Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.1960, Blaðsíða 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Skáldið af mölirmi fjörðinn Vetrarmávar. Ljóð. Jóo úr Vör. Bókaskemman. 1960. HANN kom inn í bókmennt- irnar vestan af illa grónum malarkambi. Hann er framhald af lágri eyrinni við Patreksfjörð inn, sem af sjónarsviði bernsku Jóns er lokinn auðnarlegustu og sæbröttustu sveit allra hinna eyðilegu og undirlendisfátæku vestfirzku byggða. Ofan við kambinn eru bakkarnir, með sinn grýtta gróðrarjaðar við fæt ur grárrar urðar, sem er einvöld alit upp á hvassa, himingnæva fjallsrönd, og neðan við er fjar- an sem á annan veginn endar í sveigðum fingri oddans, en hin- um megin beygist í olnboga og teygir síðan hönd svartra, stund um sýlaðra hleina út í fjörðinn, fjara, þar sem hinn grái litur gnúinna steinvala ræður svip og uppliti, þó að þar leynist reynd- ar hvít og brún og blágljá djásn bobba og öðu og bláskelja. — Hann barði að dyrum, gerði það í stund milli stríða — og með hljóðstaf. Menn skyggndust út, litu á lágan mann með lútan gráan hattkaufa og sögðu eins og kallinn lítið gestrisni: „Við skulum láta eins og við heyr- um það ekki.“ Hann varð auðvitað hneyksl- aður og sár og leit hvössum vonaraugum til austurs, því að vitaskuld var þetta endemis auðvalds- og afturhalds fyrir- tekt að þykjast ekki heyra hann sé sjá, þar sem hann stóð og drap á dyr, reistur, sigldur rnaður — fyrst búinn að for- framast í Reykjavík og svo all- ar götur suður í Franz og hafði að færa stuðlamál, sem skyldu flytja þeim dyn daganna í þorp- inu á eyrinni og sunnan frá Verdun og Dauðsmannshæð, svo sem sá dynur endurómaði í blóði sjáanda síns tíma. En innst innan úr hugar- fylgsnum hans var sem hvislað væri sárt og biðjandi: Má ég? .... Hann sagði ekki já, en hann varð að hlusta. Og svo kom það, ekki með ádeilurödd veraldarmannsins forframaða, heldur einfalt, sárt, nöturlegt, en líka sælt, birtandi fáskrúð- ugar, en samt ógleymanlegar og undarlega hrífandi sýnir, þaðan, scm hann hafði undrazt, „hversu grasstráin voru löng, þar sem þau uxu í skugganum," þaðan, sem steinbitur hékk í þili, það- an, sem hann mundi „gamlar konur með köflóttar svuntur og Ijósar hyrnur á höfðinu" og karla, „sem mylja klútinn sinn“, — og þar sem líka ungar stúlk- ur „fjötra bylgjur hársins með litríkum borðum úr silki. ... “ „þar sem lítil skel er á litlu hafi“ og „þú heldur kannski, að pollurinn sé hafið....“ Já, það kemur — af undrun og auðmýkt og sárri viðkvæmni: mmm Jón úr Vör „Elífðarhafið er kannski pollur. Einn daginn segir dauðinn við lífið: Ó, ljá mér skel þína, bróðir." Og það kemur ljúft og sælt og fagurt, er óstuðlað — eing og stuðlaföllin samrýmist ekki lát- lausum veruleika fátæks drengs, sem dvelur undir fjallinu á hinni „mjóu steinvölurönd milli þess og hafsins", þar sem mann- lífið á sér engar erfðir: , Hve undur hægt vaggast bátur þinn við landsteina eigin bernsku. I mjúkum silkispegli, bak við langa ævi, horfizt þú í augu við litla telpu, slegið hár hvelfist í leik smárra fiska, í sólskini fljúga þeir á gullnum vængjum inr. í laufgrænan skóg.