Morgunblaðið - 30.12.1960, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.12.1960, Blaðsíða 20
Uppreisnin í Eþíópíu sjá bls. 11. fHtta Qon pasquale sjá bls. 6. 299. tbl. — Föstudagur 30. desember 1960 65 brennur á gamlárskvðld Mfk/ð um sjúkraflug hjá Birni ANNAÐ kvöld verður kveikt í 65 brennum víðs vegar um bæinn. Stærstu brennurnar verða á Klambratúninu og í Laugardal, sunnan Þvotta- laugavegar á móti íþrótta- leikvanginum. Einnig verða Yeti ekki til segir Sir Edmud Hillary Amsterdam Hollandl, 29. des. (Reuter). SIR Edmund Hillary skýrði blaðamönnum frá því í dag að til væru eðlilegar skýring- ar á öllu er við kæmi sögun- um um „snjómanninn" eða „fannamanninn ferlega“ í Himalayafjöllum. „Við telj- um að Yeti (snjómeðurinn) sé ekki til“, sagði Sir Edmund. Fótsporin, sem íbúarnir hafa rekizt á í fjöllunum, eru sennilega spor minni dýra. Við bráðnun hafa sporin breytt nokkuð um lögun og stækkað, að því er Hillary telur. TILBÚIN HÖFUÐLEÐUR Sir Edmund er nú aftur á leið til Nepal og hefur með- ferðist höfuðleður, er hann fékk að láni hjá innfæddum, sem töldu það vera af snjó- manni. En Sir Edmund telur að höfuðleðrið hafi verið sam sett og búið til fyrir langa ’ löngu. Rannsóknir hafa verið gerðar á höfuðleðrinu í París, London og Chicago og verða niðurstöðurnar birtar í næsta mánuði. SICÝRINGIN ER TIL Það eina, sem enn er óskýrt í sambandi við snjómanninn, eru undarleg hljóð, sem íbú- arnir hafa heyrt. En Sir Edmund kveðst viss um að við eigandi skýring fáist á þeim. Sir Edmund Hillary er nú á leið til Kathmandu í Nepal, þar sem leiðangursmenn hans bíða. Þar mun hann dvelja í átta daga, en heldur síðan aft ur heim til sín til Nýja Sjá- lands. Um miðjan febrúar mun hann svo enn halda til Nepal með nýjar vistir fyrir 1 ieiðangursmenn. Vöruskipta- jöfnuðurinn VÖRUSKIPrAJoFNUÐURINN fyrstu 11 mánuði ársins var ó- hag.stæður um tæpar 480 millj., flutt út fyrir 2.275 millj. og inn fyrir 2.764 millj., þar af skip ©g flugvélar fyrir 277 n.illj. A sama tíma í fyrra var vöru •kiptajöfnuðurinn óhagstæður um 582 millj., útflutt fyrir 2.194 tnillj., og innflutt fyrir 2,776 millj. þar af skip og flugvélar fyrir 55 millj. í nóvembermánuði var vöru- •kiptajöfnuðurinn óhagstæður um 26 miLly, en í fyrra um 62 xniilj. nokkrar myndarlegar brenn- ur á Ægissiöunni og víðar. • Staðhættir ráða leyfum Erlingur Pálsson, yfirlögreglu- þjónn, sagði blaðinu í gær, að sótt hefði verið um leyfi fyrir 70 brennur. Voru langflestar um- sóknirnar samþykktar eða alls 65, en áður höfðu tveir fulltrúar frá lögreglu- og slökkviliði farið á viðkomandi staði og athugað allar aðstæður. • I umsjá fullorðinna Slökkviliðsstjóri lagði áherzlu á, að ekki mætti kveikja í brenn- um án þess að fullorðnir væru með í ráðum. Væri sérstakur um sjónarmaður skipaður fyrir hverja einstaka brennu, og sæi hann um íkveikjuna og gætti þess að börn væru ekki með sprengjur eða eldfim efni í ná- grenni þeirra. Vegir