Morgunblaðið - 30.12.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.12.1960, Blaðsíða 16
16 MOn r.rrxrtT 4 niÐ Föstudagur 30. des. 1960 hlé frá leikhússtörfum svo sem í eitt ár. Eg þurfti mitt eigið harn til að eyða ást minni á . . . þó ekki væri nema til þess að bæta mér upp móðurástina, sem é hafði aldrei haft af að segja. En ekkert skeði, þótt ég færi til lækna og gengi undir rann- óknir. Mig fór að dreyma um barnið, sem ég þráði svo mjög. Og þetta kom aftur og aftur, rétt eins og draumurinn minn í Garrison For est. Eg þóttist liggja í sjúkrahús inu, komin sjö mánuði á leið, og maðurinn var hjá mér, og — af einhverjum óskiljanlegum á- stæðum, — var hann læknir líka. Það var annað rúm í stofunni og f því koma í sama ástandi, en vænti sín fyrr en ég. Einn dag- inn fæddi hún svo, en um leið fór þykktin á mér að minnka. Eg leit á sjálfa mig í örvænt- ingu. Þarna var margt fólk inni í stofunni og horfði á mig. Eg heyrði rödd segja: Reyndu bara aftur! Svo sá ég konuna, standa á fætur og ganga út með nýfædda barnið sitt. Stofan tæmdist, fólk iö fór út, og allt leiddi það böm sín, drengi óg stúlkur. Þar var enginn eignmaður og ekkert barn — ég var alein. I Cincinnati var ég að tjalda- baki að búa mig til leiks, þegar Florence kom þjótandi. — Mamma þín er í símanum og segir, að það sé áríðandi. Rödd mömmu kom í gegn um simann, hálfkæfð og sorgbitin. — Robin er dáinn, Diana! sagði hún og var ekki að hafa neinn formála fyrir því. Þar sem ég stóð þarna, kikn aði ég í hjánum, og var næstum hnigin niður. En einhvernveginn komst ég gegnum sýninguna. Á einum stað í leiknum, þar sem ég lék móti Margaret Bannermann, ensku stjörnunni, átti ég að gráta, en gat ekki stanzað aftur. Margaret hélt utan um mig til þess að reyna að hjálpa mér. Eg hafði byrjað að gráta sem leik- ari — uppgerðargrát — en þegar ég var byrjuð, fór ég að gráta eins og ég sjálf átti að mér; þá grét ég eins og mennsk mann- eskja. Hversu mikið hafði ég misst með Robin! Við vorum að ýmsu leyti svo lik, og eins og tvö börn, villt í skógi, gátum við haldið hvort í höndina á .öðru og huggað hvort annað. Mamma hringdi aftur næsta dag. Hún var að flytja lík Rob- ins og leiðin lá gegnum Cincinn ati. Robin hafði sagt, að þegar hann dæi, vildi hann láta jarða sig við hiiðina á Billy, í Rambo- grafreitnum í Indianapolis. Þegar ég hitti mömmu á stöð inni, var hún alveg að niður- lotum komín. Eg svaf hjá henni þá nótt og vafði hana örmum, en hún grét. — O, Robin, barnið mitt! Það var allt og sumt, sem hún gat sagt eða talað um. — Þeir hafa tekið frá mér það eina, sem ég elskaði. Þetta endur tók hún aftur og aftur. Eg reyndi árangurslaust að hugga hana. Þú átt mig, ennþá. elsku mamma! Eg gat ekki móðgazt af orðum hennar, enda voru þau ekki nema sönn, því að aldrei gat ég komið í stað Robins í huga hennar. Hvernig dó Robin? í raun- inni gerði hann út af við sjálfan sig. Heima hjá sér, í Connecti- cut, át hann og irakk stanzlaust. Hann tók svefnpillur til að sofna og benzendrín til að vakna, og svd lá hann kannske í rúminu dögum saman, meðan gestir komu og fóru, og