Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 20
3DACAR
TIL JÓLA
0?0ÍM#WilÍt»
■v
293. tbl. — MiSvikudagur 21. desember 1960
DACAR
o TIL JÓLA
Tillaga Sjálfstæðismanna á Alþingi:
Hagnýting góðra fram-
leiðsluskilyrða
um land allt
\ Rikisstjórnin leggi frumvarp um
Iráðstafanir til framleiðsluaukningar\
I fyrir næsta þing
Piltur varpar
séraf lO.hæö
Var þegar örendur
S J Ö þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins lögðu í gær fram
á Alþingi tillögu til þings-
ályktunar um ráðstafanir til
framleiðsluaukningar og jafn
vægis í byggð landsins.
Er tillagan svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að skora
á ríkisstjórnina að undirbúa
og Ieggja fyrir næsta Alþingi
frumvarp til laga um ráð-
stafanir til framleiðsluaukn-
ingar og jafnvægi í byggð
landsins, m. a. með ákvæðum
um fjárframlög í því skyni
og úthlutun þess fjár. Skal
tilgangur þessarar löggjafar
fyrst og fremst vera sá að
stuðla að hagnýtingu góðra
framleiðsluskilyrða í öllum
landshlutum“.
Flutningsmenn tillögunnar
eru þeir Sigurður Bjarnason,
Magnús Jónsson, Sigurður
Ágústsson, Jónas Pétursson,
Bjartmar Guðmundsson, Jón-
as G. Kafnar og Einar Ingi-
mundarson.
Reglur um úthlutun
og fjái öflun
í greinargerð tillögunnar seg-
ir svo:
Á undanförnum árum hefur
verið varið allmiklu fjármagni
til atvinnuaukningar og fram-
leiðslubóta víðs vegar um land.
Hefur víða orðið mikið gagn af
þessum ráðstöfunum. En nauð-
synlegt er, að fastari reglur séu
settar um notkun og úthlutun
Valur í víga-
hug yfir
T/ormnm
KLUKKAN rúmlega hálf eitt
i gærdag, kom mikil styggð að
hettumávum og öndum á
Keykjavíkurtjörn. Fálki hafði
atlt í einu steypt sér niður yfir
Tjörnina og renndi sér niður
í mávagerið og laust einn
þeirra höggi um leið og hann
greip fuglinn í sínar sterku
klær. Hann flaug með hráð-
ina upp að suðurenda Tjarnar-
innar og tók þar til óspilltra
málanna og reif í sig fuglinn
Nokkru síðar höfðu einhverj-
ir vegfarendur stuggað við
fálkanum, sem tók með sér
það sem eftir var af fuglinum
Íog hvarf til austurs.
Meðan þetta hættuástand
ríkti var mikil ókyrrð í fugla-
ríkinu við Tjörnina, en brátt
komst allt í samt iag og jafn-
vægi á ný.
þess fjár, sem varið er í þessu
skyni. Flm. þingsályktunartil-
lögu þessarar leggja því til, að
ríkisstjórnin undirbúi fyrir
næsta reglulegt Alþingi frum-
varp til laga um þetta efni. Til-
gangur slíkrar löggjafar skal
fyrst og fremst vera sá, að
stuðla að hagnýtingu góðra
framleiðsluskilyrða um land
allt, auknu atvinnuöryggi og
vaxandi framleiðslu. Jafnframt
þarf að tryggja, að það fjár-
magn, sem lánað hefur verið á
undanförnum árum til atvinnu-
og framleiðslubóta, verði fram-
vegis notað í sama skyni, eftir
því sem einstök lán endurgreið-
ast.
Athafnamiðstöðvar
Það er skoðun flm., að hér sé
um mikilvægt umbótamál að
ræða. Efnahagsleg velferð og
framtíð þjóðarinnar hlýtur að
byggjast fyrst og fremst á því,
að starfskraftar hennar nýtist
sem bezt og að góð framleiðslu-
skilyrði í öllum landshlutum séu
hagnýtt. Sérstaklega má benda
I HÆSTARÉTTI er genginn dóm
ur í-máli sem borgarstjórinn hér
i Reykjavík höfðaði gegn Guð-
mundi Halldórssyni, strætis-
vagnastjóra. Um það var deilt,
hvort strætisvagnastjórum bæri
að fá greidda áhættuþóknun, eins
og aðrir þeir starfsmenn bæjar-
ins hafa, sem laun taka í sama
flokki og vagnstjóramir, en það
eru t. d. lögregluþjónar.
Þau urðu úrslit málsins í hér-
aði og fyrir Hæstarétti að stræt-
strætisvagnastjórinn vann mál-
ið.
Síðasti skilaáagur
jólapóstsins
I DAG er síðasti skiladagur á
bréfapósti, sem borinn verður út
fyrir jól í Reykjavík og nágrenni
og í Hafnarfjörð. En allur póst-
ur, sem berst í póstkassa bæjar-
ins fyrir kl. 12 á miðnætti í kvöld
verður tekinn í útburð.
Mikið af jólabögglum berst nú
utan af landi og frá útlöndum
og til að auðvelda afgreiðslu á
þeim, verður Bögglapóststofan í
Hafnarhvoli og Tollpóststofan í
Hafnarhúsinu opin miðvikudag-
inn 21. des. frá 9—19, fimmtu-
daginn 22. des. 9—19 og Þorláks-
messudag kl. 9—20.
á, að æskilegt er, að athafna-
miðstöðvar og þéttbýli skapist í
sem flestum landshlutum. Mundi
það á marga lund stuðla að
bættri aðstöðu strálbýlisins með
bættum mörkuðum og nánari
samvinnu sveita og sjávarsíðu.