mokaðir í Eyjafirði. HELLISHEIÐI og Krýsuvíkur- leið voru færar öllum bílum í gær og akfært alla leið norð- ur í Skagafjörð. Unnið var að mokun á Fróðárheiði og mun hún hafa verið opnuð síðdegis i gær, og fært var í Stykkishólm. Aðalvegirnir hér fyrir sunnan voru yfirleitt færir bílum. Á norðurleiðinni stöðvaðist umferðin við Öxnadalsheiðina. Mikil snjóþyngsli eru í Eyja- firði og beindi vegagerðin kröft- um sínum að því að moka þar, bæði á Dalvíkurleiðinni og Sval- barðasstrandarleiðinni, þar sem mjólkurflutningar þurfa að fara um. Strax og því er lokið á að snúa sér að því að moka heið- ina, sem annað hvort verður fyr- ir áramót eða strax upp úr ára- mótum, að því er Snæbjörn Jónasson, verkfræðingur, tjáði blaðinu í gær. Kardemommu- bærinn sýndur í kvöld í KVÖLD hefjast sýningar á „Kardemommubænum" í Þjóð- leikhúsinu og er þegar uppselt á fyrstu sýninguna, sem er 46. sýning á þessu vinsæla barna- leikriti. Þær breytingar verða á hlutverkaskipan frá því að leik- urinn var sýndur síðast, að nú leikur Jón Sigurbjörnsson hlut verk Sörensens rakara, Jóhann Pálsson leikur Syversen vagn stjóra og Kristján Jónsson leik- ur Silíus, en að öðru leyti er hlutverkaskipan sú sama og áð ur. Leikstjóri er Klemenz Jónsson en hljómsveitarstjóri er Carl Billich. Önnur sýning á leiknum verður 4. janúar n.k. Ekki er að efa að margir hafa hug á að sjá Kardemommubæinn að þessu sinni. i MIKIÐ var að gera í sjúkra- fluginu hjá Birni Pálssyni í gær, enda færð slæm á veg- um og ekki hægt að fljúga í fyrradag. Ar Víða um landið í gærmorgun sótti Björn til Hornafjarðar dreng, sem hafði fótbrotnað í fyrradag og var hann fluttur í Landsspítalann. Eftir hádegi fór sjúkraflugvélin til Blönduóss og sótti þangað Hvít jól í N-Is. ÞÚFUM, 29. des. — Að þessu sinni var jörð hvít um jólin. Lít- ilsháttar fönn hefir komið, en þó eru allir vegir í byggð vel færir ennþá. Er nú hríð og hraglandi þessa daga. Hinn 21. þ.m. andaðist í sjúkra- húsi ísafjarðar Guðmundur St. Guðmundsson bóndi í Þernuvík í ögurhreppi eftir langvarandi van heilsu. — P.P. Kínverjor hættu'egír ÞAR eð slys hafa oft orðið af völdum kínverjasprenginga undanfarin áramót hefur lög- reglan ekki leyft neina sölu á kínverjum nú og beinir þeim tilmælum til allra, að þeir hafi þá ekki um hönd. Einnig er bönnuð sala á þess- um hvimleiðu ýlukínverjum, sem stundum hafa verið not- aöir. Þetta kom fram í sím- tali, sem blaðið átti : gær við Olaf Jónsson, fulltrúa lög- reglustjóra. Einnig hafa orðið slys er skotið hefur verið rakettum um áramótin og eru menn því hvattir til að læra vel meðferð rakettanna, áður en þeir fcafa þær um hönd. eink- um þessar sem sprengdar eru af statívum, sem sums stað- ar eru lánuð til þeirra hluta. Er fólk beðið um að gera rannsóknarlögreglunni að- vart, ef það verður vart við að hinir bönnuðu kínverjar séu á ferðinni. manninn, sem féll niður úr síma staur fyrir skömmu og slasaðist illa. Hafði komið beiðni um að