Morgunblaðið - 13.11.1960, Blaðsíða 20
20
MORClINfíL ifílÐ
Sunnudagur 13. nóv. 1960
Eg var sem sagt aldrei við >ví
búin, sem mamma gat fundið upp
a.
Heldur ekki vissi ég hvernig
hún myndi snúast við tilraunum
mínum til að eignast trúnað henn
ar. Lengst af virtist hún óþolin-
móð eða utan við sig, en svo gat
svipurinn á hexmi orðið þannig,
að mér hnykkti við. Það var ekki
svo að skilja, að hún skipaði méT
að segja sér neitt, heldur hitt,
að hún var algjörlega áhugalaus.
Henni leiddist. Og það var eins
og eitthvað í mér dæi, ef ég hélt,
að ég væri að gera henni leið-
indi.
Þrátt fyrir allt þetta var ég
hreykin af mömmu — í laumi.
Hún var svo falleg og vel gefin
og fyndin. Einu sinni kom stelpa
iil mín með úrklippu úr New
York Times. — Er þetta ekki
mammá þín? spurði hún. Eg las.
MICHAEL STRANGE LEIK-
UR í EIGIN VERKI.
Þúsundþjalasmiðurinn í
amerískum bókmenntum og
leikritun, Míchael Strange
-— þekkt í samkvæmislífinu
sem frú Harrison Tweed —
sannaði getu sína í gær með
því að leika í Westchester-
leikhúsinu, og það á glæsi-
legan hátt, tvö aðalhlut-
verkin í nýja leikritinu sínu
um Byron . .. Það var eftir
minnilegt leikafrek . . .
Eg sagði nú mömmu aldrei frá
stelpunni né úrklippunni, en ég
geymdi miðann, þangað til hann
var orðinn allur kruklaður.
Harry Tweed, grannur ljós-
hærður og jafnlyndur, tók þessu
öllu eins og hverjum öðrum sjálf
sögðum hlut. Hann hafði með
höndum ýmisleg mikilvæg mála
ferli, vissi ég — hann var lög-
fræðingur Rockefeller-fyrirtækj
anna — en engu að síður hafði
hann alltaf tíma til að tala við
mig. Heimilið var freklega bylt
ingarkennt, bæði vegna æðis-
kasta mömmu og rifrildis hennar
við Harry (henni fannst klúbb-
félagar hans leiðinlegir, en hann
taldi hennar félaga drabbara).
Svo voru sennumar við mig og
þjónustufólkið. Eg heyrði hana
öskra: — Harry, viltu segja þeim,
að ég vilji ekki láta kalla mig
frú Tweed. Eg veit, að þú ert
mikill maður í Wall street, en ég
ég vil eiga mitt eigið nafn fyrir
því og ég heiti ungfrú Strange!
Viltu koma þeim í skilning um
það?). Svo voru reiðiköst Robins,
þegar hann var heima, gagnvart
hversdagsleik lífsins almennt og
heimsku minni sérstaklega.
Stimdum fannst mér sem það
eina, sem væri óumbreytanlegt
og visst væri morgunverður Harr
ys, sem var það líka í þessi tólf
ár, sem ég átti þama heima, og
svo morgunkveðjan hans þegar
ég kom niður til matar.
— Jæja, við skulum rejma að
gleyma því, telpa mín, sagði
hann þegar hann kom heim úr
skrifstofunni á daginn, og sá, að
ég hafði lent í rifrildi við
mömmu. Svo var hann vanur að
kyssa mig á kinnina. — Segðu
mér svo, hvernig þér gekk í skól
anum í dag.
Sannast sagna gekk mér ekki
sem verst í skólanum um þessar
mundir. Eg hafði áunnið mér
nokkra frægð, vegna mömmu. En
um leið og það barst allt í einu
út, að ég væri dóttir Johns Barry
more, hetjunnar úr Sjóskrímsl-
inu, og elskara Gretu Garbo úr
Grand Hotel, þaut frægðin upp
úr öllu valdi. Eg vissi ekkert um
þetta fyrr en tvær bekkjarsyst
ur, sem höfðu umgengizt mig
eins og ég væri ósýnileg, komu
þjótandi til mín. Þær vildu fá
skorið úr deilu. — Er ekki John
Barrymore virkilega pabbi þinn?
sagði önnur. — Eg sagði, að það
gæti ekki verið satt, sagði hin,
— þú heytir Blythe og þá getur
hann ekki verið pabbi þinn.
