Morgunblaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.01.1961, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. janúar 1961 Þegnskapurinn er meginör- yggi þjdöskipulagsins Góðir Islandingar, nær og íjær! Eg ávarpa yður enn héðan frá Bessastöðum fyrir hönd okkar hjónanna með innlegri nýjárs- (kveðju og þökk fyrir gamla árið. Mér er þá fyrst Ijúft Og skylt að flytja yður hjartanlegar þakkir í tilefni af endurkjóri á hinu liðna ári, og bið þess af heilum hug, að okkur megi auðnast að standa svo í þessari stöðu sem traust yðar og þjóðarheill heimt- ar. Guð gefi, að þetta nýbyrjaða ár verði gott og farsælt fyrir land og lýði. Vér öll í sameiningu kveðjum einnig gamla árið með þakklátum hug til forsjónarinn ar fyrir mildan vetur, gott vor og sólríkt sumar. Þá er ekki hægt að gera til hæfis, ef ekki liggur vel á mönnum og skepnum í slíku árferði. Náttúran hefir stundum sýnt annan svip í voru norðlæga landi, þó engir miðaldra menn muni nú orðið neitt líkt því, sem kalla mætti hallæri í eldri merk- ingu. Oáran hefir birzt í ýmsum myndum: eldgos, jarðskjálftar, hafís, grasleysi, aflabrestur — og getur líka átt sér stað í sjálfu mannfólkinu. Aflabresturinn einn dregur nú nokkuð úr að allt leiki í lyndi. Um stjórnarfar ræði ég ekki, enda minnist ég þess ekki, að allir hafi nokkru sinni lokið upp einum munni um þá hluti, hvorki til lofs né lasts En þó er ekki úr vegi að minna á, að slíkt liggur að nokkru leyti í sjálfu stjórnskipulaginu. Af lýð- ræði og þingræði leiðir flokka- skipting og flokkadráttur, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Og þegar sumir veita ríkisstjórn brautargengi en aðrir mótspyrnu, þá er auðskilið, að dómarnir Vterða ærið misjafnir. Eg bið menn að skUja þetta ekki svo, að ég sé að finna að sjálfu stjórnskipulaginu. Ég full- yrði, að vér Islendingar búum við það stjórnskipulag í megin- dráttum, sem oss bezt hentar, og sem á djúpar rætur í sögu þjóð- arinnar, alla leið aftur til land- námsaldar. Eg fullyrði einnig, að ekkert það skipulag sé til né hugsanlegt, sem geri þegn eða þjóðhöfðingja óskeikulan eða af- mái mannlegan veikleika né breyzkleika. Og þó hygg ég að vitsmunir, réttvísi og náungans kærleikur njóti sín bezt við frjálst lýðræðisskipufag hjá þeim þjóðum, sem til þess hafa þroska og sögulega þróun. 1 sögunni verður það talið eitt meginatriði’ hins liðna árs, hve margar nýlenduþjóðir hlutu þá frelsi og fullveldi, en eins og vér heyrum í daglegum fréttum þá gengur ærið misjafnlega að taka á móti frjálsræðinu. Það er því ástæða til, að vér Islendingar stingum hendinni í eigin barm, og rifjum upp fyrir oss, hvað því veldur, að þróun vestræns lýð- ræðis og fullveldistakan hefir gengið svo hljóða- og snurðalítið með vorri þjóð, sem raun er á, og hvaða skilyrði séu fyrir því, að oss farist sjálfstjórnin framvegis vel úr hendi. Það er ekkert stjórn skipulag svo gott, að ekki þurfi að halda vel á, og þeirri skoðun jafnvel haldið fram af sumum, að manneðlið sé svo rysjótt, að það hljóti að ganga hverju skipu lagi til húðar á tilteknum tíma. í frönsku byltingunni skiptist á þingstjórn, fárra manna veldi og einræði á fám árum með miklum • □----------------□ > Aramótaávarp Ásgeirs Ásgeirs- sonar forseta * Islands □----------------□ hörmungum, svo aðeins sé nefnt eitt dæmi. Eg hygg, að vér Islendingar höf um nokkuð einstæða sögu að segja. Hingað komu allir land- námsmenn með sveit sína á skip- um, og vísast að þær skipshafnir séu frumdrög vors stjórnarfars. Orðið „sveit“ fær merkinguna hérað, og hrepparnir sem enn eru