hann drakk ó- blandað viskí, en kassarnir hrúg uðust upp fyrir utan svefnherg- ið hans, og svo einn morgun- inn fannst hann látinn Hann hafði dáið í svefni. Hann varð tuttugu og níu ára gamall. XXI. Nokkru seinna fékk ég bréf frá umboðsmanni mínum, þar sem hann spurði, hvort ég mundi vilja fara í gamanleiksýningu hjá — Svo skuluð þér hætta að brosa, andartak! Jack Carson, fyrir þúsund dali á viku. Þetta var í NBC útvarp inu og útsendingin frá Holly- wood. Eg gleypti við þessu tilboði. Við vorum búin að vera í leik- för mánuðum saman. Við höfð um farið með Rebekku til New York, og síðan höfðum við aftur farið í ferðalag með hana. Eg var búin að fá alveg nægju mína af sorgarleik og tárum, hvort heldur á sviði eða utan þess. Mig hungraði eftir einhverri til breytingu. Hvort sem það var andlát Robins, sorg mömmu eða mitt eigið hjónaband — ég varð að fá einhverja tilbreytingu, og komast burt frá því öllu sam- an. Og hér bauðst mér tæki- færi til að koma til Hollywood aftur — og það inn um fram- dyrnar! Bram samþykkti að halda áfram með leikflokknum, þangað til leikritið væri útleik- ið, en koma svo til mín. Eg flaug tafarlaust til Hollywood, leigði hús leikritahöfundarins Clifford Odets við Faiifax Boulevard, rétt hjá NBC, og hóf nýjan leik feril. Eg vissi ekki þá, að þetta þýddi jafnframt endalok hjóna- bands okkar Bramwell Fletch- ers. Jack Carson, sem var stór, vingjarnlegur og síhlæjandi, hressti upp jafnskjótt sem ég hitti hann. Við skyldum hafa gaman af þessu leikatriði. Eg átti að leika sjálfa mig — eða það, sem fólk hélt, að væri ég sjálf — þ.e. dramsama og upp stökka stjörnu, sem leit niður á Carson. eins og hann væri eitt hvert fífl. Bryti Jacks' var Arthur Treacher — álíka hátíð legur og ég — og koma mín var undirbúin í heila viku, með miklu brauki og bramli, og Arth ur tilkynnti komu mína eins há- tíðlega og hann einn gat gert það: — Ungfrú Barrymore er á leiðinni . . . Ungfrú Barrymore nálgast . . . Ungfrú Barrymore er komin! Vinnutíminn hjá mér var ó- trúlega stuttur: kl. 9—10 e.h. á mánudögum; þá lásum við sam- an handritið, og svo fáeina klukkutíma á föstudögum, þegar við fórum tvisvar að hljóðneman um — kl. 5 fyrir vesturströndina og kl. 9 fyrir austur. Eg gerði mér fljótlega ljóst, að nú var ég í fyrsta skipti á ævinni fullkomnlega sjálfri mér ráðandi. Áður höfðu þau verið verndarar mínir, í þessari röð: Ungfrú Gerdes, mamma, Bolla og loksins Bram. En nú? Eng- inn! Eg hafði ekkert að gera annað en leika — og gat haft alla vikuna til þess. Og svo hafði ég af fyrir mér með karlmönnum og samkvæmum. Eg var allsstaðar boðin. Nú leidd ist mér ekki lengur, því að nú hitti ég allt þetta skemmtilega og spennandi fólk, sem mig lang- aði að hitta. Eg fann með sjálfri mér, að mér gekk vel og nú var myndavélin ekki lengur til að kvelja mig. Eg var í öllum sam kvæmum, sem nokkuð kvað að: hjá Ann Warner, Lady Mendl, Ouida Rathbone, Cobina Wright, Atwater Kent. Eg átti stefnumót með öllum g.