“ .... Þegar Jón hafði fundið þorpið sitt og þar sjálfan sig, hélt hann áfram að yrkja órim- að. og árið 1951 gaf hann út ljóðabókina Með örvalausum boga. Þar leggur hann alllangt út á braut hinnar í senn tákn- rænu og órökrænu túlkunar, sem oft reynist viðsjál, en hins vegar er ærið áhrifarík, ef vel tekst til um val orða, tákna og viðmiðunar. Og oft tókst sprið vel til hjá Jóni úr Vör. Vetrarmávar Síðan eru liðin níu ár, og loks er komin ný bók frá skáldinu. Hún flytur tæpan hálfan fjórða tug órímaðra ljóða, sem flest eru stutt. Ég greip þetta snotra kver með eftirvæntingu, því að margt hefur svo sem gerzfr á þessum níu árum á vettvangi Ijóðrænna íslenzkra bókmennta. Margur ungur maður, karl og kona, hefur þar sniðgengið gamla íslenzka ljóðhefð og farn- azt misjafnlega að vonum, því ekki eru allir útvaldir — minnsta kosti ekki strax og fyrirhafnar- lítið. Og hvort mundi þá Jón úr Vör, að nokkru sefjaður af anda tímans, hafa í sífellu streitzt við að sjá sin eigin met á sviði órímaðrar túlkunar og svo lent út í æ torræðara tungu- tal skrúfaðs og órökræns tákn- máls? Nei, nei, — Jón hefur yfir- leitt kunað fótum sínum forráð í þessum ljóðum. Svipmót þeirra og líkingamál minnir meira á ljóðin í Þorpinu en á þau, sem hann birti í Örvalausum boga. Hann hefur ekki farið úr augna- körlunum við að glenna sig í spor Eliots, Pounds eða Lorca, og hvorki brynjað sig broddum hunzku né lent út í fen sýnd- ardjúpsæis. Draumur Þyrnirósu, sem á sér glófagrar setningar, er sem heild nokkuð torræður, og þegar við höfum lesið Gamla ferðasögu getum við ekki endi- lega hrósað happi yfir að „skó- smiðssonur vestan af Patreks- firði“ hafi nokkurn tíma komið í konungsgarðinn Versali. Enn- fremur er eitthvað hálf-endur- suðulegt við ljóðharma lands- sölunnar, sem ég annars efast ekki um, að skáldið telji sig hafa gripið undan blæðandi hjartarótum. En oftast er hug- blærinn sambland biturrar sælu og ekki með öllu óljúfs sárs- auka, líkingarnar sóttar í nöt- urlegan veruleika bernskunnar., „Berfætt í grasinu standa börnin, stráin vaxa milli moldugra tánna, krossfest hamingju jarðar með grænum nöglum." Gróður mannlífs og jarðar og minning og tákn þjáningarinn- ar.... Eða þessar myndir: „Titrandi höndum heldur örþreytt móðir áfram að sauma fegurstu draumum ný líkklæði. Eins og vængbrotin æður syndi milli sýlaðra hleina fer nóttin að.“ Öll höfum við farið fram hjá eyðibýli — og vart nokkur ökk- ar ósnortinn. Tilfinningarnar, sem það vekur, túlkar skáldið þannig: „Allt eins og blómstrið eina er leikið með viðkvæmni á gaddavírsstrenginn, sem lokar gamalli heimreið.... “ Svona broddhvöss, svona nöp- ur. svona viðkvæmnileg eru þau áhrif eyðileikans frá rústum mannlegs erfiðis, enda segir skáldið á öðrum stað: „Þegar þú lítur þreyttur upp frá starfi er land þitt fegurst.. .. “ Hann er ekki beinlínis list- slæpingslegur svipur ljóðsins, sem endar þannig, og engin böl- mæði er yfir afstöðu skáldsins til ástar, konu og afsprengis, heldur hin frjóva lífsnautn, tengd ilmjurt í holti og hreiður- fugli í móa: „Einu sinni var hár þitt net til þess að veiða í augu mín. Og ennþá geymir það blóðbergsilminn frá liðnum dögum. Allt fyrir jól í dag eru vetrarsólstöður, stytzti dagurinn á árinu. — Varla er hægt að tala um meira en þriggja tíma dags- birtu. Á þessum tímum raf-^ ljósa veitum við þessu litla athygli. Aðeins þarf að þrýsta á hnapp og þá er ljós. Myrkr- ið tefur okkur ekkert. Það er líka eins gott núna rétt fyrir jólin, þegar hús- mæðurnar æða um með skrúbbur og fötur, snúa við stólum og draga allt fram á . gólf, ef einhvers staðar skyldi leynast rykögn. Þokkalegt væri ef skammdegismyrkrið yrði þess valdandi að ein- hvers staðar yrði eftir blett- ur. Og bakusturinn? Hvernig