Fjölbreyttari framleiðsla
Þá ber einnig brýna nauð-
syn til þess, að atvinnuvegir
og framleiðsla þjóðarinnar
verði miklum mun fjölbreytt-
ari en hún er nú. Með kerfis-
bundnum ráðstöfunum til at-
vinnuaukningar verður að
stuðla að því, að svo geti
orðið.
í FYRRAKVÖLD um 7 leytið
sigldi Höfrungur II frá Akra-
nesi yfir nót Hafarnar GK 321
úti á miðunum og skemmdi
hana mikið. Fékk Höfrungur
nótina í skrúfuna og tók langan
tíma að losa hana, og urðu
skemmdir á skrúfunni. — Komu
báðir bátarnir til Akraness um
6 leytið í gærmorgun og í gær
fóru fram sjópróf í málinu hjá
bæjarfógetanum á Akranesi. —
Skipstjóri á Höfrungi er afla-
kóngur Akurnesinga, Garðar
Finnsson, en skipstjóri á Haf-
emi hinn kunni aflakóngur úr
Reykjavík, Ármann Friðriksson,
er keypti Haförn fýrir skömmu
í stað Helgu, sem sökk.
Samkvæmt upplýsingum skrif-
stofu Strætisvagna Reykjavikur,
þýða þessi málalok, að fyrirtæk-
íð mun þurfa að greiða til vagn
stjóra sinna alls um 100 rúmlega
1,8 milljón krónur, þar af á þessu
ári um 360 þúsund krónur.
A bls. 2 er Hæstarréttarmál
þetta nokkuð rakið.
í GÆR framdi 23 ára gamall
piltur sjálfsmorð á almannafæi'i
í Reykjavík. Kastaði hann sér
út af svölum á 10. hæð í háhýsi
Vísitalan óbreytt
VISITALA framfærslukostnað-
ar hefur staðið í stað sl. mánuð,
var 1. des. jafnhá og vísitalan 1.
des. og jafnhá og vísitalan 1.
nóv. eða 103 stig.
Báðir skipstjórarnir og áhafn-
ir þeirra skýrðu frá þessu atviki
fyrir sjóréttinum á Akranesi í
gær, og var frambuður þeirra
ekki samhljóða varðandi ljósin á
Haferni. Kváðust Hafarnarmenn
hafa kveikt hin svokölluðu Anda
nesljós, er farið var að draga
nótina, en skipverjar á Höfrungi
sögðust ekki hafa séð þau. Töldu
þeir síðarnefndu sig ekki vera
á stað þar sem netja væri von.
Haförn, sem er allstór bátur,
var með stóra nót, og festist hún
í skrúfunni á Höfrungi II. Nót-
in náðist þó inn og tókst að losa
hana úr skrúfunni. Urðu
skemmdir á skrúfunni og nótin
er stórskemmd. Var verið að
reyna að gera við hana á Akra-
nesi í gærkvöldi.
Prófessors-
embætti í sögu
Islands
menntamalaraðuneytið
hefur auglýst prófessorsembætti
í sögu Islands við heimspekideild
Háskóla Islands laust til um-
sóknar, en það embætti hafði dr.
Þorkelí Jóhannesson háskóla-
rektor heitinn á hendi. Er um-
sóknarfrestur auglýstur til 15.
janúar 1961.
einu sem er í byggingu í Klepps
holtinu. Lézt pilturmn sam-
stundis. Hann mun ekki hafa
gengið heill til skógar andlega.
Atburður þessi gerðist um kl.
2.30 í gærdag. Skömmu áður
hafði pilturinn sézt á gangi í
nánd við húsið Austurbrún 4,
en verið er að vinna þar og
engir ibúar fluttir inn. Seinna
sást pilturinn uppi á svölunum.
Fór hann úr frakka og jakka,
steig upp á handriðið, sem er á
annar meter á hæð, og steypti
sér niður. Lenti hann á vinnu-
pöllum og skyggninu yfir aðal-
dyrunum áður en hann kom nið-
ur.
Var pilturinn örendur, er
menn . komu hlaupandi að, en
margir höfðu orðið þessa dapur-
lega atburðar varir.
Útvarpið
30 ára
RÍKISÚTVARPIÐ minntist í gær
30 ára starfsafmælis síns. Við
það tækifæri var þessi mynd
tekin af nokkrum elztu starfs-
mönnum þess, að Skúlagötu 4. Á
myndinni eru frá vinstri: Sig-
urður Þórðarson tónskáld, skrif-
stofustjóri stofnunarinnar sl. 30
ár, dr. Páll Isólfsson tónskáld,
sem var í hinu fyrsta útvarpsráði
og síðan tónlistarstjóri í rúm 25
ár, Jónas Þorbergsson útvarps-
stjóri frá upphafi árið 1930 til
ársins 1953, Vilhjálmur Þ. Gísla-
son núverandi útvarpsstjóri frá
1953 og starfsmaður útvarpsins
frá upphafi sem fréttamaður,
bókmenntaráðunautur O. fl.,
Gunnlaugur Briem póst- og sima-
málastjóri, sem var verkfræðing-
ur Ríkisútvarpsins frá upphafi
og vann að undirbúningi stofn-
unar þess áður en það hóf út-
varp. Hann var verkfræðingur
útvarpsins til ársins 1956. Lengst
til hægri er Þórarinn Guðmunds
son fiðluleikari, sem starfað hef-
ur að tónlistarmálum útvarpsins
síðan árið 1930, lengstum sem
hljómsveitarstjóri Útvarpshljóm-
sveitarinnar. — Sjá grein uro
Ríkisútvarpið 30 ára á bls. 11.
(Ljósm.: Ól. K. M.)
<S>
Strætisvagnstjórar
fá 1,8 millj. kr.
Höfrungur sigldi
yfir nót Hafarnar
Skemmdir bæði á skrúiu og not