Morgunblaðið - 30.12.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.12.1960, Blaðsíða 11
Föstudagur 30. des. 1960 if n i? r r> IV *? r: ,4 ÐIÐ 11 Hér sést Haile Selassie keisari setja fyrsta þjóðkjörna þingið í Eþiópíu 1957. stjórnarháttu hans og stefnu. Hann hefur notið virðingar um allan hinn frjálsa heim. Hann stóðst margra ára baráttu við stórveldi í Evrópu og það er meira en sagt verður um flesta stjórnmálamenn Afríku í dag. Þá hefur hann alla tíð unnið markvisst að því að byggja land sitt eftir nútíma sniði bæði stjórnmálalega, fjárhagslega og menningarlega. Að þróunin hef- ur verið hægfara, er ekki hans sök. En hann er varkár, það er satt. Varkárari en Nkruma. En það skyldi þó ekki einmitt vera varkárni hans að þakka, að hann hefur fengið að vinna verk sitt í meira en 40 ár? Að varkárni er ekki óþörf í Afríku í dag sýnir m. a. Mau-Mau- blóðbaðið í Kenya og stjórnleys- ið í Kongó. Persónulega tel ég sennilegast, að uppreisnarmennirnir í Addis Abeba hafi verið úr flokki þerra, sem ekki kunna að meta varkárni Haile Selassie. Líklega hafa engin erlend öfl staðið að baki uppreisninni, en trúlegt er að uppreisnarmennirnir hafi þó verið undir erlendum áhrifum, t. d. frá Accra og Leopoldville. Nkruma er ungur og óþolin- móður maður. Á þingi Afríku- þjóða í Accra í desember í ppreisnin í Eþíópíu eftir Felix Ólafsson kristinboða Árið 1960 hefur mótast af at- burðunum, sem eru að gerast í Afríku frekar en nokkru öðru á sviði alþjóðamála. Þar hefur hver stórviðburðurinn rekið ann an. Hafi einhver ætlað að gleyma Afríku um stund, hefur hann fljótlega hrokkið upp við drun- ur og vopnagný. Engum dylst nú lengur, að miklu skiptir fyrir Afríku og fyrir allan hinn frjálsa heim hverjir verða ofan á í átökunum, sem nú eiga sér stað allt frá Jóhannesarborg til Alsír og frá Leopoldville til Nairobí. Eítt það síðasta, sem sérstaka athygli vakti á árinu, var upp- reisnin í Eþíópíu, 14. des. sl. Þrátt fyrir allt kom hún sem þruma úr heiðskíru lofti. Víða þóttust menn geta átt von á uppreisn, en ekki þar. En þetta sýnir þó og sannar svo ekki verður um villst, að eng- inn blettur hinnar miklu álfu er ósnortinn af spennunni og ólgunni. Jafnvel ekki það ríki, sem lengst allra Afríku-ríkja hefur verið frjálst og óháð land. En hvað var það í raun og veru, sem skeði? í fyrstu áttu menn mjög erfitt með að gera sér grein fyrir atburðunum. Fréttir voru óljósar og oft bein- línis villandi. Það var ekki ó- eðlilegt. Fá lönd eiga jafn auð- velt með að einangra sig sem fjallalandið í Austur-Afríku um girt brennheitum eyðimerkur- söndum á alla vegu. Þar þarf aðeins að loka einum flugvelli, 'banna skeytasendingar og sím- töl við önnur Iönd og Addis Abeba er horfin í móðu íjall- anna. Þrátt fyrir allt siuðus" fréttir þó út úr landinu og þær skírð- ust smátt og smátt. Og í dag, tveim vikum eftir uppreisnina, vitum við svona nokkurn veginn hvað gerðist. Fáeinir fífldjarfir náungar notuðu sér fjarveru keisarans og hrifsuðu til sín völdin. Þjóðinni, sem Haile Sel- assie hefir stjórnað í 44 ár, eögðu þeir að hann væri var- menni og afturhaldsseggur. En í hans stað tóku þeir krónpríns- Inn, Asfa Wassen, og náfrænda keisarans Ras Imeru. Það var ósköp skiljanlegt. Þeir hafa vafalaust ekki ætlað sér að út- rýma keisaraættinni eða fjöl- skyldu Haile Selassie. Til þess er hún of sterkur þáttur í með- vitund þjóðarinnar og sögu. Það kom þó brátt í ljós, að upp- reisnarmennimir voru valtir í sessi. Þeir öðluðust ekki það fylgi, sem þeir höfðu gert sér vonir um . Þeir sátu í ró ná- kvæmlega jafn lengi og keisar- inn var á leiðinni frá Brazilíu til Eþíópíu. En