Morgunblaðið - 03.01.1961, Page 5

Morgunblaðið - 03.01.1961, Page 5
Þriðjudagur 3. janöar 1961 MORGVJSBLAÐIÐ 5 , MENN 06 = MALEFNt= ENN er sama óvissan um það, hvernig Alsírvandamálið verð ur leyst, en eitt er þó víst: De Gaulle ætlar hvorki að láta öfgamenn úr flokki Serkja né ofstækismenn úr hópi franskra Alsírbúa neyða sig til þess að taka mið af skoð unum þeirra. Serkir og Már- ar eru í miklum meirihluta meðal íbúanna, en einn af hverjum níu er þó franskrar ættar. Frakkar hófu þegar að flytjast til landsins upp úr 1830, svo að hinir frönsku íbúar, sem márgir geta rakið ættir sínar til hinna fyrstu landnema, líta á Alsír sem hið eina föðurland sitt. Talið er, að meirihluti bæði franskætt- aðra og serkneskra íbúa lands- ins myndi geta sætt sig við sanngjarnar málamiðlunartil- lögur, eins og búizt er við, að de Gaulle muni setja fram, en báðir eru hræddir við ofstæk- is- og öfgasinnana í eigin hópi, sem hrópa ýmist: „Alsír er franskt!“, eða „Alsír er ar- abískt!“ De Gaulle hefur getið sér orð fyrir hugrekki áður, og þegar hann heimsótti Alsír nú fyrir nokkru, kom í ljós, að hann er ekki dauður úr öll- um æðum. Hérna er hann í hafnarbænum Cherchel, um 100 km fyrir vestan Alsírborg. Þar lá við uppþoti á aðal- torginu, þegar ungir menn af frönskum ættum hófu söng og köll um að de Gaulle væri að svíkja landið í hendur Serkja. Þá vildu Serkir líka láta til sín taka, og um stund leit út fyrir, að allt færi í bál og brand, og de Gaulle fengi ekki hljóð til þess að halda fyrir- hugaða raððu. Þá gekk hann sjálfur út í mannþyrpinguna og tók að ræða við hina æst- ustu. Tókst honum að sefa þá, enda hefur maðurinn eitthvað við sig, sem veldur því, að aðrir bera ósjálfrátt virðingu fyrir honum. Innan skamms var allt fallið í ljúfa löð, menn af báðum kynflokkum farnir að hrópa húrra fyrir honum, og að lokum fékk hann næði til að flytja ræðu sína. — Þetta er náttúrlega gott og blessað í sjálfu sér og hefur vakið mikla athygli víða um heim eins og önnur sams kon- ar atvik, sem urðu í þessari Afríkuför forsetans. En eng- inn skyldi verða bjartsýnni á ástandið fyrir það. Svona at- vik eru skemmtileg, en ein- göngu bundin við eina á- kveðna persónu. Vandinn er enn sem áður jafn illleysan- legur, þótt e. t. v. hafi eitt- hvað áunnizt að því leyti, að báðir aðilar bera meira traust til de Gaulle en áður. — Stutt í hnakkanum, takk! — Hvað þú lítur ræfilslega út, barn. Þú hefur auðvitað vakað eina nóttina enn, við að lesa skáldsögu? — Já, mamma, sagan var svo agalega spennandi, og þau gift- ust ekki fyrr en kl. 4 í nótt. ★ — Hernig stóð á því, að þú hættir að syngja í kirkjukórn- um? — Það stendur þannig á því, að ég varð lasinn einn sunnudag og þrír menn skrifuðu söngstjór- anum og sögðu ,að það gleddi þá, að búið væri að gera við orgelið. ★ — Hefurðu heyrt nýjustu Skota söguna? — Nei. — Hann var svo nízkur, að hann tók orð sín aftur. • Gengið • Sölugengl 1 Sterlingspund ..... kr. 106,94 1 Bandaríkjadollar ..____— 38,10 1 Kanadadollar ;.........— 38.98 100 Sænskar krónur ______.. — 736,85 100 Danskar krónur ______ 552,75 100 Norskar krónur ........ — 534,10 100 Finnsk mörk .......... — 11,92 100 Austurrískir shillingar — 147,30 100 Svissneskir frankar — 884,95 100 Franskir frankar — 776.15 100 Gyllini ..............._ — 1009,03’' 100 Tékkneskar krónur _— — 528.45 100 Vestur-þýzk mörk _____ — 913.65 100 Pesetar — 63.50 1000 Llrur ________________ — 61.39 Ég verð aldrei eins reiður og þegar ég hugleiði, hvað heimskir menn hafa eyðilagt ævi margra skynsamra kvenna. — Fielding. Konunni er gefin þögnin, til þess að hún eigi betra með að tjá hugsanir sínar. Louis Denoyers. L.oftleiðir h.f.: — Leifur Eiríksson er ▼æntanlegur frá Hamb., Kaupmh., Gautab. og Ósló kl. 21.30, fer til N.Y. kl. 23,00. Eimskipafélag íslands h.f.: — Brúar- foss fer frá Siglufirði í