Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 18
18 MORGVNBLAÐiÐ Miðvikudagur 21. des. 1960 Nú brosir nóttin Skrásett af Theodór Gunnlaugssyni Ævisaga Guðmundar Einarssonar á Brekku á Inggjaldssandi er hetjusaga íslenzks alþýðu- manns. Kr. 148.00 Aldamótamenn Annað bindi Eftir Jónas Jónsson frá Hriflu í þessu bindi eru ævisöguþættir af 22 aldamóta- mönnum. Bókin er hollur lestur ungum íslend- ingum. Kr. 148.00 SEX NÝJAR BARNA- OG UNGLINGABÆKUR: Ljáðu mér vængi Eftir Ármann Kr. Einarsson Teikningar eftir Halldór Pétursson (Kr. 58.00). Vort strákablóð Eftir Gest Hannson. Teikningar eftir bróður höfundar. (Kr. 58.00). Salómon svarti Eftir Hjört Gíslason Teikningar eftir Halldór Pétursson. (Kr. 58.00). Litli læknissonurinn Eftir Jennu og Hreiðar Stefánsson. Teikningar eftir Halldór Pétursson. (Kr. 48.0<(). Valsauga Eftir Ulf Uller. Spennandi Indíánasaga. (Kr. 58.00). Ast og hatur Eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur Ævintýri / sveitinni Eftir Ármann Kr. Einarsson Teikningar eftir Halldór Pétursson. (Kr. 58.00). ^nnur útgáfa Skemmtileg bók um sjóferðir og svaðilfarir. — Kr. 130.00 BÓKAFORUAG ODDS BJÖRNSSONAR Þetta er hin vinsæla ástar- saga, sem komið hefur sem framhaldssaga í tímaritinu, ,,Heima er bezt“. Kr. 68.00. Hálfa öld á höfum úti Ahættubóknun að nokkru uppbót á laun Strætivagnsstjóri vinnur mál i Hæstarétti I HÆSTARÉTTI er genginn dóm ur í máli, sem reis út af því, hvort Strætisvögnum Reykja- víkur beri að greiða vagnstjórum sínum sérstaka áhættuþóknun. I undirrétti urðu úrslit málsins þau, að þessi greiðsluskylda var lögð á SVR, og þann dóm stað- festi Hæstiréttur. vinnumenn og vagnstjórar skyldu fá samskonar bætur og á þessum tíma var til umræðu að veita öðrum vaktavinnuhópi í sama launaflokki. Hafi vagnstjórar fengið vaktaálagið greitt eftir sömu reglum og aðrir starfshóp- ar í 10. launaflobki. Leiði þetta til sýknunar. í forsendum dóms- undirréttar segir m. a. að reglugerð um al- mannatryggingar, eru lögreglu- störf og bifreiðastjórn í sama á- bættuflokki. Allir lögreglumenn hafi fengið umyædda áhættu- þóknun, en vitað er að allmargir lögregluþjónar vinna eingöngú skrifstofustörf og leggja sig því ekki í neina sérstaka áhættu í starfi sínu. Verði að skoða um- rædda „áhættuþóknun" að nokkru leyti sem uppbót á laun. með tilvísun til þessarar stað- reyndar taldi undirréttur að strætisvagnstjórar eigi rétt til kjarabótanna í sambærilegum hiutföllum og lögreglumenn og slökkviliðsmenn. Var bæjarsjóði gert að greiða Guðmundi kr. 10.313,58 með 6% vöxtum af kr. 3.334,61 frá 1. jan. 1957 til 1. jan. 1958, af kr. 6.711,48 frá þeim degi til í. jan. 1959 og af kr. 10.313.58 til greiðsludags. Hæstiréttur staðfesti undirrétt- ardóminn að öllu leyti og í for- sendum hans kemur fram "m. a. að telja verði að yfirlýsingin frá 7. des. 1954 til vagnstjóranna sé enn í fullu gildi. Málskostnaður fyrir báðu’fh dómum var lagður á bæjarsjóð. Qmakleg, niörandi orð Upphaf máls þessa er, að árið 1954 varð sú breyting á, að vagn- stjórar SVR, sem voru innan vé- banda stéttarfélags bifreiðastjóra gerðust starfsmenn Reykjavíkur- bæjar. Hinn 16. desember það ár urðu vagnstjórarnir starfs- menn Reykjavíkurbæjar. Skyldu þeir taka laun samkvæmt 10. launaflokki. Var