Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 2
2 MORCV IV PT 4 011 Miðvikudsgur 21. des. 1960 Her Mosavans rekur flóttann frá Vientiane Hætta talin á hernaðaraðstoð við vinstrimenn frá Norður-Vietnam Vientiane, Laos og Bangkok, Thailandi, 20. des. (Reuter) HERSVEITIR Phoumi Nosa- vans reka nú flótta leifanna af herliði Kong Laes og liðs- manna hans úr Pathet Lao- hreyfingunni norður frá Vi- entiane. Berast nú fréttir um, að sveitir manna af hinum harðsnúna Meo-ættflokki komi til liðs við hermenn Nosavans — stormi niður úr f jallaliéruðum Mið-Laos og hyggist stöða undanhald her- sveita Kong Laes, sem stefna norður á hóginn í átt til kon- ungsborgarinnar Luang Pra- bang. — ★ ★ ★ Samtímis lýsti haegrisinninn Boun Oum, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Vi- entiane, því yfir, að vinstri- mönnum þeim (þ. á. m. Kong Lae), sem beðið hefðu um hern- aðaraðstoð frá Sovétríkjunum, yrði stefnt fyrir rétt, ef til þeirra næðist. Hann sagði og, að stjórn sín hefði í hyggju að ganga milli bols og höfuðs á Pathet Lao-kommúnistum og m. a. hefja árásir til að hrifsa Sam Noua-héraðið úr höndum þeirra, en þar er höfuðvígi Pathet Lao. ir RAÖIRNAB ÞYNNAST Boun Oum sagði þetta á blaðamannafundi. Hann kvað stiórn sína vilja halda sambandi við Sovétríkin, þar sem þau væru aðili að Sameinuðu þjóð- ur.um. „En við munum leggja r.okkrar hindranir á sendimenn þeirra, svo að þeir hafi ekki að- stöðu til áróðurs", sagði ráð- herrann. Hann sagði og, að sendiherra Rússa, Alexander Abramov, hefði haldið til Bang- kok í gær með brezkri flugvél. -— Þá upplýsti Boun Oum, að Kong Lae hefði nú einungis yfir að ráða um 100 manna liði, en upphaflega hefðu 800 fallhlífa- hermenn verið í sveit hans. Hann kvað hafa komið til minni háttar bardaga við menn hans í gærkvöldi um 15 km norður af Vientiane. Þá sagði ráðherrann, að milli 2 þús. og 3 þús. her- menn, sem taldir hefðu verið trúir Souvanna Phouma, fyrr- verandi forsætisráðherra, hefðu nú snúið yíir i herbúðir þeirra Nosavans. Souvanna Phouma dvelst nú í útlegð í Kambodíu. ★ AÐSTOÐ FRÁ NORÖUR- VIETNAM? Frá Bangkok berast þær fréttir, að þyrla, sem í voru 10 kommúnistahermenn frá Norð- ur-Vietnam, hafi nauðlent í Lo- ey-héraði í norðausturhluta Thailands í dag. — Varnarmála- ráðherra Thailands skýrði frétta mönnum frá þessu og sagði, að hermennirnir hefðu þröngvað tveim þorpsbúum til að vísa sér veginn gegnum frumskóginn — til undankomu. Ráðherrann hélt því fram, að þyrlan hefði komið frá Paklay í Norður-Laos. Er nú talin hætta á, að hermenn frá Norður-Vietnam komi til liðs við Pathet Lao-menn og aðrar hersveitir vinstrimanna i Laos, sem eru á flótta undan her hinn ar nýju ríkisstjórnar. ★ ★ ★ Ýmsir þjóðaleiðtogar í Asíu ^hafa gagnrýnt aðgerðir Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna í La- os, og ýmsir hafa látið í ljós þá skoðun að efna beri til alþjóð- legs fundar til lausnar á Laos- vandamálinu. Regn á Ný bók eftir Thor Vilhjálmsson Thor Vilhjálmsson rykið KOMIN er út ný bók eftir Thor Vilhjálmsson. Bókin nefnist Regn á rykið, ferðaþættir og fleira. Þetta er fimmta bók höf- undar, en hann vakti þegar at- hygli meS fyrstu bók sinni, Maðurinn er alltaf einn, (1950), með nýstárlegu formi og efni. Næsta bók hans, Dagar manns ins, kom út árið 1954, og er i svipuðu formi og sú fyrri. Þriðja bók hans nefnist Andlit í spegli dropans og kom út árið 1957. Síðasta bók Thors Vil- hjálmssonar eru