— Vitanlega er hann pabbi
minn, sagði ég hreykin. — Blythe
var ættamafn okkar einhvem-
tíma í fyrndinni, það er allt og
sumt.
Hin lét ekki sannfærast. — Já,
en hann er í Hollywood og þú
sérð hann aldrei.
Þetta gat ég ekki látið gott
heita. Enginn mátti vita, að ég
hefði aðeins einu sinni séð pabba
minn, og þá ekki nema í nokkrar
mínútur. — Já, en ég er alltaf
að heimsækja hann. Það er ekki
lengra síðan en í fyrrasumar, að
ég heimsótti hann í Hollywood.
Svona byrjaði það. Eg fór að
búa til sögur og skreyta þær á
allan hátt. Eg lýsti nákvæmlega
250 þús. dala skemmtiskútunni,
Infanta, sem hann og Dolores
Costello voru að sigla á til Suð-
urAmeríku. Eg gat lesið mér til
í blöðunum um allt, sem ég þurfti
að vita. Eg lýsti ævintýrahúsinu
hans við Turnvsg, sem var það
glæsilegasta í Hollywood. Þar
hafði ég hitt minn fræga frænda
Lionel og Ethel frænku, og pabbi
hafði farið með mig í heimsókn
til Clark Gable og Joan Crawford
og Ronald Colman. Eftir kvöld-
matinn sat ég og fletti fram og
aftur öllum kvikmyndaritum,
sem ég gat náð í — og mamma
sagði, að væri rusl — til þess að
sjá, hverjir væru í Hollywood og
hvaða myndum þeir væru að
leika í. Eg krotaði svo nöfnin í
stílabók og lærði þau síðan utan
bókar. Aldrei hafði ég lesið skóla
bók með jafnmikilli kostgæfni.
Auðvitað sagði ég stelpunum, að
pabbi skrifaði mér nýjustu kjafta
sögurnar frá Hollywood. Á hverj
um degi varð ég að standa undir
skothríð af spurningum, og ein-
hvemveginn tókst mér að svara
þeim öllum. Gloria Caruso hafði
verið hetjan í Hewittskólanum,
hér var ég hetjan.
Eg varð alveg töfruð af ættar
sögunni minni. í bókasafninu
gleypti ég í mig allt, sem ég gat
fundið um Barrymoreættina. Eg
las um það, hvernig pabbi pabba,
Maurice Barrymore, „glæsilegur,
fyndinn segulmagnaður“ léki
með frú Modjesku Olgu Nether-
sole og frú Fiske, og skildi eftir
feril af sprungnum hj,örtum um
landið þvert og endilangt. Eg dok
aði lengi yfir lýsingunni á ömmu
minni Georgie Drew Barrymore,
sem dó 1893, þegar pabbi var
bara ellefu ára. Leikdómendurn-
ir skrifuðu um fyndni hennar og
fjör og það, að „hún sagði alltaf
allt sem henni datt í hug“. Kann
ske líktist ég henni? Og ég las
um langömmu mína, frú John
Drew, einhverja mestu leikkonu
á amerísku sviði. Það var hún
ein, sem gerði Fíladelfíu að höfuð
borg leiklistarinnar vestan hafs,
fyrir næstum himdrað árum, þeg
ar hún sjómaði hinu fræga Boga
götu-leikhúsi. Og ég las um langa
langaafa minn og ömmu, Thomas
og Elísu Trenther Lane, sem
höfðu ofan af fyrir sér sem leik
arar á tímum Georgs III.
Eg varð hrifin. Hvílík ætt, föð
urættin þín líka! hugsaði ég.
— Diana litla, hvíslaði ráðs-
konan, Minnie Bell, að mér. —
Frú Tweed — ég á auðvitað við,
imgfrú Strange — vill finna þig
strax. Og svo kinkaði hún kolli,
með þýðingarmiklum svip, í átt-
ina að dyrum mömmu. Eg þaut
eftir ganginum og var að hugsa
um, hvað nú gæti staðið tiL
Mamma lá uppi í legubekk.