æsimennunum í Hollywood . . . sumum frægum, sumum ekki. Um nokkurt skeið var ég mik ið með Rory Calhoun. Hann var, fannst mér, einhver falLegasti piltur, sem ég hef nokkurn tíma augum litið. Líttu á, var ég vön að segja við sjálfa mig, líttu á þetta andlit, Diana. Hefurðu ’ nokkurn tíma séð svona augna brúnir? Getur hjartað í þér ekki alveg sprungið af að sjá hann? Rory var mikið fyrir útiveru og ég hagaði klæðnaði minum eftir því. Þegar hann kom til min, var ég í gallabuxum, uppbrettum upp á ökla, í svartri aðskorinni peysu og með breitt leðurbelti um mig miðja, en hárið greitt aftur í „tagl“ og rautt band um það. Og svo gerði ég breytingar á klæðnaði mínum eftir þvi, sem ég var í skapi til. Eg hitti George Brent, þegar Ann Warner lét mig hafa hann fyrir borðherra. George var þá nýskilir.n við Ann Sheridan, og ég varð hrifinn af honum. Eg hafði séð hann á kvikmynd með svarta, lakkaða hárið, en nú var það grátt, og hann var fallegur, með dökku augun sín og höfðing lega framkomu. Hann talaði um reynslu sina af Hollywood, og töfrar hans, greind og lífsþreyta hreif mig. Hann var sú tegund roskins manns, sem gekk í mín augu. Þegar ég var með George, komu engar gallabuxur til mála — - þá var ég fín og í flegnum kjól. Samkvæmislífið hjá mér varð æ fjörugara. Eg átti stefnumót með Henry Fonda, James Stew- art, Freddie de Cordova, leik- stjóra, Jack la Rue og Eric de Rotsqhild, baróni. Og svo kom einn tilbiðjandi minn frá tvítugs aldrinum, John Galliher frá Washington, stormandi til Holly wood, nýleystur úr herþjónustu í flotanum. — Johnny! hrópaði ég himínlifandi. — Eg hef svo yndislega stórt hús og Bram er á leikferðalagi. Flyttu til mín! Og það gerði hann. En við átt um samt ekkert ástarævintýri. John minnti mig alltaf á Robin, hann var fyndinn og kátur — töfrandi gestur. Allar konur, sem héidu samkvæmi, vildu hafa hann þar, og við vorum allsstað ar boðin saman, enda þótt við lifðum hvort sínu einkalífi. Við hittumst glöð og kát við morgun verð úti á svölunum hjá mér og bárum saman bækur okkar um gærkvöldið. Þegar stundir liðu fram, fór ég að fara að eins og Robin, og í húsinu hjá mér mátti heita stöðugt gestaboð. En ég var ekk ert að hugsa um Robin. heldur Lady Mendl og Atwater Kent. Eg vildi, að veizlurnar hjá Diönu Barrvmore gætu orðið eins fræg ar og þeirra. Eg vildi verða stjarna aftur, en bara ekki á hvíta tjaidinu, heldur í sam- kvæmislífinu. Lady Mendl hafði opið hús að eins á synnudögum, en ég hafði það á hverjum degi. Eg hafði næturgesti og helgargesti. Vín- reikningarnir mínir tóku að hlaupa á ofsalegum upphæðum. fimmtán hundruð dali á mánuði. Eg hafði geysistóra kalkúna og svínslæri í búrinu til þess að geta sett upp kalt borð, og mið degisboð og kvöldboð. Fólk var alltaf að koma inn á leiðinni úr kvikmyndaverunum, rétt eins og aðrir sttinga sér inn á knæpu. Eg hafði fimm símatól, víðsvegar í búsinu. Eg vildi alltaf vera nærri ef hringt var. Eg þoldi ekki við alein stundinni lengur, það var eins og mér hefðu allt í einu vaxið vængir, svo að ég gat flog ið í hvaða átt, sem ég vildi, án þess að nokkur segði. — Nú, nú, Diana, nú, nú kisa, þetta vil ég ekki hafa! Samt varð nú Cobina Wright til þess að á- minna mig, aiveg