í sambandi við þessa breytingu gefin út yfirlýs- ing um það 7, des. 1954 eða nokkr um dögum áður en þeir urðu bæjarstarfsmenn, að fái þeir, sem taka laun samkvæmt 10. launaflokki kjarabætur, þá munu yfirvöld bæjarins beita sér fyrir því að vagnstjórar SVR fái bæt- ur í sömu eða sambærilegum hlutföllum. Það gerðist svo 15. nóv. 1956, að ákveðið var að lögreglumenn skuli fá greidda áhættuþóknun er nemi 6% af launum. Er þókn- un þessi greidd vegna þeirra sér- stöku áhættu, sem samfara er starfi lögreglumanna. I Deiriu framhaldi af þessu ákvað svo bæjarstjórnin að greiða þeim starfshópum sömu áhættuþóknun á kaup, sem að dómi tveggja manna er Hæsti- réttur tilnefndi, vinna störf, sem jafnmikil áhætta er samfara og starfi lögreglumanna. Það var álit þessara dóm- kvöddu manna, að jafnmikil á- hætta fylgdi ekki starfi strætis- vagnstjóra og lögreglumanna. Aðili að þessu máli er *annars vegar Guðmundur Halldórsson strætisvagnsstjóri, Langagerði 6 og hins vegar borgarstjórinn í Reykjavík f. h. bæjarsjóðs. Guðmundur hélt því fast fram að yfirlýsingin frá 7. des. 1954 sé skýlaus og þar tryggt að stræt isvagnsstjórar skuli njóta sömu kjara og lögreglumenn og slökkvi liðsmenn. Borgarstjórinn hélt því aftur á móti fram að þegar yfirlýsingin hafi verið gefin, hafj staðið yfir samningar við lögreg’umenn og ekki vitað hvort fallizt yrði á þeirra kröfur. Hafi þótt rétt að orða samþykktina frá 7. des., sem almenni vilyrði um áð vakta- STAÐARBAKKA, 12, des 1960. Eins og áður, verður tíðarfarið fyrsta umræðuefnið manna á meðal. Hér gránaði jörð aðeins af snjó í fyrsta sinn á vetrinum þann 5. þ. m., en er nú aftur orðið alautt. Það sem menn undrast mest hér, eru hinir langvarandi þurrk ar, því varla er hægt að segja að komið hafi teljandi úrfelli síðan seint í júlí í sumar, en allt vorið, sumarið og haustið voru stöðug góðviðri, en það sem af er vetrinum, logn og stillur, en oft talsverð frost. En eftir veð- urfregnum að dæma Virðist úr- koma oftast sneiða hjá Vestur- Húnavatnssýslu( þó rigni víða annars staðar á landinu. Afleiðing þessa miklu þurrka nú, er líka að koma í ljós í miklu vatnsleysi eru margir bæir sem hafa haft nokkurn veginn öruggt FYRIR nokkru síðan birtist í Frjálsri þjóð kafli úr bréfi frá einhverjum nemenda Mennta- skólans á Akureyri. í bréfi þessu er farið ómaklegum og niðrandi oi'ðum um skáldið Kristmann Guðmundsson, sem undanfarið hefur ferðazt milli skóla á veg- um menntamálaráðuneytisins og lesið úr verkum íslenzkra og erlendra skálda. Bréfritari segir m. a.: „Hann (þ. e. Kristmann) las m. a. úr „Tímanum og vatninu“ eftir Stein Steinarr í háðslegum tón og sagði svo, að Steinn væri gott dæmi um þau skáld, ef skáld skyldi kalla, sem engin leið væri að vita hvað væru að fara með ljóð- um sínum.