— Setztu niður, sagði hún og
tónninn var þannig, að harm
þoldi engin mótmæli. — Eg var í
kvöldboði með konunni hans
Willie K. (Enda þótt mamma
hefði einu sinni verið hrifin af
William K. Vanderbilt, sem var
helzta glæsimennið -í Newport,
þegar hún var ung, talaði hún
alltaf kuldalega um komma hans
og kallaði hana aldrei annað en
„komma hans Willie K!“). —
Hún sagði við mig: „Michael,
ekki vissi ég, að hún Diana hefði
heimsótt hann pabba sinn í Holly
wood í sumar. Hvemig gaztu
sleppt henni þangað?“
Mamma leit á mig. — Eg varð
auðvitað alveg að kvikindi. Hvar
heldurðu nú, Diana, að hún hafi
heyrt þessa kjaftasögu
Eg vissi ekki hvemig ég átti
að snúa mér, en reyndi að svara
fullum hálsi. — Eg veit ekki,
mamma. Líklega hefur hún lesið
það í einhverjum af þessum slúð
urdálkum.
— Þú veizt það vfet vel.
Reyndu ekki að bjarga lyginni
með annarri lygi. Þú hefur verið
að segja frá þessu í skólanum —
eða það sagði Rosemary henni!
Nú var mamma orðin vond og
reiðin færðist í aukana eftir því,
sem hún hugsaði ldngur um þetta.
— Þú veizt hvað ég hata lygi! Þú
ert alveg eins og hann pabbi þinn
— fæddur lygari! Hann hefði
ekki getað sagt satt þó líf hans
hefði legið við, og eins ert þú.
Ef hann fór út að ganga og ekk
ert kom fyrir hann, gat hann
samt sagt manni hárreisandi reyf
ara . . . Hún renndi hendinni
gegnum hárið á sér í æsingi. —
Ó„ guð minn, á ég að heyra end
uríekningar á því öllu saman
hjá þér? Snáfaðu út!
Eg flýtti mér að komast út, en
svei því ef ég iðraðist. Eg dáðist
að pabba í huganum fyrir að geta
búið til reyfarasögu um ekki
neitt. Mamma vissi aldrei, hve
miklu ég laug. Nei, kannske var
það ekki rétta orðið. Eg skáldaði.
Á sama hátt og ég hafði forðum
gert helgimyndimar lifandi, eins
gerði ég nú húsið okkar að sér-
stökum heimi, sem ég átti sjálf.
Ein heil hæð í húsinu var óinn
réttuð; heil röð af herbergjum
með auðum ^kalkveggj um. Það
hafði komið til mála að gera þar
tennisvöll eða sundlaug, eða
einhverskonar íþróttasvæði, en
svo hafði kreppan tafið fyrir
framkvæmdum. Hvað eftir ann
að fór ég inn í þetta auðu svæði
og veifaði sprotanum mínum. Þá
var ég meistari í kappleik. Eg
vann gullbikarinn, og hrósaði þá
andstæðingnum fyrir drengileg-
an leik — þótt árangurslaus
væri! Svo fór ég inn í næstu
stofu. Hún var danssalur með
flannastórum speglum og glæsi
legum búningum, öllum frá tím
um Maríu Anttoniettú, aí því að
mig rámaði ósjálfrátt í það þegar
fóstra fór með mig í Salinn í Ver
salahöllinni. Og ég var sjálf Mar
ía Antonietta, hátignarleg og með
mikinn yndisþokka, þegar ég
hneigði mig fyrir fögrum konum
og glæsilegum hirðmönnum, sem
voru að hneigja sig fyrir mér, en
urðu að líta undan um leið til
þess að blindast ekki af Ijóman-
um, sem af mér stafaði . . .
— Jæja, svo þér eruð skattheimtumaður — gaman, gaman
— ha, ha!
aHUtvarpiö
Sunnudagur 13. nóvember '
8.30 Fjörleg músík í morgunsárið.
9.00 Fréttir.
9.10 Veðurfregnir.
9.20 Vikan framundan.
9.35 Morguntónleikar:
a) Forleikur að „Töfraflautunni**
eftir Mozart (Hljómsveitin
Fílharmonía; Rafael Kubelik
stj.).
b) Píanókonsert fyrir vinstrl
hönd eftir Ravel (Robert
Casadesus og sinfóníuhljóm-
sveitin í Fíladelfíu leika; Eug
ene Ormandy stjómar.)
c) Fiðlukonsert nr. 2 eftir Szym
anovski (Eugenía Uminska og
pólska útvarpshljómsv.; Fitel-
berg stj.).
d) Sinfónía nr. 4 í e-moll eftir
Brahms (Hljómsv. Fílharm-
onía; Herbert von Karajan
stjórnar.)
11.00 Messa í Dómkirkjunni (Presturs
Sr. Friðrik A. Friðriksson prót.
á Húsavík. Organl.: Dr. Páll Is-
ólfsson).