við líði, eru hin fyrsta félags- einnig. Hreppsstjórn helzt óslit- ið til vorra tíma, þrátt fyrir er- lend yfirráð, og enn eru haldnir hreppsfundir allra kosninga- bærra manna, þegar svo ber und- • Stórmerk erindi Það kemur ekki til af því að í ár er Ríkisútvarpið af- mælisbarn, að ég finn hvöt hjá mér til að hrósa útvarpsdag- skránni. En undanfarið þefi ég satt að segja fundið þar meira við mitt hæfi en oftast áður, og einnig saknað þess að missa af fjölmörgu, sem ég hefði viljað heyra. Það gladdi mig t. d. mikið, þegar ég hjó eftir því í af- mælisræðu útvarpsstjóra, að erindin um náttúru Islands, sem flutt hafa verið eftir há- degi á sunnudögum verði gef in út. Þetta er stórmerkilegur og skemmtilegur erindaflokk- ur. Þar fær maður yfirlit yfir hvernig ísland er byggt upp ir. Stofnun Allsherjarþings á Þingvöllum í lok landnámsaldar er vort þjóðarstolt, og þeir eru ó- taldir rneðal erlendra þjóða, sem vita það eitt um Island, að þar sé enn við líði elzta þing sögimn- ar — nema þeir kunni einnig að nefna Heklu eða Geysi. Með slíka forsögu að baki var leið endur- reisnarinnar mörkuð, endur- heimt Alþingis og fullveldis þjóð arinnar. Hinar beztu endurminn- ingar vorar eru tengdar þjóðveld inu forna, og framtíðarvonirnar þingræði og fullveldi. Sagan hef- ir gefið þjóðinni þor, og trú á þegn og þing. En sagan skapar þeim líka mikla ábyrgð, sem á málum halda fyrir þessa og kom- andi kynslóðir. A því veltur einn ig virðing vor meðal annarra þjóða, hvernig oss tekzt sjálf- stjórnin með svo dýran arf að bakhjarli. Pýramíði eða svo ég tali ís- lenzku, Keilir lýðræðisins stend- ur hér á fornum og breiðum grunni. Er það traustara en að hann standi á toppinum. Heima- stjórn héraða um aldir er grund- völlurinn. A annað þúsund ár eru liðin frá stofnun allsherjarþings. Stjórnskipunin var svo sjálfsögð, að hún hafði ekkert sérstakt heiti fyrr en nú á síðari tímum, er vér tölum um þjóðveldi, þingræði og lýðveldi. Hún byggist á erfðum og þeim tíðaranda, sem komið hefir til hjálpar, og ríkt hefir á síðari tímum í nágrenni voru. Stjórnskipulagið hefir vaxið og þróazt samfellt um aldir. Þróun lýðræðisins fram á þennan dag hefir reynzt auðvelt að fella sam» an við hinn forna arf, og barátta frá grunni og lýsingar á hin- um ýmsu þáttum þess á yfir- borðinu, flutt af mönnum með sérþekkingu á því sviði sem um er fjallað. Þó ég hafi alltaf ætlað að hlusta, hefur ýmislegt glapið mig frá eins og gengur, og ég hefi einnig heyrt aðra hafa orð á því sama. Því er ánægjulegt að eiga von á erindum þessum á prenti. • Úrval góðra leikrita Annar dagskrárliður er það, sem mér finnst sérstaklega hafa verið vandað til nú í vet- ur, og það eru leikritin. Anna Karenina, flutt vikulega, vek- ur að vonum mikla athygli og fólk vill ekki af neinum þætti Herra Ásgeir Ásgeirsson margra ágætra forustumanna ber stjórnmálaþroska þjóðarinnar góða sögu. Og að síðustu, en ekki sízt, byggist öryggi þjóðarinnar á þroska hins einstaka þegns. Það eru í flestum málum sér- stök orð, sem slá birtu á hugsun- arhátt þjóðanna. Eitt af þessum orðum í íslenzku máli er: „góð- ur þegn“. Þau orð hafa enn sinn Ijúfa hljóm, og þegnskapurinn er hin bezta stoð lýðræðisins. Það er ekki meðal allra þjóða þorað eða jafnvel þoranlegt að treysta hin- um „sauðsvarta almúga". En því get ég notað þetta orðatiltæki hér, að ef það hefir nokkurntíma haft pólitíska merkingu, þá er missa enda vandað til flutn- ings. 1 nóvember var ráðizt í að flytja leikritaflokk Eug- ene O’Neills „Eigi má sköp- um renna“ í þrjá laugardaga, svo að fólk kom ekki í laug- ardagsboðin þá vikuna fyrr en eftir kl. 10 sökum áhuga á að fylgjast með þessu magnaða leikriti, sem byggt er á gamla gríska harmleiknum, þar sem vr FERDIIMANn hún fyrir löngu úr sögunni. Þegn- unum er treyst til að vera grund- völlur skipulagsins, enda eru þeir samarfar sögunnar eigi síður en þeir, sem taldir eru til forustu- manna. 