Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 10
10 MORCIllVPT 4nt Ð Miðvikudagur 21. des. 1960 fllWðWttMflfrÍfe Útg.: H.f Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 3.00 eintakið. BÆTT VINNU BRÖGÐ ALÞINGI lauk í fyrradag, hinn 19. desember, af- greiðslu fjárlaga fyrir árið 1961. Verður að telja það ný- lundu að fjárlög skuli af- greidd fyrir áramót. Undan- farin ár hafa fjárlög oftast ekki verið samþykkt fyrr en eftir áramót, stundum ekki fyrr en töluverður hluti reikningsársins hefur verið liðinn. Þá verður það einnig að teljast til umbóta að ríkis- reikningur ársins 1959 hefur viyrið lagður f yrir Aljúnpi.. Mðrg undáhxarTn ár fiafa rík- isreikningar verið á ferðinni á Alþingi margra ára gamlir. Hefur það haft þau áhrif að Alþingi hefur átt stórum ó- hægra að fylgjast með fjár- reiðum ríkisins. Ýmsu kippt í lag Þetta tvennt, afgreiðsla fjárlaga fyrir áramót og fram lagning ríkisreigningsins fyr- ir síðasta ár, sýnir greinilega að um mjög bætt vinnubrögð er að ræða af hálfu fjár- málastjórnar ríkisins. Ríkis- stjórnin og fjármálaráðherra hafa lagt kapp á að kippa ýmsu í lag sem miður hefur farið. Hér eftir ætti það að vera meginregla að fjárlög séu jafnan afgreidd fyrir ára mót, og að ríkisreikning- ur næsta árs á undan sé jafn- an lagður fyrir hvert þing. Um fjárlög ársins 1961 er annars það að segja, að þar eru gerðar tilraunir til þess að færa nokkuð saman í rekstri ríkisins og fram- kvæma sparnað þar sem hægt er að koma því við. Hækkun niðurstöðutalna fjár laga sprettur fýrst og fremst af stórauknum útgjöldum til félagsmála. Efling trygginganna Núverandi ríkisstjórn hef- ur beitt sér fyrir mikilli efl- ingu almannatrygginganna, tekið upp víðtækari fjöl- skyldubætur en nokkru sinni hafa tíðkazt fyrr, og hækk- að bætur og lífeyrisgreiðsl- ur í öllum greinum trygging- anna. Er hér um að ræða stórmiklar umbætur í þágu rldraðs fólks, sjúklinga, ör- yrkja, barnmargra fjöl- skyldna og annarra þeirra, sem njóta almanna trygg- inganna. Frá áramótum fær gamla fólkið greidd elli- laun sín óskert, þó það leggi sig fram um að vinna sér eitthvað inn. MÁRITANÍA OG RÚSSAR NÝLEGA er lokið ráðstefnu þjóðhöfðingja 12 Afríku- ríkja, sem fyrir skömmuhafa öðlazt sjálfstæði sitt og gerzt aðilar að samtökum hinna Sameinuðu þjóða. í tilkynn- ingu, sem þjóðhöfðingjarnir birtu að lokinni ráðstefnu sinni, láta þeir í ljós undr- un sína yfir þeirri afstöðu Sovétríkjanna að beita sér gegn upptöku Máritaníu í Sameinuðu þjóðirnar. En Máritanía er eins og kunn- ugt er yngsta sjálfstæða rík- ið í Afríku. Hlaut hún sjálf stæði fyrir nokkrum vikum. Ibúar þessa unga ríkis eru um 600 þúsund. Vonbrigði Það olli Máritaníumönnum miklum vonbrigðum að Rúss ar skyldu beita neitunarvaldi sínu til þess að hindra upp- töku þeirra í hin víðtæku alþjóðasamtök. Hinar gömlu nýlenduþjóðir Afríku byggja miklar vonir á þácttöku sinni í Sameinuðu þjóðunum. Rússar hafa á þessu alls- herjarþingi Sameinuðu þjóð- anna talað mikið