Morgunblaðið - 21.12.1960, Síða 10
10
MOJtrr’vnr 4ÐIÐ
Miðvikudagur 21. des. 196t
hiinningarorð ;
Guðrún S. Johannsdóttir
*
frá Asláksstöðum
MÉR færari menn verða eflaust
til að skrifa um Guðrúnu Jó-
hannsdóttur frá Ásiáksstöðum.
— En ég finn þó þörf hjá mér
að minnast þín elskulega
frænka, og skrifa nokkrar iínur,
þar sem ég get ekki fylgt þér
síðasta spölinn. Löng voru orðin
okkar kynni, fimmtíu ár. Ég
man þegar þú komst í heimsókn
til foreldra minha að Drafla-
stöðum, þegar ég var barn að
aldri. Það var bjarmt yfir ykk-
ur hjónunum, þegar bið riðuð í
hlaðið á fallegu hestunum ykk-
ar.
Guðrún Sigríður Jóhanns-
dóttir var fædd að Grjótárgerði í
Fnjóskadal 9. september 1878,
dóttir Jóhanns Einarssonar, Er-
lendssonar bónda að Vatnsenda
og konu hans Salóme Kristínar
Jónsdóttur Mýrdals ská:ds
Ung missti Guðrún móður
sína og fannst henni hún aldrei
hafa beðið þess bætur, þó seinna
eignaðist hún ágæta stjúpu,
Ingibjörgu Jónsdóttur prests að
Breiðabólstað. Guðrún ólst upp
á góðu heimili hjá föður sínum
og stjúpu að Víðivöllum í
Fnjóskadal. Var henni sa staður
alltaf einkar kær og ógleyman-
legur. Unglingur nam hún á
kvennaskólanum á Laugalandi,
en fór síðan til Reykjavíkur til
frekara náms. Hún dvaldist um
i átta eða níu ára skeið að Borg
| á Mýrum hjá frú Jakobínu fóst-
! urdóLur Gríms Thomsen og
séra Einari Friðgeirssyni. Þar
var hún heimiliskennari. Þessa
staðar og húsbændanna par
minntist hún alltaf með ást og
virðingu. Þaðan giftist hún árið
1909 Sigurjóni Sumarliðasyni
pósti og bónda á Ásláksstöðum
í Kræklingahlíð. Þar gerðu þau
hjón sér fallegt heimili, sem
margir munu minnast. Þau vorú
samvalin að gera garðinn fræg-
an. 1930 fluttust þau til Akur-
eyrar og byggðu húsið Munka-
þverárstræti 3 og bjuggu þar æ
síðan. Siðustu árin, sem Stgur-
jón lifði tók hann þungbæran
sjúkdóm, og reyndist Guðrún
honum þá sem ætíð, frábærlega
vel. Það var mikill þroski og
þessi innri glóð, sem einkennai
hana mest, enkum síðari árin,
enda lagði hún mikla rækt við
þjálfun hugans og lestur góðra
bóka. Hún var mjög vel ritfær
kona. Það var gott að koma að
arninum hennar Guðrúnar. Þar
ríkti kærleikur til alls, sem lif-
ir.
Fósturson tóku þau Guðrún og
Sigurjón, Vigni Guðmundsson,
blaðamann. Hann var Guðrúnu
einkar kær, enda reyndist hann
henni sem bezti sonur. Og þeg-
ar heilsa hennar þraut dvaldi
hún á heimili hans og hinnar
ágætu konu hans, Onnu Pálu
Sveinsdóttur. Naut hún þar sam
veru við dæturnar 5, sem gerðu
ævikvöld ömmu svo bjart.
— Nú eru jólin að nálgast og
þá hvarflar hugur minn til
fallegu trjágarðanna okkar,
frænka mín. Trén taka að klæð-
ast sínum jólaskrúða, snjónum.
En hvað það var oft fögur sjón.
Mér er ljúft að hugsa til þess
að endurfundir okkar fyrir hand
an móðuna miklu, verði í triá-
garði, þar sem allt er bjart og
fagurt.
Kristín Karlcdóttir
frá Draflastöðum.
Seljum hina vönduðu
tékknesku sjónauka
Stærðir: 6x30, 8x30, 7x50.
Goðoborg
Freyjugötu 1.
_____Kristmann
B Ó K
Prestasögur I & II
eftir Óscar Clausen
ísafoldarprentsmiðja
Prestasögur Óscars Clausen
hafa áður birzt á prenti, og er
þetta önnur útgáfa þeirra, auk-
in nokkuð. Hafa þær, eins og
margt annað frá hendi Clausens,
orðið vinsælar mjög, og er gott,
að þær skuli nú hafa verið end-
urprentaðar í svo glæsilegri út-
gáfu, sem raun ber vitni.
