Morgunblaðið - 30.12.1960, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.12.1960, Blaðsíða 19
Föstudagur 30. des. 1960 MORCinSBLAÐÍÐ 1» 11 lengn dauðn- dóm Amman, Jordaníu, 29. des. (Reuter). ELLEFU manns hafa verið daemdir til dauða í Amman fyr- ir að hafa átt þátt í sprengjutii ræðinu i ágúst sl. sem kostaði Hazza Majali forsætisráðherra og ellefu aðra Jórdaníubúa lífið. Sprengingin varð í skrifstofum forsætisráðuneytisins 29. ágúst og særðust 41 auk þeirra 12, sem fórust. Af þeim, sem dæmdir voru til dauða, voru aðeins fjórir við- •taddi’r hinir sjö flýðu land eftir apreng j utilræðið. 200 deyja | dag hvern Osló, 29. des. (NTB) I NORSKI RauSi Krossinn gengst fyrir matvælasöfnnn fyrir bágstadda i Kongó og í 'f dag fór fyrsta uaatvælasend- i ingin flugleiðis f rá Noregi. Rikisstjórnin þar i landi hef- ur lagt fram 259.009,— norsk- ar kr. (isl. kr. 1.SS5.000,—) til matvælakaupa og flest dag blöðin í landinu taka þátt í söfnuninni Neyðin er óskapleg í sum- um héruðum Kongó, þar sem tallð er að 290 m»am látist úr J hungri daglega. Sfeinunn Þórarinsdóffir Minning STEINUNN Þórarinsdóttir var fædd að Þykkvabæ í Landbroti 4. nóv. 1884. Foreldrar hennar voru Þórarinn Magnússon, sem bjó í vesturbænum í Þykkva- bæ og Steinunn Þorsteinsdótt- ir í austurbænum í Þykkvabæ. Hálfsystkin átti hún 15 en ekkert alsystkini. Það mætti margt segja um æskuár Steinunnar, en því skal sleppt hér. Strax er hún hafði aldur til fór hún að vinna fyrir sér sjálf, hjá vandalausum og lenti í ýmsu því, sem táplitlum hefði riðið að fullu en varð henni til þroska og stuðnings síðar í lífs- baráttu hennai'. vel og afskipti hennar af kapell- unni í Þykkvabæ í Landbroti, enda áttu vinir hennar hlut að máli, svo og tryggð við fomar minjar. — Steinunn átti einn frídag einu sinni í viku hverri. Oft kom hún þó að vesöl væri á síð- ustu árum og þá venjulega til þess að gleðja einhvem, og þá ekki hvað sízt þá sem ungir vom og kunnu að meta henn- ar góðgerðir. — Ekki veit ég til þess, að Stein unn ætti skepnur til þess að sýna umönnun þó að það geti vel verið á yngri árum hennar, en svo mikið var víst, að kött átti hún í langa tíð og vildi að honum liði vel. — Allt fram á síðustu daga, hafði ég nokkrar sauðkindur í Sogamýri, sem böm mín áttu, lét hún sér mjög umhugað um að ekkert vantaði til búrekst- ursins eða þeim gæti liðið vel. Það er margt sem mætti um Steinunni segja og er það allt á eina leið. Allt lýsir það ósér- plægni og um leið göfugum hugsunarhætti og að rétta hin- um máttarminni hjálparhönd. Steinunn lézt hér á Landa- kotsspítala eftir stutta legu. Hvíl þú í friði. Þ. Einarsson. Smán, segir Stevenson Simi 3V333 AvALLT Tn. LEM3U Véískó/lwt* "K»*anabMair 3)rdttacbílar Flutningcwwtgiiar þuNGAVWNUVÉml 1 Sími 3*f333 1 Steinunn átti heima á ýmsum stöðum hér í nágrenni Reykja- víkur, enda var starfssvið henn- ar hér. Aðallega vann hún við rikis- stofnanir, bæði á Kleppi, Vífils- stöðum og svo á Kópavogshæli. Þar af lengst við holdsveikra- spítalann í Laugarnesi og síð- an í Kópavogi — og rækti sitt starf með ágætum. Föst regla var það að vitja um æskustöðvarnar í sumarfrí- inu og dvelja þar hjá vinum og vandamönnum. Fylgdist hún vel með öllu sem gert var jörðunum til góða, hvort sem það var til umbóta jörðum eða þá til húsabóta. Fátt sýnir tryggð hennar eins CHICAGO, 29. des. — Adlai Stevenson, sem verður aSulfull- trúi Bandaríkjanna hjá Samein- uðu þjóðunum þegar Kennedy sezt