Morgunblaðið - 30.12.1960, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 30.12.1960, Blaðsíða 9
Föstudagur 30. des. 1960 Wrt»rrvnr 4 Ð1 Ð 9 Sólarsýn Hákon Hinrik Hakanson SÉRA Bjarni Gissurarson í Þingmúia: Sólarsýn. Kvæði. Jón M. Samsonarson sá um útgáfuna. Útgefandi: Bóka- útgáfa Menningarsjóðs. Reykjavik. 1960. ÞETTA er 5. bindi í þeim bóka- flokki, sem útgefandinn nefnir Smábækur Menningarsjóðs. Að eins 700 eintök eru gefin út af þessari bók, sem ásamt eftir- mála og efnisyfirliti er 120 blaðsíður, í fremur litlu broti. Nei, náttúrlega er ekki við því að búast, að Sólarsýn verði nein metsölubók. Þetta er kveð- skapur eftir 17. aldar mann, sem er alls ekki í hópi þeina, sem bezt ortu á íslandi eftir siðaskiptin. Að sjálfsögðu ber Hallgrím Pétursso langhæst allra skálda frá þessu timabili. Næstur honum að snilli gengur sennilega fyrirrennari hans, séra Einar Sigurðsson í Hevdöl- um (d. 1626), en hann var móð- urafi séra Bjarna Gissurarsonar í Þingmúla. Einar var stórskáld og hefur skáldskapur hans varð- veizt ágætlega. Fegurst kvæða hans og frægust munu vera Vöggukvæðið um Krist og Maríuvísur. Sigurður Nordal telur hann merkilegasta skáld siðaskiptaaldarinnar á íslandi. Séra Einar varð fádæma kyn- sæll. Hann eignaðist með tveim eiginkonum sínum upp undir tuttugu börn. Til eru tvær vísur eftir hann þar sem hann telur upp þrettán af börnum sínum: „Syni á ég sjö til vonar, set ég Odd fyrst í letri, - Sigurður sæll mun verða, sýslar trúlega Gísli. Ólafi hjúin öll hæla, Höskuld tel ég geðröskvan. Eiríkur og Jón líkjast ungir, af snjallri tungu. Dæt’r á ég sex í sveitum, Sesselju tel geðröskva, Margrét mín skal heita, meira hlýði ég Sigríði. Anna er orðsnjöll kvinna, allfróð Gunna móðir, Herdís homsóp lærir hugarsvinn, verkleg hinna.“ Mörg af börnum og barnabörn- um séra Einars öðluðust vegna yfirburða sinna frægð, sem hef- ur enzt þeim fram á þennan dag. Þar má fyrst nefna hið elzta þeirra, Odd biskup í Skálholti. Hann er þekktari sem embætt- ismaður en skáld, og sama máli gegnir um Árna lögmann son hans. Séra Gísli prófastur í Vatnsnesi var einnig skáldmælt- ur, en ekki er kveðskapur hans nema hégóminn einber í saman- burði við ljóð Ólafs bróður hans prófasts í Kirkjubæ. Hann var gæddur ríku listamannseðli með sterkum og andstæðum_ geð- brigðum, bezta skáld á íslandi um sína daga, að föður hans frá- töldum, bæði trúarskáld og á- deiluskáld. Hans sonur var séra Stefán í Vallamesi, sem á 17 öldinni gengur næst Hallgrími Péturssyni. Svo vel orti ’Stefán að enn í dag eru sum kvæði hans á hvers manns vörum ,eins og til dæmis Björt mey og hrein, og Ég veit eina baugalínu. Telpan, sem séra Einar í Hey- dölum nefnir Gunnu í barna- vísum sínum, varð kona séra Gissurar Gíslasonar í Þingmúla, en þeirra son var séra Bjarni skáld, höfimdur kvæðanna í Sólarsýn. Eins og að líkum lætur skipa trúarljóð og sálmar mest rúm í skáldskap 17. aldar manna. Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum hafði gefið þeim lín- una, ef svo mætti segja. Hann hafði þrumað gegn hvers konar veraldlegum skemmtikveðskap, amorsvísum og danskvæðum af útlendri rót, en hvatt skáldin til að yrkja jafnan svo að upp- byggilegt væri fyrir almúgann að hafa yfir kveðskapinn eða syngja hann á ýmsum tímum dagsins og við margvísleg tæki- færi. Mest af því sem ort var eftir forskrift Guðbrands er nú ónýtt með öllu og getur á engan hátt hrært nútímafólk til aðdá- unar, þó að lesa megi út úr þessu fróðleik um aldarháttinn. Ljóðmæli Bjarna Gissurar- sonar eru að engu veruiegu leyti frábrugðin því sem tíð- kaðist aimennt í skáldskap um og fyrir hans daga. Hann stend- ur að baki hinum snjöllu frænd- um sínum, sem nefndir hafa verið, og hann er heldur ekki jafnoki manna eins og séra Ól- afs Jónssonar á Söndum, því síður Bjarna skálda Jónssonar frá Húsafelli, sem kvað meðal annars Aldasöng, um hnignun menningar og þjóðlífs eftir siða- skiptin, og hversu spillt var feg- urðarskynjun almennings með því að kippt hafði verið burt úr kirkjum fögrum hlutum og 'úð það skapað ræktarleysi fyrir háleitum minjum. Svo kveður Bjarni í Aldasöng: „Kirkjur og heilög hús hver vildi byggja fús, gljáði á gullið hreina, grafnar bríkur og steina, klerkar á saltara sungu, sveinar og börnin ungu. Allt skrif og ornament er nú rifið og brennt, bílæti Christí brotin, blöð og líkneski rotin, klukkur kólflausar standa, kenning samt fögur að vanda. Frek er nú tolla tekt, tvöföld þar lögð við sekt, hús drottins hrörna og falla, hrein eru stundum valla, klauftroðnar kúabeitir eru kristinna manna reitir.“ Svona vel orti ekki Bjarni Giss- urarson. En þó hann sé ekki jafnoki stórskáldanna, þá kveð ur hann betur en allur þorri þeirra mörgu manna, sem um hans daga fengust við að yrkja. Páll Eggert Ólason segir svo um hann í Sögu íslendinga, 5. bindi, bls. 364: „Séra Bjarni var vel gefinn gleðimaður og gamansamur, lip- urt skáld, og eru til heilar kvæðabækur eftir hann í hand- ritum." í vel og hófsamlega rituðum eftirmála Jóns M. Samsonarson- ar við Sólarsýn er stuttlega rakin ævisaga Bjarna Gissurar- sonar og lýst af nákvæmni skap- gerð hans og lífsskoðun, einnig gerð fullnægjandi grein fyrir skáldskap hans, bæði yrkisefn- um og formi. Bezta kvæðið í Sólarsýn er vafalaust fyrsta Ijóðið „Um samlíking sólarinn- ar‘. Þetta kvæði og hið næsta: „Um gagn og nytsemi sólarinn- ar“, sýnir greinilega hvílíkur sóldýrkandi þessi maður hefur verið, enda voru dagar oft dimm ir á hans tíð, hörð ár til lands og sjávar, og óáran í stjórnar- farinu. Víða segir Bjarni til syndanna, bæði undirgefnum og yfirboðurum. Þeir sem heil- brigðir eru skulu vinna. Vald- höfunum ber að stjórna í guðs nafni, auðsýna réttlæti og ekki draga sjálfum sér meira fé úr vasa almennings en þeim ber með réttu. Einkennilegt finnst mér að ekki skuli vera tekið með í bók- ina það kvæði Bjama, sem þekktast varð og vinsælast og lifað hefur í minni sumra íram undir okkar daga, en það er „Hrakfallabálkur“. Þetta er eina kvæði Bjarna, sem Páll E. Óla- son nefnir með nafni í umsögn sinni um Bjarna í Sögu íslend- inga. Vera má þó að það sé of langt til að Jóni M. Samsonar- syni þætti fært að taka það í svo litla bók sem Sólarsýn er. Eitt með betri kvæðunum i 'Sólarsýn er ljóðabréf til Vil- borgar Jónsdóttur, konu ísleifs sýslumanns Einarssonar á Felli. Kvæðið er eins konar ævióður skáldsins og sýnir harla glöggt hið næma náttúruskyn þess. Skulu hér að lokum birt þrjú