Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 21. des. 1960 M O R C 11N R L A Ð1Ð 19 — Aukin hernaðarþýði ng Framh. af bls. 1 lagsins, og því hafi nýlega ver- ið ákveðið, að stjórn og ábyrgð vamarstöðvanna á íslandi skyldi fengin flotanum, í stað flughersins, sem áður hafði stjórn þar á hendi. ★ ★ ★ Talið sé, að Sovétríkin eigi a. m. k. fjórtán kafbáta, búna eld- flaugum. Þessir kafbátar þurfi að fara um siglingaleiðirnar fyr- ir austan eða vestan ísland til þess að komast á aðalathafna- svæði sitt, sem verður væntan- lega á norðanverðu Atlantshafi. .— Bandaríku kjarnorkukafbát- arnir, sem búnir éru Polaris- eldflaugum, þurfi einnig að fara um sömu slóðir til þess að kom- ast til Noregshafs og Barents- hafs. ★ ★ ★ Þessar staðreyndir auki hern- aðarlega þýðingu siglingaleið- anna við ísland. Og nú hafi Bandaríkjamenn hug á að koma á hreyfanlegum kafbáta-,,varn- argarði" á þessum slóðum, sem hljóti aðstoð flugeftirlitssveita frá íslandi. — í fréttinni segir, að írland sé sérstaklega mikilvægt hernaðar- lega, með tilliti til þess mögu- leika ,að árás verði gerð á Noreg. Sólarhring á kafi í fúa- mýri HÚSAVÍK, 20. des. — f gær, er Bjarni Bjarnason á Héðins- höfða var á gangi um Héðins- liöfðamýrar, þóttist hann heyra til einhverrar skepnu, sem hann sá þó ekki. Hann fór að athuga þetta og rakst þá á dálítið gat í snjóinn og sá þar haius á hesti. Hesturinn Íhafði sokkið í fúamýri og stóð ekkert upp úr nema haus inn og hafði sketlt að honum. Mun hesturinn því hafa verið í mýrinni a.m.k. sólarhring, því svo langt var liðið siðan snjókomu þeirri, er var um helgina slotaði. Hjálp var strax sótt og hesturinn dreg- inn heim á sleða, er dráttar- vél var beitt fyrir. Var þetta i 6 vetra hryssa, tamin, og var / I hún nær dauða en lífi. Var 1 hún flutt á sleða að Héðins- höfða og tekið til við að nudda hana. Einnig var og sóttur dýralæknir sem gaf henni meðul. Hryssan hresst- ist furðu fljótt og er talið að hún muni ná sér á skömmum tíma. — Fréttaritari. — Alsir Frh. af bls. 1 franska ríkinu. 2) Sjálfstætt og óháð Alsír. 3) Alsír í tengslum við Frakkland. — Taldi de Gaulle liggja í augum uppi, að síðasti möguleikinn yrði valinn ★ „Vér erum reiðubúnir" De Gaulle talaði frá Elyssee- höllinni. Ræðan stóð aðeins tólf mínútur, og hann talaði blaða laust að vanda. Forsetinn sagði m. a.: — Já, vér gerum tillögur um frið. Hvenær sem er erum vér reiðubúnir að ræða við full- trúa frá þeim, sem berjast gegn okkur. Jafnskjótt og árekstrum og átökum lýkur, getur ríkis- stjórnin rætt fyrir opnum tjöld- um um sjálfsákvörðunarréttinn við fulltrúa allra pólitískra að- ila í Alsir — og þá fyrst og fremst fulltrúa serknesku upp- reisnarmannanna. — Enn frem ur sagði de Gaulle: — Ég hefi valið þá leið, sem fara ber, svo sem er hlutverk mitt og skylda — og ég bið frönsku þjóðina um að samþykkja þessa leið. — Erginn getur gengið þess dul- inn, hve mikilvæg úrslit þjóðar- atkvæðagreiðslunnar verða. Níu tíunduhlutar Alsírbúa eru mú- hammeðstrúarmenn. Alsír fram- tíðarinnar verður þess vegna fyrst og fremst ,,alrírskt“ Það eru hinir innfæddu Alsírbú- ar, sem sjálfir skulu ráða mál- um sínum, og það verður á þeirra valdi að stofna ríki með eigin stjórn, eigin stofnunum og eig in lögum. En, auk múhammeðS' trúarmannanna, eru meira en tnilljón íbúa landsins af evrópsk um stofni. Þeir eiga einnig sinn rétt. Hvað, sem gerast