“ Þarna hefur ósk- hyggja höfundar illilega hlaup- i ið með hann í gönur. Hvaða skoðanir sem Kristmann kann að hafa á Steini og ljóðum hans, lét hann skáldið fyllilega njóta sennmælis og fór sízt um hann niðrandi orðum. Um þetta geta Barnogaman BLAÐINU hefur borizt eins kon ar litabók, sem teiknistofan Tíg- ull í Reykjavík heíur gefið út. Litabók þess er frábrugðin öðr- um að því leyti, að hún er jafn- framt skemmti- og námsbók fyr- ir börn. í henni eru ýmsir leikir, gátur og fróðleikur við barna hæfi. Ætlazt er til að sumar teikn ingarnar séu klipptar út, þegar búið er að lita þær, eg síðan sett- ar saman. Aðrar kenna börnum heiti á ýmsum hlutum, jafnóð- um og þær eru litaðar. Ein síðan fjallar um umferðamerki, sem börnin geta litað, önnur um sögu frægan stað, á þeirri þriðju er dúkkulísa, ásamt fötum, sem má lita og klippa út. Aftan á kápu bókarinnar er Drekaspil. Bókin nefnist Barnagaman. Leikir. Gát- ur. Föndur. vatn til neyzlu, nú vatnslausir og verður að sækja það langar leiðir. Eru menn áhyggjufullir yfir þess, ef ekki rætist úr áð- ur en tíð versnar, því mikil og erfið vinna er að sækja vatn í menn og margar skepnur lang- an veg. Þá er og rafmagrislítið hjá mörgum er hafa vatnsvirkj- anir. Nú er spáð sunnanátt og rign- ingu svo ef til vill rætist fljót- lega úr þessu. Allvíða er sauðfé hýst, en ó- víða gefið nema lömbum. Eng- ar tölur eru fyrir hendi um tölu búfjár í haust, en telja má víst að sauðfé fjölgi nokkuð og senni lega nautgripum eitthvað líka. Margir bændur unnu að stækk un og byggingu gripahúsa langt fram í nóvember. B. G. vitnað bæði nemendur og kenn- arar, sem staddir voru á Sal og blýddu á Kristmann. Rétt er það hjá bréfritara, að Kristmann hafði áður lesið upp hér nokkur þeirra ljóða, er hann flutti á Sal í haust. En nær er mér að halda, að bréf- ritari sé ekki slíkt mikilmenni á andlega sviðinu, að verið sé að bera í bakkafullan lækinn, þegar lesin eru fyrir hann kvæði eins og t. d. Útsær Ein- ars Benediktssonar tvisvar sinn- um á hverjum tveim eða þrem árum. Enda þótt ástæðulaust sé að taka allt, sem frá menntamála- ráðuneytinu kemur, sem galla- lausa sendingu af himnum of- án. er þó óþarfi að vera með lúalegt nöldur út af því, sem vel er gert, enda hefur bréf- ritari kosið að hylja sig í myrk- viðum hins óþekkta. Rögnvaldur Hannesson. Skipzt á jólaósk- um í neðri deild I GÆR var stuttur fundur í neðrl deild Alþingis. Var ríkisreikning- urinn 1959 til 2. umræðu, en um- ræðunni var frestað. Forseti deildarinnar, Jóhann Hafsteip, óskaði þingmönnum gleðilegra jóla og. góðrar heimferðar, þeim sem búa úti á landi. Einar Olgeirs son þakkaði röggsama og réttláta fundarstjórn og færði honum jóla- og nýársóskir fyrir hönd þingmanna. Leiðrétting í JÓLABLAÐI Hamars er stutt grein eftir undirritaðan um starf semi Fimleikafélags Hafnarfjarð ar. í niðurlagi greinarinnar, þar sem rætt er um byggingu íþrótta svæðis fyrir félagið, hefir læðzt inn óheppileg prentvilla, sem nauðsyn er á að leiðrétta. Vegna þess að næsta blað Kamars kemur ekki út fyrr en ingu. Niðurlag greinarinnar átti að vera, og er í handriti mínu, þann ig: „í haust hafa jarðýtur verið að verki að ýta og slétta hraunið fyrir aðalvöllinn. Kostnaður er orðin nær 200 þús. kr. og fjár þröng orðin mikil, en áfram skal haldið, hvað sem tautar. Við treystum á áhuga hinna rpörgu félagsmanna og góðvild og stuðn ing margra einstaklinga, fyrir- tækja og stofnana. Þeir ungu menn, sem keppt hafa undir merki FH hafa verið Hafnarfirði til sóma og þeir eiga viásulega skilið að þeim verði búin betri aðstaða til í- þróttaiðkana en nú er“. Með þökk fyrir birtingu. Valgarð Thoroddsen Vatnsskortur olli óhyggjam

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.