í forsetastól, sagSi í dag að hann mundi beita sér fyrir því aS tveir yfirmenn úr bandaríska flughernum verði leystir úr haldi Rússa hiS fyrsta. „Það er smán, ofsaleg rangindi, að fangelsa þessa menn“, sagði Stevenson. Það yrði til að bæta sambúð Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna ef þeir fengju írelsi, sagði Stevenson. Yfirmennimir tveir v«ru úr áhöfn flugvélar af gerðinni RB-47, sem skotin var niður 1. júlí sl. yfir opnu úthafi fyrir norðan Sovétríkin. Flugeldar — Flugeldar 1 ár höfum við fjölbreytt úrval af TIVOLI Skrautflugeldum ásamt MARGLITA BLYS, 12 teg. — SÓLIR (2 teg.) BENGAL BLYS — ÝLU BLYS. — PÚÐUR- ÞOTUR — STJÖRNUREGN o. fl. STJÖRNULJÓS. — RÓMVERSK BLYS. — Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á fjölbreytt- asta úrval af skrautflugeldum í öllum stærðum og nú eins og í fyrra eru til sölu hinir raunverulegu TIVOLI flugeldar. Við munum leigja hólka með þessum flugeldum. Tilválið tækifæri fyrir félags-, fjðískyldu- og vinahópa að halda sameiginlega flug- eldasýningu á gamlárskvöld. Gerið innkaup meðan úrvalið er mest. FLUGELDASAT.AN VESTURRðST H.F. Vesturgötu 23 (sími 16770). FLUGELDASALAN RAFTÆKJAVERZLUIMIIM H.F. Tryggvagötu 23 (sími 1827'"'. — Belgía Frh. af bls. 1 þingnefnda til umræðu um hugs- anlegar breytingar á því, en ekki fyrr en þingið hefði lokið um- ræðum um það. Verkfallsmenn svöruðu því að slík eftirgjöf væri ekki nægi- leg til að koma á friði. „í GÁLGANN" Gífurlegur mannfjöldi safnað- ist saman í miðbænum er kröfu- ganga verkfallsmanna fór þar um, en kröfugangan var um tveggja kílómetra löng. Voru fán ar bornir í göngunni, og í einni fánastönginni hékk brúða, sem átti að vera forsætisráðherrann, og oft gullu við hrópin: „I gálg- ann með Eyskens". Skemmdarverk voru unnin 1 járnbrautinni milli Liege og Briissel og fór farþegalest þar út af teinunum. Ekkert manntjón. varð þó, og hófst umferð fljót- lega að nýju. — Fjórði hver Framh. af bls. 1 flóttamenn til Vestur-Þýzka- lands frá því árið 1949, þar af 1.512.000 til Vestur-Berlín- ar. En auk þess eru í Vestur- Þýzkalandi 10.400.000 landflótta menn frá Austur-Prússlandi og héruðum í Póllandi. Er því svo komið að fjórði hver íbúi Vest- ur-Þýzkalands er aðfluttur úr austur-héruðum, því heildar- íbúatalan er um 52 milljónir. Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda vináttu á 75 ára afmæli mínu 13. des. sl. Borghildnr Björnsson Efnaiaugin Lindin Biður heiðraða viðskiptavini sína að sækja fötin fyrir 1. janúar n.k. Efnalaugin Lindin Hafnarstræti 18 — Skúlagötu 51 Áreiðanleg sfúlka óskast til afgreiðslustarfa í söluturni og matvörubúð. U.pplýsingar í síma 24968. Chevrolet ’56 Til sölu. Fylgt getur stöðvarpláss á Aðalstöðinni I Keflavík. — Upplýsingar í síma 1288, Keflavfk. Ungling vantar til blaðburðar við Fálkagötu JHftrgatnlrifofrifr Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ÖNNU KR. ARADÓTTUR frá Þverhamri Guð gefi ykkur öllum gott og farsælt nýár. Þorsteinn Stefánsson Rósa Þorsteinsdóttir, Kristján Kristjánsson Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Margrét Þorsteinsdóttir Guðrún Reynisdóttir, Ragnar Þorsteinsson Þakka auðsýnda samúð og hluttekningu við fráfall og jarðarför móður minnar, GUÐBJARGAR LOFTSDÓTTUR Fyrir hönd aðstandenda. Ingibjörg Árnadóttir Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og útför ÓLAFAR ÓLAFSDÓTTUR frá Hamraendum Aðstandendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.