Morgunblaðið - 30.12.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.12.1960, Blaðsíða 12
12 MORCUHBLAÐIB Fðstiidaeur 30. des. 1960 Kristólína Kristjáns- dóttir — minning MANUDAGINN 5. desember var til moldar borin, Kristólína Kris-t jánsdóttir, húsfreyja á Brimils- völlum í Fróðárhreppi. Hún var fædd að Bás í Eyrar- sveit, dóttir hjónanna Sigurlínu Þórðardóttur og Kristjáns Þor- gleinssonar. Ung að aldri fluttist hún með foreldrum sínum frá Bás og munu þau hjón hafa Iengzt af haft búsetu á Haukabrekku í Fróðárhreppi. Ekki mun heimilið hafa verið efnaðra en þá gerðist almennt. En snemma mun hún hafa haft mikla hneigð til mennta, þó sjálf- sagt hafi verið við ramman reip að draga í þeim efnum Samt tókst henni að komast í Kvenna- skóla Reykjavíkur. Hefir það ef- laust þótt mikið í ráðizt á þeim ár um og sennilega mjög fátítt að fá taekar bændadætur legðu í slíkt af eigin rammleik. En hún var gædd góðri greind og einbeittum vilja og hefir því ekki látið sér alla erfiðleika vaxa í augum. Lauk hún eftir það námi til und- irbúnings kennarastörfum og stundaði síðan barnakennslu um hríð. Haukabrekka er fyrir botni lít illar víkur girtri klettum á hlið- ar tvær. Bærinn stendur skammt fyrir ofan fjöruna. Þar rennur lítil á til sjávar, skiptir hún lönd um milli Haukabrekku og Brim- ilsvalla. Brimilsvellir er gamalt höfuðból, stærsta jörð þar um slóðir, og mun vera með beztu jörðum sýsunnar. Hefir þar verið stundað útræði um alda- raðir og jafnan margar hjáleigur fylgt jörðinni. A þeim árum bjuggu þar Bjarni Sigurðsson hreppstjóri og Vigdís Sigurðardóttir. Var Bjarhi traust ur búhöldur og þau hjónin mikils metin. Son áttu þau Olaf að nafni. Voru þeir feðgar taldir mjög samhentir um búsýslu. Þessum manni giftist Kristó- lína árið 1915, er þau voru bæði í blóma lifsins. Voru þau í hjóna bandi í rösk 45 ár. A Brimilsvöllum beið hennar mikið starf — heimilið stórt og gestkvæmt. Þar var nokkru síðar reist kirkja og síðar samkomu- hús sveitarinnar. Hefir hvort- tveggja haft í för með sér mik- inn gestagang og ærna íyrirhöfn. Er Bjarni tengdafaðir hennar dó, var Ölafur maður hennar skip- aður hreppstjóri sveitarinnar. Tóku þau nú ein við jörðinni og stýrðu búi sínu með skörungs skap, sem þeim var báðum lagið. Heimilið var traust. Ætíð var þess gætt að nógur væri heyja- forðinn og búri húsfreyjunnar þraut ekki vistir. Var gott að koma að Brimils- völlum, aldrei spöruð fyrirhöfn við gesti og þau hjónin jafnan hrókar alls fagnaðar. Þau eignuðust sjö böm, en urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa tvö þeirra. Dóttur 14 ára og son 21 árs. Er óþarft að ræða hvílíkt áfall missir þeirra varð þeim, þótt þau bæru það með kjarki og stillingu. Kristólína var skapfestu mann eskja, einbeitt og sköruleg hvar sem hún fór, góðviljuð og hjarta- hlý, en hreinskiptin í lund. Má segja að þessum eiginleikum hafi þau hjón bæði verið gædd — fals og imdirferli voru þeim óþekktir eðlisþættir. Börn þeirra sem lifa em þessi: Sigurður, lyfjafræðingur í Reykjavik, Rögnvaldur, fram- kvæmdastjóri á Hellissandi, Björg , frú í Reykjavík, Bjarni, símstöðvarstjóri í Olafsvík og Hlf, ógift í Reykjavík. Þau sem dóu hétu: Hrefna og Kristján. Margar eru minningarnar, sem í hugann koma er ég minnist frú Kristólínu. Brimilsvellir voru miðstöð sveitarinnar, þar var kirkjan og samkomuhúsið, þar var bréfahirðingarstaður og um árabil eini síminn í sveitinni. Þar að auki hafði Olafur maður henn ar tíðum flest þau sveitarstjóm- armál fyrir sVeit sína, sem hægt var að koma á einn mann. Leiðin lá því oft til Brimils- valla hjá okkur, sveitungum þeirra hjóna. A ég margar ljúfar endurminningar um margar stundir yfir öll þau ár, er ég var í nágrenni við þau. Það fylgdi Kristónlíu alltaf hressandi andblær. Hún hafði ætíð Iag á að tala við okkur ungl ingana og hafði góðan skilning á áhugamálum og viðfangsefnum okkar og hafði áhuga á viðleitni okkar ungmenna sveitarinnar til félagsstarfa. Þau hjón voru bæði trygg í lund og vinföst. Var sem þau ættu hvert bein í sínum fornu kunningjum er þá bar að garði úr fjarlægðinni eða fund- um bar saman annars staðar. Þegar ég var í æsku á Brimils- völlum, voru þar 8—9 hjáleigur. Munu að jafnaði hafa gengið það an 2 bátar. Höfðu landsetar þeirra jafnan nokkum búskap meðfnam sjó- sókn. En sú varð þróun atvinnu- ■hátta Islendinga og seint á 4. tug þessarar aldar lagðist þessi gamla verstöð niður — ásamt fleiri