Morgunblaðið - 30.12.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.12.1960, Blaðsíða 1
20 síður Gunnar Thoroddsen f|ár> málaráðherra varð fimmtugur í gær Mikill fjöldi vina og samherja hyllti hann og heimsótti GUNNAR THORODDSEN fjármálaráðherra varð fimm- tugur í gær. Hann er fædd- lir í Reykjavík og voru for- eldrar hans Sigurður yfir- kennari og verkfræðingur Thoroddsen og María Kristín Gunnar Thoroddsen Claessen kona hans. Gunnar Thoroddsen varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1929, og embættis- prófi í lögfræði lauk hann árið 1934. Hann stundaði framhaldsnám í þeirri fræði- grein, einkum refsirétti, í Danmörku, Þýzkalandi og Englandi. — Lögfræðistörf stundaði hann í Reykjavík frá 1936 til 1940. En það ár gerðist hann kennari við lagadeild Háskólans. Var hann síðan prófessor ár- in 1942—47, er hann gerðist borgarstjóri í Reykjavík. Hann sat á Alþingi frá 1934—37 og síðan aftur óslitið frá 1942. Gunnar Thoroddsen tók við embætti fjármálaráðherra er nú Frh. á bls. 2 Skemmdarverk og verkföll í Belgíu Boldvin konuiigur korninn heiin Brussél, 29. des. (NTB-ReuterJ U M 15.000 verkfallsmenn fóru í dag í kröfugöngu um götur Briissel, mölvuðu gluggarúður, veltu bílum og hrópuðu slagorð gegn að- gerðum ríkisstjórnarinnar til sparnaðar. Var kröfugöngunni stefnt til þinghússins, en vopnað Krefst launa fyrir stuðning við Kennedy Washington, 29. des. ROY WILKENS, formaður fjölmennustu félagssamtaka blökkumanna í Bandaríkjun- um, sagði í dag að Kennedy kjörinn forseti sé ekki nógu ákveðinn í yfirlýsingum sín- um varðandi réttindi blökku- manna eftir að hann hlaut kosningu. „Herra Kennedy er að hvetja til eindreginna aðgerða í öðrum jnálum, en er of varkár varðandi þetta vandamál", sagði Wilkens. Hann skoraði á Kennedy að lýsa opinberlega yfir andstöðu við þá ireglu öldungadeildarinnar sem gerir þingmönnum Suðurríkj- anna fært að koma í veg íyrir að lög varðandi réttindi blökku- manna fóist samþykkt með því einu að draga umræður enda- laust á langinn. Wilkens lýsti því yfir að Kenne dy hefði ekki náð kosningu án stuðnings blökkumanna. Við greiddum honum ekki 50% at- kvæða okkar, við greiddum hon- um 79% atkvæða okkar“, sagði hann. Togarasölur TOGARINN Víkingur seldi í Bremerhaven í gær 120 lestir fyrir 75 þús. mörk. Síðasta sölu- ekip í Þýzkalandi fyrir áramót er Narfi, sem er kominn út. Mjótt á munum Washington, 29. des. ÞEGAR atkvæð'i voru talin á Hawaii að loknum for- setakosningum í Bandaríkj- unum í vetur, reyndust úr- slit þau að Nixon, forseta- efni Republikana vann ríkið með 141 atkvæðis meiri- hluta. Nú hefur farið fram endurtalning þar ,sem sýnir að Kennedy er sigurvegar- inn. Ilefur Kennedy lilotið 92.410 atkvæði, en Nixon 92.249 atkvæði. Hefur Kennedy því 115 atkvæða meirihluta. Heildartölur í forsetakosn ingunum eru nú þessar: Kennedy 34.221.531 atkv. Nixon 34.108.474 — Aðrir framh. 