eru.
Við erum aftur á leið í bæ
inn. Þegar við komum á móts
við Fossvogskirkjugarð, stöðv
ar Jóhannes bifreiðina og
fræðir okkur um störf vega-
lögreglunnar. Hann á langa
og drjúga reynslu að baki:
— Umferðarmenning hefur
stórum aukizt seinni árin með
auknu eftirliti og umferðar-
merkjum . . . Þarna kemur
annar lögreglubíll.
Hinn lögreglubillinn stað-
Fegrun Hafnarfjarðar
L.ögregluþjónarnir Björn Jónsson, Páll Eiríksson og Gylfi
Jónsson eftir snörp átök. (Ljósm.: Sv. Þormóðss.)
næmist hjá okkur. Bílstjórinn
teygir höfuðið út um glugg-
ann og segir:
— Við erum að hugsa um að
fara suður með sjó.
— Hvað er um að vera þar?
segir Jóhannes.
— FlugvallarLögreglan er að
leita að bláum picup-bíl,
VL ..... sem ók með ofsa-
hraða út um hliðið á Kefla-
víkurflugvelii. Þeir segja að
bílnum hafi auk þess verið
stolið. Hann ók í áttina til
Reykjavíkur.
— Allt í lagi, segir Jóhann
es, við skulum aka í veg fyrir
hann.
— Allt í lagi.
— Þá byrjar spenningurinn,
segir ljósmyndarinn.
Við erum þegar komnir á 80
km. hraða. Það er bíll fyrir
framan okkur og annar kem
ur á móti og sinnir ekki rauða
Ijósmerkinu, sem Jóhannes gef
ur. Hann verður að draga úr
ferðinni til að forða órekstri
við bílinn, sem kemur á móti.
-— Þessi á ýmislegt eftir ó-
lært, segir Jóhannes, og eyk
ur aftur ferðina 90 km. . . .
. , , 100 km . .
— Við förum nýja veginn,
segir Jóhannes, og ég verð að
aka hratt til þess að missa
hann ekki hina leiðina
— 110 km. . . .
— Ég sé að þú ert öruggur
bílstjóri, segir ljósmyndarinn,
en blaðamaðurinn mælir ekki
orð frá vörum.
— Ég er orðinn vanur þessu,
segir Jóhannes, svo var ég
fimm mánuði á sérstökum öku
skóla í Englandi.
— Það bólar ekki á honum,
segir Gunnar, kannsk;i hann
hafi farið til Grindavíkur.
— Við erum komnir lang-
leiðina til Keflavíkur og flug
vallarlögreglan kemur á móti
okkur. Þeir höfðu ekki heldur
séð til Kanans.
— Jæja, við leitum betur
á afleggjurunum, segja flug-
vallarlögregluþjónamir.
Við snúum aftur í bæinn og
Jóhannes stöðvar bifreiðir
nokkrum sinnum á leiðinni og
Gunnar athugar ökumennina
og farartæki þeirra. Það reyn
ist ekki vera neitt alvarlegt.
— Þetta er nauðsynlegt, seg
ir Jóhannes, hins vegar má
maður ekki fá það á tilfinning
una að það sé eitthvaS að hjá
hverjum bíl eða bílstjóra sem
maður mætir.
Þegar við komum niður á
lögreglustöð aftur, er picup-
bíllinn vel geymdur í porti
lögreglustöðvarinnar. Síðar
kom í ljós að Kaninn var kom
inn í bæinn áður en við lögð
um af stað frá Fossvogskirkju
garði. Tilkynningin til Reykja
víkurlögreglunnar um þennan
ökuþór, hafði af einhverjum
ástæðum verið of lengi á leið
inni.
Þetta var unglingslegur
Kani, drukkinn og eymdarleg
ur. Hann hafði ætlað að hitta
unnustu sína í Reykjavík, en
þegar til kom vildi hún ekk-
ert með hann hafa. Hann var
svo skjálfhentur að hann gat
varla skrifað nafnið sitt sjálf
ur í „gestabók" lögreglunnar.
Svona getur ástin leikið menn
grátt.