jafn skjótt og hann birtist á sviðinu lögðu þeir á flótta. Þeim vannst að- eins tími til að vinna nokkur hrópleg níðingsverk. Osjálfrátt verður manni á að minnast liðinna atburða úr sögu Haile Selassie og gera samanburð. Árið 1928 reyndu óvinveittir menn að rægja hann fyrir keisaradrottning- unni. Hann var þá aðeins ríkis- stjóri. Þá var hann sakaður um nýjungagirni og of mikla fram- sækni. Keisaradrottningin trúði þessu og einn góðan veðurdag sá Ras Tafari að skrifstofur hans voru umkringdar vopnuð- um hermönnum og hliðum hafði verið lokað. En Ras Tafari sýndi tortryggni drottningarinnar al- gjöra fyrirlitningu. Hann gekk rólegur út, skipaði að hliðunum skyldi lokið upp, tók síðan múl- dýrið sitt og reið síðaa rólega heim eftir götum borgarinnar án þess að einu skoti væri hleypt af. Menn velta því fyrir sér, hver sé hin raunverulega orsök upp- reisnarinnar um daginn. Höfðu uppreisnarmennirnir rétt fyrir sér? Er Haile Selassie miskunn- arlaus og eigingjam einræðis- herra? Hann hefur látið hart mæta hörðu og þykir mjög ó- væginn eftir uppreisnina. Og hvaða öfl stóðu á bak við upp- reisnina? Án þess að mæla hörkunni bót skal þó minnt á, að einmitt hann bað fyrir óvinum sítium ítölunum á sínum tíma og hélt hlífðarskildi yfir þeim. þegar hann hlaut land sitt aftur 1942. Við það tækifæri sagði hann m. a.: „Þessi dagur er ham- ingjudagur okkar allra, því að á þessum degi höfum við sigr- azt á óvimim okkar. Þér skuluð þvi gleðjast af hjarta í Anda Krists. Launið ekki illt með illu. Fremjið engin hryðjuverk svip- uð þeim, sem óvinirnir frömdu á okkur allt til þessa dags. Gefið ekki óvininum neitt tækifæri á að flekka hið góða nafn Eþíópíu! Voru þó þeirra glæpir miklum mun verri en það sem nú gerð- ist. Hvað. sem koma kann í ljós í þessu máli, er okkur óhætt að fullyrða, að slíkir atburðir sem þessi eiga sér hvergi stað í Afríku í dag, án þess að þeir á einhvem hátt hafi samband við upplausnina og ólguna, sem þar rkir svo víða. Þess vegna getur það, hversu smávægilegt sem það kann að virðast, haft ör- lagaríkar afleiðingar. Hver litil uppreisn er eins og steinn, sem losnar í fjallshlíð að vorlagi. Hún getur hæglega komið af [ fyrra sló hann í borðið og sagði, að innan tveggja ára mætti ekk- ert ófrjálst svæði vera til í Afríku. Þar sat ungur og óreynd ur stjórnmálamaður frá Leopold ville, Lumumba að nafni. Ekki er ólíklegt að þessi bjartsýni hafi haft áhrif á Lumumba og þar með á þróun mála í Kongó. Þar hefur í það minnsta sannast áþreifanlega, að óþolinmæði er einn hættulegasti andstæðingur frjásrar Afríku í dag. Og þó munu margir leiðtogar frjálsrar Afríku vera haldnir af sömu hættulegu óþolinmæðinni og Nkruma. Hann er því af mörgum talinn foringi þessara þjóða og ríki hans fyrirmynd hinna. Uppreisnarmennirnir í Addis Abeba hafa sennilega ver- Frá Addis Abeba. stað stórri skriðu. Flestir, sem til þekktu, munu sennilega hafa óttast meir afleiðingar upp- reisnarinnar heldur en uppreisn- ina sjálfa. Vel getur verið, að keisarinn hafi verið harðhentur núna, til þess að koma í veg fyrir hryðjuverk víðs vegar um landið. Hér skal þó talað af var- kárni. Haile Selassie er tvímælalaust meðal fremstu leiðtoga frjálsrar Afríku í dag. Það var um hann sagt fyrir uppreisnina, og þessir síðustu atburðir breyta engu í því tilliti. í meira en 40 ár hef- ur hann haldið í stjórnartaum- ana í því Afrkuríki sem eitt allra ríkja álfunnar, hefur alltaf verið frjálst og sjálfstætt ríki. Menn hafa því haft nægan tíma til að mynda sér skoðanir um ið á þeirri skoðun. Og e. t. v. var það orsök þess að Eþíópíu-her- mennirnir í Kongó lýstu stuðningi sínum við