1 hvaða þjóðfélagi sem er, þarf forustu, þó með misjöfn- um hætti sé. En þar sem almenn- ur kosningaréttur er ríkjandi, þá þarf hinn góði þegn a$ geta dæmt um menn og málefni. Eftir mál- efnum og hagsmunum velja flest- ir sér flokk, en hver fulltrúi, sem er kosinn þarf jafnan að taka ákvarðanir út frá nýjum við- horfum, og um atriði, sem eru ókunn eða ófyrirsjáanleg við kosningar. Hinn góði þegn þarf því að kjósa sér fulltrúa, sem er dórnbær og líklegur til forustu. An slíks aðhalds er ekki víst að flokkar vandi ætíð svo til fram- boðs, sem skyldi. A hinum almenna kjósanda hvílir ábyrgð og honum er vandi á höndum. Hann dæmir um hvemig þingmenn og ríkisstjórn- ir hafi reynzt undanfarið, hann verður að mynda sér skoðun á á- litsgerðum sérfræðinga í flóknum þjóðmálum, og standast þungan áróður úr mörgum áttum. I lýðræðisþjóðfélagi er jafnan ágreiningur. An ágreinings má segja, að kosninga þyrfti ekki með. Agreiningur stafar af eðli- legum orsökum, mismunandi lífs skoðun, ólíkum hagsmunum eða hreinni valdastreitu. En það eru takmörk fyrir því, hve langt ágreiningur má ganga og hvaða bardagaaðferðum er beitt, svo að lýðræðinu sé ekki hætta búin. A sama hátt eru takmörk fyrir því hvernig beita megi meirihluta- valdi, þó sumt sé raunar bundið í stjórnskipunarlögum. Það stend ur enn í gildi hið fornkveðna: Með lögum skal land byggja. En lög ná aldrei út yfir allt mann- legt líf. Til framkvæmdanna þarf jafnan menn, — dómsvald og framkvæmdavald. Það væri of langt mál að ræða ítarlega þær skorður, sem stjórn skipulag getur sett við misbeit- ingu valds og áróðurs. En á sama hátt og góður þegn, þegnskap- ur, er meginöryggi stjórnskipu- lagsins, á sama hátt er og verður hinn góði drengur, drengskapur- Framhald á bls. 19. örlagatrúin er svo rík, eins og í mörgum Islendingasögum okkar. Ymsir höfðu orð á því að leikritið væri ekki við barna hæfi, enda ekki flutt í barnatíma. Og varla er hægt að miða kvölddagskrá útvarps ins við börn og útvarpa að- eins barnaefni. Næsta laugar- dag var svo leikritið Maður og kona eftir Emil Thoroddsen og á þriðja í jólum Jón Ara- son eftir Matthías Jochums- son. Fleiri leikrit mætti vafa- laust nefna, en þetta eru þau sem ég hefi meira og minna af tilviljun heyrt. Ymislegt fleira er líka ágætt í dagskránni, þó mér detti sér staklega í hug þessir tveir liðir. Og eitt má nefna: mánuð um saman hefur mér ekki bor izt eitt einasta bréf, þar sem kvartað er undan útvarpinu, sem alltaf er undir smásjá hlustenda, af skiljanlegum ástæðum. ^JEkkiáréttumtíma Og þá: Faðir einn hafði orð á því að jólaóperan eftir Men- otti „Amahl og næturgestur- inn‘ hefði ekki verið flutt á réttum tíma kvölds. Þessi und urfagra ópera hefur verið flutt áður og höfðu ungir drengir ákaflega gaman af að hlusta, þar sem efnið er við bama hæfi ekki síður en full. orðinna og drengur syngur aðalhlutverkið. Með skýring- um Baldurs Pálmasonar höfðu þeir full not af að blusta þá. Nú var ekki hægt að láta þá bíða til kl. að ganga 11, til að hlusta á þetta verk. Þótti föð- urnum það slæmt, þar sem þetta verk er hreinasta. af- bragð til að þjálfa börn til að hlusta á góða tónlist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.