— Þið eruð aldeilis búnir að
missa af miklu, segir Guð-
björn, um leið og við komum
inn á stöðina.
— Já, það hefur al.lt verið
vitlaust, tekur Magnús undir,
engu betra en á laugardags-
kvöldi. Fangageymslan er orð
in full fyrir löngu.
— Haldið þið að það gerizt
ekkert eftir þetta? spyr blaða
maðurinn.
Klukkan er orðin nærri tvö,
segir Guðbjörn, en það' eru
alltaf einhverjar eftirlegukind
ur.
Það reyndist orð að sönnu,
því á einum klukkutíma urð
um við vitni að hressilegum
slagsmálum á tveimur stöðum
í bænum og munnsöfnuði sem
hver skútukarl hefði mátt telj
ast fullsæmdur af. Gilti þetta
bæði um konur og karla í öðru
tilfellinu, nema hvað konurn
ar höfðu meiri hömlur á hnef
um sínum, en notuðu radd-
böndin þeim mun kröftugleg
ar.
Þetta átti sér auðvitað stað
fyrir utan dansstað — og mun
ekki koma þeim á óvart, sem
sækja slíka staði alsgáðir og
fara jafn alsgáðir heim.
Að lokum lentum við í því
að hirða þjófa með Guðbirni,
yfirvarðstjóra og Páli Eiríks-
syni, lögregluþjóni og fleir-
um, en það væri efni í heila
grein, sem því miður er
hvorki tími né rúm fyrir að
þessu sinni.
i. e. s.
Siml 15300
Æglsgötu 4
Inni- og 'útidyra skrár
Einnig lamir, fjölbreytt úrval
Skápalæsingar og höldur
Rör í fatahengi
Saumur í flestum stærðum,
einnig galvaniseraður
FEGRUNARFÉLAG Hafnarfjarð
ar hefir starfað í 10 ár, á næsta
vori. Á þessu tímabili hefir fé-
lagið stuðlað að fegrun í bæn-
um, ýmist með örvun til bæjar-
búa eða með því að ráðast sjálft
framkvæmdir, með aðstoð
góðra manna. Fegruð hafa verið
opin svæði í bænum, með gras-
sáningu, trjáa -og blómarækt og
má þar nefna svæðið við Tungu,
Thorsplanið, Sýslumannstúnið,
Lækjargarðinn og ennfremur
átti félagið þátt að fegrun Öldu-
torgs. Tvö af þessum svæðum
urðu þó ekki fullgerð á þessu
hausti.
Þá hefir félagið á hverju
sumri, veitt heiðursverðlaun og
viðurkenningar fyrir f egurstu
garða í bænum, og um nokkur
ár voru veittar viðurkenningar
til fyrirtækja og stofnana, sem
til fyrirmyndar þóttu um snyrti-
legt og fagurt útlit og um-
gengni.
Ég held að segja megi að
starfsemi félagsins hafi borið
góðan árangur.
Ein af aðalstoðum félagsins í
hvers konar fegrunarmálum,
var frú Margrét Auðunsdóttir,
sem lézt á sl. vori.
Hún gerði garð sinn að Hellis-
götu 1 að fyrirmynd annara
garða um blómarækt og aðra
prýði, og voru henni veittar við-
urkenningar ár eftir ár af Fegr
unarfélaginu og einnig heiðurs-
verðlaun fyrir fegursta garð
Hafnarfjarðar. Hin síðari ár tók
hún þátt í félagsmálum og var
í stjórn Fegrunarfélagsins. Þar
starfaði hún af einlægum áhuga
og dugnaði og stendur Fegrun-
arfélagið og bæjarfélagið í heild
í þakkarskuld fyrir hin mörgu
og góðu málefni sem hún átti
drjúgan þátt í að koma áfram.
Nú hefir eiginmaður frú Mar-
grétar Oddur Hannesson raf-
virkjameistari, og synir þeirra,
ákveðið að stofna minningarsjóð
um hana, og verður reglugerð
sjóðsins birt við verðlaunaaf-
hendingu Fegrunarfélagsins til
garðeigenda, sem fram fer síðar
í þessum mánuði.
