Morgunblaðið - 03.01.1961, Page 12

Morgunblaðið - 03.01.1961, Page 12
12 MORGVNBLAÐIb Þriðjudagur 3. janúar 1961 — Ræba Ólafs Thors Framh. aí bls. 11 fyrst jafnfætis þeim þjóðum, sem á undan þeim eru komn ar. Það er í þessum heimi, sem við íslendingar lifum. Með breytingum hans og byltingum verðum við að fylgjast á næstu áratugunum. Þetta er vandasamara verk- efni fyrir íslendinga en flest ar aðrar þjóðir, vegna þess hversu fámenn þjóðin er, og vegna þess, við hversu erfið náttúruskilyrði hún býr að mörgu leyti. En þetta verk- efni verða íslendingar að leysa giftusamlega, ef hér á að blómgast sjálfstætt, ís- lenzkt þjóðfélag. Atvinnulíf Islendinga verður að fylgj- ast með þeim hraðfara breyt ingum, sem eiga sér stað annars staðar. Nýjar atvinnu greinar verða að rísa á fót og eldri atvinnugreinar að eflast, til þess að veita sí- vaxandi fjölda íslendinga atvinnu og skapa þeim lífs- kjör og félagsleg og menn- ingarleg skilyrði, sem í öll- um aðalatriðum séu sam- bærileg við það, sem ná- grannaþjóðimar bjóða upp á. íslendingar vernda ekki þjóðfélag sitt með því að standa kyrrir, heldur með því að fylgjast með og fella breytingar heimsins að sín- um sérstöku aðstæðum. Það er þá líka í raun og veru megintilgangur þeirra stefnubreytinga í efnahags- málum, sem nú hafa verið framkvæmdar, — að gera ís- lendingum kleift að fylgjast með í þeirri sókn til fram- fara og bættra lífskjara, sem nú stendur yfir um heim allan. ★ Erfiðleikana og sársaukann, sem stefnubreytingunni eru samfara, höfum við fengið að reyna á þessu ári í rík- um mæli, og eigum enn eft- ir að reyna, á því ári, sem í hönd fer. En jafnframt sjá- um við hilla undir þann já- kvæða árangur, sem fram- undan er. Við erum nú að byrja að sjá, að til fram- fara og velmegunar liggja 'i aðrar leiðir en þær, sem verðbólgan kenndi okkur að sækja. Það skiptir ekki að- eins máli, að nýtízku tækja sé aflað til atvinnurekstrar, heldur jafnframt og eigi síð- ur, að sérhvert atvinnufyrir- tæki sé rekið af ýtrustu hag sýni. Það skiptir ekki aðeins máli, að mikill afli berist á land, heldur eigi síður, að sá afli sé vel með farinn. Það skiptir ekki aðeins máli, að miklum framkvæmdum sé haldið uppi í landinu, held- ur eigi síður, að þær fram- kvæmdir séu þannig valdar, að þær skili þjóðarbúinu sem mestu í aðra hönd. Við sjáum nú einnig í skýrara Ijósi en fyrr, að bætt lífskjör spretta ekki upp úr kapphlaupi um hærri laun, heldur aðeins úr bættum vinnuafköstum hvers og eins og auknum afrakstri alls þjóðarbús- ins. Þegar endir hefur verið bundinn á verðbólguna, höft in og uppbæturnar, þá er skapaður grundvöllur fyrir hagsýnum rekstri atvinnu- fyrirtækja, vöndun fram- leiðslunnar, heppilegu vali framkvæmda og góðum vinnuafköstum einstaklinga, þá er komið inn á þá öruggu braut framfara og velmeg- unar, sem nágrannaþjóðir okkar hafa fylgt um langt skeið. Stefnubreytingin hefur það einnig í för með sér, að aftur opnast uppsprettur nýrrar fjármagnsmyndunar. Sparnaður í landinu er nú aftur að glæðast og mun halda áfram að glæðast því meir, sem meira öryggi skap ast um það, að verðbólgan sé á enda. Erlendar fjármála stofnanir, sem um margra ára skeið höfðu ekki talið mögulegt að veita fram- kvæmdalán til íslands, standa okkur nú opnar á nýjan leik. Haldist það jafn- vægi í efnahagsmálum, sem nú hefur náðst, skapast ný tækifæri til beinnar þátttöku erlends fjármagns í fram- kvæmdum hér á landi. Öll þessi tækifæri geta íslending ar notað og eiga að nota af skynsemi og hófsemd. Við eigum að beina hinu nýja innlenda sparifé til þeirra framkvæmda í atvinnulífinu, sem mest veita í aðra hönd, og til lausnar þeim félags- legu vandamálum, sem mest eru aðkallandi. Við eigum að taka erlend lán til langs tíma til arðbærra og nytsam legra framkvæmda, én ætíð í því hófi, að ofþyngja ekki greiðslugetu okkar. Og við eigum óhræddir að láta er- lent fjármagn taka beinan þátt í framkvæmdum hér innanlands eins og aðrar þjóðir gera um allan heim, að sjálfsögðu með þeim skil- yrðum og undir því eftirliti af hálfu íslendinga, sem nauðsynlegt er, til verndar okkar eigin hagsmunum. ★ Jafnframt því að viðhalda því jafnvægi í efnahagsmál- um, sem nú hefur náðst, mun það verða höfuðverk- efni ríkisstjórna íslands á næstu árum að vinna einarð- lega og skipulega að fram- faramálunum. í því skyni hefir verið ákveðið að semja margþætta, stórhuga fram- kvæmdaáætlun fyrir næstu árin, og viðræður hafa verið hafnar við erlendar