slík um — og hjáleigur fóru í eyði. Mörg síðustu árin eftir að ég flutti úr sveitinni, sá ég ekki Kristólínu, en sagt var mér að hún, sem öldruð kona hefði hald- ið sinni meðfæddu reisn, þar til hún veiktist snögglega og dó eftir stutta legu. Nú hvílir heimasætan frá Hauka brekku í kirk j ugarðinum við Brimilsvallakirkju, við hlið barna sinna og annarra gamalla sveitunga. Langri og starfsamri æfi henn- ar er lokið. Enn er fagu.. á Brim ilsvöllum, sem fyrr, er hún tók þar við húsmóðurstöfum, enn er heildarsvipur þess staðar, sem hún fórnaði kröftum sínum í blíðu og stríðu, sá hinn sami. En þar ræður nú enginn skipi sínu til hlunns lengur og frá hjá- leigunum stígur enginn reykur til himins. Nú safnast til feðra sinna sú dugmikla kynslóð, sem kennd er við aldamótin — fólkið sem trúði á landið sitt og guð sinn. En við, synir þeirra og dætur, geymum minninguna um þá kyn slóð í huga okkar og hugsum til þeirra gengnu samferðamanna okkar með virðingu og þö<kk fyr- ir þann dýra arf, sem það fólk skilaði okkur. I þeim hópi manna og kvenna mun í minni vitund, minninguna um Kristó- línu bera hátt. En manni hennar, sem hefir svo mikið misst og börnum þeirra sendi ég mína innilegustu samúð- arkveðju. Ólafur Brandsson. Ekki snjó- maður San Francisco, 27. des. (Reuter). LAWRENCE Swan, náttúru fræðingur í Himalayaleið- angri Sir Edmunds Hill- arys, sagði í dag að rann- sókn á höfuðleðri, sem Sir Edmund sendi frá Khumj- ung í Himalaya, hefði sýnt að það væri annað hvort af ref eða geit, ekki af ,,snjó- manni“. Ekki gat Swan þess hvar eða hvenær rannsóknin hafi farið fram, en sagði hins vegar að hér hafi aðeins verið um eitt höfuðleður að ræða, ekki þrjú, eins og komið hafi fram í fréttum. Gler framtíðariimar getur verið á matborði yðar í dag Hert gler með mestri mótstöðn gegn hnjaski, gegn snöggum hitabreytingum Mikið vöruval af gerðum og litum B.'ðjið um það í öllum sérverzlunum. Bæheims gler — aðeins frá Tékkóslóvakíu G LASS£XP0RT Praha — Liberec — Tékkóslóvakía Guilbrúðkonp f DAG eiga hjónin í Litlabæ á Vatnsleysuströnd, Abigail Hall- dórsdóttir og Ingimundur Guð- mundsson 50 ára hjúskaparaf- mæli. Þau voru gefin saman f hjónaband í Kálfatjarnarkirkju, hinn 30. des. 1910. Þau hófu búskap að Bjargi, en hafa nú í 26 ár búið í Litlabæ, sem er næsti bær við Bjarg. Ingimundur er fæddur að Bakka í Ká fatjarnarhverfi 18. nóv. 1879 og hefur alið allan ald- ur á sömu slóðum. Abigail er Vestfirðingur, fædd að Hóli í Önundarfirði 15. júlí 1880. Hún er móðursystir Guð- mundar Inga og Halldórs, hinna þjóðkunnu bræðra á Kirkjubóli Önundarfirði. Hún var góður inn flytjandi hér í hverfið, tíguleg og sviphrein, gáfuð og gestrisin, ekki fljóttekin en vinur vina sinna, og su sem í raun reynist.1 Þeim hjónum hefur búnazt vel og unað glöð við sitt, samhent og dugleg, glöð og ræðin heim að sækja, enda fróð og minnug, og lesa mikið góðra bóka. Þau reka enn búskap í Litla- bæ og ganga sjálf til allra verka auk þess sem Ingimundur hefur stundað sjó á vetrarvertíð og skipasmíðar fram á síðustu ár. Hann hefur og húsað jörð sína vel og gert miklar jarðabætur. Abigail er góð húsmóðir og myndarleg í verkum sínum, eins og heimili hennar ber vott um. Hún er mikil handavinnukona og prjónar og saumar út enn í dag. Þeim hjónum varð 3ja bama auðið, eitt dó í æsku en hin tvö eru búsett hér í Vatnsleysu- strandarhreppi. Ég flyt þessum hjónum, sem nú eiga sitt gullbrúð-kaup, þakk ir frá mér og heimili mínu fyrir langa og góða kynningu og áma þeim allra heilla á þessu merkia afmæli. Gott og gleðilegt ár 1961. Erlcodur Magnússon, Kálfatjörn. Adenauer samdi Bonn, 28. des. (NTB-Reuter). TALSMAÐUR ríkisstjórnarinnar í Bonn skýrði frá því í dag að samkomulag hafi loks náðzt um viðskiptasamning Vestur-Þýzka- lands og Sovétríkjanna, og yrði samningurinn væntanlega undir- ritaður í þessari viku. Gildandi samningur ríkjanna rennur út um áramótin, en ágreiningur um Vestur Berlín hefur komið í veg fyrir samkomu lag hingað til. I dag átti Aden. auer kanzlari fund með sendi- herra Sovétríkjanna í Bonn, Andrei Smirnov og komust þeir að samkomulagi, sem ekki hefur verið birt. RAGNAR JÓNSSON hæstaréttarlögmaður Vonarstr. 4 VR-húsið. Sími 17758 úögfræðistörf og eignaumsýsln- MALFLUTNINGSSTOFA Einar B. Guðmundsson Gufflaugur Þorláksson Guðmundur Pétursson Affalstræti 6, III hæff. Símar 12002 — 13202 — 136«» ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.