um áhuga sinn fyrir rétti hinna ungu lýðvelda í Afríku. Þeir hafa flutt tillögur um það, að öll- um nýlendum skuli þegar í stað gefið frelsi, án tillits til þess hvort þær sjálfar telja sig viðbúnar til þess að stofna sjálfstæð ríki. En Af- ríku- og Asíuþjóðirnar fluttu sjálfar aðra tillögu, sem þær töldu raunhæfari en tillögu Rússa. Var þar lýst yfir þeirri skoðun, að stefna bæri að því að allar þjóðir, sem lotið hefðu nýlenduskipulagi fengju á næstunni frelsi og sjálfstæði, þegar þær sjálfar væru þess viðbúnar að taka stiórn allra sinna mála í eig- in hendur. Hefur sú tillaga nú verið samþykkt. UTAN UR HEIMI inkaSé til íbúða •HÁR BYGGINGAR- KOSTNAÐUR í mörgum Evrópulöndum hef- ur hið opinbera dregið úr fjár- veitingu til íbúðabygginga, en einkafjármagn komið í staðinn. í Bandaríkjunum er einkafjár- magnið yfirgnæfandi. Undanfarin ár hefur bygging- arkostnaður aukizt mjög ört, en á síðasta ári stóð hann í stað í mörgum löndum V-Evrópu. Samt var byggingarkostnaður enn hár, þegar miðað er við meðaltekjur og verðlag á nauðsynjavarningi. Tilraunir hinna ýmsu ríkja til að stöðva hækkandi verðlag virð- ist víða hafa borið harla lítinn árangur. Það er einkennandi fyrir hús- næðismálin í V-Evrópu, að hið opinbera leitast við að samræma þau öðrum greinum efnahagslífs ins. Það er því algengt, að oíkis- stjórnir skeri niður framlög til íbúðarbygginga. En í A-Evrópu er það hið opinbera, sem stend- ur straum af öllum slíkum fram- kvæmdum — og þar var um auk- ið framlag að ræða á síðasta ári. Þó eru þess merki, að stjórnir A- Evrópulandanna reyni að færa hluta ábyrgðarinnar yfir á aðra, m. a. stjórnendur iðnaðarins. Og þar eystra er töluvert farið að bera á því, að stjórnarvöldin reyni að vekja áhuga fólksins sjálfs á íbúðarbyggingum. • 1/6 ÁRSTEKNA Útgjöld vegna húsnæðis — húsaleiga, hitun, ljós og húsgögn eru næst mikilvægasti útgjalda- Nýjar fréttír ai tíóttamönnum EIN af nefndum Allsherjar- | þingsins tók flóttamanna- vandamálið til meðferðar á dögunum og þar var sam- þykkt ályktun þess efnis^ að nauðsyn væri á sameiginlegu átaki allra þjóða í nafni mannúðarinnar — til hjálpar flóttafólki. Fulltrúar 64 ríkja greiddu ályktunartillögunni atkvæði, enginn á móti, en fulltrúar 12 ríkja sátu hjá. Austurríki: Hægt verður að leggja flóttamannabúðirnar þar niður á þremur næstu árum, en starfræksla þeirra þann tíma mun kosta 13 millj. dollara. Aust urríki mun greiða 10 millj. af upphæðinni. Samtals hefur hálf önnur millj. flóttamanna leitað til Austurríkis, en aðeins 52 þús- undir eru enn í lándmu og þar af 15 þúsundir Ungverja. Frakkland: Enn eru 300 þús- und flóttamenn þar, meira en í nokkru öðru Evrópulandi. ttalía: Fyrir fjórum árum voru samtals 250 þúsundir flótta manna þar í landi, en nú hefur 175 þús. þeirra verið gert kleift að bjarga sér sjálfir. Aðeins 10 þús. eru enn í flóttamannabúð- um. ’ Túnis: Yfir 150 þús. flóttamenn frá Alsír hafa leitað á náðir Tun- isstjórnar og hún ver nú árlega hálfri annarri