fjár- málastofnanir, sem lagt geta fram fjármagn til slíkra íramkvæmda. Tilgangurinn er að forðast skort og sálar- kvalir atvinnuleysisins og skapa ört vaxandi þjóð tæki færi til að beita starfsorku sinni; framtaki og hug- kvæmni til að nýta til fulls auðlindir íslands sér til bættra lífskjara. ★ Upphafsmenn þeirra fram- fara, sem átt hafa sér stað hér á landi á þessari öld, sáu það og skildu í byrjun ald- arinnar, að íslendingar máttu ekki lengur þrauka í kyrrstöðu, en urðu í skjótri svipan að tileinka sér nýja tækni og nýja þjóðfélags- hætti. Þessir menn höfðu nóga djörfung, nógan metn- að fyrir hönd þjóðar sinnar, til að leggja út í ævintýrið. En sannarlega er íslending- um á sjöunda áratug aldar- innar ekki minni þörf á að fylgjast með breytingum um heimsins, að forða sér undan kyrrstöðu og einangrun, að slíta sig úr viðjum þjóðfé- lagshátta, sem eru að verða úreltir. Og vissulega er ís- lendingum ekki minni þörf nú en þá á djörfung og heil- brigðum metnaði. til þess að leysa það verkefni af hendi. ★ Góðir áheyrendur! Það gengur á ýmsu í lífi þjóðanna. Höppum og gengi fylgja hrakföll og stundum neyð. Eftir veltiárin koma mögru árin, erfiðleikar og ó- ánægja. Þjóðirnar verða að kunna að bera góðu árin, án þess að gerast andvaralaus- ar, veikjast og spillast. Og mögru árin, án þess að æðr- ast og ala með sér uppgjaf- aranda og bölsýni. Illu árin eru aldrei eingöngu ill. Þá reynir á fórnarlund, vit og þrek og hverskonar mann- dóm. íslendingar þurfa nú margan vanda að leysa. Margan vanda, sem engin stjórn fær leyst, án þess að til komi samvinna við allar stéttir þjóðféiagsins — samfylking allrar þjóð- arinnar á erfiðum tímum. Þetta samstarf, þennan skilning, biður stjórnin um. Sjálf skilur hún óslc- ir fólksins. Það er gleði- snautt starf að standa gegn þessum óskum, en þó miklu betra hlutskipti en að stefna aftur opnum augum ofan í fenið. Með því væri líka roiklu meiri þrengingum boðið heim og fjárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar teflt í hættu. Og hver vill það? Ekkert ncma skilning- urinn á því, hvað í húfi er og trúin á það, að rétt sé stefnt og að bráðlega muni birta í lofti, getur gefið stjórninni þrek til þess að standa gegn kröf- unum og þjóðinni þá bið- lund og fórnarlund, sem allt veltur á að hún sýni. 'k Á morgun hefst nýr ára- tugur á löngu æviskeiði ís- lenzku þjóðarinnar — sjö- undi tugur tuttugustu aldar- innar. Við skulum vona, að hann verði drjúgur áfangi á leið íslendinga til meiri þekkingar og vits, meiri þroska, meiri alvöru og ábyrgðar og öruggari sjálfs- stjórnar, fastari og farsælli taka á þeim margvíslegu við fangefnum, sem mestu skipta fyrir veraldlegan og andlegan farnað. Með ósk um vaxandi gæfu og gengi, um vaxandi þjóð á réttri braut, — óska ég ykk- ur öllum, áheyrendur mínir, og hverju mannsbarni á Is- landi gleðilegs árs. Itfaaðungarnppboð eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs í Kópavogi og að undangengnum lögtökum verður haldið opinbert uppboð við skrifstofu mína, Álfhólsvegi 32, Kópa- vogi, þriðjudaginn 10. janúar 1961 kl. 15. Seldar verða bifreiðarnar R-450, Y-99, Y-678, Y- 609. Einnig verður selt ýmis konara lausafé. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Bæjarfógetinn i Kópavogi. !! Enskuskóli LEO MUNRO S í mi 1 9 4 5 6 Aldrei fleiri en 10 í flokki. Talmálskennsla án lesturs. Kennsla barna og fullorðinna hefst 9. og 10. jan. (Námskeiðinu lýkur fyrir páska). Innritun, stundaskrá og upplýsingar í síma 19456 daglega. Geymið auglýsinguna. f Jólatrésskemmfun Glímufélagsins Ármann verður haldinn í Sjálístæoishúsinu fimmtudaginn 5. janúar kl. 3,45 síðdegis. Skemmtíatriði - Margir jólasveinar - Kvikmyndir o.fl Aðgöngumiðar eru seldir í Sportvöruverzlunni Hellas, Bókabúðum Lárusar Blöndals, og skrifstofu félagsins íþróttahúsinu daglega frá kl. 5—7. Glímufélagið Ármann. Vélstjórar VÉLSTJÓRAFÉLAG Islands MÓTORVÉLSTJÓRAFÉLAG ISLANDS. Jólatrésskemmtun vélstjóra verður haldin fyrir börn félagsmanna í Tjarnarcafé sunnudaginn 8. jan. 1961 kl 15. Dansskemmtun hefst kl. 20,30. Aðgöngumiðar verða seldir á skrifstofum félaganna Bárugötu 11 kl. 15—-18 hjá Lofti Ólafssyni Eski- hlíð 23, Gissuri Guðmundssyni Rafstöðinni við Elliða- ár, Gunnar Gíslasyni Njálsgötu 71, Sveini Þor- bergssyni, Öldugötu 17 Hafnarf., og Ásgrími Egils- svni Álfheimum 56. Skemmtinefndin. Þvottahúsið SKYRTAN frá og með áramótum sækjum við og sendum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.