fyrstu erindi þessa kvæðis sem sýnishorn af skáldskap Bjarna Gissurarsonar: Fagur sprettur upp fífill í túnum, höfuð gylltan krans hefur að sýna, er sem kembi sér sunnu á móti, liðast lokkar þá ljósir um vanga. Komi regn yfir eða kaldur úrinn eða sól sígi í saltaðan mar, veglegu hári vindur hann saman undarlega sem ekkert væri. Skamma varir stund skrautið þetta, fellur af höfði forgylltur krans; hvítnar þá svörður og höfuðreikin, beygist þá fífill í bugðu marga. Skáldskapurinn íslenzki er mik- ið tré, djúprætt og fjölgreinótt. Vissulega er Bjarni Gissurarson og Sólarsýn hans ein af minni greinunum á því tré, engu að síður lifir hún enn og ber sin grænu blöð. Guðmundur Daníelsson. F. 8. 3. 1943. D. 30. 11. 1960. „Hvers vegna heilagt og fast, um hjarta þitt læsir sig minnið, faðir sem misstir þinn son, móðir sem tregar sitt barn?“ SVO spyr Matthías í einu af sínum ódauðlegu huggunarljóð- um. Hákon var einn þeirra sona, sem læsa sig í minninguna og sem gerir gott í minningunni, því ævi hans og upplag var óvenjulegt. Hann var sonur hjónanna Gustavs Hákanson og Þórnýjar Gissurardóttur, Hátúni 25, Rvík. Tvær systur átti hann, Gerðu Herron, sem búsett er í Amer- íku, en var samt síminnug á systurskyldur sínar, og Olgu, sem var litla systirin og dag- legt augnayndi hans. í bernsku rann hann upp, fríður og tápmikill, augasteinn foreldra sinna, en fimm ára gamall varð hann fyrir slysi, og var það sem eftir var ævinnar lamaður upp að mitti. Enginn þekkir, sem ekki hef- ur reynt, hvílík átök það eru foreldrum að verða fyrir þess- ari reynslu, og þó getur svo farið að sá, sem gengur í gegn- um hana og gefst ekki upp, vildi ekki hafa misst af henni. Hákon heitinn var, að manni finnst, óvenjuleg ung hetja. Þó allt væri gert sem mögulegt var til að bjarga heilsu hans bar þtð lítinn árangur og snemma mun hann hafa gert sér þess grein, að hann mundi eiga aðra ævi en jafnaldrar hans. Þó heyrðist aldrei, á því tólf ára Þórðtu Tómosson, Eystri-Hól ÞANN 9. des. sl. lézt Þórður bóndi Tómasson Eystri-Hól í Vestur-Landeyjum, í sjúkrahús- inu Sólvangi í Hafnarfirði, 87 ára gamall. Þórður var Rangæing ur að ætt; fæddur var hann í Þykkvabænum af fátækum for- eldrum, en dyggu fólki Foreldra sína missti Þórður á barnsaldri, lá þá ekki annað fyr- ir honum en hlutaðeigandi sveit og hefur vafalaust verið boðinn upp á vorhreppaskilum sem títt var þá. Þetta hefur þó tekist bet- ur en oft varð, því Þórður lenti hjá myndar- og sómamanni, Ein- ari Guðmundssyni, þá bónda í Rifshalakoti síðar á Bjólu í Holt um. Einar þótti kappsfullur og duglegur bóndi, vandist hann því frá öndverðu vinnunni og varð hann afkastamaður og harðsnú- inn til allra verka. Árið 1898 kvæntist Þórður Guð rúnu Ólafsdóttur frá Sumarliða- bæ í Holtahreppi, mikill atgerfis og myndarkona. Hófu þau bú- skap í Ráðagerði í Ásahreppi, fluttu þaðan að Litlu-Tungu í næstu sveit, bjuggu þar til 1916 er þau fluttu að Eystri-Hól 1 Vestur-Landeyjum. Bjuggu þar sóma- og myndarbúi, voru kom- in upp úr allsleysi í tölu beztu bændafólks. Árið 1945 missti Þórður konu sína og brá búi 1946 og dvaldist hann eftir það hjá Helgu dóttur sinni og manni hennar Stefáni RuSrauniÍEevni er tóku jörðina Eystri-Hól er Þórður