eins og hún hafði gert í Palm Beach.,— Þetta fólk, sem þú ert að bjóða, Diana, er svoddan fyllibyttur, að það fær þig til að drekka með sér . . . a í u 6 y — Já King litli, þú verður ■úkill maður eins og pabbi þinn! — Þér ættuð ekki að gera T NURSE MANY CHILDREN AND I KNOW ITS NOT GOOD...EVEN THE rw; r þetta herra McClune, þér getið meitt barnið — Honum líkar þetta vel Marta. Hann er orðinn stinnur eins og ung eik! — Eg hef alið upp mörg börn og veit að þetta er ekki gott . . . Meir að secia hundurinn urrar á yður- ajlltvarpiö Fustudagur 30. desember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfiml. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregmr. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynníngar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 „Við vinnuna" Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. 16.00 Fréttir og veðurfr.) 18.00 Börnin heimsækja framandi þjóð ir. Guðmundur M. Þorláksson tal- ar um Lappa og hreindýr. 18.25 Veðurfregmr. 18.30 Harmonikulög. 18.40 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál. Óskar Halldórsson, cand mag sér um þáttinn. 20.05 Efst á baugi: Umsjónarmenn; Haraldur J. Hamar og Heimir Hannesson. 20.35 Jólatónleikar hljómsveitar Ríkis- útvarpsins í Dómkirkjunni. —• Stjórnandi: Bohdan Wodiczko. Einleikur á orgel Dr. Páll ísólfs- son. Einsöngvari Sigurður Björns son. a) Concerto grosso eftir Vivaldi. b) Orgelkonsert í D-moll eftir Handel. c) Einsöngur með orgel undirleik d) Svíta í D-dúr fyrir hljómsveit eftir Joh. Seb. Bach. 21.35 „Guðsmóðir gef mér þinn frið'*. Eintalsþáttur eftir Steingerði Guð mtindsdóttur fluttur af höfundi. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Getið 75 ára afmælis þriggja stúlkna. Ávörp flytja Þorsteinn J. Sig- urðsson, Freymóður Jóhannsson og Gísli Sigurgeirsson. 22.30 í léttum tón: Grete Klitgaard, Peter Sörensen og kór syngja gömul og vinsæl dægurlög. Hljómsveit Willy Sör- ensen leikur með. 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 31. desember 8.00—*o.0u Moigunuivaip ^æn. — 8.05 Morgunieikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónieikar. — 9.10 Veðurfregmr. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar;. 12.50 Oskalög sjúklinga. (Bryndís Sig- urjónsdóttir stjórnar þættinum) 14.30 Laugardagslögin. 15.00 Fréttir. 15.20 Skákþáttur. 16.00 Fréttir og tilkynningar. 16.05 Bridgeþáttur. 16.30 Nýárskveðjur. 18.00 Aftansöngur í Dómkirkj unni, Prestur; Séra Jón Auouns dóm- prófastur; orgameikari dr. PáB isólfsson. 19.10 Islenzk alþýðulög og álfalög. iu.oO Fréttir. 20.00 Avaip forsætisráóherra, Ólafa Thors. 20.20 Luórasveit Reykjavíkur leikur, Páll Pampichler stjórnar. 21.00 „Tunnan valt“. Ymsir þjóðkunnir listamenn við hljóðnemann. (Jón Múli Arnason og Thorolf Smith leitast við að haia stjórn á hendi) 23.30 Viihjálmur Þ. Gíslason, útvarps- stjóri, flytur Annál ársins. 23.55 Sálmur. Klukknahringing. Ára- mótakveðja. Þjóðsöngurinn. — (Hlé). 00.10 Danslög. 02.00 Dagskrárlok. 12000 VÍNNINGARÁÁRl/ 30 KRÓNUR MIÐINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.