Morgunblaðið - 30.12.1960, Side 3

Morgunblaðið - 30.12.1960, Side 3
Föstudaeur 30. des. 1960 MORCUNltLAÐIÐ 3 ERLLNliUR Pálsson, yfirlög- regluiþjónn, sagði okkur í gær, að á gamlárskvöld yrði kveikt í 65 brennum viðsvegar um bæinn. Það gefur því auga Ieið að strákarnir í bænum hafa nóg að starfa síðustu dag ana fyrir áramótin við að safna kössum, timbri, tunnu- gjörðum, hjólbörðum og ýmis konar skrani, og hlaða þvi upp í stóra hrauka. ★ Við fréttum, að á Ægissíð- unni væru nokkrir drengir að hlaða upp brennu á vísindaleg an hátt. í stað þess að nota gömlu aðferðina við að hlaða, höfðu þeir smíðað gálga úr fisk hjallaspírum, sem auveldaði þeim allt verkið. Þegar blaðamaður Mbl. öslaði upp að brennunni yfir snjóalög og freðna fold á háhæluðum skóm, sátu strák arnir hinir roggnustu uppi á kestinum og hlógu dátt. Iss, blaðamaður í háhælðum skóm! Það var skárri ljós- myndarinn sem kom í gær og tók af þeim myndir. Þess utan voru þeir búnir að fella gálg- ann og lá hann á hliðinni þar skammt frá. Brátt vaknaði þó forvitni þeirra og þeir klöngruðust nið ur af kestinum, einn og einn í senn. Brennan hlaðin upp með aðstoð gálgans. — Eg er einn af fram- kvæmdastjórunum, tilkynnti snaggaralegur strákur hátíð- lega. Við erum þrír alls og heitum Arni, Láki, afsakið Þorlákur, og Reynir. — Búnir að vinna lengi við þetta? — Björgunarbátar, gall í einum. Síðan heyrðist hvíslað: — Hún hefur ekki minnsta vit á hverskonar bátar þetta eru, við bara teljum henni trú um að þetta séu björgun- arbátar. Svo var skellihlegið. á Ægissíðunni — Svona um það bil þrjár vikur, höfum gengið um bæ- inn og beðið karlana, afsakið karlmennina, um að gefa okk- ur hitt og þetta drasl. Það var auðheyrt, að fram- kvæmdastjóranum þótti hlýða að vanda málfar sitt sem bezt, enda fullviss um að allt sem hann segði færi á prent. ★ Umhverfis brennuna höfðu drengirnir raðað þremur bát- um, tveimur heilum og einum allmikið sködduðum. Hvað höfðu þeir nú grafið þá upp? — Þetta eru nót .... En ábyrgðartilfinning fram kvæmdastjórans kom í veg fyrir að farið væri með fleip- ur í blöðin, og við sættumst á að þetta væru 10 ára gaml- ir nótabátar, sem fyrir löngu væru komnir úr umferð. ★ — Ekki er ykkur þó trúandi fyrir að kveikja í brennunni, spyrjum við með eilítilli van- þóknun. — Nei, það gerir hann Frikki, svöruðu þeir allir í kór. — Hvaða Frikki? — Hann Frikki á Þormóðs- 1Í Strákarnir sátu hinir roggnustu uppi á kestinum og hlógu dátt. stöðum, fínn kall hann Frið- rik. Hann keyrði fyrir okkur alla kassana og er búinn að lofa að svetta olíunni á eld- inn. Löggan hefur ekkert hing að að gera, Frikki sér um allt, þetta er nefnilega sérleyfis- brenna. Og svo gaus upp hlátur að nýju. — Er þetta í fyrsta sinn sem þið hlaðið upp brennu? — Onei, aldeilis ekki, við gerum það á hverju ári. — Alla tíð, síðan við höf- um verið lifandi, sagði annar með sannfæringarkrafti. — Hvað ertu búinn að vera lifandi lengi, væni I 12 ár, svaraði hann og faldi sig bak við annan strák. ★ Við kvöddum þessa vini okkar með mestu virktum og óskuðum þeim góðrar skemmt unar, þegar loga tæki í brennunni. A leiðinn niður í bæ keyrðum við meðfram Ægissíðunni og töldum brenn- urnar þar og í Skjólunum. A þessu svæði fundum við 7 brennur með stuttu millibili og alls staðar gaf að líta ungl- inga og drengi önnum kafna við að hlaða upp brennur og bálkesti úr kössum, timbri og gömlum bátum. Já, það brenn ur víða glatt á gamlárskvöld. Hg. Aftur flogið til Norðurlands Fólk streymir úr jólafríi STAKSTEIIMAR í GÆRMORGUN batnaði veður norðanlands og hófust þá aftur flugsamgöngur, en ekkert hafði þá verið flogið í tvo daga út á land, nema til Vestmannaeyja. í gær brá svo við að flugvellirnir norðanlands opnuðust en Vestmannaeyjaflugvöllur lok aðist. — Voru farnar þrjár ferðir til Akureyrar í gær og fjórða það- an. f einni ferðinni var komið við á Sauðárkróki. Einnig var flogið á