lét þar af búskap. Þau Eystri-Hólshjón, Þórður og Guðrún fóru ekki á mis við mótlæti í lífinu. Þau misstú tvær dætur sínar uppkomnar, Jóhönnu Margréti og Kristínu, báðar mannvænlegar og myndar stúlk- ur og son misstu þau í æsku. Börn Þórðar sem eru á lífi eru: Helga, sem áður er getið, húsfrú í Eystri Hól. Sigríður, húsfrú að Hvestu við Arnarfjörð, gift Friðriki Jónssyni bónda þar. Þorkell Ármann, skrifstofumaður hjá Reykjavíkurbæ, giftur Ólöfu Kristjánsdóttur. Aðalheiður Guð mundsdóttir, er uppeldisdóttir þeirra. Hjá Eystri-Hóls hjónunum Þórði og Guðrúnu var ávallt ís- lenzk gestrisni í heiðri höfð. f uppvextinum fór Þórður á mis við menntun eins og almennt var á þeim tímum, en var að upplagi greindur, áreiðanlegur í öllurn viðskiptum og enginn veifi skati, meðalmaður á vöxt, þétt- vaxinn og fríður sýnum. Sá er þessi fáu orð ritar, dvaldi í nágrenni við Þórð í 42 ár og reyndi hann sem dyggann vin, sem aldrei brást cg ágætan ná- granna. Kveð þig nú látni vinur minn og óska þér forsællar ferðar; yf- ir á landið, þar sem dagur ei dvín. Þ. J. •bili sem hann lifði svona, æðru- orð eða kvörtun yfir hlutskipti hans. Hann gerði sér grein fyrir erfiði foreldra sinna og elskaði þá innilega, og erfiði þeirra galt hann með glaðværð, uppörvun og umhyggju, sem ekki verður með orðum lýst. Þeim, sem heimsóttu hann sagði hann frá öllu því er hann gladdist yfir og gott var, en minntist aldrei á vanheilsu sína og vék frá sér öllu tali um hana, með því að vekja athygli á einhverju skemmtilegu, því hann var bráðfjörugur og prýðilega greind ur. — Nágrannar hans á líkum aldri heimsóttu hann stöðugt og undu ágætlega með honum. Svo skemmtilegur var hann og góð- ur. Ýmsir voru þeir sem í raun- um sínum leituðu til hans og fóru af fundi hans endurnærð- ir. Allir sem kynntust honum dáðu hann og elskuðu. Síðasta árið hnignaði heils- unni mjög og þjáningarnar urðu þungbærar. Það breytti þó ekki því, að í stað þess að kvarta við kunningja og vini uppörvaði hann þá. Hinar fögru minningar um þennan lamaða svein eru ótelj- andi og dýrmætar skyldum sem vandalausum. Hann sýndi þrek- lund og góðleik sem yfirsteig allt sem maður getur gert ráð fyrir. Þess vegna lifir minning hans föst, og ber í sér græðslu. Hún bendir: „Upp yfir sólnanna sól, að sannleikans lifandi brunni, upp yfir heims stunda hjól, helgum að kærleikans stól“. Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri Drottins nafn. S. P. Somkomm Hjálpræðisherinn í kvöld kl. 20,30. Almenn jóla- tréshátíð fyrir æskulýð. Verið hjartanlega velkomin. Magnús Thorlacius næstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa. Aðalstræti 9. — Sími 1-1875. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVE1NSE.ON hæstaréttarlögmemi. Þórshamri við Templarasund. Málflutningsskrifstofa PÁLL S. PÁLSSON Hæstaréttarlögmaður Bankastræti 7. — Sími 24-204 PILTAR ef þið plalð «mr>usfuni pa i eq h^inq^n^ . wm /förtón /Jsmv/ws-úon Smurt brauð Snittur coctailsnittur Canape Seljum smurt brauð fyrir stærri og minni veizlur. — Sendum heim. RADÐA MVLLAN Laugavegi 22. — Sími 13'328. Ódýru prjónavonirnar seldar í dag eftir kl. 1. Ullarvörubúðin Þingholtsstræti 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.