ferðaþættir frá Rússlandi, Undir gervitungli, (1959). Ferðaþættir hans ýmsir hafa birzt í Þjóðviljanum. Þá hefur höfundur flutt nokkra þætti í útvarpið, m. a. úr þess ari nýju bók. Leiðrétting Á BLS. 2 í blaði II í dag er meinleg prentvilla undir mynd er fylgir greininni: „íslenzk framleiðsla við mynni Thems- fljóts“. Mennirnir á myndinni eru Einar Steindórsson oddviti í Hnífsdal (til vinstri) og Hjalti Einarsson verksmiðiustjóri frá Bolungarvík. Bókinni er skipt í fjóra kafla. í þeim fyrsta eru ferðaþættir, í öðrum kafla eru greinar um listir og bókmenntir, í þeim þriðja eru hugleiðingar um ýmis innlend mál, svo sem drauga og Hallgrímskirkju, og fjórði og síðasti kafli bókarinnar fjallar einkum um bækur og höfur.da. Bókin er gefin út af Heiga- felli og prentuð í Víkingsprenti. Hún er í Skírnisbroti^ rúmlega 400 bls. að stærð. <» Tómas Guðmundsson Svo kvað Tómas ÚT ER komin hjá Almenna bóka félaginu bókin SVO KVAÐ TÓMAS — Matthías Johannesen ræddi við skáldið. Er bókin unn in upp úr viðtölum, sem Matt- hías Johannesen átti við Tómas Guðmundsson skáld. Þetta er eins og vænta má, fögur bók og fjölbreytt að efni og skáldlegum hugarsýnum. Skáldið minnist hér bernsku sinnar austur í Grímsnesi og æsku sinnar í Reykjavík. Hann talar um skáldbræður sina og vini fyrr og síðar, um skáld- skap, — sinn eiginn og annarra —. um góðar bækur og vondar, húmor, orð og tungu og þannig mætti lengi telja. Um allt er fjallað af hinni góðlátu kímni, sem er svo einkennandi fyrir Tómas Guðmundsson. Aftan á kápu bókarinnar stend ur, að svo hittist á, að hún komi út um líkt leyti og skáldið verð ur sextugt, en Tómas Guðmunds son á afmæli 6. janúar. Bragi Ásgeirsson listmálari hef ur dregið upp mynd af skáld- inu, og er hún prentuð á móti titilsíðu. Auk þess hefur hann gert bókarskraut við hvern kafla,, en þeir eru alls 24. Kápu og titilsíðu hefur Atli Már teikn að. Bókin er 144 bls. að stærð, prentuð í prentsmiðjunni Eddu. Þetta er aukabók hjá ÁB og geta félagsmenn þess fengið hana á lægra verði, ef þeir panta hana sérstaklega. (Frá Almenna bókafélaginu). Samvinna Framsóknar og komma við kjör húsnœðismálastjórnar Bíll fór í Foss- vogslækinn SEINT í gærkvöldi ók fólksoif- reið á brúarstólpann á brúnni yfir Fossvogslækinn og kastaðist út af brúnni í lækinn. Ein kona var í bílnum og var hún flutt á Slysavarðstofuna. Meiðsli henn- ai* voru ekki talin mikil, en þó einhver á fæti. Bíllinn skemmd- ist mikið. Ekki höfðu bor- izt nánari fregnir af þessu í gær- kvöldi, þeaar blaðið fór í prent- Á FUNDI sameinaðs þings í gær voru kjörnir yfirskoðun- armenn ríkisreikninga, full- trúar í húsnæðismálastjórn, og nefnd til að skipta fjár- veitingu til atvinnu- og fram- leiðsluaukningar. Voru kosn- ingar þessar um fátt söguleg- ar, nema hvað Framsóknar- menn og kommúnistar höfðu bandalag um kosninguna í húsnæðismálastjórn, og brostu sumir þingmenn í kampinn er sameiginlegur listi þeirra var borinn fram. Að vísu skipuðu þeir listann ekki báðir, Hannes Pálsson og Sigurður Sigmundsson, höfundar Gulu bókarinnar, sem þyngstum sökum báru síðan hvor annan. Sigurður var lækkaður í tign og sett- ui í varastjórn, en hann var form. húsnæðismálastjórnar í valdatíð V-stjórnarinnar. Hins vegar kusu Framsókn og kommúnistar Sigurð sameigin- lega sem varamann í húsnæðis- málastjórn og mun hann þannig eiga að koma inn bakdyramegin í stjórnina. Það vakti athygli að 1 atkvæðaseðill var auður við kosningu