Morgunblaðið - 30.12.1960, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.1960, Blaðsíða 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Föstudagur 30. des. 1960 Pípuorgelsjóður Sauð- árkróks fœr gjöf 1 SEPTEMBER sl. kom Rotary- klúbbur Sauðárkróks í tekjuöfl- unarskyni handa pípuorgelssjóði Sauðárkrókskirkju, af stað svo- nefndri 50 kr. veltu, sem er í því fólgin, að hverjum Rotary- félaga á staðnum var ætlað að gefa 50 krónur og skora um leið á aðra 3 menn að gefa sömu fjárhæð, en þeir skyldu skora á aðra 3 og svo koll af kolli. Hver þátttakandi fékk númerað- an seðil, sem skyldi vera númer í happdrætti, er fram átti að fara, er veltu þessari væri lokið. Á fundi í klúbbnum 8. þ. m. vtr gert grein fyrir árangri af fjáröflun þessari. Af 452 bréf- um, sem send voru, urðu 325 við áskorun (72%), þar af 134 konur og 191 karlmaður. Hreinn ágóði varð kr. 16.000.00, sem forseti klúbbsinns afhenti á fundinum, sóknarprestinum séra Þóri Stephensen, er þakkaði f. h. framkvæmdanefndar orgels- sjóðsins. A fundinum fór fram útdráttur vinninga í orgelvelt- urni, og hafði kirkjukórinn gef- ið vinningana. Upp komu eftirtalin númer, er hlutu vinninga, sem hér seg- ir (nöfn eigenda vinninganna eru tilgreind í svigum við hvem vinning): Nr. 68 eftirmynd af málverki eftir Ásgrím Jónsson (Ingibjörg Jósafatsdóttir, Sauðárkróki). —. nr. 47 ritsafn Davíðs Stefáns- sonar (Sveinn Friðvinsson, Sauðárkróki). Nr. 45 karlmanns- sloppur (Jón Björnsson, Haf- steinsstöðum). Nr. 237 bækur fyrir 500 kr. eftir eigin vali frá Norðra (Áslaug Kemp, Sauðár- króki). — jón. Þjóðsagnalistaverk V IÐ göngum um ljósum prýdd bogagöng upp að Menntaskólanum. Okkur hefir verið sagt að skreyt- ing skólans vegna Jóla- gleðinnar þar sé að þessu sinni óvenju listræn og skemmtileg. Er við lítum upp á framhlið skólans blasa við sjónum draugar og púkar í gluggum efri hæðarinnar. Sú skreyting stingur mjög í stúf við ný tízkulega rafljósabogana yfir heimreiðinni. Þegar inn kemur erum við leiddir inn í dulúðuga og hrollvekjandi heima íslenzkra þjóðsagna. Að þessu sinni hafa nemendur tekið til með- ferðar skreytingu á Sagna- kveri Skúla Gíslasonar, rammíslenzkt og glæsilegt verkefni. — ★ — Við hittum að máli skóla- umsjónarmanninn Þorstein Gylfason og hann fylgir okk ur um hinar átta skreyttu stofur og gang efri hæðar- innar, sem allur er skreytt- ur frá gólfi til lofts. í fyrstu stofunni, sem við komum í eru svipmyndir úr galdrasögum. I annari stofu er með fjórum myndum rak- in sagan „Atján barna fað- ir í álfheimum“. Fyrst sér hvar álfkonan tekur barnið úr vöggunni, þá sér hvar sveitakonan stendur á hleri og uppgötvar umskiptinginn, síðan sér hvar hún hýðir hann og loks er það atriðið er álfkonan skilar aftur barn inu. Þetta glæsilega verk hafa 4 stúlkur úr 4. bekk unnið. í þriðju stofunni eru úti- legumannasögur og hinni fjórðu ýmis kynjafyrirbæræi, svo sem tilberar, vatna- skrímsli, sækýr og nykrar. ★ I þessari stofu mun hafa komið upp ágreiningur um hvort sæmandi væri að hafa uppi myndina af tilberanum. Við vorum algerlega sammá V þeim, sem sigur báru í deiiu Svala, Agia og lngimundur skreyta ganginn. þessari, að myndin er góð. Hún lýsir á mjög skýran hátt þessu atriði í frásögn Skúla um snakka eða tilbera: „Einu sinni kom maður að morgni dags að ullarbing, er hann ætlaði að breiða úr, en í því bili kom tilberi og þyrl- aði burt með sér öllum