502.773 — lögreglulið hindraði förina þangað. Réðust verkfalls- menn þá að aðalverzlunar- hverfi borgarinnar. Þar brutu þeir rúður í gluggum banka, hjá einu af stuðningsblöðum ríkisstjórn- arinnar og hjá stærstu verzl- un borgarinnar. Eigendur smærri verzlana lokuðu í skyndi og byrgðu gluggana. Verkfallsmenn veltu bifreið er varð á vegi þeirra, grýttu aðalpósthús borgarinnar og héldu uppi óeirðum í verzl- unarhverfinu í þrjár klukku- stundir. -— BALDVIN KOMINN Mótmælaaðgerðir tóku að auk ast er það fréttist að Baldvin konungur og brúður hans Fabiola drottning hefðu snúið heim úr brúðkaupsferð sinni til Spánar vegna ástandsins heima fyrir, en þau komu til Brússel í dag. Form. jafnðarmannaflokksins, Leo Collard, sagði að koma kon- ungsmundi ekki binda endi á verkfallsaðgerðirnar í landinu. Rétt væri fyrir konunginn að vera heima á þessum vandræða- tímum, en það væru ekki jafn- aðarmenn, sem hafi óskað eftir því að h-ann hætti við brúð- kaupsferð sína. Bætti Collard því við að verkfallið héldi áfram unz ríkisstjórnin hefði dregið sparn- aðarfrumvarp sitt til baka. EKKI NÆGILEGT Lögregluvörðurinn við þing- húsið hleypti nefnd verkfalls- manna á fund Gastons Eyksens forsætisráðherra, þar sem þeir af hentu ráðherranum kröfuskjal. Að því er talsmaður ríkisstjórn- arinnar segir, tilkynnti forsætis- ráðherrann verkfallsmönnum að hann væri reiðubúinn að senda sparnaðarfrumvarpið aftur til Framh. á bis. 19. Hinn 16. des. s.l. tilkynnti John F. Kennedy, kjörinn forseti Bandaríkjanna, aS hann hefði skipað bróður sinn, Robert Kennedy (til hægri) dómsmálaráðherra í ríkisstjórn þeirri, er tekur við völdum 20. janúar n.k. Myndin er tekin fyrir utan bústað Kennedys í Was hington, er hann tilkynnti skipanina. Uppskeru- brestur Peking, 29. des. (Reuter). Á ÞESSU ÁRI varð uppskeru- brestur í Kína vegna þess að flóð, þurrkar og skordýraplágur herjuðu rúmlega helming rækt- aðs lands þar, að því er Dagblað Þjóðarinnar í Peiping skýrir frá í dag. Undanfarið hafa dagblöð í Kína skýrt frá uppskerubresti í einstökum héruðum, en þetta er í fyrsta skipti að fram kemux opinberlega að um stórfelldan, almennan uppskerubrest sé að ræða. Þurrkar hafa valdið mestu tjóni, en flóð og stormar hafa aðallega geisað í norð-austur héruðunum og á austurströnd- inni. Skordýraplágur, haglél og frost hafa valdið tjóni í átta hér- uðum. Óttast er að hungursneyð haldi innreið sína í Kína. Fjórði hver íbúi Vesiur-Þýzka- lands aðfluttur oð austan Berlín, 29. des. (NTB-Reuter) WILLY BRANDT borgar- stjóri Vestur-Berlínar átti í dag fund með blaðamönnum. Skýrði hann frá því að einn- ig á næsta ári yrði Berlínar- málið rætt á alþjóðavett- vangi. Þar óskaði hann að tekið yrði tillit til fjögurra atriða. Óskir íbúa Vestur- Berlínar. Aðstaða Vesturveld- anna í borginni verði ekki veikt. 1) 2) 3) 4) Hin nánu tengsl Vest- j sagði Brandt. Hann sagði að ur-Berlínar og Vestur- Þýzkalands verði ekki rofin. Umferð milli Austur- og Vestur-Berlínar fái að lialdast óbreytt. VAXANDI VELMEGUN Borgarstjórinn tók það fram að í viðskiptasamningi þeim, er boðaður hefur verið milli Vestur-Þjóðverja og Rússa hafi ekki verið gengið fram hjá Vestur-Berlín. „Bersýnilega hef ur lausn fundizt, sem er full- nægjandi fyrir báða aðila,“ mikill vöxtur væri í fjármála- lífi í Vestur-Berlín. Væri vísi- tala iðnaðarframleiðslunnar nú 155 miðað við 133 á síðasta ári. Er þarna reiknað með vísitöl. unni 100 árið 1936. FLÓTTAMENN Þá skýrði Wiiiy Bi-andt frá því að í ga;r hafi verið skráð- ur hundrað og fimmtíu þús- undasti flóttamaðurinn, sem komið hefur tiJ borgarinnar á þessu ári frá Austur-Þýzkalandi, en í fyrra komu þangað sam- tals um 90.000 flóttamenn. Alls hafa komið um 2.600.000 Framiiald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.