aðalmanna í húsnæðis- málastjórn. Margir töldu að það væri atkvæðaseðill Hannibals, sem á sínum tíma réði Sigurð Sigmundsson í húsnæðismála- stjórn. Mun hann þrátt fyrir allt hafa viljað halda honum í þessu starfi. En Framsóknar- menn þorðu ekki að standa að endurkjöri hans í aðaLstjórn. Kosningaúrslitin Úrslit þessara kosninga urðu sem hér segir: Yfirskoðunar- menn ríkisreikninga voru kjörn- ir Jón Pálmason, Bjöm Jóhanns son og Jörundur Brynjólfsson. —. í húsnæðismálastjórn voru kjörnir: Ragnar Lárusson, Egg- ert G. Þorsteinsson, Hannes Páls son, Guðmundur Vigfússon. Kemur þá síðastnefndi í stað Sigurðar Sigmundssonar í aðal- stjórninni. Varamenn: Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Óskar Hall grimsson, Eirikur Þorsteinsson og Sigurður Sigmundsson. — í nefnd til að skipta fjárveitingu til atvinnu- og framleiðsluaukn- ingar voru kjörnir: Magnús Jónsson, Sigurður Bjarnason, Emil Jónsson, Tryggvi Helgason og Halldór E. Sigurðsson. um fiskveiÖi- deiluna London, 20. desember. Einkaskeyti til Mbl. — Guðmundur í. Guðmunds- son, utanríkisráðherra íslands, og brezki utanríkisráðherr- ann, Home lávarður, hafa í dag átt viðræður í utanríkis- ráðuneytinu hér, sem miðaðar eru við að binda endi á hið tveggja ára gamla „fiskstrið". — Ráðherrarnir ræddu málið einnig, er þeir hittust í París í sl. viku á ráðherrafundi At- lantshafsbandalagsins, og héldu áfram viðræðum sinum hér í gær, bæði er þeir snæddu saman hádegisverð og eins síðar í utanríkisráðuneyt- inu. ★ Fyrr í dag sátu íslenzki ut- anríkisráðherrann og Hans Andersen,' fulltrúi íslands í Atlantshafsráðinu, hádegis- verðarboð, sem Edward Heath varautanríkisráðherra hélt til heiðurs Kristni Guðmunds- syni, sendiherra íslands í Bret landi, en hann er nú að láta af störfum þar. ★ Viðstaddur fundinn eftir há degisverðinn var Heath Mas- on, yfirmaður svonefndrar „norður-deildar" utanríkis- ráðuneytisins, en hann fór til Reykjavíkur í október sl. til viðræðna um fiskveiðideiluna. Guðmundur í. Guðmunds- ?on heldur til Reykjavíkur og Hans Andersen til Parísar n. k. fimmtudag. Strætisvagn rann á hús I GÆRKVÖLDI þegar strætli. vagninn Vesturbær-Austurbær, sem fer frá Lækjartorgi kl. 21.50, var að beygja inn i Bræðraborg- arstiginn rann hann til og lenti á húsi við Vesturgötuna. Brotn. aði fremsta hliðarrúðan í vagn- inum og hornið beyglaðist. Ekk. ert slys varð á fólki. Vagninn var að aka af stað frá biðstöð- inni á Vesturgötunni og beygja til vinstri inn í Bræðraborgar- stíginn á lítilli ferð, er hann ránn á hálkunni. NA /S hnúfor y SVSOhnmtor X Sn/ókoma » OH \7 Siúr/r K Þrumur 'W&& KuUaikH Hiltskil H Hmt L—.LJSSL VEÐRIÐ í dag einkennist af grunnu lægðarsvæði fyrir norðan Island, en hinsvegar er háþrýstisvæði yfir hafinu suður undan. Hér á land er vestanátt með 2—3 stiga hita en norðan við skilin, sem liggja um lægðarmiðjuna er yfir 20 st. frost. Ekki er út- lit fyrir snöggar veðrabreyt- ingar eða miklar næsta sólar- hring. Á Norðurlöndum og Bret- landi er svipaður hiti og hér á landi, en vestan hafs er kalt í veðri, 23 stiga frost við Goose Bay og 5 stiga frost í New York — eða eins og í Möðrudal hjá okkur. Veðnirspáin kl. 10 í gærkvöldi SV-land til Norðurlands og miðin: Vestan stinning.kaldi, skúra og éljaveður, hiti um eða yfir frostmark. NA-land til SA-lands, Aust fjarðamið og SA-mið: Vestan gola eða kaldi, víðast léttskýj- að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.