væri hægt að vera viss um hvenær smákökurnar hefðu nákvæmlega þennan faliega kremgula lit í ofninum, ef ekki væri stór rafmagnspera í eldhúsinu. Ef til vill yrðu sumir eigin mennirnir þó ofurlítið fegnir ef skammdegismyrkrið hyldi ofurlítið sprunguna í ljóskrón unni, brotna stólinn eða skell ótta 'ofninn. Þeir yrðu þá ekki að gera svo vel og lag- færa þetta allt fyrir jól. Nú á dögum er allt miðað við jólin. Manni dettur stundum í hug að eftir jól verði ekki neitt — aðeins eitt gapandi tóm. Það sem ekki verði gert fyrir þann tíma, fáist aldrei fram- ar tækifæri til að gera. * Hress húsmóðir Svo koma jólin, tveir og FERDIIMANP ^ —• vm ±...,. j:x 1 Í f rVM ©#»/// COTIMHACC* MiðviKudagur 21. des. 196G Nú eru hendur þínar hreiður fyrir tvö módröfnótt egg, hjörtu okkar brothætt að vaka yfir til langrar elli“. Sannleika hefur því skáldið höndlað, sannleika lífsins,— þó að hann segi, líkingu fjörunnar og hafsins trúr: „Lengi, lengi hef ég staðið í fjörunnl við hið mikla haf sannleikans, þar sem vísur mínar og spurningar falla grunnt, eins og steinar, og mynda falíega hringa“. Honum er sannarlega engin vcrkunn, því að hvar ætti hann að fá hinn djúpa litkandi undir- tón í hörpu sína, ef hann ætti sér ekki lífstrega árangurslausr- ar leitar hins stóra sannleika — hann, sem ekki er rótslitinn, heldur stendur styrkum sprotum í möl kambsins, sem hann er fæddur á, og — eins og hann segir sjálfur — „grasið brýtur sér leið milli steina". Og svo sem hann líka segir: fari hann heiminn á enda að leita frama, kallar þó fjaran á hann til leiks að brotinni skel. Hann veit meira að segja, að „í eilífðarfjör unni finnur" hann „gulnað strá bak við sorfinn blágrýtisstein“ honum dýrmætara en allir Ed.ensviðir. Svona er skáldið Jón úr Vör ríkulega að heiman búinn frá óðali sínu, malarkamb inum í hinum auðnarlegasta hinna auðnarlegu Vestfjarða. Guðm. Gíslason Hagalín. Næstmesta hveitiár London, 19. des. (NTB-AFO) HVEITIUPPSKERA mun í ár verða sú næstmesta sem um get- ur í sögunni eða 221 millj. tonn. Er þá reiknað með uppskerunni í öllum löndum heims utan Kína. í fyrra var uppskeran 215 millj. tonn og 225 millj. tonn árið 1958 er hún varð mest. Uppskeruaukn- ing hefur orðið mest í Bandaríkj unum. hálfur dagur. Kannski tekst flestum húsmæðrunum að láta sem þær séu alveg ó- þreyttar eftir allt umstangið og þá verður gaman á jól- unum. Því ekkert setur eins svip á heimilishaldið, eins og glöð og hr’ess húsfreyja. Það er ekkert gaman ef mamma má ekki vera að því að dansa í kringum jólatréð, vegna þess að hún þarf að sprauta rjóma á köku, jafnvel þó rjómakökur séu ósköp góðar, eða kýs heldur að sitja í stól, af því að hún er orðin svo ósköp bólgin á fótunum. ^LídlJiugulsemi^^ Þegar ég minnist á þreytta fætur og stóla, þá dettur mér var sagt frá um daginn. — Maður nokkur, sem oft þarf að fara í skóla bæjarins, veitti því athygli, að hjá litlu börnunum í skóla ísaks Jóns sonar, er það siður að börnia taki stólinn sinn og lyfti hon- um upp á borðið, áður en þau fara. Með þessu létta þau undir með hreingerningar- konunum, sem margar hverj- ar eru þreyttar og slitnar manneskjur. Mikið af vinnu þeirra í skólastofunum er einmitt að lyfta öllum þess- um áragrúa af stólum upp á borðin og setja þá niður aft- ur. En þessi litla hugulsemi munar hvert barn engu. ÞaS er aftur á móti fallegur siður og uppeldisatriði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.