millj. dollara þeim til hjálpar. Bandaríkin: Síðan síðari heims styrjöldinni lauk hafa Bandarík- in tekið við 750 þús. flóttamönn- um og varið 1.000 millj. dollara til flóttamannahjálpar. Kanada: Yfir 250 þús. flótta- menn hafa fengið vegabréfsárit- un þangað frá styrjaldarlokum. Martin kvæntur rússneskri stúiku MOSKVU, 19. des. (Reut- er) — Bandarísku leyni- þjónustumennirnir fyrrver- andi, William Martin og Bernon Mitchell, sem sett- ust að í Rússlandi í sum- ar, áttu í dag fund með fréttamönnum Tass-frétta- stofunnar og birtir blaðið Isvestia viðtalið við þá und ir fyrirsögninni: Njósnir Bandaríkjama'- óena friðnum. Þar segja þeir félagar, að ekkert bendi til þess að Bandaríkjamenn muni láta af njósnum, þrátt fyrir mistök. —• Jafnframt muni þeir halda áfram að blanda sér í innanrikismál annarra þjóða, jafnt bandalagsþjóða sinna sem óvinaþjóða. Martin sagði, að þeir fé- lágar ynnu nú við stærð- fræðileg verkefni. — Hann kvaðst vera kvæntur rúss- neskri stúlku — hinni prýðilegustu húsmóður og ynni hún einnig við vís- indastörf. Þeir félagar kváðust ekki vera kommúnistar — en sögðust taka ýmsa þætti í lífi Rússa —• einkum stjóm arfarið' og efnahagskerfið — fram yfir það sem ger- ist i Bandaríkjunum. ENN er töluverður skortur á íbúðarhúsnæði í V-Evrópu og jafnframt eru lóðir til ný- bygginga af skornum skammti. — V-Evrópulönd vinna stöðugt að því að koma þessum málum í það horf, að hægt verði að slaka á ýmsum ákvæðum í sambandi við húsaleigu og einnig að draga úr opinberum fjárveitingum til íbúðabygginga. Miðar þetta að auknu jafnvægi í húsnæðismálunum. Á síðari árum hefur einkafjármagni verið varið til íbúðabygg- inga í æ stærri stíl, en í löndum A-Evrópu eru húsa- leiga og íbúðabyggingar stöð- ug vandamál stjórnarvald- anna. • S-EVRÓPA Á EFTIR Þessar upplýsingar og margt fleira varðandi íbúðarbyggingar bæði í er að fÍTnTS í — ,,European Housing Trends and Politics in 1959“. Það er efnahagsstofnunin, ECE, sem annast útgáfuna. Á síðasta ári batnaði ástandið í húsnæðismál- um V-Evrópu verulega. Þá voru byggðar 8% fleiri íbúðir en árið áður (Ráðstjórnarríkin ekki með- talip). En samanburður húsnæð- isástandsins í S-Evrópu og öðr- um V-Evrópulöndum leiðir í ljós, að bilið hefur ekki minnkað. Hag- ur S-Evrópubúa er mun lakari en hinna hvað þetta snertir. Húsnæðisskorturinn er meiri í A-Evrópulöndum en í V- Evrópu, segir í skýrslunni, því þar eystra er helmingi fleira fólk á hverja íbúð en að vestan verðu. í Bandaríkjunum er ástandið miklu betra en í Evrópu, bæði hvað viðvíkur íbúðafjölda og þægindum í híbýlum manna. íbúðarbyggingar hafa og verið meiri vestan hafs en austan. Sambygging liður fjölskyldna í V-Evrópu. Húsnæðið, ljós, hiti o. s. frv. með- talið, er að meðaltali sjötti hluti árstekna fólksins í V-Evrópu, þó ekki í Finnlandi, Frakklandi, Grikklandi og Ítalíu þar sem húsaleigunni hefur verið haldið meira niðri en í öðrum Evrópu- löndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.