kann, er Frakkland staðráðið í að vernda þá og múhammeðstrúarmenn þá sem óska að vera áfram franskir borgarar. ★ Frá Allsherjarþinginu Þess má geta hér að lokum að í gær var samþykkt á Alls herjarþingi SÞ tillaga Asíu- og Afrikuríkja, sem fól í sér við urkenningu á sjálfsákvörðunar. rétti og sjálfsstjórnarrétti Alsir búa — og að SÞ skuli styðja þá til sjálfsstjórnar. Hins vegar var felldur sá hluti tillögunnar raunar meginhlutinn — að SÞ skyldu sjálfar gangast fyrir og hafa eftirlit með þjóðaratkvæða greiðslum í Alsír um þessi mál — Island var í hópi þeirra, er greiddu atkv. með þessum hluta tillögunnar. -- Frönsku fulltrú arnir sóttu ekki fundinn. Nýtt, bandarískt gervitungl WASHINGTON, 20. desember. Bandaríkjamenn skutu í dag á loft nýjum gervihnetti, „Discov- erer 19“, og komst hann á fyrir- hugað'a braut sína um jörðu. — Hlutverk hins nýja gervihnattar e>r fyrst og fremst það að vara við eldflaugaárásum á Banda- ríkin — en fyrri Discoverer- gervitungl hafa ekki gegnt slíku hlutverki. Ferðamenn streyma um Akureyri AKUREYRI, 20. des. — Mjög mikið hefur verið um ferðamenn á leið gegnum Akureyri undan- farna daga, eins og alltaf er fyr- ir jólin. Þó mun aðalumferðin ekki byrjuð enn, a.m.k. ekki með flugvélunum. í gærkvöldi fóru héðan með Heklu austur um 80 farþegar. Með Esju fóru í dag 30 farþegar vestur um. Og í kvöld kom Gull foss hingað að sunnan. Höfðu 132 farþegar verið með frá Reykja- vik, en þeir skiptust á ísafjörð, Siglufjörð og Akureyri. Og loks hefur Flugfélag íslands flutt 130 farþega gegnum Akureyri í gær og í dag. — Stefán. Bókasýning í Guðspekifélags húsinu BÓKASÝNING var nýlega opn- uð i Guðspekifélagshúsinu. Þar eru til sýnis yfir 500 bækur ensku, dönsku og íslenzku um margs konar hugeðlisvísindi: guðspeki, sálfræði, yöga, heim- speki, trúarbragðafræði, sálar- rannsóknir o. fl. Á sýningunni er fjöldi erlendra bóka, serri ekki hafa sézt hér í bókabúðum áður. Þarna eru bækur eftir marga þekkta höfunda, t. d. sál- fræðinginn C. G. Jung, Poúl Brunton, Ramacharaka, Yogan- anda, Martinus, Baily, Sri Ram og fjölda annarra. Þar er margt nýrra bóka, enda hefur félag ungra guðspekinema lagt sér- staka áherzlu á, að kynna yngri höfunda og þá merku þróun og aukningu þessara fræðigreina, sem átt hefur sér stað á síðustu áratugum. Sýningin er opin frá kl. 5—10 alla virka daga og mun standa til áramóta. Hún verður opin frá 2—10 á annan jóladag. — Utvarpið Framh. al bls. 11 að rannsaka möguleikana á að koma því upp. I gær var það sérstaklega til hátíðabrigða hjá útvarpinu að starfsfólkinu var boðið til sam kvæmis í útvarpsbyggingunni °g byggingin við Skúlagötu 4 var öll flóðjýst. Geta má þess að á þessum 30 árum, sem útvarpið hefir starf að hefir það verið til húsa á þremur stöðum hér í bænum, fyrst í Edinborgarhúsinu við Hafnarstræti, þá í Landsímahús inu og nú loks við Skúlagötu 4. Má gera ráð fyrir að það hús- rými verði brátt of lítið svo ört fer starfsemi bess vaxandi. — Alþingi Framh. af bls. 1 gefið út svohljóðandi bréf: „Forseti Islands gjörir kunnugt: Að ég, að tilskildu samþykki Alþingis, veiti forsætisráðherra umboð til þess að fresta um sinn fundum Alþingis, 81. lög- gjafarþingi, frá 20. desember 1960, eða síðar, ef fundir drag- ast, enda verði þingið kvatt til fundar á ný eigi síðar en 16. janúar 1961. Gjört að Bessastöðum, 20. desember 1960 Ásgeir Ásgeirsson Ólafur Thors