Egilsstaði, ísafjörð, Patreks- fjörð, Þingeyri, Flateyri og Þórs- höfn. En fjöldi fólks beið alls staðar eftir að komast til Reykja víkur úr jólafríi. Fyrsta Grænlandsflugferðin Sólfaxi Flugfélags íslands fer fyrsta Grænlandsflugið, skv. hin- um nýja samningi, sem sagt hef- ur verið frá hér í blaðinu, í dag. Upphaflega var áformað að flug- ið hæfist upp úr áramótum, en skv. sérstakri beiðni verður flog- in ein ferð fyrir áramót. Sólfaxi var í gærkvöldi að koma til Reykjavíkur frá Glasgow og Kaupmannahöfn, og flýgur héð- an til Syðri-Straumfjarðar, þar sem han tekur áríðandi flutning til Kulúsúk. Hlífar-fundur HAFNARFIRÐI. — Verkamanna- félagið Hlíf hélt fund á miðviku- dagskvöldið og var hann fjöl- mennur. Var þar gengið frá til- lögum að breytingum á samning- um við atvinnurekendur, en þær voru í samræmi við samþykktir síðasta Alþýðusarabandsþings í launamálum. Öðruvísi mér áður brá Upplitið á stjórnarandstöða- blöðunum er smáskntið i gær. Veldur því vaxtalækkunin, sem Seðlabankinn hefur ákveðiS eftir tilmælum ríkisstjórnariirn- ar. Eins og fyrri dagimt eru forsíðufréttir systurblað- anna nærri samhljóða. í Þjóðn viljanum segir: „Þessi vaxtalækkun er ótví- rætt merki um að ríkisstjórnia er komin á undanhald frá við- reisnarstefnu sinni“. Og Tíminn segir: „Ríkisstjórnin virðist loks vera farin að draga í Iand með viðreisnina, þótt hægt fari*. Þjóðviljinn segir auk þess, að undanhald ríksstjórnariirnar frá viðreisnarstefnunni se hafið. Þessar yfirlýsingar andstóðu- blaðanna finnst okkur dáliiið kynlegar, því að þessi góðu blöð liöfðu frætt okkur á því þegar í maí og júnimánuði, að við- reisnin væri hrunin. Þrengingar eðlilegar Og ekki er að undra. bótt þrengiirgar séu í herbúðum stjórnarandstæðinga, jafn harð- snúin og stjórnarstefnan er. Stjórnarandstöðublöðin höfðu sem sagt sagt hana dauða í maí og júní. Þegar kom lengra fram á sumarið, var húir að hrynja smátt og smátt, en nú um áramót- in er því lýst yfir, að undanbald- ið og hrunið sé að byrja. Þetta getur maður sannarlega kallað að fara aftan að siðimum. F»íst er viðreisnin hrunin, svo er hun að hrynja smám saman og loks mörgum mánuðum seinna byrj- ar hún að hryirja. En þegar við allt þetta bætist, að svo fjarri fer, að um hrun sé að ræða, að begar ern að koma í ljós ávextir viðreisnar- innar, þá er von að fari um stjórnarandstæðinga, sem sjálf- sagt hafa trúað hví sjálfir. að viðreisnarráðstafanirrrar mundu ekki ná tilætluðum árangri og verið staðákveðnir í að sjá til þess að svo færi, ef með þyrfti. Samstaðan í launa- og verk- fallapólitík er Ijósasti votturinn um, að stjórnarandstæðingar hafa hugsað sér að kollvarpa viðreisnarráðstöfunum, ef sýnt væri að þær færu ekki ut nm þúfur af sjálfu sér, en reynslan hefur orðið sú, að ekki hefur tekizt að koma á neinum verk- föllum og allur almenningur er ánægður með hve einarðlega hefur verið brugðizt við hinum mikla vanda. Eru þeir ofríkismenn? f ritstjórn-»rgrein Tímans í gær er rætt um varnarmálin. Þar er vikið að Bandaríkja- mönnum og um þá segir: „Þeir virðast ekki taka það til greina, ;>ð fslendingar lýstu yfir því við inngönguna í Atlants- hafsbandalagið, að þeir mundu ekki una hersetu á friðartínmm og í samræmi við það var það ákvæði sett í hervarnarsáttmál- ann að hartn væri uppsegjan- legur með lVi árs fyrirvara". Eftir þessum orðum Tímans að dæma, virðist það blað halda þvi fram, að Bandaríkjamerm séu ofríkismenn, sem ekki virði gcrða samninga ag hyg.gist sitja á íslandi í trássi við ís- lenzk stjórnarvöld. Slilc yfir- lýsing hefur ekki áður sézt í blaði, sem lýðræðissinnað hefur viljað telja sig, og er þvi ástæða til að biðja um fyllri skýringu ritstjórans. En fer honum ekki að skiljast, að það er með þess- um skrifum hans sjálfs, sem hann hefur komið „kommúnista- orðinu“ á blað sitt og þvj nt í bláinn kveinstafirnir um það, að Morgunblaöið hafi þar verið að verki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.