sækja hann á þriðjudag, en ekki verið hægt að fljúga fyrr. Var um leið fluttur sjúklingur af Landsspítalanum í sjúkrahúsið á Blönduósi. Þá lá fyrir sækja konu norður á Barðaströnd, en hún á að fæða í Reykjavík og um leið þarf að flytja gamla konu til Stykkis- hólms, í sjúkrahúsið þar. Ekki var í gær hægt að lenda á Barða ströndinni, því þar er aðeins um að ræða lítinn ólýstan völl, en verður væntanlega gert í dag. 3 sjúklingar í einu Síðan um jól hefur Björn auk þess sótt botnlangasjúkling að | Holtum í Hornafirði og á þriðju dag þrjá sjúklinga til Fagurhóls- mýrar, tvær konur frá Skafta- felli og karlmann frá Hofi í ör- æfum. — Það er mikill munur að geta flutt fleiri sjúklinga í einu í nýju vélinni, sagði Björn í þessu sambandi í gær. Eg get tekið tvo liggjandi og tvo sitj- andi í einu. — Það er ákaflega gott að fá svona veður og geta hjálpað sjúklingunum sem bíða, sagði hann að lokum. Skagaströnd, 28. des. LAUST fyrir kl. 1 í dag kom upp eldur í verzlunarhúsi útibús kaupfélagsins hér. Slökkviliðið kom strax á vettvang. Var þá mikill eldur inni í húsinu, sem Búðum lokað kl. 12 á morgun í DAG, föstudag, verða verzl- anir opnar til kl. 7, en á morgun, gamlársdag, verður þeim lokað kl 12 á hádegi. Sennilegt er að flestar verzlanir verði lokaðar 2. jan. vegna vörutalningar. Vel af ! stað farið AKUREYRI, 29. des. — Þau heita Sveinn, Ingibjörg og Hjálmar, og eru þríburar, fædd 15. apríl s.l., á fæðingar- deild sjúkrahúss Akureyrar, og voru skírð nú um jólin, ásamt 40 öðrum börnum hér í bænum. Eftir fæðinguna voru þau í sjúkrahúsinu all- langan tíma, herrarnir í 3 mánuði en daman í 2. Síðan hefir þeim farið vel fram, ver- ið frísk og fjörug. Er fréttamaðurinn leit inn til þeirra í gær, voru þau að vísu orðin nokkuð óróleg, því hann tafðist nokkuð vegna slæmrar færðar á götunum. Foreldrar þeirra eru hjónin Sigurbjörn Sveinsson og Kristín Hjálmarsd. og eru þetta fyrstu börn þeirra. Má segja að þar sé vel af stað farið. I Kannski skila þau fyrstu I fimmburunum á íslandi i Kristín segist ekki vita um neinar tví- eða þribura fæð- ingar í ættinni, og er þetta því, eins' og blöðin segja ,,hrein nýlunda" í þeirri ætt. Ungu hjónin eru nú, eins og svo margir aðrir að reisa sér nýja íbúð, og munu flytja þar inn í vor, með frumburð- ina. — St. E. Sig. er einlylft tímburhúí, stoppaö með torfi. Það tók rxima klukku- stund að ráða niðurlögum elds- ins og varð að rífa til þess að komast að torfinu, sem eldur- inn leyndist lengi í. Húsið er mikið skemmt. Einn- ig var mikið tjón á vörum, bæði af eldi, reyk og vatni. Vörutaln. ing stóð yfir. Hafði fólk farið mat kl. 12 og virtist þá allt í lagi. Eldsupptök eru ókunn. —Þ. J. LAUST eftir hádegi í gær kvikn- aði í bifreið í Blesugróf. Hafði kviknað í poka í vél bifreiðarinn. ar og brunnu allar leiðslur. Arðr- ar skemmdir urðu ekki á bilnum. Eldur í útibúi Eaup- félags Skagastraiedar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.