bingn- um. En fjörugur eldishest- ur var nærri, og reið maður- inn honum á eftir tilberan- um, sem mest mátti hann. Sá maðurinn að hesturinn yrði að springa, ef svo færi lengi fram, en þegar kom á hlaðið á fjórða bæ, skautzt tilber- inn úr bingnum og upp undir konuna, er var úti stödd. Maðurinn hljóp að konunni og tók hana höndum, fann til- berann inn á henni og sieit hann frá henni og sprengdi hann. En svo hélt tilberinn sér fast, að suguvartan slitn- aði með af konunni, og dó hún af blóðrás." Áður hefir Skúli skýrt frá því hvernig tilbennn taki næringu sína svo: „En næringu verða þeir að hafa af að sjúga konurnar sjálfar, og eru slíkar konur auðþekktar af því, að þær eru haltar og hafa blóðrauða vörtu, líka spena, innanlærs, er tilberinn sýgur.“ Athöfn þeirri, er maðurinn rífur tilberann af konunni, er skýrt, en djarflega lýst í myndinni. ★ I fimmtu stofunni eru ýms- ar draugasögur, skýrðar með einni mynd úr hverri. Má þar nefna sögurnar „Móðir mín í kví kví“, „Draugur tekur of- an“ og „Hryggjaliður á hnífs- oddi“. í sjöttu stofu eru atriði úr tröllasögum ug má með sanni segja að þar séum við komin í tröllaheima. Sjáum við þar m.a. skessuna úr „Trunt, trunt og tröllin í fjöllunum". Næst höldum við inn í sjö- undu stofuna og sjáum þá at- riði úr „Fjalla-Eyvindi“ skýrð í fjórum myndum. Þá er stór sviðsmynd úr Herðubreiðar- lindum og við hana Eyvindar kofi. Stofa þessi er einnig lýst á listrænan hátt. Áttunda og síðasta stofan sýnir sviðsmynd úr Galdra- Lofti og er það mikið lista- ingar í sama dúr, og láta lista- mcimimir par ímyndunaraflið inþættir sfcarfs þeirra séu nexndir. Mynarrnar eru teikn á jdlagieöi menntskælinga konar skemmtilegar skreyt- verk, þar sem um byggingu altaris og líkön er að ræða, draugalega upplýst. Sést Loft- ur er hann er að særa Rauð- skinnu af Gottskálki biskupi. x * A gongum eru svo ymxss ----------------------- Ólafur Gíslason við hina um- deildu mynd sína „Snakkar eða tilberar“. leika lausum hala. Alls hafa unnið að þessu 20 nemendur og er erfitt að gera upp á milli þeirra hvað verk snertir. Þó eru fjórir nemend ur sem dýgstan hlut hafa átt í teikningu listavekanna. Agla Marta Marteinsdófctir hefir gert draugastofuna, Ingimund ur Sveinsson útilegumanna- stofuna Olafur Gíslason kynja fyrirbærin og þeir Garðar Gislason og Olafur Gíslason tröllastofuna svo nokkri meg aðar með krít á léreft, en síð- ' an er maiaö ofan í með hörpu ' silki. ★ Skreyting Menntaskólans 1 hefir um langt árabil verið þáttur í jólagleði skólans. Má nefna að í fyrra var skop- myndaskreyting þar sem kenn ararnir voru gerðir að persón um úr Rómverjasögu. Arið þar áður var Gerpla skreytt. Fyrr þættir úr norrænni goða fræði og ævi Sæmundar fróða. Má af þessu sjá að skreyting- arnar eru fjölbreyttar mjög. Að þessu sinni vörðu hinir 20 nemendur, sem að skeyting- 1 unni unnu, öllu jólafríi sínu fram á aðfangadag til þess að ljúka þessu viðamikla verki. Állt vinna þau þetta endur- gjaldslaust að sjálfsögðu, en ýmislegt efni og tæki, er til skreytingarinnar þarf eru að- keypt og ætlar Þorsteinn Gylfason að kostnaður nemi um 10—15 þúsundum króna. 1 fyrrakvöld var dagskrá í skólanum einvörðugu helguð þjóðlegum fræðum, þar sem lesnar voru upp draugasögur, i kveðnar rímur og lesin þjóð- legur kveðskapur og meira að segja lúðrasveit lék einvörð- ungu þjóðlög. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.