Tekjum sjóðsins er ætlað að
verja til eflingar hins mikla
áhugamáls frú Margrétar, það er
til fegrunar Hafnarfjarðar og
örvunar til bæjarbúa í þeim efn
um.
Sjóðnum er ætlað að fá tekj-
um af gjöfum, svo og af sölu
minningarspjalda, en þau verða
seld í bókabúð Olivers Steins og
í Rafveitubúðinni.
Ég vil hér með vekja athygli
á þessari sjóðsstofnun og vænti
þess að Hafnfirðingar heiðri
minningu frú Margrétar, og við-
urkenni hennar fögru störf, með
því að styrkja sjóðinn til fegr-
unar Hafnarfjarðar.
Valgarð Thoroddsen.
Sérverzlun með raf-
magnstœki og húsgögn
BOLUNGARVlK, 12. nóv. — í
morgun var opnuð hér ný verzl-
un. Er það sérverzlun, sem
r
Alyktanir
iðnnemaþings
Blaðinu hafa borizt ályktanir
frá síðasta þingi Iðnnemasam-
bands Islands. Ályktanirnar
fjalla allar nema ein um hags-
munamál iðnema. Skorað er á al-
þingi að stofna lána- og styrktar
sjóð handa iðnnemum, talið að
hraða beri stofnun lánasjóðs vél
fræðinga, skorað á ráðherra að
beita sér fyrir stofnun iðnfræði-
skóla, skorað á Alþingi ,að standa
fast á þeirri samþykkt (?), sem
tók gildi 1. sept. 1958“ um land
helgismál, talið að þörf sé rót-
tækra aðgerða í eftirliti með
verklegu námi iðnnema, talið að
stórauka eigi verklega og fræði-
lega kennslu við Iðnskólann, og
að lokum er ályktun um kjara-
mál. Segir þar, að iðnnemar hafi
laun í hlutfalli við laun sveina
og séu þau nú frá 30% — 50%
á 1. til 4. árs, en kröfur þingsins
eru þessar: 40% af kaupi sveina
á 1. ári, 50% á 2. ári 60% á 3. ári
og 70% á 4. ári.
verzlar með rafmagnstæki og
húsgögn og fyrsta verzlun af því
tagi, sem hefur þessar vörur ein
göngu á boðstólum. Virki h.f.
rekur verzlunina, en fram-
kvæmdastjóri hlutafélagsins og
um leið verzlunarstjóri er Bernó
dus Halldórsson.
Samhliða verzluninni er rekið
rafmagnsverkstæði, sem Guð-
mundur Jónsson, rafvirkjameist-
ari, veitir forstöðu. Eru verzl-
unin og verkstæðið til húsa í
nýju húsi við Hólatorg. Þetta
verzlunarpláss er ákaflega
skemmtilegt, innrétting smekk-
leg og vönduð. í morgun hefur
verið stöðugur straumur í búð-
ina til að kaupa og skoða.
Flytja fiskimjöl frá
Bolungarvik
Togarinn Guðmundur Péturs
fór fyrir skömmu hlaðinn fiski-
mjöli til Esbjerg og er nýkom-
inn út. í ráði er að vélskipið
Særún, sem er í flutningum
milli Vestfjarða og Reykjavíkur,
fari með fiskimjölsfarm til
London.
Hér hefur verið ákaflega góð
tíð, en rysjótt tvo síðustu dag-
ana. Snjór er í fjöllum niður í
miðjar hlíðar.
Enn er unnið að húsbygging-
um af kappi, m. a. er nýja
frystihúsið að komast undir þak.
—• Fréttaritari.
Húsbyggjendur, byggingameistarar
Nokkrir trósmiðir geta tekið að sér nýbyggingar,
innréttingar eða breytingar. — Uppl. í síma 22812
og 35087.
5-7 herbergja íbuð
í nýju eða nýlegu húsi óskast til kaups. Má vera
ófullferð. — Tilboð merkt: „íbúð — 1361“, sendist
afgr. Mbl. fynr 15. þ.m.