Um sagnfræðilegt gildi bessara
þátta sAal ekki rætt hér, enda
væri ærið starf til margra ára
að rannsaka það. Á hitt skal aft-
ur á móti bent, að þættirnir eru
meðal þess skemmtilegasta og
læsilegasta, sem liggur eftir Clau
sen, og er þá eigi alllítið sagt.
Frásagnargleði hans og glöggur
skilningui- aldarfarsins, en eink-
um sú gáfa að geta sýnt liðna
menn í lifandi svipmyndum kem
ur hér skýrt í ljós. Hófsama
glettni er einnig víða að finna, og
þótt höf. segi óhikað kost og löst
á þeim, sem þættirnir fjalla um,
gerir hann það af samúð og full-
um skilningi á mannlegum eðlis-
þáttum. Lesandinn finnur ósjálf-
rátt, að hann leitar hvarvetna
Oscar Clausen
þess, sem sannast reynist, og
treystir því umsögnum hans. En
jafnframt er þetta hinn ágætasti
skemmtilestur, því að margir
þessara presta eru kynlegir kvist
ar, og höf. kann vel að gera því
skil, sem sérkennilegt er í fan
þeirra.
Það yrði of langt mál að fja'la
um hvern einstakan þatt og vand
sagt, hverjir eru beztir og hverjir
lakari, því að allflestir hafa þeir
til síns ágætis nokkuð. Þó hygg
ég, að einna gamansamastar séú
„Smásögur af ýmsum prestum“.
Þar er t.d. ein fyrirbæn sr. Stef-
áns Bpnediktssonar i Hjarðar-
holti fyrir gömlum manni, er .á
sjúkur, og hljóðar hún svo: „Það
er gamall maður, sem Páll heit-
ir, hérna frammi í dalnum. Hann
liggur veikur í kómetu undir
kringlóttum glugga. Hann hefur
beðið mig, elskulegi söfnuður, að
biðja fyrir sér ásamt þér með
óumræðilegum andvörpum, ' að
honum mætti batna, svo að hann
ei fyrirfarist með Koredaton og
Abiram eða segi með Júdasi: Mín
synd er stærri en verði mér fyiir
gefin amen“.
Guðmunclsson
M E N
Jörundur Hundadaga-
konungur
eftir Rhys Davies
Hersteinn Pálsson þýddi
Bókfellsútgáfan
Árið 1780 fæddist úti í Kaup-
mannahöfn sveinbarn, sem nefnt
var Jörgen Jörgensen. Var pilt-
ur sá snemma ódæll og tolldi illa
í skólum. Fór hann í siglingar,
þegar aldur leyfði, og var í enska
herskipaflotanum um átta ára
sjreið og varð þar vel metinn.
Þegar Bretar tóku Kaupmanna-
höfn og rændu öllum herskipum
Dana, skutu nokkrir menn sam-
an og gáfu dönsku krúnunni skip
til að fara í víking gegn Bretum.
Var Jörgen Jörgensen settur yf-
irmaður þess, en han sveik það
í hendur Englendinga. Voru skip
verjar allir teknir til fanga, en
sjálfur fékk Jörgensen að ganga
laus gegn drengskaparheiti. Hon-
um tókst þó að komast til ís-
lands, og fór hann þangað tvær
ferðir, en í hinni síðari gerði
hann hér byltingu og varð sjálf-
ur konungur landsins, hæstr^ð-
andi til sjós og lands — og ef lit-
ið er með sanngirni á málið, ein-
hver bezti konungur, sem við Is-
lendingar höfum átt.
Jörgensen var dæmdur í fang-
elsi fyrir brot á drengskaparheiti
og hófst þannig langur eymdar-
ferill hans, sem lauk með því,
að hann var dæmdur til dauða,
en dómnum síðar breytt í ævi-
langa útlegð. Var hann fluttur til
Ástralíu og vann þar að ýmsum
störfum, en gerðist drykkfelldur,
og spillti svall heilsu hans. Hann
andaðist liðlega sextugur.
Höfundi ævisögunnar hefur tek
izt prýðisvel að blása lífi í frá-
sögn sína af þessum sérstæða
ævintýramanni. Bókin er bráð-
skemmtileg aflestrar, vel og fjör-
lega rituð og heimildum til henn-
ar víða safnað. Skilmerkilega er
sagt frá byltingu Jörgensens á
Islandi og konungsferli hans hér,
en frásagan öll er hin skelegg-
asta, allt þar til yfir lýkur fyrir
Jörundi garminum suður í Ástra-
líu. Hann birtist bráðlifandi á síð
um bókarinnar, og þótt hann sé
í hófi dygðugur, sér höf. um, að
hann ávinni sér samúð lesandans.