12.15 Hádegisútvarp.
13.10 Afmæliserindi útvarpsins um fs-
lenzka náttúru; III: Hraun og eld-
stöðvar (Dr. Sigurður Þórarins-
son jarðfr.)
14.00 Miðdegistónleikar: Ný tónlist frá
Norðurlöndunum fimm (hljóðr.
kirkjutónl. í Stokkhólmi 10. sept
81.).
a) Missa a eapella eftir Sulo Sal-
onen.
b) Sólhvarfahugleiðing fyrir sópr
anrödd, knéfiðlu og orgel eft-
ir Jan Mægaard.
c) Panga Lingua fyrir bland.
kór eftir Conrad Baden.
d) Inonizationir f. orgel eftir
Magnús Bl. Jóhannsson.
e) Toccata concertante eftir Stig
Gustav Schönberg.
f) Þrjár mótettur f. bland. kór
eftir Sven-Erik Báck.
g) Konstellationer eftir Bengt
Hambræus.
15.30 Endurtekið efni: „Örvæn.ting**.
einleiksþáttur eftir Steingerði
Guðmundsdóttur, fluttur af höf.
15.45 Kaffitíminn: Jósef Felzmann
Rúdólfsson og félagar han*
leika. — (16.00 Veðurfregnir).
16.15 A bókamarkaðinum (Vilhj. 1».
Gíslason útvarpsstjóri).
17.30 Barnatími (Skeggi Asbjarnarson
kennari):
a) Framhaldssagan: „Ævintýri I
sveitinni“ eftir Armann Kr.
Einarsson; VIII. (Kristín
Anna Þórarinsdóttir leikk.).
b) Sólveig Guðmundsdóttir les
síðari hluta sögunnar „Gullna
snertingin“ eftir Hawthorne.
c) Upplestur úr tveim nýjum
bókum.
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þetta vil ég heyra: Anna Sig-
ríður Björnsdóttir velur sér
hljómplötur.
19.10Tilkynningar.
19.30 Fréttir og íþróttaspjall.
20.00 Musterin miklu í Angkor; IV:
Hversdagssaga nútímans (Rann-
veig Tómasdóttir).
20.30 Kórsöngur: Kvennakór Slysa-
varnafélagsins og Karlakór
Keflavíkur syngja. Söngstjóri:
Herbert Hr^berschek. Einsöngv-
arar: Snæbjörg Snæbjarnardótt-
ir og Jón Sigurbjömsson. Píanó-
leikari: Asgeir Beinteinsson.
21.00 A förnum vegi (Stefán Jónsson
fréttamaður og Jón Sigurbjörns-
son magnaravörður sjá um þátt-
inn).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.05 Danslög: Heiðar Astvaldsson vel
ur lögin.
23.30 Dagskrárlok.
Mánudagur 14. nóvember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —
8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón-
leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir*
— 9.20 Tónleikar).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 FréttiT
og tilkynningar).
13.15 Búnaðarþáttur: Rödd úr sveit-
inni (Þórarinn Helgason í
Þykkvabæ).
13.30 „Við vinnuna*': Tónleikar.
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00
Fréttir. 16.00 Fréttir og veðurfr.)
18.00 Fyrir unga hlustendur: „Forspil**
bernskuminningar listakonunn-
ar Eileen Joyce; IV. (Rannveig
Löve).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
18.50 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Um daginn og veginn (Indriði
G. Þorsteinsson rithöfundur).
20.20 Einsöngur: Magnús Jónsson
syngur ítalskar óperuaríur eftir
Donizetti, Puccini og Leonca-
vallo; Fritz Weisshappel leikur
undir á píanó.
20.40 Ur heimi myndlistarinnar( Hjör
leifur Sigurðsson listmálari).
21.00 Tónleikar: Sónata í A-dúr fyrir
fiðlu og píanó eftir César Franck
(David Oistrakh og Vladimir
Jampolskij leika).
21.30 Utvarpssagan: „LæKnlrinn Lúk-
as“ eftir Taylor Caldwell; VIII,
lestur. (Ragnheiður Hafstein),
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
— Barkarbátur Evu er á hraSd en hún reynir í örvæntingu að
ferð út í straumiðu Tjaldfossa, ná til hans. Brátt finnur hún
þunga straumsins-
— Hjálp!
— Ég er að koma! .... Revndu
að synda út úr straumiðunm!
22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð-
mundsson).
23.00 Dagskrárlok.