kvöld til ísafj. — Dettifoss er á leið til Rvíkur. — Fjallfoss er á leið til Rvíkur. — Goða- foss fór frá Rvík í gær til Stykkis- hólms. — Gullfoss fór frá Hamb. í gær til Kaupmh. — Lagarfoss fór frá Hafn- *rfirði kl. 5 I morgun til Akraness. — Reykjafoss er á leið til Hamb. — Sel- foss er í N.Y. — Tröllafoss er í Rvík. — Tungufoss er á Ólafsfirði, fer það- •n til Seyðisfjarðar. Skipadeild SÍS: — Hvassafell er í Aabo. — Arnarfell er í Þorlákshöfn. — Jökulfell er á leið til Swinemiinde. — Dísarfell er á Húsavfk. — Litlafell er i olíuflutningum í Faxaflóa. — Helga- fell er í Riga. — Hamrafell er á leið til Gautaborgar. Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er á Austfjörðum. — Esja er á Vestfjörð- um. —' Herjólfur fer frá Vestmanna- eyjum kl. 22 í kvöld til Rvíkur. — Þyrill er á leið til Karlshamn. — S-kjaldbreið og Herðubreið eru í Rvík. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: — Katla er á leið til Ventspils. — Askja lestar á Vesturlandshöfnum. II.f. Jöklar: — Langjökull er í Gauta borg. — Vatnajökull er í Grimsby. , Læknar fjarveiandi (Staðgenglar í svigum) Kristjana S. Hclgadóttir til 15. jan. Ólafur Jónsson, Hverfisg. 106A, sími 18535). Uaraldur Guðjónsson óákv. tíma Karl Jónasson). Sigurður S. Magnússon óákv. tíma — (Tryggvi Þorsteinsson). Oddur Ólafsson til 10. jan. (Jón Hj altalín Gunnlaugsson). Ólafur Þorsteinsson til 20. ianúar. (Stefán Ólafsson). Morgunblaðinu bárust nýlega þessar stökur: Ekki skal ég undan láta oft þó hafi storm í fangL Ekki skal ég upphátt gráta eitthvað þó að móti gangi. Þó að dagsins skúrir skyggi skal ei láta bresta þorið. Leika skærst á lófa siggi ljósgeislar og blessað vorið. Þó að blási kalt f kaunin kvika í sandi skemmi brotið ef til væri engin rauniu enginn gæti sigurs notið. Eflum bræður andans þorið ekki er feitt að bíta á hryggjum, lengjast dagar, ljósið, vorið lífsmagn veitir, ef við þiggjum. Skeggi Skeggjason. Laghent stúlka óskast við iðnað. — Sími 10690. Þýzkukennsla mín byrjar aftur á morgun Edith Daudistel Laugavegi 55 Simi 14448 virka daga milli kl. 6—7. Vön vélritunarstúlka óskast. Tilb. merkt: „Vél- ritun — 1381“ sendist afgr. Mbl. fyrir 9. þ.m. 2ja herb. íbúð til leigu nálægt Landsspitalanum. Tilb. óskast send Mbl., — merkt: „Sólrík — 1385“ Volkswagen ’58—’60 Vantar 2 bíla vel með farna. Verðtilb., greiðsliu- skilmálar, litur og aðrar uppl. óskast sendar Mbl. fyrir fimmtud. merkt. „’58 —’60 — 1379“ V élri tunarnámsk eið Sigríður Þórðardóttir Sími 33292 Vön afgreiðslustúlka óskast strax í vefnaðar- vörubúð. Þorsteinsbúð Snorrabraut 61. Gítarkennsla Get bætt við nemendum. Asta Sveinsdóttir Bárugötu 10 - Sími 15306 A T H U G I Ð að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu, en öðrum blöðum. — Málaskólinn MÍMIR M iðsvetrarnámskeiðin Innritun er hafin, og stendur hún yfir til 13. janúar. Er skrifstofan opin allan daginn. Kennslan á kvöld- námskeiðum hefst mánudaginn 16. janúar. Skólinn hefur nú úrvalskennurum á að skiþa. Sam- tölin fara fram á því máli, sem nemendur eru að læra, og venjast þeir því frá upphafi að TALA tungumálin og hlusta á þau í sinni réttu mynd. Við slíkt nám öðlast nemendur þjálfun, sem að jafnaði fæst aðeins við dvöl í sjálfu landinu, þar sem hið erlenda tungumál er talað. Enskukennsla tyrir börn Brautryðjendastarf M.ájaskólans Mímis á þessu sviði gengur vel. Hafa verið ráðnir sérstakir kennarar frá Eng- landi til að veita starfinu forstöðu, og er aðstaða skól- ans því mjög bætt frá því í fyrra. öll börn, sem voru í skólanum í haust og hyggjast halda áfram námi eru beðin um að mæta miðvikudag 4. janúar til niðurröð- unar og flokkaskipunar. Sjálf kennslan hefst mánu- daginn 9. janúar. Nýir nemendnr verða innritaðir t!1 7. janúar. M íilasVóiin fVI Hf I R Hafnarstræti 15 (Sími 22865).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.