Forsetabréf um frestun á fundum Alþingis. Samkvæmt þessu umboði lýsi ég hér með yfir því, að fundum Alþingis, 81. löggjafarþings, er frestað frá deginum í dag og verður það kvatt til fundar á ný eigi síðar en 16. janúar 1961. Leyfi ég mér að árna háttvirt- um alþingismönnum og starfs- mönnum Alþingis gleðilegra jóla og farsæls nýárs. Féll úr rafmagnsstaur Hefur legið 3 daga meðvitundariaus SL. LAUGARDAG féll piltur niður úr rafmagnsstaur á Blönduósi og hlaut mikil meiðsli. Yar hann enn meðvit- undarlaus í gær. Pilturinn, sem er 18 ára gamall, heitir Ragnar Karlsson úr Reykjavík. Var hann að vinna uppi í staurnum er slysið varð. Ragnar mun hafa verið að færk sig til í staurnum, og losað öryggisbeltið, sem menn hafa jafnan um sig er ,þeir eru að vinnu uppi í staurum. Var fallið mikið, 7—8m., og jörð freðin. Ekki hefur verið hægt að kanna meiðsli Ragnars til hlítar’ en hann liggur enn meðxitund- arlaus á sjúkrahúsinu á Blöndu- ósi. Er talið að hann sé höfuð- kúpubrotinn, nefbrotinn og hafi hlotið einhver ö*»»»ur smávægi- legri meiðsli. Af.s. Gullfoss fer frá Reykjavík mánudaginn 26. þ.m. ki. 12 á há- degi til Hamborgar og Kaupmannahafnar. Farþegar eru beðnir að koma til skips kl. 11 H.f. Eimskipafélag íslands Þakka innilega öllum þeim mörgu vinum og frændum sem glöddu mig á 70 ára afmælisdaginn minn 6/12, með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Sérstaklega þökkum við hjónin skólastjóra, kennur- um og starfsfólki Langholtsskóla fyrir ánægjulegt sam- sæti og veglega gjöf. Einnig þeim börnum skólans sem gáfu mér fagra blómvendi. Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól. Sigmar G. Þormar. Innilegustu þakkir til allra, sem heimsóttu mig, færðu mér gjafir og hlýjar kveðjur á sjötugsafmæli minu 15. des. s.l. — Lifið heil. — Gleðileg jól. Eiríkur Bcnjamínsson frá Hesteyri. Hjartans þakkir öllum þeim mörgu, er minntust mín á einn og annan hátt á sextugsafmæli mínu, og gerðu mér daginn ógleymanlegan. -— Með beztu jólakveðjum. Lára Pálsdóttir, Syðri-Rauðalæk. Maðurinn minn og faðir okkar JÓN ÞORFINNSSON Freyjugötu 5, Sauðárkróki, lézt að heimili sínu 20. desember. Guðrún Árnadóttir og börn. Konan mín ANNA ARADÓTTIR frá Þverhamri, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 23. þ.m. kl. 10,30 f.h. Þorsteinn Stefánsson. Útför SIGTRYGGS JÓNSSONAR Suðurgötu 13, fer fram frá Fossvogskirkju, klukkan 1,30 e.h., fimmtu- daginn 22. desember. Fyrir hönd aðstandenda. Jónína Jónsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við and- lát og jarðarför eiginkonu minnar, móður okkar og tengdamóður GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTUR Oddur Bjarnason, Sigríður Oddsdóttir, Pálína Oddsdóttir, Hafsteinn Sölvason, Kristján Magnússon. Hjartans þakkir færum við öllum þeim er auðsýndu okkur hjálp og hlýhug við andlát og jarðarför eiginkonu minnar og móður GUÐRÍÐAR ÞÓRÐARDÓTTUR frá Hamri. Guðmann Jónsson, Haraldur Haraldsson. Þökkum innilega alla samúð við andlát móður, tengda- móður, systur og ömmu okkar GUÐRÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR Kjartan Jónsson, Ingibjörg. Þorsteinsdóttir, Dagbjört Guðnadóttir, Þorsteinn Kjartansson, Guðmundur Kjartansson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar GUÐRlÐAR EIRlKSDÓTTUR frá Þjórsártúni Inga Ólafsdóttir, Huxley Ólafsson, Eggert Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.