uppreisnarmenn. Þeir töldu Haile Selassie of seinvirk- ann og varkárann. En til eru aðrir, sem líta öðr- um augum á málið. Þeir segja: Það eru aðeins 3 ár síðan Ghana öðlaðist sjálfstæði.. Eþíópía hef- ur verið frjálst ríki öldum sam- an. Eþíópar hafa sjálfir varið land sitt kynslóð eftir kynslóð og nú síðustu áratugina undir stjóm Haile Selassie. Hann er mikill og virtur foringi. Menn segja, að hann hafi háar hug- myndir um eigin persónu. Þá hefur Nkruma það ekki síður. Hver veit nema hinn raunveru- legi leiðtogi frjálsra Afríku-ríkja sé ekki að finna í Accra heldur í Addis Abeba. Hver veit nema það munj, verða hinn varkári Haile Selassie og ekki hinn óþol- inmóði Nkruma. Það skal tekið fram, að þessi grein er ekki rituð af stjóm- málaspeking eða spámanni. Ég sé Afríku og sér í lagi Eþíópíu með augum kristniboðans. Ég ann þjóðinni, sem ég hefi starf- að á meðal og ég óttast um hag hennar og allrar Afríku. I dag eigast þar við sterk öfl og ómögu legt er að segja hverjir muni sigra. í augnablikinu eru átökin hörðust meðal frelsisleitandi þjóða, þar sem kristindómurinn hefur mest áhrif og ítök. Eí þróunin fær að ske þar með eðli- legri varkárni, mun allt fara vel, en ef allt lendir í borgara- styrjöldum og blóðsúthellingum, hafa hin andkristilegu ðfl múhammeðdanisminn og Nasser annars vegar og kommúnisminn hins vegar mikla möguleika 1 Afríku. Þess vegna nær það einnig til okkar, sem nú er hrópað víða um hinn vestræna heim: Vi3 verðum að hjálpa Afriku. Ger- um það, sem í okkar valdi stend ur til þess að þróunin verði eðli leg og heilbrigð. í því sambandi mætti vafalaust benda á margt. Ég nefni aðeins eitt, sem mér er skildast. Enginn neitar því nú lengur, að kristniboðið er e. t. v. stærsta orsök þeirrar þjóðernis- og siðferðis-vakningar, sem . nú á sér stað í Afríku. Kristniboð- arnir hafa boðað, að Guð elski alla menn og hafi búið öilum mönnum hjálpræði. Þar er eng- inn greinarmunur. Slíkt hefur áhrif til lengdar. Kristniboðarn- ir hafa reist skóla og rekið nú- tíma líknarstarf. Flestir leiðtog- ar Afríku-landanna hafa gengið í skóla kristniboðsins, t. d. Nkruma, Kasavubu, Tsjombe og Hastings Banda. Nkruma sagði, þegar Ghana öðlaðist sjálfstæði: Kristniboðarnir hafa gert okkur að því, sem við erum. Og þá minnumst við þess, aS við íslendingar eigum og rek- um kristniboðsstöð í Eþíópíu. Það er enginn vafi á því, að kristniboð í Eþíópu í dag hefur geysilega þýðingu. Fyrst og fremst trúarlega, en einnig menningarlega og stjórnmála- lega. Með kristniboði okkar i Eþíópíu tökum við einnig þátt í að tryggja framtíð frjálsrar, kristinnar Afríku. / Nýir rá&- herrar Palm, Beach, Florida, 28. de*. JOHN F. Kennedy, kjörinn for- seti Bandaríkjanna tilkynnti í gær að hann hefði skipað John B. Connally flotamálaráðherra og Eugene Zuckert flughersmála ráðherra í ríkisstjóm þeirri er tekur við völdum hinn 20. janúar n.k. Var tilkynningin birt eftir a8 Kennedy hafði setið fund með Robert S. McNamara, væntan- legum varnarmálaráðherra, sera verður yfirmaður hinna nýskip- uðu ráðherra. Eftir er að skipa ráðherra til að fara með mál landhersins. Nýr tryggingar- yfirlæknir skipaður f NÝbrKOMNU Lögbirtingar- blaði er greint frá því að Páll Sigurðsson, læknir, hafi verið skipaður tryggingaryf irlæknir og deildarstjóri sjúkratrygginga- deildar Tryggingastofnunar ríkis- ins. Gildir skipunin frá 1. júli 1960. I blaðinu er jafnframt greint frá því, að Stefán Guðnason, læknir, hafi verið skipaður trygg- ingarlæknir við stofnunina, trygg ingaryfirlækninum til aðstoðar, frá 1. september 1960 að telja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.