Aldarfarslýsingar og umhverfis-
lýsingar eru yfirleitt góðar og
bygging bókarinnar forkunnarvel
af hendi leyst.
Jörgen Jörgensen hefur frá
náttúrunnar hendi verið að
mörgu leyti vel gerður, greindur
og gæddur nokkrum rithöfund-
arhæfileikum. Þá var hann og
hugrakkur maður, sem átti bæði
dirfsku og framkvæmdaþrek, en
ekki forsjá og úthald að sama
skapi. Skapgerðin virðist hafa
verið laus, og hann er verstur ,
sjálfum sér; drykkjuskapur hans
og hæpin uppátæki verða honum
til varanlegs tjóns. Hann eignast
volduga vini, en glatar trausti
þeirra sökum sjálfskaparvíta. —
Höf. tekst vel að sýna bæði hina
góðu eiginleika hans og líka á-
gallana, og þrátt fyrir allt verður
þessi íslandskóngur okkur kær
að lestri loknum.
Skyggnir
Safnað hefur Guðni
Jónsson
ísafoldarprentsmiðja
Guðni Jónsson er kunnur fyr-
skrifar um
N T I R
ir söfnun alþýðlegs fróðleiks. Á
árunum 1940—1957 gaf hann út
„íslenzka sagnaþætti og þjóðsög-
Guðni Jónsson
ur“ í tólf heftum, fjögur bindi,
og hefur það orðið vinsælt. Kver
það, sem hér um ræðir, er fyrsta
hefti nýs safns og ber tvo undir-
titla: „Safn íslenzkra alþýðu-
fræða“ og „Alþýðlegur fróðleil&
ur og skemmtan", Hefði ef th
vill annar mátt duga.
Ymsir ágætir þættir eru í kver
inu, og er „Þáttur Alviðru-
manna“ og „Adólf Petersen á
Stokkseyri" einna veigamestir.
Skemmtilegir eru einnig kaflarn-
ir, er nefnast „Úr sagnakveri Ei-
ríks Einarssonar frá Hæii“, þót.t
margt heldur smálegt sé þar til
tínt. ,,Tábeitisprédikun“ er
skringileg vitleysa, sem rétt var
þó að varðveiia og ýmsir munu
hafa gaman af.
Mörgum mun nú finnast, að
sagnir þær og þættir, sem bormr
eru árlega á borð fyrir lesenour
hérlendis, séu fremur léttvægar
bókmenntir, og óneitanlega ber
talsvert á þynnkunni. T.d. fæ ég
ekki séð annað en að góðum
fjórða hluta þess, sem ^ ofan-
greindu kveri stendur, hefði að
skaðlausu mátt sleppa. En fólk
vill lesa þetta, og við lifum í
frjálsu landi, sem betur fer. Þá
geymist í þessum söfnum allra-
handa tátyllur og vísbendingar
handa ^káldum og fræðimönnum
framtíðarinnar. Eru því slegnar
tvær feitar flugur í einu höggi
með útgáfu slíkra rita, og verð-
ur að teljast gagnlegt verk að
draga saman í þau, enda þótt
eitthvað fljóti með af einskisverð
4m sprekum.
Helga í Stóruvík
efur Soive.gu Sveinsson
Aðalheiður Johnson þýddi
Isafoldarprenísmiðja
Þess er getið í formála, að höf-
undur bókarinnar sé bþsettur í
Bandaríkjunum og njóti þar álits
sem góður rithöfundur. Mætci þá
virðast, að ekki hafi bezta verk
skáldkonúnnar verið tekið til þýð
ingar.
Þetta er fyrst og fremst
skemmtisaga, ágætlega byggð, og
spennandi vel, en um skáldskap-
argildi verksins er bezt að segja
sem minnst. Frásögnin er þó víð-
ast hröð og fjörleg og efninu
skipulega niðurraðað, svo að
spenna sögunnar er stígandi frá
byrjun til enda. Persónurnar eru
glansmyndir, en snoturlega gerð-
ar glansmyndir, og þarna er allt,
sem í gamla daga þótti þurfa í
góðri framhaldssögu: heitar ástir,
harmleikir alls konar, forsmáður
biðill, sem einsks svífst til að
stía elskendunum í sundur, þung
ur örlagaarfur frá fortíðinni, sem
raunar er byggður á skolli léleg-
um forsendum, heilsulaus og fórn
fús móðir o. s. frv. í stuttu máli:
léttmeti, en snoturlega á borð
borið.